Vísir - 08.11.1969, Blaðsíða 8
3
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610, 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuöi innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiöja Vísis — Edda h.f.
Eitt var nauðsynlegt
Reynsla allra lýðræðisþjóða er sú, að þegar mikla ('
örðugleika ber að höndum, er nauðsynlegt að gera hlé /
á harðvítugum stjórnmáladeilum. Fyrst og fremst )
leysa slíkar deilur aldrei neinn vanda; þær þvert á )
móti auka vand'ræði. Og í öðru lagi er það óskynsam- \
legt, og ber vott um mikið ábyrgðarleysi þeirra ((
manna, sem þjóðin hefur falið þingmennsku og önn- (i
ur mikilvæg störf, ef þeir eyða tíma og kröftum til //
slíkra átaka, þegar allt er undir því komið, að gengið \
sé á hólm við erfiðleikana með samstilltu átaki. (
Þetta sjónarmið hefur því miður of sjaldan verið (
haft í huga hér á íslandi. Það hefði t. d. skilyrðislaust /
átt að ráða þegar þjóðin stóð andspænis þeim mikla )
vanda, að reisa við efnahagslífið eftir ófarir vinstri )
stjórnarinnar. Þeir sem þá urðu í stjórnarandstöðu, \
hefðu sannarlega átt að hafa hægt um sig.og láta þá, l
sem við þrotabúinu tóku, hafa vinnufrið. í þess stað /
hóf stjórnarandstaðan strax illvígar deilur, árásir og
oft beina skemmdarstarfsemi gegn ráðstöfunum, sem
nauðsynlegar voru til að afstýra efnahagshruni og
blátt áfram til að bjarga efnahagslegu sjálfstæði þjóð-
arinnar. Slíkt ábyrgðarleysi á sér ef til vill einhver
fordæmi einhvers staðar, en varla mörg.
Núverandi ríkisstjórn fór öðruvísi að, þegar efna-
hagsáföllin riðu yfir, fyrir tveimur árum. Henni þótti
eðlilegt og sjálfsagt, þrátt fyrir allt, sem á undan var
gengið, að leita samráðs við stjórnarandstöðuflokk-
ana og kanna, hvort unnt væri að ná við þá nokkru
samkomulagi um viðhlítandi ráðstafanir. Hér var frá
stjórnarinnar hálfu gengið að verki með einlægum
samstarfsvilja og fullri hreinskilni. Fulltrúum stjórn- /(
arandstæðinga var gefinn kostur á að kynna sér jafn- i1
óðum öll gögn, sem ríkisstjórnin lét afla um ástand /
og horfur, og þær skýrslur voru mun ýtarlegri en )
nokkru sinni áður, þegar þurft hefur að undirbúa )
efnahagsráðstafanir. Gtjórnarandstaðan vissi því eins )
vel og ríkisstjórnin, hvað um yar að ræða og að sam- \(
stöðu var mikil þörf.
Hvernig brugðust þá stjórnarandstæðingar við? /
Sumir munu segja: „Eins og vænta mátti“! Þeir /)
véku sér hjá að leggja nokkuð til, sem leitt gæti til ))
lausnar á viðfangsefninu. Það sem helzt mátti ráða
í um afstöðu þeirra var, að þeir vildu hvei-fa í veiga- \\
miklum atriðum til gömlu hafta- og ófrelsisstefnunn- !
ar, sem þeir máttu vita að ríkisstjórnin gat ekki fall- /
izt á, þar sem það hefði engin lausn verið og auk þess )
í andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. )
Enginn skyldi efast um að stjórnarandstæðingar )
trúi á höft og ófrelsi til lausnar á flestum vanda. Það V
hafa þeir svo oft sannað áður. En hér mun þó hafa n
ráðið meira, að þeir vildu ekki samstöðu. Þeirra eina ;/
áhugamál var eins og fyrr, að koma ríkisstjórninni /
frá Það eitt var nauðsynlegt. Fyrir því áformi varð )
þjóðarheill að víkja. . , \
VISIR . Laugardagur 8. nórember 1969.
Þjóðarmorð
í frumskóg-
iidíi Brasilíu
— af milljónum Indiána lifa nú 50 þúsundir
Neves, forstjóri „Indíána-
verndarinnar“, talinn sekur
um skipulögð morð. Brasilíu-
stjóm heitir málsókn og vék
Neves úr starfi.
□ Svíar vöktu athygli á
þjóðarmorðinu í Brasilíu
fyrir nokkrum árum. Um all-
an heim varð mönnum hverft
við þessi tíðindi, enda al-
mennt talið, að Brasilíumenn
væru öðrum umburðarlyndari
í málum kynþátta. „Við Iét-
um það viðgangast, að Hitler
útrýmdi sex milljónum Gyð-
inga,“ sagði sjónvarpsmaður-
inn Torgny Anderberg. „Hér
í Suður-Ameríku er sama
sagan að gerast á þessari
stundu, og heimurinn lokar
augunum fyrir því.“ Þjóðfræð
ingurinn Lars Persson segir:
„í Suður-Ameríku á sér nú
stað útrýming á átta milljón-
um Indíána.“
Pað hefur gerzt á síðustu ár-
um, að „Indíánaverndin“, sem
sett var á fót til að vemda það,
sem eftir var af Indíánum Bras-
ilíu, hefur sjálf tekið virkan þátt
í drápi þeirra. Tilgangurinn: að
rýma til i-jrir Evrópunlönnum,
sem riutt höföu til Iandsins og
skorti landrými.
