Vísir - 08.01.1970, Blaðsíða 15
VlSIR . Fimmtudagur 8. janúar 1970. /5
KENNSLA
MÁLASKÓLINN MÍMIR
Lifandi tungumálakennsia. Enska, danska, þýzka, franska,
snánska, ítalska, norska, sænska, rússneska, íslenzka fyrir
útlendinga. Innritun kl. 1—7 e. h. Símar 10004 og 11109.
Húsbyggjendur — tréverk — tilboð
Framleiðum eldhúsinnréttingar, svefnherbergisskápa o.fl.
Höfum allar tegundir harðplasts. Harðvið: álm, eik, tekk,
palisander. Teiknum og leiðbeinum um tilhögun. Gerum
fast verðtilboð. Greiöslufrestur. Uppl. á verkstæðinu. —
Hringhraut 121 III hæð og í síma 22594 eftir kl. 7. _
Gíerþjónustan Hátúni 4a, sími 12880
Einfalt og tvöfalt gler. Setjum í gler. Fagmenn. Góð
þjónusta.
HÚSBYGGJENDUR HÚSEIGENDUR
Getum bætt við okkur hvers konar smíði, svo sem
' mótasmíði, breytingum á eldri húsum, endurnýjun á
■ gluggum og gleri, lánum vinnupalla til verksins ef þarf.
, Látið faglærða menn annast verkið fyrir yöur. Símar
83462 og 14968.
Radíóþjónusta Bjarna, Síðumúla 7, sími
83433
Önnumst viðgerðir á útvörpum og sjónvörpum. Leggjum
sérstaka áherzlu á bifreiðaviötæki og allt sem þeim viö
kemur.
HÚSAÞJÓNUSTAN SÍMI 19989
RAFTÆKJAVINNUSTOFAN
Sæviöarsundi 86. Sími 30593. — Gerum við þvottavélar,
eldavélar, hrærivélar og hvers konar raftæki. Einnig
nýlagnir og breytingar á gömlum lögnum. — Haraldur
GCCmundsson lögg. rafverktaki. Simi 30593.
HÚSAVIÐGERÐIR — 21696.
Tökum að okkur viðgerðir á húsum úti sem inni. Setjum
f einfalt og tvöfalt gler. Skiptum um og lögum þök,
einnig þéttum viö sprungur og steyptar rennur. Otvegum
allt efni, Upplýsingar i síma 21696,
SVEFNBEKKJAIÐJAN
m BÓLSTRUN1
Klæðum og gerum upp
bólstruð húsgögn.
Dugguvogi 23. simi 15581.
Fljótt og vel unnið Komum með áklæðissýnishom. Ger-
um kostnaðaráætlun ef óskað er. Sækjum — sendum.
ER LAUST EÐA STÍLFAÐ?
Festi laus hreinlætistæki. Þétti krana og WC-kassa. —
Hreinsa stífluð frárennslisrör með lofti og hverfibörkum.
Geri viö og legg ný frárennsli. Set niður brunna. — Alls
konar viðgerðir og breytingar. Þjónusta allan sólarhring-
inn Simi 25692. Hreiöar Ásmundsson.
GLUGGA OG DYRAÞÉTTINGAR
Tökum að okkur að þétta opnanlega glugga, útihurðir og
svalahurðir með „Slottslisten" innfræstum varanlegum
þéttilistum, nær 100% þétting gegn vatni, ryki og drag-
súg. Ólafur Kr. Sigurösson og Co. Sími 83215 frá kl. 9—12
f.h. og eftir kl. 19 e.h.
Plasthúðun — húsgagnamálun
Plasthúöa og mála húsgögn, bæði gömul og ný og lausar
innréttingar. Látið plasthúöa eða mála gömlu húsgögnin
og gera þau sem ný. Fljótleg og vönduð vinna, sann-
gjarnt verð. Húsgagnamálun, Barónsstíg 11A bakhús. —
Sími 19840. — Geymiö auglýsinguna.
HEIMILISTÆKJAVIÐGERÐIR
Gerum við allar tegundir beimilistækja Kitchen Aid, Hob-
art, Westinghouse, Neff. Mótorvindingar og raflagnir.
Sækjum sendum. Fljót og góð þjónusta. Rafvélaverkstæði
Eyjólfs og Halldórs. Hringbraut 99. Sfmi 25070.
Vélritun — fjölritun. Þórunn H. Felixdóttir
Tökum að okkur alls konar vélritun og fjölritun. Kennum
einnig á rafmagnsritvélar. Áherzla lögð á vandaða vinnu
og fljóta afgreiðslu. — Vélritun — Fjölritun s.f., Granda-
garöi 7, sími 21719.
BIFREIÐAVIÐGERÐiR
ALSPRAUTUM OG BLETTUM BÍLA
úr hinum heimsþekktu VIEDULUX-bílalökkum. Bfllinn
fær háan varanlegan gljáa. Bílasprautun Kópavogshálsi.
Sími 40677.
