Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 6

Mosfellsblaðið - 01.07.2000, Blaðsíða 6
Þ R TT I Umsjón Pétur Berg - Þeir sem vilja koma upplýsingum og fréttum í blaðið geta haft samband í síma 8618003 Feð glæsilegt mark Knattspyrnuliði Aftureldingar hefur gengið nokkuð vel þar sem af er keppnis- tímabilinu. Liðið er nú í sjötta sæti í 2. deildinni þegar 6 umferðir eru búnir. Nokkuð hefur verið um óvænt úrslit en Afturelding hefur verið afar óheppið gegn slakari liðunum í deildinni. Má þar nefna fyrsta leikinn við HK sem endaði með jafn- tefli og svo leikurinn fyrir austan við KVA sem endaði einnig með jafntelfi eftir mjög svo umdeilt jöfnunarmark heimamanna. Afturelding komst í 32-liða úrslit bikar- keppni KSI eftir góðan 3-1 sigur á Grinda- vík U-23. Þar mætti Afturelding heitasta liði landsins í dag Fylki og tapaði 5-0 á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Fylkismenn voru án efa betra liðið í leiknum en ein- hvern neista vantaði í okkar menn svo að það var augljóst strax frá byrjun í hvað stefndi. 18. júni síðastliðinn daginn eftir risajarð- skjálftann þá lék Afturelding gegn Víði frá Garði á Varmárvelli og tapaði í mjög svo bragðdaufum leik. Staðan var 0-0 fram í miðjan seinni hálfleik en þá skoruðu Víðis- menn tvö mörk og innsigluðu sanngjarnan sigur. 24. júni var svo komið að mjög erfiðum leik við KIB sem þá var í öðru sæti í deild- inni, sá leikur var haldinn á Tungubökkum þar sem frjálsíþróttamót var í fullum gangi á Varmárvelli. KIB var sterkara til að byrja með og komst 0-1 yfir með marki úr víta- spyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá hysjuðu leikmenn Aftureldingar upp um sig brækurnar og tóku leikinn í sínar hend- ur. Fyrirliði liðsins Geir Rúnar Birgisson jafnaði leikinn með glæsilegri aukspyrnu sem David Beckham hefði verið stoltur af, svo var það nýr leikmaður að nafni Jón B. Hermannsson sem skoraði sigurmarkið. Ég hvet bæjarbúa eindregið til að mæta á leiki liðsins og styðja við strákana. Rússneski björninn farín aftur Alex Trúfan leikmaður Aftureldingar í handbolta til margra ára hefur ákveðið flytja sig um set og þjálfa Breiðablik á næsta keppnistímabili, en Breiðablik vann sér sæti í efstu deild í vor. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Alex fer frá Aftureldingu til að þjálfa annað en lið en það sama gerði hann fyrir tímabilið 1997-1998 er hann tók við þjálfun Vík- inga. Alex á ábyggilega eftir að verða sárt saknað en þessi varnarjaxl er búin að vera potturinn og pannan í varnar- leik liðsins síðustu ára. Mosfellsblaðið óskar Alex velfarnaðar á nýjum vett- fangi. if; -mí' Konurnar létu ekki smá rigningu eyðileggja fyrir sig kvennahlaupið. Kvennahlaupið Hið árlega Kvennahlaup var haldið hinn 18. júní síðastliðinn við góðar undirtektir þrátt fyrir rigninguna. Allar konurnar fengu bol og verðlaunapening fyrir sína þátttöku ásamt því að vera boðið upp á veitingar eft- ir hlaupið. Kvennahlaupið er búið að vera árviss viðburður í 11 ár eða frá því það var fyrst haldið 19.júní 1990. Frá því að fyrsta hlaupið var haldið þá hefur gífurleg aukn- ing orðið á þátttakendum í hlaupinu, í fyrra tóku um 1000 konur þátt í hlaupinu í Mos- fellsbæ en í ár voru þær mun færra eða um 300. Að óllum líkindum var það rigningin og leiðindaveður sem gerði það að verkum að konurnar voru ekki fleiri. Reebookmótið í knattspyrnu Helgina 26.-28. maí var Reebok mótið í knattspyrnu haldið á Tungubökkum og að Varmá. Allt að fjögur hundruð keppendur í 6-og 5 flokki tóku þátt í mótinu sem tókst fyrir alla muni vel. Keppt var á tungu- bökkum við frábærar aðstæður auk þess sem keppt var í innanhúsbolta í íþróttahús- inu að Varmá. Boðið var upp á alls kyns skemmtanir fyrir krakkana, eins og kvöld- vöku þar sem Hjalti Úrsus Árnason var með kraftasýningu. Þar kom einnig fólk með sérstaka sýningarhunda og sýndu þeir alls kyns kúnstir fyrir unga jafnt sem aldna. Það var síðan haldinn pressuleikur á Varm- árvelli þar sem þær bestu fengu að spreyta sig á stórum fótboltavelli. Goggi Galvaski í góðu veðri Hið árlega frjálsíþróttamót Gogga Gal- vaska fyrir börn á aldrinum 5-14 ára var haldið helgina 23-25. júní síðastliðinn að Varmá. Keppendur voru um 350 af öllu landinu og kepptu í öllum helstu greinum frjálsíþróttarinnar. Mótstjóri Gogga í ár var sá sami og í fyrra Hlynur Guðmunds- son þjálfari hjá frjálsfþróttadeild Aftureld- ingar. Mótið tókst mjög vel í alla staði enda voru starfsmenn íþróttavallarins búnir að gera alla aðstöðu eins glæsilega og best verður á kosið líkt og undanfarin ár. Veðr- ið hefur oft verið þyrnir í síðu Gogga en nú í ár var frábært veður alla daganna. Ekki var mikið um að krakkarnir væru að setja met en eitt og eitt leit þó dagsins ljós. f] Krakkarnir á Reebook-mótinu skelltu sér í sund eftir erfiða keppni. Glæsileg sport- bílasýning Nýja Iþróttahúsið að Varmá er enn að koma á óvart, á þessu ári er búið að vera haldið Lionsþing í húsinu og risakvöld- verður fyrir 1000 konur sem voru hér á landi til að taka þátt í Norræna kóramótinu sem haldið var í maí. Það var síðan helg- ina 24-25.júní sem risa sportbílasýning var haldin á vegum Mono 87.7 og Club DLS. Þar mátti finna bíl sem er Evrópumeistari í hljómgæðum en sá sem á bflinn kom með hann frá Svíþjóð. I honum er að finna hljómkerfi upp á 7 mifjónir króna hvorki meira né minna. Einnig mátti finna á sýn- ingunni rallýbíla og aðra eðalvagna sem þekja vegi landsins. Mosfcllsblaðlð

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.