Vísir - 08.01.1970, Blaðsíða 16

Vísir - 08.01.1970, Blaðsíða 16
VISIR Fimmtudagur 8. janúar 1970. Einar Arnaids forseti Hæstaréttar • Einar Amalds hæstaréttar- dómari hefur verið kjörinn forseti Haestaréttar frá X. janúar 1970 að telja til ársloka 1971. Logi Einars son hæstaréUardómarj var kjörinn varaforseti til sama tíma. ■■■■■WMWWWWWWMWWWMWWMMW ............... «IHVW Nýir skór og oinni áhyggjur ein breytingin eftír stóra vinninginn — Hæsti vinningurinn • Byggingaáhyggjur tveggja félaga austur á Selfossi hafa leystst á einkar ótrúleg- an og vinsælan hátt tvisvar í röð með 8 ára millibili. — Þeir Ámi Guðmundsson og Ólafur Ólafsson voru hvor um sig ekki fyrr komnir í f jár þröng með húsin sín, fyrr en stærsti vinningurinn féll á sameiginlegt númer þeirra í Happdrætti Háskóla íslands, fyrst árið 1961, þegar Árni var að ljúka við byggingu hússins og nú aftur í desem- ber s.l., þegar Ólafur var að ljúka við sitt. 1 þæði skiptin féll stóri vinningurinn, hálf milljón í hvort sinn á sama númerið, en líkindi til þess að það geti gerzt er stjarn- fræðileg tala. Þeir félagar hafa átt 15 miöa í röð ásamt þriöja manninum Þóri Þorkelssyni, frá 1958, en í gær gafst blaðamönnum kostur á að ræða við þessa lukkunnar pamfíla í árlegu boöi stjórnar happdrættisins, þar sem óvenju legir vinningar eru að jafnaði kynntir. — Eins og Páll Á. Pálsson, framkvæmdastjóri happdrættisins sagði blaöamönn kemur tvisvar upp á sama númerið hefUr orðið & mínum högum um er þetta ósköp venjulegt göflunum við þessa ótrúlegu sérstaklega núna við þennan fólk, sem ekki hefur gengiö af heppni. — Eina breytingin, sem >- 10. síða Selfyssingar voru fólk kvöldsins, þó að mikill „halli“ sé í viðskiptum þeirra við Háskólann. Eigendur happamiðans, frá vinstri: Ólafur Óla fsson, verzlunarmaður, kona hans, Kristín Þor- valdsdóttir, Guðrún Bárðardóttir og Árni. Guðmundsson. Þriðji eigandinn, Þórir Þorkelsson, var fjarverandi. Anna Eiríksdóttir, umboðsma ður á Selfossi, er fyrir miðri mynd. Starfsmenn í Tónabæ vinna að undirþúningi sýningarvikunnar í Tónabæ, og bjástra hér við seglbát frá Siglingaklúbbnum Skerjaf. Æskulýðsfélögin með kynningarviku \ Tónahæ Undanfarin kvöld, þegar vinnu- degi hefur verið lokið, hefur ungt áhugafólk haldið meö smíöatól sín í Tónabæ, þar sem unnið hefur ver- ið af kappi að undirbúningi sýning- arviku Æskulýðsfélaganna, sem opnuð verður á morgun. Þjóðdansafélagið, Skákfélagið, bindindisfélög og fleiri æskulýðs- „samtök hafa þar hvert sinn sýning- 'arbás til kynningar á starfsemi sinni, en á hverju kvöldi næstu viku efna þessi félög til kvöldvöku, þar sem öllum er heimill aðgangur. Langt fram á nætur hefur æsku- fólkið unnið að undirbúningnum, einkum núna síðustu dagana fyrir opnun sýningarinnar, sem verður kl. 5 á morgun. Höfrungurinn mesti speH- virki á síkfnrmiðum HÖFRUNGURINN spillti illa veiði fyrir síldveiðiskipunum í nótt. Hann var ævinlega kominn í torfurnar um Ieið og þær komu upp undir yfirborðið og splundr- aði þeim. Mikið hefur