Vísir - 27.01.1970, Qupperneq 6
6
VISIR . Þriðjudagur 27. janúar 1970.
TIL SÖLU
Fiskimjölsverksmiðjuhús — án véla —
norðan hafnargarðs á Sauðárkróki er til sölu.
Tilboð séu miðuð við það, að minnst þriðjung-
ur kaupverðs verði greiddur við samnings-
gerð. Tilboðum sé skilað fyrir febrúarlok til
Fiskimálasjóðs, Tjarnargötu 4, Reykjavík.
Reykjavík, 27. janúar, 1970.
Fiskimálasjóður.
BRA UTRYÐJENDUR
sanngjarnra
IÐGJALDA
HVAÐ SEM TRYGGINGIN NEFNIST
ER AÐ BAKI HENNI ÖFLUGT
TRYGGINGAFÉLAG
Hagtrygging hf.
cTVlenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bólcmenntir:
Forganga,
frumkvæði?
Stefan Zweig:
LJÓSASTIKAN.
Helgisögur.
Pálí Þorieifsson íslenzkaöi.
Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs og Þjóðvinafélagsins
1960. 205 bls.
Tjað er ekki allténd gott aö
greina hvaða rök ráði bóka-
vali Menningarsjóðs, allra sízt
vali eriendra skáldrita til þýð-
ingar og útgáfu. Oft og einatt er
engu líkara en hið viröulega
ríkisfyrirtæki, þingkjöma út-
gáfustjóm sitji með hendur I
skauti og bíöi þess að passleg
handrit rekist inn um dymar. í
fyrra hmkku menn upp við fram
haldsleikrit í sjónvarpinu og var
þá tekið að gefa út Forystesögu
Galsworthys sem fyrir lá i þýö-
ingu; þetta er einhver helzti
vottur sjálfstæðs framtaks sem
orðið hefur vart f forlaginu um
skeið. Um eigin hugmyndir,
stefnu á þessu sviði þarf ekki
að tala, þó það viti heilög ham-
ingja að einmitt við kynningu,
þýöingu, útgáfu erlendra skáld-
mennta á íslenzku þarf eigin
fmmkvæðis, forgöngu útgef-
enda sem hefur ráð á því og
tíma til að vanda verk sitt, þarf
ekki að eiga allt sitt undir
skyndigróöa á jólamarkaði. Vit
og fyrirhyggju þarf auövitað til
auk fjármuna, — en er það
nokkur ofætlun menntamálaráði
og menningarsjöði?
Það er svo sem engin ástæða
til að amast sérstaklega við
Ljósastikunni, fimm „helgisög-
um“ eftir Stefan Zweig í þýð-
ingu Páls Þorleifssonar, enda
væri það áreiðanlega ekki gert
ef annar aðili en Menningarsjóð-
ur stæði fyrir útgáfu þeirra.
Þetta era kunnáttusamlegar frá-
sagnir, samdar með viðfelldnu
mannviti, og mjög svo læsilegar
þótt ætla megi að stíll þeirra,
hermdur eftir fomum bók-
menntun, týnist að miklu leyti
niöur í þýðingunni. Og bókin er
prýðilega gerð enda prentuð hjá
prentverki Odds Björnssonar
fyrir norðan. Stefan Zweig nýt-
ur vinsælda hér frá fomu fari og
vel má vera að hin nýja bók
njóti þeirra á markaðinum. En
þó ástæðulaust sé aö amast við
bókinni er haria vandséð hvaða
frambærileg ástæða sé til út-
gáfu hennar, hvað geri þessar
stílæfingar Zweigs áhugaverðari
hverjum öðrum bókum um þess-
ar mundir. En þá kröfu má með
sanni gera til Menningarsjóðs,
einmitt um útgáfu erlendra
skáldmennta: að forlagið gefi
ekki út aðrar bækur en þær
sem sérstök ástæða þykir til að
út komi á íslenzku, láti fyrir
enga muni hendingu eða henti-
semi ráöa starfsemi sinni. Þegar
horft er upp á gffurlega fjárfest-
ingu bókaútgefenda hver jól í
alls ónýtri bókagerð, fjáraustur
þeirra í auglýsingar til aö koma
út sinnj óútgengilegu vöm — þá
verður enn greypilegri en ella
trassadómur og vanræksla
þeirra aöilja sem í senn hafa
menningarlegri skyldu og hlut-
verki að gegna. Svo er tvímæla-
laust um bókaútgáfu Menning-
arsjóðs: af henni má beinlínis
ætlast til fmmkvæðis og for-
göngu að þeim verkefnum sem
aðrir aðiljar bókagerðar van-
rækja. Meir um þaö seinna ef
svo vill verkast.
