Vísir - 27.01.1970, Page 10

Vísir - 27.01.1970, Page 10
V í S'I R . Þriójudagur 27. janúar 1970. Alþjóðleg skák Talsverðar sviptingar eru á alþjóðlega skákmótinu, sem haidið er í Reykjavik um þessar mundir, og ekki er hægt aó segja annað en frammistaða hinna íslenzku skákmanna hafi verið með ágætum. Með gangi mótsins er fylgzt með nokkrum spenningi, ekki sízt af unga fólk inu, en fjöldi ungra manna fyig- ist vel með í þessum efnum og teflir talsvert í frístundum og innan ýmissa félagasamtaka. Það er ánægjulegt að slikt mót skuli haldið hérlendis, þvi slik mót eru örvandi á al- mennari þátttöku ungs fólks í skákiþróttinni, en almennt er það álitið þroskandi fyrir hug- ann að tefla. Skákíþróttin er því ákjósanleg tómstundaiðja fyrir skólapilta, sem og annaö ungt fólk. Vonandi fylgir i kjölfar þessa alþjóðamóts alda minni móta sem gefur fjöldanum taekifæri á að spreyta sig, til ánægju og þroska. Afrek einstaklinganna hafa þá fyrst gildi, ef þau verka örv- andi á þátttöku fjöldans, og á það auðvitað við, hvort sem um er að ræða iþróttir hugans eða aðrar íþróttir, Þess vegna er fengur að sliku móti sem og öðrum íþróttamótum, sem lik- leg eru til að örva fjöldann til almennrar hlutdeildar í íþrótt- Skák Guðmundar og Hechf 1. e4 — e6 17. Rf4 — Be7 33. Dc5 — Hc8 2. d4 - d5 18. fxe6 — • Bxe6 34. Bf7 — Hxg8 3. Rd2 — Rf6 19. Rh4 - Dd7 35. Bxg8 - Dd7 4. e5 — Rf-d7 20. Rxe6 - - Bxh4 36. Bb4 - Kb7 5. f4 — c5 21. Dxh4 - — fxe6 37. Df8 — Rxd4 6. c3 — Rc6 22. Hf3 — Ha-d8 38. Bc5 — Rc6 7. Rd-f3 — cxd4 23. Ha-fl - - Hxf3 39. Dxh6 — Rbxc6 8. cxd4 — Rb6 24. Hxf3 - - He8 40. Dxe6 — Dxe6 9. Bd3 — Bd7 25. Bg6 - He7 41. Bxe6 — Kc6 10. a3 — a5 26. Df2 — Kb7 42. Bd4 — Rd3 11. Rh3 - a4 27. Hf8 — - Dc7 43. h4 — Rdxb2 12. O—O — h6 28. Hg8 - - Hd7 44. h5 — b4 13. Del — Dc7 29. Df8 - Hd8 45. h6 — bxa3 14. Bd2 - Rc4 30. Dxg7 Hd7 46. h7 - a2 15. Bc3 - b5 31. Df8 - Hd8 47. h8D — alDx 16. f5 — 0-0-0 32. Be8 — Ka6 48. Kh2 — gefið. t ANDLAT Aðalbjörg Vigfúsdóttir, skrif- stofustúlka, Skógargerði 4, andað- ist 22. janúar s.l., 64 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju á morgun kl. 1.30. Kvennaskóladeilur Furðuleg deila er risin, þvi nú er farið að mótmæla því, að Kvennaskólinn fái réttindi til að útskrifa stúdenta. Auðvitað i má líta á þetta mál tvennum augum eins og öll önnur. Hins vegar var deilt um það í fyrra og hitteðfyrra, að námsleiðir væru of fáar og ungt fólk hefði úr of fáum námsleiðum að velja. Ekki ætla ég að leggja dóm á réttmæti eða óréttmæti þess, að Kvennaskólinn fái þessi rétt- indi, en hitt hygg ég að sé nærri lagi, að margt af þessu unga fólki sem stillir sér úpp í mót- mælaþyrpingu fyrir framan skólann með spjöld, sé frekar að skeyta skapi sínu eða sé haldið þörf á útrás, heldur en að mótmælin séu sprottin af einlægum skoðunum. Það er svo mikill órói I sumum hópum ungs fólks, og getur það komið af vöntun á tækifærum til að beita sér. Það er slæmt að viðleitni til að bæta skólakerfið og fjölga námsleiðum skuli valda deilum, , því margir fullorðnir og ráðsett- ir, meira að segja nokkur hópur \ kvenna er á móti því að Kvenna | skólinn fái aukið sviö og rétt- ( índi. Vonandi er það ekki af vöntun á athafnasviöi sem hinir 1 fullorðnu leggjast á móti og ; byrja að deila, en óneitanlegá , stangast margar af peim kröf- um á, sem fram hefur verið 1 slengt. I Þrándur í Götu. FELAGSLIF Knattspyrnul'élagið Vikingur, knattspymud. Aðalfundur deild- arinnar verður haldinn 28. janú- ar