Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 3

Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 3
Umbylting á skipulagi skólahaldsins í Mosfellsbæ Á fundi bæjarráðs þann 30. maí síðasliðinn var kynnt skýrsla fyrirtæk- isisns Rekstrar og ráðgjafar um stjórn- sýsluúttekt á fræðslu- og menningar- sviði Mosfellsbæjar. Úttektin sem unn- in er sem liður í að móta heildstæða skólastefnu fyrir bæinn, en því verk- efni skal lokið í nóvember á þessu ári og er þessi hluti skýrslunnar aðeins fyrsti áfangi. I verklýsingu segir m.a. um markmið úttektarinnar sé "að gera tillögur að stjórnskipulagi fræðslu og menningarsviðs með það að leiðarljósi að skilvirkni og nýting fjármuna verði sem best, ásamt því að tryggja faglega starfsemi sviðsins. Skipulagið á að gera sviðið hæfara til að takast á við þau verkefni sem því eru falin af bæj- arstjórn þannig að þjónusta þess verði sem öflugust innan þeirra fjárveitinga sem til málaflokksins er ætlað. í skýrslunni kemur fram að verkefn- ið hafi verið unnið með þeim hætti að tekin voru viðtöl við kjörna fulltrúa, starfsmenn og stjórnendur bæjarins til að kynnast viðhorfum þeirra til núver- andi skipulags og kanna hvernig stjórnsýslunni verði best fyrir komið. Yfirlýsing kennara Það undarlega við þessa skýrslu virðist vera það að kennararnir sjálfir hafa lítið verið hafðir með í ráðum. Þannig virðist skýrslunni vera slengt fram í lok skólaársins og þeim ekki gefinn kostur á að fjalla um þetta mik- illvæga málefni, sem snýr að þeim og þeirra vinnustað. Á kennarafundi þann 30. maí samþykktu kennarar og starfs- menn Varmárskóla einróma að lýsa undrun sinni á þessari stjórnsýsluúttekt og því að hún sé kynnt á síðasta degi skólans og þá aðeins örfáum hluta starfsmanna. í yfirlýsingunni kemur fram að starfsmenn skólans munu ekki hafa nokkra aðstöðu né tækifæri til að kynna sér skýrsluna og gera athuga- semdir við hana áður en endanleg ákvörðun er tekin. Þá lýsti fundurinn Kjósiii í Kjósinni voraði ekki afleitlega, en stundum verið betra. Sauðburður gekk vel og margarjarðir eru með sauðfé. - Það sumraði vel seinni part júní og lít- ið kal, sláttur er þegar hafinn á nokkrum bæjum nú í endaðan júní, enda sprettur vel í 20 stiga hita. Farið er að veiðast nokkuð vel í Laxá. Aðalfundur veiðifélagsins sam- þykkti ekki byggingu veiðihúss að svo komnu máli. - Refur hefur sést og greni hafa verið unnin. Að öðru leyti er fagurt mannlíf og góð framtíð í Kjósinni, sagði Magnús Sæmundsson að Eyjum í Kjós að lokum. Kennarar ekki hafðir með í ráðum yfir áhyggjum sínum yfir því að starfs- menn skólans geti ekki komið skoðun- um sínum á framfæri. Tillögur Tillögur sem byggðar eru á úttekt- inni gera ráð fyrir að skipurit fræðslu og menningarsviðs greinist í þrjár megin einingar, líkt og verið hefur þ.e. fræðslumál, menningarmál og íþrótta- og æskulýðsmál. Þá er lagt til að ráð- inn verði aðstoðarmaður forstöðu- manns fræðslu-og menningarsviðs. Lagt er til að tveir heildstæðir skólar verði í Mosfellsbæ, annar á vestur- svæðinu og hinn á austursvæðinu. Þetta þýðir að skólarnir á austursvæð- inu þ.e. Varmárskóli og Gagnfræða- skólinn verði sameinaðir í einn skóla, eina skipulagsheild. Þá verður skólun- um stigskipt til að koma til móts við stigskiptingu aðalnámsskrár, en með því að færa skólana saman í eina skipulagsheild er komið til móts við heildstætt nám og þannig dregið úr til- búnum skilum á milli skólastiganna. Lagt er til að að skipurit grunnskólans verði skipt í þrjár megin einingar: fageiningu, stigstjórnun og rekstar- þjónustu. Fleiri tillögur eru gerðar. Nemendafjöldi Nemendafjöldi í Varmárskóla var á síðasta ári 594 nemendur, auk 107 nemenda í útibúinu á vestursvæðinu. I Gagnfræðaskólanum voru síðastliðinn vetur 389 nemendur. Gert er ráð fyrir að nýji skólinn á vestursvæðinu verði tekinn í notkun haustið 2001. Þá er gert ráð fyrir að nemendafjöldinn verði um 1150 börn á grunnskólaaldri, en á síðustu tveim árum hefur grunnskóla- nemendum fjölgað um 7 % á ári, en spá Mosfellsbæjar byggir hins vegar á að nokkuð hægi á fjölgun milli ára og verði um 2.5 % að jafnaði til 2003. Með samþykkt tillögunnar um einn heildstæðan skóla á austursvæðinu yrði til mjög stór skóli með yfir 1000 nemendum. Umfjöllun Fjallað hefur verið um þessa skýrslu í bæjarstjórn og í fræðslunefnd. Á fundi fræðslunefndar þann ló.júní síð- astliðinn var fjallað ítarlega um úttekt- ina og samþykkt einróma að mæla með því við bæjarstjórn að unnið verði áfram í anda þessarar úttektar og þeg- ar nánari útfærslur liggja fyrir í ein- stökum þáttum komi þeir til umsagn- ar nefndarinnar. Þá gerði Ásta Björg Björnsdóttir fyrirvara um tillögu um tvö skólasvæði með tilliti til þeirra kosta og galla sem koma fram í skýrsl- unni. Minnihlutinn hefur lagt til að gildis- töku væntanlegra breytinga verði frestað til haustsins 2001 þegar nýr skóli tekur til starfa þannig að eyða megi óvissu starfsmanna varðandi stöðu sína, en erfitt getur reynst fyrir bæjarfélagið að auglýsa eftir kennur- um á miðju skólaári. Þessu hafnaði meirihlutinn. Þrír góðir sainan Þessi mynd er tekin í kaffistofu Gróðrarstöðv- arinnar að Dalsgarði í Mosfellsdal fyrr í vor. Þama eru bræðurnir Fróði Jóhannsson og Gísli Jóhannsson, en á veggnum er faðir þeirra, Jó- hann Jónsson, hýr á svip. Hann er látinn. Jóhann setti gróðrarstöðina á fót á sínum tíma, Fróði rak hana síðan um árabil og nú hefur Gísli tekið við. Tilefnið að þessari mynd er stuðning- ur Dalsgarðs ásamt fleiri fyrirtækja við vígsluhá- tíð Kiwanisklúbbsins Mosfells og eru hér með sendar þakkir frá Kiwanismönnum til allra þeir- ra sem studdu klúbbinn í sínum fyrstu skrefum , til samfélagsins hér. Mosfcllsblaðið e

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.