Gylfi Gröndal skrifar um sjónvarpið:
Fortíð á filmu
Caga íslenzkrar kvikmynda-
'J gerðar er hvorki löng né
viðburðarík. Telja má á fingram
sér þá menn, sem réöust í aö
feta á filmu umhverfi, fólk og
atvinnuhætti sinnar tíöar upp á
eigin spýtur og við hin erfiðustu
skilyrði. En með starfi sínu
fengu þeir komandi tíma f hend-
ur ómetanlegar heimildarmynd-
ir.
Nokkrar slíkar myndir hafa aö
undanfömu verið sýndar í sjón-
varpsþætti Magnúsar Jóhanns-
sonar Þaö er svo margt. Þetta
er hinn þarfasti þáttur, til á-
nægju fyrir þá eldri sem muna
tfmana tvenna, og til fróðleiks
fyrir ungt fólk sem alið er upp
við gjörólíka lifnaðarhætti. Nú
síðast hefur Magnús sýnt dýr-
mætar myndir af fiskveiðum
okkar f gamla daga, sem Loftur
Guðmundsson hefur tekið, en
hann og Óskar Gfslason verða
lfklega taldir brautryðjendur
kvikmyndagerðar hér á landi. í
sföasta þætti sfnum sýndi Magn-
ús einnig Reykjavíkurmynd,
sem hann tók sjálfur árið 1957.
Þótt mynd þessi sé ekki nema
þrettán ára gömul, er hún um
margt fróðleg til samanburðar
við nútímann. Borgin breytist 6-
trúlega fljótt; það sem mótar
svip hennar hverju sinni getur
fyrr en varir heyrt sögunni til.
En að heimildargildinu slepptu
var Reykjavfkurmynd Magnúsar
of væmln i köflum, ekki sfzt
textinn, og hálfgerður kosninga-
blær yfir- hennt í þessu- sam-
bandi mætti minnast á aðra
Reykjavíkurmynd, sem Óskar
Gíslason tók í tilefni af 160 ára
afmæli borgarinnar 1946. Hún
hét „Reykjavík vorra daga“ og
sýningartími hennar var hvorki
meira né minna en f jórar klukku
Magnús Jóhannsson.
stundir. Ýmsir hlutar þessarar
myndar eru vafalaust nú þegar
söguleg og verðmæt heimild,
sem vert er að sýna. Óskar heim-
sótt! meðal annars Ásgrím Jóns-
son, Kjarval og' Rikharð Jóns-
son. Og einn kaflinn er af Ein-
ari Jónssyni myndhöggvara á
vinnustofu sinni, eina kvik-
myndina sem til er af honum.
Óskar Gíslason hafði óbilandi
áhuga á að kvikmynda frétt-
næma atburði á sínum tíma.
Hann mun hafa tekið myndir af
öllum helztu viðburðum í
Reykjavík á árunum 1945—50,
og sjást þar ýmsir merkir Reyk-
víkingar, sem nú em komnir
undir græna torfu.
Við eigum áreiðanlega eftir
að iðrast þess að hafa ekki
tekið fleiri heimildarkvikmyndir.
Skilningur manna á nauðsyn
þess var ekki ýkja mikill til
skamms tíma. Þö skal sízt van-
metið óeigingjamt starf þeirra
fáu manna, sem tóku það litla
sem til er, og skerfur þeirra mun
vissulega koma að góðu gagni,
þegar farið verður að rifja upp
löngu liðna tíð.
Með tilkomu sjónvarpsins urðu
þáttaskil í fslenzkri kvikmynda-
sögu. Og með þættinum Það er
svo margt sýnir stofnunin fyrsta
vott um ræktarsemi við fortíð
kvikmyndagerðar hér á landi og
fátæklega en verðmæta sögu
hennar. Æskilegt væri að vinna
betur úr þeim gömlu heimildar-
myndum sem til em og gera
skipulegar myndir um ákveðna
þætti með ftarlegum texta. Von-
andi er báttur Magnúsar Jó-
hannssonar aðeins fyrsta skref-
ið 1 áttina að slíkri starfsemi.