BÍLASTILLING DUGGUVOGI 17
Kænuvogsmegin. Bifreiðaeigendur. Framkvæmum mótor-
stillingar, ljósastillingar, hjölastillingar og balancermgar
fyrir allar gerðir bifreiöa. Sími 83422.
fökum að okkur fast viðhald á fjölbýlishúsum, hótelum
1 og öörum smærri húsum hér í Reykjavík og nágrenni.
• Límum saman og setjum í tvöfalt gler, þéttum sprungur
og rennur, járnklæöum hús, brjótum niður og lagfærum
• steyptar rennur, flísar, mosaik og margt fleira. Vanir og
. vandvirkir menn. Kjörorð okkar: Viðskiptavinir ánægöir.
Húsaþjónustan. Sími 19989.
----- 1 ---------------■ ■ 1 ...............r—
Glertækni hf. Ingólfsstræti 4, sími 26395.
' Ný þjónusta. Framleiðum, tvöfalt einangrunargler og sjá-
um um ísetningar og einnig breytingar á gluggum og viö-
hald á húsum, skiptum um járn og þök o.m.fl. Afborgunar-
skilmálar. Vanir menn. Glertækni h.f. Ingólfsstræti 4, sími
26395 Heimasímar 38569 og 81571
ER STÍFLAÐ?
Fjarlægi stiflur úr vöskum, baðkerum, WC rðrum og
niðurföllum. Nota til þess loftþrýstitæki, rafmagnssnigla
og fleiri áhöld. Þétti krana set niöur brunna, geri við biluð
rör og m. fl. Vanir menn. Valur Helgason. Slmi 13647 og
33075. Geymið auglýsinguna.
ÁHALDALEIGAN
SlMl 13728 LEIGIR YÐUR múrhamra með borum og fleyg
um, víbratora fyrir steypu, vatnsdælur, steypuhrærivél-
ar, hitablásara, borvélar, slipiroltka, rafsuðuvélar. Sent og
sótt ef óskað er. — Ahaldaleigan Skaftafelli viö Nesveg,
Seltjarnarnesi. Flytur isskápa og píanó. SimJ 13728.
BÍLASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
HJÓLASTILLINGAR
MÖTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR
Látið stilia i tíma. A
Fljót og örugg þjónusta. I
13-10 0
2
Þvínæst stillti hann viðtækið á
brezka stöð. Náungi söng með
Lundúnaframburði og neftónum:
„Þú ert mitt sólskin ...“ Leech
spýtti um tönn yppti brúnum og
ávarpaöi hinn dauða ferðafélaga
sinn öðru sinni:
„Öll skemmtun fær endi, ekki
vantar það... Og maöur er allt
af manns gaman jafnvel þótt
dauöur sé.“
Hann þagnaði, því að nú nálg-
aðist hann varðstöðina, þar sem
hreyfilhljóöiö hafði orðið til þer.s
að herlögreglumennirnir litu sertv
snöggvast annað en í austur og
vestur, þar sem meginleiöimar
lágu, en beindu þess í stað augum
sínum í suöurátt út yfir opna
auðnina.
Leech kom á veginn þegar
hann átti um himdrað metra ó-
fama að varðstöðinni, ók hratt,
hemlaöi ekki fyrr en á síðustu
stundu. Lögregluforingi steig
fram um skref. „Skilríki, herra
minn?“ sagði hann.
„Hvað'.. er það ökuskírteinið,
sem þú ert að spyrja um?“ Leech
lagði alla þá fyrirlitningu sem
hann hafði á þjálfuöum hermönn
um og skipulagðri hermennsku, i
röddina, þegar hann afhenti for-
ingjanum skilríkin. Hann terrði
upp þumalfingurinn þegar foring
inn hafði lokiö athugun sinni:
,JÉig jgeri ekki ráð fyrir að þú
stzefifr isafin um skilríki, þennan“,
sagði hann og benti á ferðafélaga
sinn. „Eða hvað?“
Foringinn afhenti Leech aftur
skilrikin, virti hinn dauða liðs-
foringja fyrir sér andartak, þaö
brá fyrir hörku í svipnum, en
hann sagði ekki neitt. Bar svo
höndina aö húfuskyggninu og
benti Leech að aka áfram. Leech
ók ‘fram hjá honum og hló og þaö
fór ósjálfrátt ónotahrollur um
lögregluforingann.
Aðalbækistöðvunum hafði ver-
ið valið heldur óglæsilegt um-
hverfi, i miðju, arabísku þorpi,
austur og suöur af E1 Alamein,
og þær voru jafnvel sóðalegri og
óskipulegri en þorpið í kring. —
Hvar sem nokkurt rými var, unnu
menn aö því að lagfæra Iöskuö
ökutæki og setja saman skotvopn,
þeir hlógu oft og kölluðu hver til
annars á jafnólikum málum og
mállýzkum og klæðnaður þeirra
var. Enda þótt þeir virtust ekki
fara sér að neinu óöslega, var
hvert handtak þeirra hnitmiðað,
sérhver höfuöhnykkur við átak
mótaður af dulinni ákefð og
kappi.
