Vísir - 11.12.1969, Blaðsíða 10
10
VÍSIR . Fimmtudagur 11. desember 1969,
Auglýsing:
NÝIAR BÆBCUR
Breiðabólstaður
í Fljótshlíð.
Eftir Viðfús Guömundsson. — Höf-
undur bókarinnar, Vigfús Guð-
mundsson, fæddist aö Keldum á
Xangárvöllum 22. október 1868.
Hann varð búfræöingur frá Hvann-
eyri 1894 og vann alla tíð að bún-
aðarmálum. Bóndi var hann aö
Haga í Gnúpverjahreppi og í Engey
á á'runum 1896 til 1916.
Vigfús var greindur maður, ger-
hugull og nákvæmur rithöfundur.
Eftir hann liggja meöal annars eft-
irtaldar bækur: Saga Oddastaðar,
Ævi Hallgríms Péturssonar, Saga
Eyrarbakka og. Keldur á Rangár-
völlum.
í þessari fök fjallar Vigfús um
Breiðabólstað í Fljótshlíð, gerir ná-
kvæma grein fyrir ábúendum og
prestum þeim, sem staðinn hafa set
ð, rekur sögu kirkjunnar og eigna
hennár, og lýsir bæjarhúsum og
ijáleigum. Kr. 350.00.
Ég raka ekki í dag, góði.
Þættir úr þjóöiífinu.
horsteinn Matthíasson skrásetti.
f bókinni eru þrettán þættir úr ís-
lenzku þjóðlífi, viðtöl og frásagnir.
Þorsteinn segir meðal annars: Þeg-
ar við lesum sögu þjóðarinnar, fá'-
um við fyrst og fremst hugmynd
um líf þeirra manna og kvenna,
sem risið hafa úr hafi meðalmennsk
unnar og verið áberandi með hverri
kynslóð. Við fáum tækifæri til að
leggja okkar dóm á störf þeirra og
heiöra minningu þeirra, ef okkur
finnst það við eiga. Við höldum á
iofti nöfnum þeirra manna, sem
staðið hafa í fararbroddi með hverri
kynslóð og segjum að þjóðin eigi
þeim! gott eða grátt að gjalda, eftir
bví sem dómur okkar fellur. — í
þessari bók eru birtir nokkrir þætt-
ir úr þjóðlífi voru — brot tekin úf-
■íullastokki íslenzkrar alþýðu.
Kr. 260.00.
Eldflugan dansar.
Guðjón Guöjónsson skólastjóri
þýddi. — Þetta er skemmtileg saga
og vel þýdd. Segir þar frá hæglát
um kaupmanni, sem sendur er til
Japan í verzlunarerindum. Og eins
og að líkum lætur kynnist hann
þar einni af þeim st.úlkum (geisha),
sem hafa það að atvinnu að
skemmta ferðamönnum og við-
skintavinum stófra verzlunarfyrir-
tækja. En mörgum hættir til að mis
skilja starf slikra kvenna og af því
geta leitt hin spaugileguStu atvik,
Frásögnin er létt og lipur, og þó
. hispurslaus. Kr. 260.0Ó.
A/\AAAAAAAAA/VS^/W\AA/
„Kysst á vöndinn“
Flestir minnast þorskastríós-
ins fræga, þegar íslendingar
færðu út landhelgi sína, en áttu
í vök að verjast vegna ofríkis
Breta, sem höfðu herskip til
vemdar þeim togurum sem
veiddu innan landhelginnar. Sú
deila var raunar ójafn „leikur“
og óttuðust margir að til blóðs-
úthellinga kynni að draga. Við
íslendingar urðum gramir Bret-
um vegna einstrengingslegrar
afstöðu þeirra í máli þessu, þar
eð það var staðreynd, að fiski-
miðin þurftu vemdimar og frið-
unar við, ef sjávarútvegur Is-
lendinga ætti ekki að hrynja í
rústir vegna ofveiði. Mörgum
þótti þessi deila því sárgræti-
legri, þar eð í hlut átti stórþjóð,
sem árum saman hafði verið
okkur ein hin helzta viðskipta-
þjóð og vinarþjóð. Einnig þótti
rnörgum sem Bretar væru lljótir
að gleyma þeim mikiu viöskipt-
um, sem þessar þjóðir áttu sam-
an á örlagastundum stríðsins,
en þau viðskipti voru svo sann-
arlega báðum þjóðunum brýn
nauðsyn.