kl. 20 i Réttarholtsskóla (sam- komusal). Venjuleg aðalfundar- störf. Félágar fjölmennið. Stjórnin. Sig. Sigurdsson íþróttafréttastjóri sjónvarps 50 óra Hann Sigurður Sigurðsson, í- þróttafréttamaður sjónvarps og útvarps er fimmtugur í dag. Ég vildi nota tækifærið við þessi tímamót og þakka Sigurði á- nægjuleg samskipti áundanförn um árum á innlendum vettvangi sem erlendum. Sigurður á að baki langan og merkan feril í starfi, byrjaði lýsingar á íþrótta mótum 1948 á OL i London og hefur síðan unnið brautryðj- endastarf hér á landi bæði i út- varpi og sjónvarpi. -jbp- Kvennaskólinn og stúdentsprófið j viótölum sem ég hef átt við ýmsa um frumvarp það, sem liggur fyrir Alþingi um heimild til Kvennaskólans um að brautskrá stúdenta, vil ég leiðrétta þann mis- skilning, sem ég hef orðið vör við, 1 að Kvennaskölinn yrði lagður niður í sinni núverandi mynd og algjör- Iega breytt í menntaskóla. Kvennaskólanum á alls ekki að breyta þannig. Hann á að starfa áfram f sinni núverandi mynd, út- skrifa námsmeyjar úr 4. bekk meö hinu góðkunna Kvennaskólaprófi eins og fyrr. En nú er skólamálum þannig far- ið, að stúdentspróf þarf til margra starfa, sem áður þurfti aðeins gagn- fræðaskólamenntun, svo að skóla- nefndinni þykir nauðsynlegt að geta veitt þeim stúlkum, sem taka hér landspróf, kost á að halda námi hér áfram, ef þær óska þess, en auðvitað er þeim frjálst að leita í hina menntaskólana, sem þess óska, og getur skólinn þá einnig tekið við nemendum, sem lokið hafa lands- prófi við aðra skóla. Frumvarpið felur því í sér að stofnuð verði menntaskóladeild í áframhaldi af landsprófsdeildinni. Þessi réttindi til handa skólanum finnst mér alveg sjálfsögð. Skólinn hefur nú starfað nærri heila öld við mjög góðan orðstír og hefur Kvennaskólaprófið ávallt þótt góð menntun og meðmæli með hverri stúlku, sem því hefur lokið. Tímamir eru nú svo breyttir eins og allir vita, að nú eru mikið færri leiðir opnar fyrir stúlkur með Kvennaskólaprófi en áður var, nú er krafizt stúdentsprófs á mjög mörgum sviðum, bæði í atvinnulíf- inu og til framhaldsnáms. Þessi menntaskóladeild myndi að sjálfsögðu verða máladeild meö ýmsum sérgreinum, sem námsmeyj unum myndi koma vel að læra, svo sem uppeldisfræði, sálarfræði bama, hýbýlaprýði, bókmenntum, undirbúningi undir ýmis rannsókn- arstörf og svo mætti lengi telja. Ég álít að þessi deild ættí að fara inn á nýjar kennslubrautir, sem ef til vill ekki eru kenndar í ninum menntaskólunum, ásamt hinum venjulegu námsgreinum, sem heimt aðar eru ti! stúdentsprófs. Hvað viðkemur þvi að óhollt sé I j DAG B IKVÖLD1 SKEMMTISTAÐIR # Þórscafé. Sextett Ólafs Gauks ásamt Vilhjálmi leika og syngja í kvöld. Röðull. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, söngvarar Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson og Einar Hólm. Tónabær. Opið hús kl. 8 — 11. Hljómsveitin Friður kemur f heimsókn. Spil — diskótek — leiktæki. HLKYNNINGAR FRÁ SJLKRASAMLAGI rf.ykjavIkur Henrik Linnet læknir hefir sagt upp störfura sem heimilis- læknir frá og með 1. febrúar 1970. Þeir sam- lagsmenn;, sem hafa haft hann að heimilis- lækni, snúi sér til afgreiðslu samlagsins, hafi samlagsskírteini meðferðis og velji nýjan heimilislækni. Sjúkrasamlag Reykjavíkur HEf. AEþingi — ¥*—>■ 16. siðu. deildar, þar sem enginn annar var fyrir, og svöruðu spurning- um fólksins á svölunum. Hvatti hver annan til dáða. Nefnd gekk á fund þingforseta, Sigurð ar Bjarnasonar, og kom hann tii viðtals