Vísir - 10.01.1970, Blaðsíða 4

Vísir - 10.01.1970, Blaðsíða 4
 j . :3$f| ■i : Mii .-.:.:.. ..w. •■:: Nú er genginn í garð aðaltími skíðamanna í þýzku Alpafjöllun- um, en vetur hvem leggja þús- undir skíðamanna leið sína þangað í paradís skíðaíþróttar- innar. Eitt fyrsta skíðahótelið, sem til Gáfu sveitar- félaginu eina regnhlíf handa öllum Það er annars staðar en bara hér, sem fólk býr við vetrarríki, og í Rohrmoos í Allgau, sem er eitt minnsta bæjarfélag, er um getur, kyngir niður snjónum. Þar eru nákvæmlega 18 íbúar, enda er þetta eitthvert vætu- samasta byggðarlagið í öllu Þýzkalandi — svo að þeir í Mýr- dalnum geta varla státaö af öðr- um eins úrkomum. Þar hefur stundum rignt dag- inn út og daginn inn, svo að mán uðum skiptir, enda er það orðtak hjá þýzkum, „að ’ann rigni eins og í Rohrmoos.“ Þvi var það, að regnhlífafram- leiðandi einn í Þýzkalandi lét í auglýsingaskyni ger«a eina regn- hlíf fyrir 18 manns — nefnilega til að gefa íbúunum í Rohrmoos, og á meðfylgjandi mynd má sjá mc'rihluta borgaranna (14) sam ankomna undir þessari einkenni- legu jólagjöf. Einhver góður maður ætti lík- lega að taka sig til Qg játa þá ,í regnhlífaiðnaðinum í Þýzkalandi vita um bændur hérna á Suður- landi og hin úrkomumiklu sum- ur, sem undanfarin ár hafa spillt fyrir þeim heyönnunum. kynnt hefur um nægan snjó til skíðaiðkana, er Zugspitz-Platt, og þangað i',efur þyngsti ferða- mannastraumurinn legið fyrsta kastið — enda þegar farnar að myndast biðraðir þolinmóðra skíðamanna, sem bíða eftir lausri skíðalyftu upp á fjall. Þar ber varla nokkur maður það við, aö labba sig upp í brekk urnar, því að flestir sækia upp á tindinn, þannig að rennslið veröi sem allra lengst niður aftur. Mest er ásóknin að einum hæsta tindi Þýzkalands í ná- grenni Garmisch-Parteni.irchen. Þar hefur líka verið komið fyr- ir einni stærstu skíðalyftunni, sem hefur vagna fyrir rúmlega hundrað manns. Hjá Hausberg — svo heitir tindurinn — hefur einnig verið hugsað fyrir hinum, sem ekki renna sér á skíðum, og þar íefur verð rudd mikil gang- braut í 1700 metra hæð, þar sem fótgangandi geta spássérað um á blankskóm. Síðar í þessum mánuði verður 35. Arlberg Kandahar skiðamótið haldið þama, en það þykir meo meiri háttar viðburðum í skíöa- fpróttinni á meginlandinu. l&ltiPÍ:'1 ■ ■ , i ? v - .« < o rf i :>'■>'% I WíLxi: Menn bíða í löngum bunum eftir fari með skíðalyftunni upp á einn hæsta tindinn, Hausberg, í Þýzku Alpafjöllunum, en þar er hafinn einn mesti annatími vegna aðsóknar skíðafólks, eftir snjóalítinn vetur. Á SKÍÐUM í ÖLPUNUM í einu úrkomumesta héraði Þýzkalands kemur sér vel fyrir 18 manna sveitarfélag að eiga slika regnhlíf. Einföld lausn og snjöll — sem enginn kom auga á Nýjar skrúfur miklu hagkvæmari, sem 2-falda afköst NVJUNG! NÝJUNG! Algjör tæknibylting í framleiðslu á skrúfum! Þannig auglýsir sænskt fyrirtæki, Assa að nafni, sem framleiðir stálskrúfur af marg- vislegum gerðum og stærðum. Með auglýsingunni birtu þeir myndir af nýju framleiðslunni, sem þeir fullyrtu, að væri til mikils hægðarauka. Ein tegundin var tveggja arma skrúfa, eins og tvíálma kvísl, sem reynsla hafði fengizt fyrir, að tvöfaidaði vinnuafköst á hús- gagttavinnustofum! Önnur tegundin var meö réttu horm og sérlega hentug í sam- skeytum, þar sem erfitt væri að koma skrúfjárni við í beinni línu. Þriðja var tvíbrotin, eða „tví- vinkla“ — sérdeilis þægileg í skotum og þrengslum, sem hing- að til hefur verið ógjörningur að koma skrúfum aö! Fjórða var ferstrend c£ hefur margfaldan festingarkraft á viö þessar gamaldags sivölu k’“' sem fram til þessa hafa verið ein- ráðar á markaðnum! Fleiri gerðir birtust á sama vettvangi, sumar bognar t.d., og gott ef ekki komu þar fram vinstri handarskrúfur og svo þessar sem eiga viö vegginn á móti, sem alla tið hafa verið ófá- anlegar, en allir lærlingar hafa haft mikla fyrirhöfn af (þegar sveinarnir hafa sent þá að leita þeirra). Að vonum vakti þessi auglýs- ing feikna athygli og margir dáð- ust að hugkvæmni mannanna, sem þetta fundu upp, um leið og menn hugöu gott til glóðarinnar að notfæra sér þessar hagkvæmu skrúfur. Þaö eina, sem undrun vakti, var bara það, að engir hefðu lát ,ið sér detta þetta í hug fyrr en nú, þrátt fyrir allar uppgötvanir og tækniþróun á sviði geimvís- inda og öðru. En það eru oft ein- földustu lausnimar, sem vefjast lengst fyrir mönnum!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.