Tilraunir Breta til að hindra
varðskip Islendinga í töku
þeirra togara sem brotlegir
voru við veiðar innan fiskveiði-
lögsögunnar sem færð hafði ver.
ið út samkvæmt viðurkenndum
leiðum, var ekker't annað en of-
svo smá og illa búin að tækjum
og mönnum, að ekki var um það
að ræða, að íslendingar hefðu í
frammi neinar aðgerðir nema
eftir diplóinatiskún^^ jleiðun^
Skyídustöirf íslenziíu 'Várðskiþs-'
mannanna náðu þvi ekkj íengra
en Bretar vildu vera láta. Frá
þessum átökum minnast menn
kyrrsetningar íslenzkra varð-
skipsmanna urn borð í herskip-
inu Eastbourne og þeim mikla
skrípaleik þegar herskip hennar
hátignar elti Þór til að geta
skilað íslenzku varðskipsmönn-
unum um borð aftur, en okkar
,,landhelgishetja“ neitaði að taka
við þeim, þar sem» þeir
ættu að vera við skyldustörf í
þeim togara, sem þeir voru látn-
ir um borð í. Allt minnti þetta
á vissan bamaleik, og var mikið
lán að ekki skyldu hljótast nein
meiðsli á mönnum við þær aðfar-
ir. Ofbeldi Bretanna var aug-
Ijóst, hvort sem við mönnunum
hefði verið tekið eða ekki, þó
kannski hafi á meðan aðgerðir
stóðu, verið talið, að einhver al-
þjóðlegur réttur hefði skapazt
með þeim skollaleik áð taka
ekki við mönnunum um borð í
eigið skip.
En æskilegast hefði verið að
þessj gamli skollaleikur hefði
gleymzt með öllu og verið litið
á þessa atburði sem liðin mis-
tök af hálfu Breta i samskiptum
þjóðanna. En þá eru þessir at-
burðir rifjaðir upp á fúrðulegan
hátt með bví að þessir „fangar“
eru boðnir um borð í Eastbourne
til að halda upp á atburöinn. Og
boðíð var þegið og hlegið að at-
burðunum, eins og það var orðað
í einni fréttinni. Þetta getur
maður nú kallað að kyssa á
vöndinn.
Þrándur í Götu.
Messíana Guðmundsdóttir, Öldu
götu 50, andaðist 5. desember sl.,
78 ára aö aldri. Hún veröur jarð-
sungin frá Fossvogskirkju á morg-
un kl. 13.30.
Svava Jónsdóttir, ritari, Snorra-
braut 32, andaðist 6. des. sl., 67
ára aö aldri. Hún veröur jarösung-
in frá Fossvogskirkju á morgun
kl. 15.
ALÞ1N IGI
í^-.y: M
I DAG:
Neðri deild:
1. Iöja og iönaöur, stjórnarfrum-
varp, frh. 1. umræöu — atkv.-
greiðsla.
2. Verzlunaratvinna, stjórnarfrum-
varp, frh. 1. umræðu — at-
kvæðagreiðsla.
3. Ráöstafanir í sjávarútvegi,
Björn Jónsson (Ab) 1. umræöa.
4. Tollskrá, stjörnarfrumvarp, 1.
umræða.
í GÆR:
Sameinað Alþingi:
Atkvæöagreiðsla um fjárlagafrv.
eftir 2. umræðu.
Efrideild:
1. Érí'álrhæfing, stjómarfrumvarp,
2. AWmnuleysistryggingar. Björn
Jónsson (Ab), 1. umræða.
Neöri deild:
1. Happdrætti fyrir ísiand, stjórn-
arfrumvarp. 1. umræöa. Komiö
úr Efri deild.
2. Iöja og iðnaður, stjórnarfrum-
varp, 1. umræða.
3. Verzlunaratvinna, stjórnarfrum-
varp, 1. umræöa.
NYJUNG
ÞJÓNUSTA
Sé hringt fyrir kl. Tó,
sœkjum viS gegn vœgu
gjaldi, smóauglýsingar
ó tímanum 16—18.
Staðgreiðsla. vjSJR
VERZLUNIN DORIS
hefur nú mikiö úrval af evrnalokkum fyrir göt, hálsmen-
um, löngum hálsfestum, nælum og slæöum. Einnig munstr
. uðum sokkum. — Verzl. Dóris á horni Lönguhlíðar" og
jBarfnahlíðár; .-------- '
^ VEÐRIÐ
* ÍOAG
Stundum liggur við, að ég óski
þess að vera tvíburi, svo að ég
geti komið öllum þessum boðum
af mér, sem ég fæ.
APOTEK
Laugaj-nes Apótek, Kirkjuteigi
21 og Ingólfs Apótek, Aðal-
stræti 4, verða opin sem hér seg
ir:
laugardaginn 27. des. kl. 10 — 21
sunnudaginn 28. des. kl. 10—21
mánudaginn 29. des. kl. 9 — 21
þriðjudaginn 30. des. kl. 0—21
miðvikud. 31. des. kl. 9 — 21
fimmtud. 1. jan. kl. 10—21
föstudaginn 2. jan. kl. 9—21
Þakkarávarp. Við undirritaðar
mæðgur, sem síðastliöið sumar
ásamt mönnum okkar, heyjuðum
í Þerney í akkorði fyrir hr. Braga
A. J. Þórðarson á Lágafelli vott-
um honum hér með okkar alúðar
fyllstu þakkir fyrir alla hans
drenglunduðu og göfugu fram-
komu gagnvart okkur öllum. Og
að síðustu fyrir þá höfðinglegu
peningagjöf, er hann sér á parti
færði ':kur undirrituðum um
leið og hann borgaöi mönnum
okkar allt það umsamda.
