Vísir


Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 5

Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 5
V í S I R . Þriðjudagur 27. janúar 1970. 5 Sportlegur fólksbíll Ford Capri vinsæll hjá Dönum t skoðanakönnun, sem danskt tæknitímarit efndi til meðal lesenda sinna fyrir áramótin um „bíl ársins“ kom í Ijós, að Ford Capri virtist vera drauma bíll Dana. Af þeim 12 tegundum, sem valið var á milli, hlaut Ford Capri flest atkvæöin, eða 5663 af 16226 atkvæðum, en í öðru sæti varð Peugeot 504 meö 2907 atkvæöi, í þriöja sæti Opel G.T.. Austin Maxi í fjórða og Fíat 128 í fimmta sæti. Engin ástæða var til aó ætla annað en lesendur veldu þarna þann bílinn, sem þeim lék mest ur hugur á að eignast, því að atkvæðaseðlamir giltu sem happ drættismiðar, og vinningurinn átti að verða sá bíllinn. sem vin sælas'tur þætti. Ford Capri er framleiddur í mörgum útgáfum, ef svo má segja. Það eru 1300, 1300 GT, 1600 GT, 2000 GT og 3000 GT, og af hverri og einn; þessara tegunda eru til sérafbrigði. Þaö var Ford Capri 1600 xL, sem efstur var í huga Dananna, en það er tveggja dyra, fjögurra manna bíll með „coupé"-lagi. í honum er 4 strokka vél með 1599 rúmsenti metra slagrúmtak og eru fjórar gangskiptingar, allar samhæfðar (synkroniserað- ar) með skiptistöng i gólfi. Þaö þarf svo sem ekki marga að undra, þótt Ford Capri gangi í augu fólks, því að fáir evr- ópskir bíiaframleiöendur hafa lagt sig jafnmikið í líma við að ganga til móts viö óskir almenn ings og beinlínis gengið út á götur.og spurt fólk að því, hverj ar væru þess öskir um bíla. Úr þeim tillögufjölda, sem þannig fékkst var svo unnið (þetta var 1965) og svariö var Ford Capri. Það er fyrst og fremst útlit bílsins, sem höfðar til kaupand ans. Hann er sportlegur og þaö er einhvers konar lúxusbragð af honum, þegar maður sér bíl inn á götu, en þó er hann ekki sportbíjl. Framsætin í þessum bil minna á stóru amerísku lúxusbílana. En sportútlitið og hið aukna rými frammí, hefur kostað eina fórn — nefnilega rýmið afturi. Þar er lágt undir loft og þröngt um meðalleggjalanga menn, og afturgluggar hindra farþegumút- sýni á ferðalögum. Stólbakið aft- ur í stendur líka nokkuð hátt, svo aö ökumaður sér ekki of vel aftur fyrir, þegar hann ek- ur bílnum afturábak. Hins vegar er þægilegt at- hafnarými fyrir ökumann við stjórntækin og gott að aka bíln um, og vel eru mælaskífur sjá- anlegar úr eðlilegri setustöðu ökumanns. Á mælunum eru skágler, svo að ekki ehdurkast ast ljósgeislar af þeim. Stutt skiptistöngin gerir það að verkum, að það er fljótlegt að skipta bílnum milli gira, enda er bíllinn liðlegur í umferö, og raunar skemmtilegur í akstri á góðum vegum. Hann liggur á- gætlega á vegi í beygjum, þótt á miklum hraða sé. En á vond- um, holóttum vegi lætur aftur endi bílsins illa, sem stafar sennilega af stífri fjöörun að aftan. Ford Capri mun kosta ódýr- ast um 270.00 kr., en dýrustu tegundir líklega um 360.000 kr. UTSALA -UTSALA-UTSALA Föt — frakkar jakkar — buxur STÓRLÆKKAÐ VERÐ ANDERSEN & LAUTH H.F. Vesturgötu 17 — Laugavegi 39 © Notaðir bíiar til sölu <& Höfum kaupendur að Volkswagen og Land-Rover bifreiðuni gegn staðgreiðslu. Til sölu i dag: Volkswagen 1200 ’55 ’62 ’63 ’64 ’68 Volkswagen 1300 ’67 ’68 Volkswagen 1600 TL Fastback ’67 Volksvagen sendiferðabifr. ’62 ’65 ’68 Land-Rover bensín ’62 ’63 ’64 ’65 ’66 ’67 ’68 Land-Rover dísil ’62 Toyota Crown De Luxe ’67 Toyota Corona ’67 Volga '65 Singer Vogue ’63 Benz 220 ’59 Skoda Octavia ’65 ’69 Moskvitch ’68 Renault ’65 Við bjóðum seljendum endurgjaldslaust afnot af rúmgóðum og giæsilegum sýningarsal okkar. Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172 Laxveiðimenn Miðá í Dölum til leigu. Tilboðum sé skilað fyrir 1. apríl n. k. til Haralds Kristjánssonar Sauðafelli, sem gefur allar nánari upplýsing- ar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Stjórn Fiskiræktar og veiðifélags Miðdæla. Skrifstofustúlka Stúlka helzt vön vélritun óskast sem fyrst. Gefið uppl. um fyrra starf. Tilboð sendist Vísi fyrir n. k. laugardag, 31. þ. m. merkt „Vélritun 6825“. Skrifstofustúlka óskast til starfa allan daginn, lágmarksaldur 25 ár. Æskileg starfsreynsla: Læknaritari eða hliðstæö störf t. d. við spjaldskrá. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist blaðinu merkt „Heilsurækt" fyrir hádegi laugardag. Leikfimikennari Ungur leikfimikennari (stúlka) óskast strax. Tilboð sendist blaðinu fyrir föstudag merkt „Leikfimikennari“. LAUS STAÐA Viðskiptaráðuneytið vill ráða stúlku til ritara- starfa. Krafizt er góðrar kunnáttu í vélritun og tungumálum (ensku og dönsku). Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist viðskiptaráðuneytinn, Arnarhvoli fyrir 6. febrúar n. k.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.