við fólkið í ganginum. Sagði forseti að unga fólkinu væri velkomið að hlýða á um- ræður um málið, næst þegar það væri . á dagskrá. ef það hefði ekki hávaða i frammi. Rektorar menntaskólanna, Einar Magnússon og Guðmund- ur Arnlaugsson, komu i húsið og reyndu að fá sín skúlabörn til aö fara heim. Lögregluþjón- ar tóku sér stöðu í gangi ann- arrar hæöar, en höfðust ekki BBöESBr- -&ZT VEÐRIÐ n Suöaustan gola og síðar stinn- ingskaldi. Dálítil rigning með kvöldinu. Hiti 0—2 stig og síðar 5 stig. Kveníélaji Hallgrfmskirkju. — Fundur í félagsheimilinu mið- vikudaginn 28. janúar. Spiluð fé- lagsvist verðlaun veitt. Kaffi, — Stjórnin. JUDO. Æfingatímar á mánu- dögum, þriðjudögum og fimmtu- dögum frá kl. 7 á kvöldin. Á laugardögum frá kl. 2 e.h., í húsi Júpíters og Mars á Kirkju- sandi. Byrjendur athugi, að þeir geta látið innrita sig á þessum tíma og fengið allar upplýsingar um æfingatíma. Judofélag Reykjavíkur. ••••••••••••••••••••••• fyrir stúlkur að vera í sérskólum má lengi deila um, en sérlega skaö Iegt held ég að það sé ekki, þar sem reynslan sýnir, að í allflestum menntaskólum hér eru sérdeildir fyrir stúlkur og aðrar fyrir pilta og mundi sá háttur að sjálfsögðu ekki vera hafður á, ef aö reynslan hefði ekki sýnt aö það hefði borið betri námsárangur. Þessi ósk skólans um að fá að veita nemendum sinum stúdents- menntun er jafn gömul skólanum, en þröngur fjárhagur hefur hamlað framkvæmdum. Lengi vel störfuðu aðeins stundakennarar við skólann, sem enga þóknun fengu yfir sum- armánuðina. En meö lö,ggjöf árið 1946 voru fyrstu föstu kennararnir ráðnir að skólanum og breytti það að sjálfsögðu hag skólans til hins betra. Ég hef þekkt Kvennaskölann síð- astliðin 55 ár, fyrst sem nemandi hans, síðan sem kennari í 35 ár, og í skólanefnd hans til þessa dags og öll þessi ár og lengur hefur það verið óuppfyllfur draumur skólans að geta útskrifað stúdenta ásamt hinu góðkunna Kvennaskólaprófi. Árið 1974 verður Kvennaskólinn 100 ára og vona ég að draumurinn megi þá rætast að Kvennaskólinn útskrifi sína fyrstu stúdenta. Sigríður Brieni Thorsteinsson. „Hugsa sér! Tölvan bókstaflega bræddi úr sér, þegar ég bað hana að koma reglu á ávisanaviðskipt- in mín.“ VISIR fifrir árum Borð- og divan-teppi með alls, konar verði. Afar stórt úrval ný- komið í Brauns Verslun Aðal- stræti 9. Vísir 27. janúar 1920. FUNDIR I KVÖLD • KFUK — AD. Fundur í kvöld kl. 8.30. Svipmyndir frá starfi KFUK á liðnum árum. Einsöngur. Fíladelfía Reykjavik. Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Að, komnir ræðumenn. St. Freyja nr. 218. Fundur I kvöld kl. 8.30 í Templarahöllinnl Eiríksgötu 5. Fundarefni: Kosning og innsetning embættismanna. — Kaffi eftir fund. — æ. t að á þeirri þriöju. „Verndarar" yngismeyjanna voru áberandi, og voru piltar sízt færri en stúlkur í hópnum. Sendu þessir ,,stuðningsmenn“ kvennanna, eins og þeir kölluðu sig, full- trúa sína til forseta ásamt þeim stúlkum, sem töldu sig fulltrúa nemenda Kvennaskólans. „Þing menn verða að skilja það, að Alþingi er i höndum nemenda Kvennaskólans,“ kölluðu þeir og vildu fá þingmenn, sem með- mæltir voru Kvennaskólafrum- varpinu til að koma til viðtals úr þingsal, á sama hátt og kommúnistar höfðu gert. Eftir tveggja og hálfrar klukkustundar setu á þriðju hæð Alþingishússins, yfirgáfu þessi skólaböm húsið. Stúdentafélag Háskóla is- lands hefur boðað til almenns fundar um málið á morgun. .æSOTiS

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.