Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 1

Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 1
17. júní í skugga SuðurlaiulÉsldalfta Umbylting á stópulagí skólahald ins í Mos- fellsbæ Kennarar ekki hajðirtneð íráðum -Bís. 3 Hátíðahöld 17. júní árið 2000 hófust í Mosfellsbæ í sundlauginni að Varmá kl. 10:00 á vegum Sunddeild- ar UMFA. Kl. 14:00 hófst skrúð- ganga frá Nóatúni að íþróttamið- stöðinni. Síðan hófst viðamikil dag- skrá sem fór fram víðs vegar, íþrótta- svæði, íþróttahúsi og á flugvelli á Tungubókkum. Skemmtidagskrá í fþróttahúsinu var viðamikil og skemmtileg. Forseti bæjarstjórnar, Jónas Sigurðsson ávarpaði hátíðar- gesti og afhenti Karlakórnum Stefni menningarverðlaun Mosfellsbæjar þetta ár. Ljósmyndin er frá skrúð- göngu á hátíðarsvæðið að Varmá, í broddi fylkingar ganga skátar, sem æ oftar setja fallegan blæ á samkomu- hald í Mosfellsbæ. Veðrið var hið fegursta og þessi skrúðganga mun vera ein sú fjólmennasta fyrr og síð- ar í sveitarfélaginu. Síðan reið Suð- urlandsskjálfti yfir nokkru fyrir kl. 16:00, en hafði ekki veruleg áhrif á samkomuhaldið, en íþróttahúsið var þó rýmt skömmu eftir skjálftann. Kynnar hátfðarinnar voru þau Ingrid Jónsdóttir og Agnar Jón Egilsson. Þau stóðu sig frábærlega og gáfu há- tíðinni ferskan og fallegan blæ. Ljós- myndir fra samkomuhaldinu eru í opnu blaðsins. Utboð grunnskóla á Vestursvæði Bæjarstjórn Mosfellsbæjar efndi til útboðs á skólabyggingu á Vestursvæði Mosfellsbæjar og bárust 6 tilboð. Þau voru opnuð fimmtudaginn 18. maí s.l. Tilboð Kraftvaka ehf. var lægst að upphæð kr. 532.089.446.oo. Næstlægst var tilboð ÍAV, ís- lenskra aðalverktaka, kr. 533.670.701 .oo Framkvæmdanefnd Mosfellsbæjar hélt fund um málið þriðjudaginn 30. maí s.l. Bæjarverkfræðing- ur lagði fram greinargerð um mat tækni- og um- hverfissviðs á tilboðsgjöfum. Ljóst var fyrir fund- inn að Kraftvaki var með lægsta tilboð, en fyrirtæk- ið er tiltölulega ungt með afar gott orðspor og reynslu í verkefnum fyrir hið opinbera. ÍAV er afar öflugt fyrirtæki með mikla reynslu, góð tæki og mannafla, traust á sínu sviði. Minnihluti framkvæmdanefndar, Lúðvík Frið- riksson og Páll E. Halldórsson lögðu fram þá til- lögu að lægstbjóðanda yrði boðið að gera betur grein fyrir getu sinni til að ljúka verkinu og hæfni til að takast á við það fjármagnsstreymi sem fylgir þessu verki. Það er lágmarkskrafa að lægstbjóð- andi geti sýnt fram á viðunandi eiginfjárstöðu til að taka að sér verk af þessari stærðargráðu. - Tillag- an var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Meirihlutinn lagði síðan til við bæjarstjórn að tilboði ÍAV yrði tekið, í samræmi við greinargerð bæjarverkfræð- ings. Bæjarstjórn samþykkti tillögu meirihluta framkvæmdanefridar á fúndi sínum þann 8. júní s.L, einn bæjarfulltrúi sat hjá. Nú er komið í ljós að lægstbjóðandi, Kraftvaki, sættir sig engan veginn við þessi úrslit. Fyrirtækið telur að sér hafi verið misboðið og mismunað. Fyr- irtækið er ungt en öflugt, hefur eins og áður er sagt afar gott orðspor og traust samferðamanna sinna í þessum atvinnugeira. Spurningin er hvað gerist í þessu máli, var meirihlutinn enn kominn á tæpasta vað í tíma vegna byggingar skólans og lét lægst- bjóðanda flakka þess vegna, eða eru einhverjir aðr- ir hagsmunir á ferð?

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.