Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 7
Stórfyrirtæki sameinast SfCHhtivmqm á fcrd Fyrirtækin Reykjagarður, Reykjabúið og Vallárbúin á Kjalarnesi hafa sameinast. Nafn er ekki komið á fyrirtækið, sem verður það stærsta á sínu sviði hér á landi. Reykjagarður hefur verið stærsti framleiðandi hér á landi á kjúklingum, Reykjabúið stærst í kalkúnaframleiðslu og Vallárbúin Stjörnuegg og Stjörnugrís umsvifamikil í fugla- og svínakjötsframleiðslu, ásamt fyrirtækinu Ferskum Kjötvörum, sem Hagkaup stofnaði en Gunnar á Vallá festi kaup á því á sínum tíma. Nýja fyrirtækið verður með stofnrækt í kjúklingum, kalkúnum, eggjum, öndum og framleitt verður kjöt frá þessum stofnum. Fyrirtækið mun reka kjötvinnslu sérstaklega fyrir svínakjöt, nautakjöt og lambakjöt, nýtt svínasláturhús er að Saltvík á Kjalarnesi og rekið er eigið fuglasláturhús. Stórt svínabú Vallár er í byggingu á Melum í Melasveit Hús Reykjagarðs í Borgamesi fylgir með í pakkanum og höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins verða trúlega í Mosfellsbæ, enda staðsetning þar afar góð, í nálægð við höfuðborgina, örstutt austur og vestur. Ljósmyndin er frá Reykjum í Mosfellsbæ. Allt í platri Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi leikritið Allt í plati eftir Þröst Guðbjartsson í Bæjarleikhúsinu 21. október s.l. Leikritið er samið kring um persónur í Dýrunum úr Hálsaskógi og Kardimommubænum og hefur þetta tekist frábærlega í leikstjórn Herdísar Þorgeirsdóttur, en aðstoðarleikstjóri var Bóel Hallgrímsdóttir. - Leikritið hefst á því að Lína langsokkur kernur fram á sviðið og kallar fram persónur úr báðum þessum þekktu leikritum og úr verður hin besta skemmtun, í raun ekki síðri en “orginalarnir” voru. Línu leikur af miklum krafti Rannveig Eir Erlingsdóttir og með henni eru 14 aðrir leikarar, sem eru afar samhentir urn að skemmta leikhúsgestum konunglega með þessu frumlega og bráðskemmti- lega leikriti. - Leikritið hefur verið afar vel sótt, uppselt á margar sýningar og verður það sýnt á sunnudögum fram Að lokinni frumsýningu, hér er Herdís Þorgeirsdóttir leikstjóri, (efst h.m.) með allan hópinn sinn sem stóð sig frábærlega vel, en allir voru skíthræddir við Mikka ref og nú er hann hræddur og reynir að fela sig bak við Herdísi. Ljónið gerði einnig lukku meðal þeirra yngstu og leikhúsfólkinu vel fagnað í lok frumsýningar. 1 desember. Sími í leikhúsinu er 5667788. Gylft Guðjónsson. Lögreglan hefur upplýst 9 af 10 eldsvoðum í Mosfellsbæ, en þama var um íkveikjur að ræða. Kveikt hafði verið 5 sinnum í strætisvagnaskýli við Þverholt og búið að skipta um skýlið, kveikt í við bílskúra, geymslu hjá Kjarna, gámum við Nýbrauð, þaki Varmárskóla og Bæjarleikhúsi. Ungur piltur mun hafa verið valdur að þessum íkveikjum. Lögreglumenn kvarta yfir sinnuleysi hjá almenningi að láta lögreglu vita um sitthvað sem miður fer í bæjarfélaginu, þetta tefur að upplýsa mál. Lögreglan biður borgarana um að sýna sér trúnað svo hægara verði að hafa hlutina í lagi. fÓLAVAKA Karlakórinn Stefnir og Barnakór Varmárskóla halda sína árlegu jólavöku í Hlégarði 2.sunnud. í aðventu 10.des.nk.kl.20:00 Eigum saman notalega stund eftir amstur dagsins við kertaljós, ljúfa jólasöngva, uppplestur, og ef til vill fl. * Guðrún Helgadóttir les úr nýrri bók sinni. * Munið hið alþekkta veisluborð Stefnanna. * Miðar seldir við innganginn á kr.1000.- * Frítt fyrir börn innan 12 ára. Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu ? Al-Anon Fyrir ættingja og vini alkóhólista í þessum samtökum getur þú: Hitt aðra sem glíma við samskonar vandamál Fræðst um alkóhólisma sem sjúkdóm Öðlast von í stað örvæntingar Bætt ástandið innan fjölskyldunnar Byggt upp sjálfstraust þitt Fundarstaður Lágafellskirkja á mánudögum kl. 21.00 Minningarkort Minningasjóðs karlakórsins Stefnis fást gegn heimsendingu gíróseðils skrautritað er á kortin og þau send skrautrituð Símar 587- 6768 898- 4721 566-7216 rxXXXXXXXXXX'XXXXXXXXXXXXXXXXXl ðB Ma Ný hárgreiðslustofa Háholti 14 S:5868989 Full búð af vörum Ritföng og gjafavörur SÍMI566-6620

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.