Rvík 10 .des 1919.
Steinunn Sigurðardóttir,
Halldóra S. Þórðardóttir.
Vísir 11. des. 1919.
riLKYNNINBAR
Aðalfundur félags Reykja
víkur veröur haldinn 18. des.
n.k. kl. 20 á Kaffi Höll (uppi)
Austurstræti. — Venjuleg fund-
arstörf. — Á fundinum verður
sýnd júdókvikmynd. Stjórnin.
Kvénfélag Ásprestakalls, ósótt-
ir vinningar í happdrætti félags-
íns eru nr. 345 — 490 — 504 —
1840 — 1899. Vinninganna skal
vitja á Hjallayeg 35, símj 32195.
Söngsveitin Filharmonia held-
ur basar sunnudaginn 14. des. kl.
2 e.h. i Kirkjubæ, félagsheimili
Óháöa safnaðarins við Háteigs-
veg. Gamlir kórfélagar og aðrir
velunnaraf söngsveitarinnar seríi
vilja taka þátt í undirbúningi hafi
samband við Aðalbjörgu í síma
33087, Borghildi í síma 81832, ,
Tngibjörgu:,f,.síma 34441'pg Fríðúi
"Píordal i síma 40168-.-' '
Suóaustan kaldi.
Dálítil él. Frost
2 — 4 stig.
FUNDIR i KVÖLD •
Kvenfélag Hallgrímskirkju. —
Jólafundurinn verður fimmtudag
inn 11. des. kl. 8.30. Guðrún Tóm
asdóttir syngur við undirleik Ól-
afs Vignis Albertssonar, Helga
Bachmann leikkona ‘les upp úr
verkum Guðmunar Kamban, jóla
hugleiðing, kaffi. Heimilt að
bjóða með sér gestum.
Konur j Styrktarfélagi vangef-
inna. Jólafundurinn verður í Lyng
ási fimmtudaginn 11. des. nk. kl.
20.30. Dagskrá: 1. Félagsmál, 2.
Ingimar Jóhannesson flytur jóla-
minningu, 3. Jólahugvekja, séra
Sigurður Haukur Guðjónsson.
Stjómin.
K.F.U.M.
Aðaldeildarfundur í húsi félags
ins við Amtmannsstíg í kvöld kl.
8.30. Efni: Nútíma mannaveiðar-
ar. — Nokkur orð um efnið segja
þeir Guðmundur Einarsson, Gunn
ar Sandholt, Sigursteinn Her-
sveinsson og Jóhannes Sigurðs-
son. Allir karlmenn velkomnir.
Hjálpræöisherinn. Almenn sam
koma í kvöld kl. 8.30. Vitnisburð
ur og söngur um Jesú Krist.
Kvennadeild Skagfirðingafélags
ins i Reykjavík. Jólafundur f
kvöld kl. 8.30, laufabrauðskynn-
ing, upplestur.
Kvenfélagið Keðjan. Jólafund-
urinn verður aö Bárugötu 11 í
kvöld kl. 9. Tízkusýning.
Kvenstúdentafélag Islands. —
— Jólafundur félagsins verður i
Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld
kl. 8.30. Kvenstúdentar f.rá M.R.
og V.í. 1969 sjá um skemmti-
atriði. Jólahappdrætti.
Húnvetningafélag Suðurlands
heldur fund og spilakvöld í Hótel
TryggvaskáN. Selfossi ki. 9 i
kvöld. Stjórnin.
SKEMMTISTAÐIR
Hótel Loftleiðir. Hljómsveit
Karls Lillendahl, söngkona Hjör-
dís Geirsdóttir og Les Gaesi
skemmta.
Tónabær. Opið hús í kvöld kl.
8—11. Mods koma í heimsókn.
Spil — Leiktæki. Diskótek.
Æskulýösráð Reykjavikur. —•
Opið hús í völd kl. 8 —11 fyrir
14 ára og eldri. Fjölbreytt leik-
tæki.
i
Hótel Saga. Ragnar Bjarnason j
og hljómsveit ieika og syngja til 1
kl. 1.
Þórscafé. Gömlu dansarnir í
kvöld. Hljómsveit Ásgeirs Sverr-
issonar, söngkona Si~;>a Maggý
Röðull. Hljómsveit Magnúsar
Ingimarssonar, söngvaraf Þuríð-
ur Sigurðardóttir, Pálmi Gunnars
son og Einar Hólm. Dansmærin
\Corrinne Long skemmtir.
Glaumbær. Diskótek í kvöld.
S