Vísir - 10.01.1970, Blaðsíða 9

Vísir - 10.01.1970, Blaðsíða 9
VÍSIR . Laugardagur 10. janúar 1970. 9 Staldrað við hjá húsmæðrum r i horskvinnu «Pi<; -Wii Þær hafa ekki þorsk í matinn þessar, fá nóg af því að umgangast hann allan daginn. Ásdís Sigurðardóttir og Ebba Gunnlaugsdóttir. Á ÞREFÖLDUM HRAÐA ; : ;; Hraðar hendur við störf í hraðfrystihúsi hf. Keflavíkur. Slðan förum vlð í síldina á haustin, þegar dofnar yfir hinu. — Svo byrjuðum við i desem- ber núna að taka á móti línu- bátunum. Þeir eru þrír byrjaðir hjá okkur og sá fjðrði, Keflvík ingur, er aö byrja á útilegu. Auk þess er einn á trolli. Þegar allt er komið I gang reíknum við meö aö hér leggi upp 6 — 7 bátar. Þetta eru stórir bátar flestir og við reiknum með aö hér verði nóg að starfa, þegar allir verða komnir af stað. — Hvaö er mikill mannskap- ur hjá ykkur núna? — Liklega 50 manns, en við fjölgum fólkinu eftir því sem á líður og líklega verða hér um 100 manns um hávertíðina. "yiö rekum augun I númera- spjöld, sem hanga yfir hverju pökkunarkerfi. Hvert skipti, sem pakkarnir eru tekn- ir frá boröunum er skrifað á spjaldið... — Hér er unniö eftir bónus- kerfi. Konurnar fá bónus eftir afköstunum. Þær komast stund um upp í 700 krónur umfram tfmakaupið, sem er þó kannski ekki algengt en þær þéna allar á því. — Og þið þá væntanlega líka? — Já, það má segja sem svo, við eigum miklu auöveldara með að -fá duglegt fólk til starfa. Þetta eykur tekjumöguleika fólks. Þaö segir sig sjálft, þegar hægt er að komast upp í 100 til 150 krónur á timann í stað 40 — 50 króna. En þær mega Iíka hafa sig allar við. — Þær geta þrefaldaö kaupið sitt, en kannski má segja að þær vinni með þre földum hraöa. i~kg víst eru þær hraðhentar margar þama við pökkunar borðin Þær vinna tvær og tvær saman. önnur hreinsar fisklnn, hin vigtar og pakkar. Þær sem komizt hafa hæst hafa fengið 900 krónur yfir daginn frá morgni til klukkan sex. — Geri aðrir betur. (Sjá frétt f Vísi á fimmtudag). — Við höfum svona þrjátíu krónum betur á klukkutfmann, segir Jóhanna Ragnarsdóttir. Og við höfum komizt hærra. Með henni er Ólöf Jónsdóttir og þær stoppa ekki augnablik meðan þær ræða við blaðamanninn, handfjalla fiskinn æfðum hönd- um og hver askjan af annarri hrúgast upp á borðinu. — Þetta venst segir Ásdís Sigurðardóttir, þegar við spyrj- um, hvemig starfið lfki. - Haflð þið lyst á þorski, þegar þið komið heim? — Ja, ég hef aldrei borðað þorsk öll þau ár, sem ég hef unnið f fiski, segir stúlkan hin um megin við borðið, Ebba Gunnlaugsdóttir. Tjað er lítiö um unglinga í fisk vinnunni héma. Nokkrlr piltar em samt á þönum við að draga vagna hlaðna pökkum, fara með þá fram f frystitækin. Nokkrar unglingsstúlkur standa í smók i kaffistofudyrunum, „agalega gaman að vinna f fiski", segja þær, „alveg geggj- að.“ J^n við fylgjum framleiðslunni fram í frystinguna. Þar er du- lítið ammoníakkeimur í loftinu, og kuldi frá frystitækjunum. Þama duga engin vettlingatök, enda vinna þeir þama sér til hita sýnist manni. öskjurnar eru hraðfrystar, þær eru látnar oní pappakassa og síðan staflaö upp í klefanum, þar sem þær bíða eftir fari vestur um haf. — Framleiðsla Hf, Keflavíkur var i fyrra 45— 50 þúsund kassar og það er eitt af afkastamestu húsunum i Keflavík. — Menn eiga jafnvel von á enn meiru í ár. J.H. Það eru fáir með hvítt um háls- inn, Þeir sem mæta manni á göt unni eru í bláum nankinsbuxum, stígvélum og úlpu. Um kaffitím ann koma prósessíur af hvít- klæddum konum úr „húsunum“. Blaðskellandi og hlæjandi strunsa þær hrööum skrefum heim að gá að krökkunum, ell- egar lfta eftir þvottinum á snúr unum. Að kvöldi tínast bátamir inn úr bugtinni og að morgni bíður þorskurinn eftir hnífnum. Hann er flakaður, roðflettur, rýndur í gegn, hreinsaður og pakkaður i öskjur, sem fara til Ameríku. — TTppistaðan í mannskapn- um hjá okkur eru giftar konur, sagöi verkstjórinn í frystihúsi Hf. Keflavíkur Kristj án Pétursson, þegar Vísismenn Iitu inn í vinnusalinn hjá honum um daginn. Það er ákaflega mikið um það að húsmæður vinni við þetta, sumar allan ársins hring, aðrar einvörðungu yfir sumarið. Þetta verður auð- vitað erfiðara á vetuma, þegar börnin þurfa að fara í skóla. Þær hafa það þá sumar þannig að þær vinna tvær og tvær saman eitt dagsverk, önnur fyrir há- degið, hin eftir hádegi eða skipta því einhvem veginn þannig á /milli sín. — Þaö er minna um aökomu- fólk en áður fyrr? — Miklu minna. Þetta er mest allt heimafólk nú oröið. Hér áður fyrr var kannski helm ingurinn af mannskapnum að- komufólk, en ég held að við sé um núna með kannski fjóra fimm aðkomumenn. Yfirleitt er um við alltaf með sama fólkiö. Húsið er starfrækt árið um kring. Á sumrin er unniö í hum ar. dragnótafiski og trollfiski. Við látum þá fljóta með konunum, tækjakarlana, Torfa Sigurgeirsson, Hrein Steinþórsson og Jóhann Jóhaxmsson, en þeir sjá um alla hrað frystingu á staðnum, fjórir saman (á myndina vantar einn Friðrik Pétursson).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.