Indíánar Brasiliu hafa orðið að
þola ótal hörmungar. Evrópu-
menn komu þar forðum daga
uppfullir aðdáunar á hinum ein-
földu og saklausu þjóðum, sem
við þeim tóku. Portúgalarnir
hrósuðu hinum limafögru, nöktu
konum, sem spígsporuöu um
ströndina, innfæddir féllust
strax á hin nýju trúarbrögð og
greiddu hina minnstu greiðvikni
með dýrmætum gripum.
12 milljónir drepnar
Síóan hófst nýr tími. Nýlendu
menn, konquistadorarnir. byrj-
uöu harmleikinn, og talió er, að
Spánverjar og Portúgalar hafi
drepiö tólf milljónir Indíána i
Suöur-Ameríku á meðan þeir
„hreinsuðu til“ í löndum sínum.
Evrópskir ævintýramenn sýndu
miskunnarlausa grimmd í sókn
eftir gulli og landi, og árin fyrir
fyrri heimsstyrjöldina komu
gúmmísafnararnir til sögunnar.
-Ef til vil voru þeir verstir.
Gúmmíæðið í Brasilíu stóð
ekki ýkja lengi, en það var
trylltara en gullæðið í Kali-
forníu. Indíánamir voru taldir
hæfari en svertingjar til að
safna kátsjúki. Þrælkuðum Indí-
ánum var beitt af slíkri hörku
aö sú regla gilti að jafnaði, að
tækist þrælnum ekki að safna
eins miklu og fyrir hann var
Iagt dag. hvern. var af honum
höggvið annaö eyraö. Við ann-
ar slíkt „brot“ missti hann hitt
eyrað og við hið þriðja var hann
líflátinn, höggvinn í spað.
Kátsjúkæðið lognaðist út af,
og borgvirki þrælahaldaranna
hrundu. Síðan skapaðist nokkur
friður í áratugi. „Indíánavernd-
in“ átti að vernda þessa frum-
byggja AMERÍKU frá tortím-
ingu, og þeir skyldu halda á-
kveðnum landshlutum, þar sem
hvítir menn máttu ekki eignast
land.
Tími leigumorðingja
Þessi friður hélzt þó aðeins
tiJ loka síöari heimsstyrjaldar-
innar. Bylgja Evrópumanna reið
yfir Brasilíu. Þeir þurftu land-
rými, en landið byggðu mest
Indíánar. Útþenslustefna þess-
ara Iandnema og eigenda stór-
jarðanna, fazendeiros, stöðvað-
ist á Indíánunum.
Fazendeiros gerðu út leigu-
morðingja, sem réðust á þorp
Indíánanna og drápu þá, hvar
sem til þeirra náðist. Samkvæmt
lögum skyldi land renna til ríkis
ins, ef enginn bjó þar lengur.
Er búið var að myrða Indíán-
ana, er bjuggu á ákveðnum svæð
um, varð því svæðið eign hins
opinbera. Svo var eftirleikurinn
auðveldur, þar sem ekkert virt-
ist því til fyrirstööu, að landið
gengi til stórjaröeigendanna.
Það eru engin dæmi frá þessum
árum um málsókn á hendur
hvítum mönnum fyrir morð á
Indíánum.
Öllum brögðum var beitt.
Indíánum var gefið „eldvatn"
og þeir síðan mvrtir, er þeir gerð
ust- 'drukknir. Þeim var byrlað
eitur f nwtvælum, og sögum
komið á kreik um „faraldur"
í röðum þeirra. „Læknar“ fóru
um þorpin og sprautuðu eitri í
grandalausa Indíánana.
„Enginn eftir árið 1980“
„Árið 1980“ spáir prófessor
Darci Ribeiro, þjóðfræðingur í
Brasilíu, „yerður hér enginn
Indíáni á lífi. Indíánar Brasilíu
hafa f eitt skipti fyrir öll verið
dæmdir til dauöa.“
Brasilíustjóm virðist hafa
vaknað við vondan draum, er
heimsblöðin tóku að skýra frá
meöferð á Indíánum þar í landi.
Rannsókn var hafin, og stjórnin
lét sjálf birta skýrslu um málið,
þar sem opinskátt er greint frá
hryðjuverkunum. Starfsmenn
„Indíánavemdarinnar" urðu
margir að víkja úr starfi, meðal
þeirra forstjórinn. Lofað var,
að menn þessir yrðu frekar sótt
ir til saka, en þeir skipta hundr-
uðum. Engin málsókn hefur þó
enn verið hafin á hendur þeim,
þótt í skýrslu stjómarinnar séu
þeir taldir berir að morðum á
saklausu fólki, flestir mörgum
slíkum.
Með aukinni tækni hlífir
frumskógurinn Indíánunum,
frumbyggjum Suður-Amerfku, í
æ minna mæli. Þeir eru utan-
veltu og „fyrir" í heimi nútím-
ans. Því má spyrja, eins og
þjóðfræðingurinn gerði hér aö
framan: Veröur hinum átta
milljónum Indfána í Suður-Am-
eríku útrýmt næstu árin? í
Brasilíu er talið, að aðeins milli
50 og 100 þúsund Indíánar hjari
við illan leik af þeim milljónum,
sem þar voru fyrir nokkrum
öldum. Hver verða örlög þeirra,
sem enn lifa?
Ilililllllll
M) IMTM
Tappað af gúminitré.