Vísir - 21.02.1970, Blaðsíða 5

Vísir - 21.02.1970, Blaðsíða 5
Brafl5&gg-gg3 V'IS IR . Laugardagur 21. febrúar 1970. 5 Umsjón: Benedikt Viggósson: Náttúra í hljómplötu- upptöku Hljómsveitin Náttúra er ein þeirra, sem urðu til í öldurótinu, er komst á íslenzkt pop, er lands lýð varð það ljóst, að máttarstoð irnar úr Hljómum og Flowers ætluðu að mynda eina herskáa hljómsveit sem hlaut nafnið Trúbrot. Síðan hafa vinsældir Náttúru vaxið jafnt og þétt, ekki hvað sízt eftir flutning hennar í sjónvarpinu á hluta úr popóperunni Tommy. • Um þaö leyti bauðst piltun- um árssamningur frá tveim hljómplötuútgáfum, og útkoman varð sú að tilboð Fálkans varð fyrir valinu, tveggja laga plata var fyrsta verkefnið. Upptakan hófst sl. fimmtu- dagskvöld í stúdíói Ríkisútvarps ins. í tækniklefanum voru kolleg- arnir Pétur Steingrímsson og Jón Þór Hannesson, en í sjálfum upptökusalnum voru piltarnir að koma fyrir hljóðfærunum, en söngvarinn Jónas Jónsson, gekk um gólf með flautuna sína í ann arri hendinni og samanbögglað blaö í hinni. Þegar betur var að gáð, reyndust þetta vera textarn ir. Eftir nokkra stund tókst mér að fá Jónas afsíðis til að spjalla við hann. — Hvaða lög hafa veriö valin á plötuna? — Þau hafa satt að segja ekki hlotið neitt nafn ennþá, en ann- að lagið er erlent og heitir á ensku „I tack to the wind“. ís- lenzka lagið er eftir gítarleikar ann okkar, hann Björgvin, og reyndar eitt af þremur, sem komu til greina. — Mér er sagt, að þú hafir samið textana. — Já það er alveg r^tt, þins Jónas fullyrðir að trommuleik- araskipti hafi aldrei komið til greina • • • vegar er bezt að fullyrða sem minnst um gæði þeirra. Þegar við vorum að æfa „I tack to the wind“ vantaði tilfinnanlega ís- lenzkan texta, svo hægt væri aö æfa sönginn. Á meðan strákarn ir voru að glíma við undirleik- inn, settist ég niður og fór að krota texta á blaö. Ég held, aö mannskapurinn hafi orðið hálf hissa, þegar ég las þetta yfir þeim, svona álíka og þegar það uppgötvaðist að Björgvin gæti samið lög, svo það þótti sjálf- sagt að ég semdi hinn textann líka. Hugmyndina að þeim texta fékk ég, er ég las bók, sem hafði töluverð áhrif á mig, en það' var eftirfarandi setning, er kveikti neistann: „Þú fæðist einn, þú lifir einn, og þú deyrö einn ....“ — Hvernig leggst þessi plata 1 Þ5«- Jc tA :iM i CS.I.S Náttúra í upptökusal — