Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 8

Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 8
Fornminjarnar á Blikastaðanesi Brot lir sögu bæjar Friðrik G Olgeirsson „Heit sveit með sögu” eru einkunnarorð Mosfellsbæjar og vissulega orð að sönnu. Heitt vatn streymir úr iðrum jarðar og hitar hús í bænum, og reyndar líka í höfuðborginni. Sagan streymir kannski ekki úr jörðinni en hún er þó víða enn falin í henni og á gömlum, gulnuðum blöðum og bíður þess að komast á bók. Þegar sú stund rennur upp mun örugglega koma í ljós að tilvitnuð einkunnarorð eru sönn. Þar munu sveitungarnir og skáldin Egill Skallagrímsson og Halldór Laxness skipa öndvegið en auk þeirra er ótalmargt fleira sem vert er að skrá og halda til haga. Skoðum í þessum fyrsta pistli fornleifarnar í landi bæjarins. í landi Mosfellsbæjar má víða finna fornminjar og af þeim hafa fjórar verið friðlýstar af Þjóðminjasafni fslands. Þær eru rústirnar á Blikastaðanesi, Sámsstaðarústir í Hrafnhólum, leifar tveggja fjárborga skammt fyrir ofan Gljúfrastein og Hafravatnsrétt við austurenda Hafravatns. Auk þessara merku friðlýstu minja má nefna hólana tvo eða fornmannaleiðin: Hraðaleiði á landamærum Hraðastaða og Mosfells og Þormóðsleiði í Seljadal. Samkvæmt aldagamalli sögn er Hraði, þræll sem fékk frelsi til forna og byggði Hraðastaði, heygður í Hraðaleiði og Þormóður, sem Þormóðsdalur er kenndur við, heygður í Þormóðsleiði. Sá er munur friðlýstu minjanna og hólanna að þær fyrrnefndu eru án nokkurs vafa raunverulegar mannvistarleifar þótt þær hafi aldrei verið rannsakaðar en hólarnir gætu reynst aprílgabb við nánari skoðun. Reynslan sýnir þó að best borgar sig að fullyrða sem minnst, samanber uppgröft Þjóðverjans Schliemans á Trójuborg í Tyrklandi seint á 19. öld. Hann trúði á fornar sagnir, heimurinn hló að honum, en kappinn fann borgina út frá frásögn Illionskviðu Hómers. Hvort sem er á sólbjörtum sumardegi eða köldum og drungalegum vetrardegi hefur pistlahöfundur af og til gengið sér til hressingar, og til að anda að sér ilm horfinna kynslóða, niður að Leirvogi og þaðan norðvestur ströndina út á Blikastaðanes. Þar sem Gerði kallast frá fyrstu árum byggðar í landinu eru áðumefndar friðlýstar fomleifar. Mosfellsbær er að baki en dimmblár sjórinn fram undan. Enginn veit hvað þama fór fram, rústirnar hafa aldrei verið rannskaðar og það er spennandi að láta hugann reika og velta því fyrir sér hvað forfeðumir voru að bjástra þarna. Það er nokkrum vandkvæðum bundið að lýsa þessum minjum en vestast í Gerðinu eru leifar fornrar grjóthleðslu, um 15 metrar á lengd með tveimur 5 metra hliðum sem enda á sjávarbakkanum. Rústin er opin móti hafi, þ.e. langhliðana vantar þeim megin. Um 50 metrum norðaustar eru aðrar rústir á svæði sem er um 60 fermetrar að stærð. Þeir sem skráðu leifarnar á sínum tíma fyrir hönd Þjóðminjasafns íslands voru þeirrar skoðunar að þær væru fornar og væru annað hvort leifar verslunarstaðar eða verstöðvar. Við það álit verðum við að una því, eins og áður sagði, hefur fomleifagröftur ekki farið þama fram. Með samanburði við aðrar líkar rústir sem meira er vitað um er samt ekki úr vegi að setja fram þá kenningu eða skoðun að Blikastaðaminjarnar séu frá tveimur tfmabilum. Annars vegar eru rústirnar sem sagðar voru vera um 60 fermetrar á stærð. Þær geta hæglega verið leifar foms verslunarstaðar, jafnvel frá fyrstu öldum byggðar í landinu. Þangað hafa þá komið íbúar Mosfellssveitar og fólk ofan af Kjalamesi til verslunar, og sjálfsagt víðar að. Hins vegar eru það grjóthleðslurnar. Þær tengjast vafalítið útræði Blikastaðabænda fyrr á öldum. A bakkanum hefur staðið stórt fiskbyrgi eða naust en verbúðir hafa engar verið enda var þarna heimræði samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1712. Svo er að sjá að þá sé útræði frá nesinu að mestu aflagt því það eina sem sagt er um það er þessi setning: „Skipsuppsátur við sjó og heimræði á haust, þá fiskur gekk inn á sund”. Eftir þetta fer litlum sögum af sjósókn Blikastaðamanna og t.d. tekur Sigsteinn Pálsson, fyrrum bóndi á Blikastöðum, undir1 það að á 19. öld hafi þar ekki verið útræði, að minnsta kosti ekki svo orð sé á gerandi og einhverju máli hafi skipt um afkomu manna. Rústirnar við Blikastaðanes Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Ekið á tvö hross Fyrir skömmu var ekið á tvö hross á Þingvallarvegi í ofanverðum Mosfellsdal, drápust bæði og bíllinn ónýtur. Stórslys fylgja oft stórum skepnum á þjóðvegum. Hestaeigendur, haldið hrossum ykkar innan girðingar. Vorboðinn Kór eldri borgara, Vorboðinn mun halda söngskemmtun á Elliheimilinu Grund þann 30. nóvember og fara þaðan í Kópavog. - 2. des. verða allir kórar Mosfellsbæjar með jólasöng í Iþróttahúsinu að Varmá kl. 17:oo. 7. des. verður hlaðborð fyrir eldri borgara í Hlégarði í boði bæjarins og mun Vorboðinn að sjálfsögðu syngja þar. Páll Helgason er söngstjóri kórsins. Jólakort Jólakort kirkjukórs Lágafellssóknar eru af báðum kirkjum safnaðarins, að vanda mjög falleg. Til sölu hjá: Brynhildi Sveinsdóttur 566-8627 Valgerði Magnúsdóttur 864-3599 og 566-6610 Jóni H Guðjónssyni %, %, %, %, I I I I I I I 1 I I I I I 1 I I 1 I I . I I I I I I I I . . I I %, %, % % , %, %, %, %, i ií S 2 { í i i I I" w w w w I w W W W W W W W W 1’ MOSRAF Urðarholti 4, Sími 566-6355 Fax 566-7765 Hinar vinsælu grýlukertaseríur nú einnig fáanlegar með lituðum perum. Tilboð 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember: Þú kaupir tvær grýlukertaseríur og færð frítt útiskraut með. Tilboð 2-3 desember: Öll aðventuljós með 5% afslætti og skraut á aðventuljósið fylgir með. Tiiboð fram til jóla: Ef keypt er fyrir 3.000.- kr eða meira fylgir með aðventuljós eða jólatré í bílinn, á meðan birgðir endast. Komið endilega og kíkið á úrvalið. Höfum þjónað Mosfellingum í rúmlega 30 ár. I . I Í I I i I . I . Eldri borgarar Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Hið vinsæla jólahlaðborð eldri borgara verður í Hlégarði fimmtudaginn 7. desember n.k. kl. 19:00. Þar verða m.a. skemmtiatriði og dans við harmonikkuleik Karls Jónatanssonar. Miðaverð er 2.600 kr. Aðgöngumiðasala er hjá Svanhildi í DAMOS kl. 13:00 - 16:00, til 5. desember. Sími: 586-8014 e.h. og 525-6714 f.h. F.h. félagsstarfs aldraðra í Mosfellsbæ Svanhildur Þorkelsdóttir Café Krónika I I . Í %r% l É . t . . . II W W W W W 11 II I I I I 1 11 Sími 566-8822 Kjarni Þverholti 2 iMosfellsbce HEITUR MATUR

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.