borið á höfrungi innan um síldina upp á síðkastið og kenna sjómenn hon um margt sem aflaga fer við veiðiskapinn. Meðal annars hef- ur hann rifið og tætt margar síldarnætur og valdið þannig miklum fjárhagsskaða. Bátum fjölgað mjög á síldarmið- unum í gær, en veiðin varð þó minni en í fyrrinótt, aðeins örfá skip fengu einhverja smálús og þeir, sem komnir eru með smáslatta eru nú á leið til lands, Helga og Ásberg frá Reykjavik eru á leið inn með 25 — 30 tonn hvort. Hin skipin bíða átekta úti. Veiðin þarna út af Jökli mælist misjafnlega fyrir, þar sem mikill hlutj síldarinnar er ókynþroska síld. Síld, sem trúlega ^l ndi hrygna að ári. Síldin er mjög misstór í í köstunum og segia sjómenn að það hafi farið smækkandi sem veiðzt hefur núna upp á síðkastið. .Nauðsynlegt að uyggja yfir 4 deildir þegar á 'iessu ári' — segir háskólarektor, sem telur oð mikið af leiguhúsnæði háskólans standist ekki heilbrigðiskröfur • Happdrætti Háskólans er sá gullkálfur, sem menn eiga að falla á kné fyrir fram- an og tilbiðja, sagði Magnús Már Lárusson há$kólarektor í ræðu í gærkvöldi í hófi stjómar happdrættisins, þar sem hann lýsti öllum þeim mörgu og brýnu verkefnum, sem Háskólinn stendur nú frammi fyrir. Hann lýsti því yfir, að á þessu ári og næstu árum yrði að ráðast í að byggja húsnæði yfir Iaga- deild, læknadeild, verkfræði- og raunvísindadeild, tann- læknadeild og raunar fleiri byggingar. I því sambandi gat hann þess sérstakhga, að tannlæknadeild- in væri komin út á fjöru og það værj farið að falla ört að.Verði ekki þegar á þessu ári tekin á- kvörðun um framtíðarhúsnæði deildarinnar væri ekki annaö að sjá en loka yrði fyrir innritun I deildina, þar sem deildin mun ekki hafa afnot af núverandi húsnæði lengur en til ársins 1974. Háskólarektor dró upp afar dökka mynd af húsnæðis- ástandi Háskólans og tækja- kosti. Þannig sagði hann, að hæpið mætti telja, að allt leigu húsnæði það, sem Háskólinn hefur nú til afnota stæðist kröf- ur heilbrigðissamþykktar Reykjavíkur. Sem dæmi um ástandið í hús- næöismálum Háskólans má nefna, að verkfræði- og raunvís indadeild skortir algjörlega að- stöðu til efnafræðikennslu og aðstaða til eulisfræðikennslu er ófullnægjandi. Þetta eru þó tvær af nauðsynlegustu grein- um þeirrar deildar. Fyrir 77 nýja nemendur, sem innrituðust í haust í náttúrufræði eru ekki tii ne a afar frumstæð og ófull nægjandi tæki, sem varla væru boðleg unglingaskólum. Hús fyrir raunvísindadeildina hefur nú verið hannaö að veru legu leyt' og stand vonir til að unnt verði að hefjast hr.nda um byggingu þess á næstunni. Þá hefur læknadeild í undirbún- ingi byggingu húss fyrir deild- ina, en háskólarektor gat þess sérstaklega aö siðasta orðið hefði ekki verið sagt í deilum g þeim sem risið hafa út af tak- mörkun við innritun í deildina. Þá ',-’r hús verið hannað fyrir lagadeild og munu fram- kvæmdir við það væntanlega hefjast með vorinu og öflun hús næðis fyrir tannlæknadeild er óhjákvæmileg.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.