Vísir - 27.11.1969, Page 16
Fimmtudagur 27. nóv. 1969.
RITSTJÓRN
LAUGAVEGI 178
SÍMI 1-16-60
JloxflÆm ULTRÍÍ+LfíSH Mjög mikid úrval af snyrtivörum og jólagjafavörum
PÉTUR PÉTURSSON HEILDV. - SUÐURGÖTU 14
Prentum
stört
sem
smátt
Freyjuaöhi 14' SJml 17667
20 ára gömul braut í
Slippnum endurbyggð
Tuttugu ára gömul braut í Slippnum í Reykjavík hefur verið í endur-
byggingu. I gær og í fyrradag var unnið að því að steypa undir teinana
fjörunni neðan við Slippinn og þá tók ljósmyndari Vísis þessa mynd.
Aður höfðu kafarar kafað út með brautinni, sem liggur þar alliangt út
í sjóinn. Skipt verður um teina og brautin öll endurnýjuð og verður
því verki lokið innan tíðar.
Fjölgar barnaslysum?
• Daglega berast nú fréttir
um slys á börnum í um-
ferðinni, en svo virðist sem
þeim sé nú að fjölga aftur.
Eins og kunnugt er, hafa lög-
regla og umferðaryfirvöld
haft í frammi töluverðan á-
róður til að vinna á móti
barnaslysunum og bar þetta
mjög góðan árangur um tíma.
Hættulegasti tíminn í umferð
inni er að vísu hafinn, en
engu að síður virðist, sem
fjöigunin sé meiri en árstím-
inn einn gæti gefið tilefni til.
• í gær skýrði Vísir frá þvf
að tveir drengir hefðu
slasazt í umferðinni. 1 gær
varð svo 5 ára stúlka fyrir bif
reið á Nýlendugötu. Hún mun
ekki hafa slasazt mikið, en
oft má lítið bera á milli um
það, hversu alvarlegt slysið
verður. Flest slysanna ber að
með þeim hætti, að börnin
hlaupa skyndilega í veg fyrir
bifreiðarnar og ættu öku-
menn sérstaklega að hafa það
í huga og fylgjast vel með
börnum að leik við götumar.
Sambandið undirbýr aukna
sölustarfsemi í Bretlandi
Sfjórn SIS befur ekki tekið endanlega afstöðu
til EFTA, segir Erlendur Einarsson
Samband íslenzkra samvinnúfélaga
hefur nú ákveðið að gera stórátak
í sölu unninna fiskrétta í Bret-
landi og er í því sambandi unnið
að því að stækka og endurbæta fisk
iðnaða'rverksiniðju, ''serrt sambándið
hefur rekið í Yorkshire. Erlendur
Einarsson, forstjóri SÍS, sagði í við-
tali við Vísi i gær, að þessi ákvörð-
un hefði ekki verið tekin beinlínis
vegna hugsanlegrar aðildar íslands
að Fríverziunarsamtökum Evrópu,
heldur hafi ákvörðunin verið tekin
áður en EFTA-málið kom upp núna.
Innganga lslands í EFTA mundi
hins vegar geta haft þau áhrif, að
notaður yröi íslenzkur fiskur í fram
léiðsiff verksmiðjunnar. íslenzkur
freðfiskur hefur veriö of dýr á
brezka markaönum á undanförnum
árum, m. a. vegna tolla þar, en
þetta gæti breytzt, ef ísland geng-
ur í EFTA, þár sem þá fellur 10%
tollurinn niður og Ísland gerist að-
Sjónarvottar fæla
þjófana oft burtu
Lögreglan í Reykjavík átti ó-
venjulega rólega nótt, — aðeins
þremur hræðum stungið inn í Síðu-
múla og ein tilraun gerð til inn-
brots. Innbrotstilraunin var gerð í
verzlun á Skúlagötunni. Þar var
komiö að unglingspiltum aö tálga
dyrastafinn í bakdyrum verzlunar-
innar. Sjónarvottur gerði lögregl-
unni viðvart, en þcgar hún kom á
vettvang voru fuglarnir flognir. Að
því er Páll Eiríksson, varðstjóri
sagði Vísi í morgun gerist það æði
oft, að sjónarvottar fæla innbrots-
þjófa í burtu áður en þeir ná að gera
lögreglunni viðvart.
Nýta Loftleiíir RR-400
vélarnar í vöruflutninga?
Samstarf Loftleiða og Luxair
í Lúxembúrg um vöruflutninga
á alþjóðamarkaði er í deiglunni.
Hafa stjórnarmenn Loftleiða að
undanförnu setið fundi til aö
ræða samstarfið og í næsta
mánuði stendur til að annar
fundur verði haldinn. Sigurður
Magnússon, blaðafulltrúi sagði i
gær um þetta mál: „Verði af
þessari samvinnu. virðist ólíklegt
að Rolis Royce vélamar verði
seldar, en þær henta vel í flutn-
inga á vörum.