Rimlagrindurnar í hliðinu á girð
ingunni kringum bækistöðvamar
skullu upp fyrir krafti jeppans,
og Leech ók svo hratt gegnum
hliöið að þær sveifluðust ekki til
baka fyrr en hann var kom-
inn í gegn. — Hann stööv-
aði ökutækið á miðju, þröngu
svæði hallaði sér andartak fram á
stýrið en rétti svo skyndilega úr
sér eins og til merkis um að hann
tæki ekkert mark á þreytunni.
Þegar hann drap á hreyflinum
varð allt skyndilega hljótt í kring
mennimir lögðu gætilega frá sér
áhöldin, störðu spyrjandi augum
á þá, sem í jeppanum sátu, þann
lifandi og þann dauða. Leech kleif
rólega niður úr ekilssætinu, stóð
svo kyrr andartak og studdi sig
við hreyfilskjólið, og það lék
hörkulegt glott um herptar var-
irnar, og sló köldu bliki á augun
þegar hann horfði yfir að dyrun
um á einni byggingunni.
Slitinni ábreiöunni, sem not-
uð var fyrir dyratjald, var ýtt
til hliðar og Masters höfuðsmað
ur kom út, nam staðar andar-
tak á meðan augun vom að venj
ast sólskininu. Hann var maður
hár vexti, hirðuleysislega klædd
ur í borgaraleg föt, buxur sem
hann virtist hafa sofið i nóttum
saman, prjónaöa mussu óhneppta
með leðurbótum á olnbogum,
sokkalaus var hann, en með arab
íska ilskó á fótum, órakaður. —
Hann hikaði andartak, svipurinn
gersamlega rólegur en þó vottaði
fyrir áhyggjum í björtum augun
um. Hann gekk svo að jeppan-
um og á eftir honum kom ungur
liðsforingi í hreinum og strokn
um einkennisbúningi og bar sig
hermannlega. Leech virti þessa
gagnólíku menn fyrir sér, þegar
þeir nálguðust, reyndi að gera
sér grein fyrir styrkleika þeirra
og veikleika hvors um sig. Hann
þekkti Masters höfuðsmann, unga
liðsforingjann Attwood, þekkti
hann ekki neitt. naumast f sjón,
helzt af oröspori. Leech gerði sér
ljóst að hann þyrfti ekki að ótt-
ast Masters höfuösmann, hann
kunni tökin á honum og höfuðs-
maðurinn þurfti á allri aðstoö
hans að halda. Hvað Attwood
snerti, þá var hann ómerkileg
persóna í sjálfu sér, einungis
hættulegur fyrir það að hann var
annað eyra Blore herforingja,
æðsta manns skæruliðadeildanna.
Þeir Masters og Attwood virtu
hann fyrir sér, eins og þeir geröu,
mennimir er höfðu safnazt um-
hverfis jeppann. Loks tók Mast-
ers höfuðsmaður til máls og það
var ekki laust við, aö ásökunar-
hreimur væri í röddinni.
„Hvað kom fyrir Karinski? Og
Möltumennina tvo? og Achmet?
Leech yppti öxlum, bandaöi frá
sér með höndunum.
„Ég kom með unga liðsforingj-.
an aftur, eins og þiö sögðuð mér.
Þá hina skildi ég eftir“, svaraði
hann.
Masters höfuösmaður leit á
dauða liðsforingjann í sætinu, s£ð
an hliðhallt á lifandi liðsforingj-
EFTIR ZEN0
ann, sem hjá stóð, herráösforingja
Blore, eins og hann vildi sjá við
brögð hans. Hann haföi meiri ótta
af Attwood en Leech hafði, því
að Masters vissi sjálfur bezt hve
allt var í óvissu um framtíð
skæruliðasveitarinnar, sem laut
yfirstjórn hans. Hann leit aftur
á Leech.
„Hvað gekk úrskeiðis í þetta
skiptið?" spuröi hann.
Leech leit upp, þreytulegur á
svipinn. Hann hafði megnustu
andúð á því að vera krafinn ná-
kvæmra skýringa eða frásagnar
af atburðum. Skeð var skeð og
varð ekki aftur tekið frá hans
sjónarmiði.
„Viö áttum ekki ófarnar nema
um tuttugu mílur, þegar sveit
árásarflugvéla kom auga á okk-
ur“.
Attwood tók til máls f fyrsta
sinn í þetta skiptið.
„Og hvað kom fyrir Evans liðs-
foringja, nákvæmlega frá skýrt?“
Leech yppti öxlum.
„Ekki annað en það, að hann
varð fyrir skoti“.
Masters leit snöggt á Attwood
og sá greinilega, eða öllu heldur
fann, andúðina og fyrirlitninguna
í svipnum á vandlega rökuðum
vöngunum og f unglingslegu
augnatillitinu. Hann ákvað aö
ræða einslega við Leech seinna
meir.
„Við tölumst viö á eftir“, sagði
hann. Þegar þú hefur þvegið þér
og jafnað þig“.
Attwood leit á armbandsúr
sitt, án þess að gera minnstu til-
raun til að leyna því.