Ég get enga ábyrgð borið á
því, sem talsmenn Luxair kunna
að segja um hugsanlega sam-
vinnu við Loftleiðir, en það er
rétt, að nýlega átti stjórn Loft-
leiða fundi með framámönnum
flugmála í Lúxembúrg um ýmis
mál, sem hugsanlega geta orðið
sameiginleg hagsmunamál Loft-
leiða og Lúxembúrgarmanna. Að
þessum fundum loknum fór
stjórnin frá Lúxembúrg til að
reka erindi Loftleiða annars
staðar í Evrópu og er hún enn
ekki komin heim. Engar fulln-
aðarákvarðanir voru teknar á
Lúxembúrgarfundinum í s.l.
viku, en hins vegar gert ráð fyr-
ir að framhaldsviðræður verði
á næstunni, um þau mál, sem
þar voru rædd.
Á þessu stigi málsins, meðan
allt er í öráðinni deiglu teljum
við ótímabært og óheppilegt að
gefa nokkrar upplýsingar um
þær leiðír, sem íhugaðar hafa
verið til hugsanlegrar samvinnu
Loftleiða og Luxair, eöa Lux-
air og annarra aðila, sem
kunna að hyggja á nánari sam-
vinnu við það félag.“
Yíttur
fyrir
um-
mælin
Ummæli Baldvins Þ. Kristjáns-
sonar um Slysavarnafélagiö í út-
varpsþættinum „Um daginn og
veginn“ hafa dregið talsverðan
dilk á eftir sér. Baldvin hélt því
fram í þættinum, að Siysavarna-
félagið ætti sök á því hversu
dauft væri yfir félagsskapnum
„Varúð á vegurn". Það hefði ver-
ið vilji þeirra Siysavarnaféiags-
manna, að kæfa jressa stofnun í
fæðingu. Fyrir þessi ummæli sín
hefur Baldvin fengið ákúrur hjá
útvarpsráði, sem harmar að
hann skyldi þannig hafa brotiö
reglur útvarpsins um hlutleysi.
Forseti Slysavarnafélagsins hef-
ur sent frá sér yfirlýsingu vegna
þessara ummæla. Þeir siysa-
varnamenn segja, að hafi verið
dauft yfir starfsemi „Varúðar á
vegum“ sé það vegna áhugaleys-
is aðildarfélaganna og fjárhags-
erfiðleika.
ili að lágmarksverðkerfi á brezka
markaðnum.
Sambandið stofnaði nýlega sölu-
fyrirtæki með bandarískum aðilum,
Iceland Product Marketing, en hvor
aðili á helming í fyrirtækinu.
Sagði Erlendur ætlunina, að þetta
fyrirtæki ræki sölustarfsemi á
brezka markaðnum fyrir utan
bandaríska markaðinn, þegar fram
líða stundir. Stofnun þessa fyrir-
tækis er eitthvert hið mikilvæg-
asta mál, sem SÍS hefur ráðizt í,
sagði Erlendur. Það er höfuðmál i
viðleitni okkar að byggja upp gott
og lífvænlegt þjóðfélag, að við för-
um að sinna sölumennsku meir en
gert hefur verið, sagði hann. Að við
leggjum áherzlu á að selja fullunn-
ar neytendavörur, þar sem sveifl-
urnar eru mjög litlar í stað þess
að selja hráefni, sem er háð sveifl-
um á heimsmarkaðnum.
Erlendur sagði stjóm Sambands-
ins ekki vera búna að taka endan-.
lega afstöðu til EFTA. EFTA hefði
sannarlega sína kosti. Það opnaði
íslenzkum iðnaði góðan markað.
Sem dæmi mætti taka, að sam-.
vinnufélögin á Noröurlöndum hefðu
lýst yfir vilja sínum til að kaupa
ullar- og skinnavörur, en hingað til
hefur þessi sala strandað á toll-
múrunum. Þá hefði sjávarútvegur-
inn mikið hagræði af EFTA-aðild-,
inni og ætla mætti að landbúnaður-
inn hefði nokkum hag af henni.
f iðnaðinum virtist hagurinn vera
misskiptur, hluti hans hefði mikinn
hag af EFTA-aðild, en aðildin virt-
ist vera andstæð hagsmunum hluta
hans. Sambandið er umboðsaðili
allra þessara starfsgreina, þannig
að erfitt er fyrir það að taka end-
anlega afstööu, sagöi Erlendur.
/VWWWWWWWAA/W
Aðeins 2-300
býli nf 4824 hafn
enn ekki rafmagn
Milli 200 og 300 býli á fslandi
hafa ekkert rafmagn, enn sem
komið er. AIls eru býlin á land'
inu 4824 talsins, og hafa lang
flest þeirra rafmagn frá sam
sveitum.
Ingólfur Jónsson, landbúnað
arráöherra, upplýsti á Alþingi
gær, að um 200 býli hefðu feng
iö rafmagn á ári hverju að und
anförnu, til dæmis 215 árið 1966
178 1967 og 119 1968.
Heildarkostnaður við að leggja
rafmagn hefur verið um 200 þús-
und krónur á hvert býli. Kvað
ráðherra ekki þurfa stórt áták
til þess að hvert býli í sveitum
landsins fengi rafmagn.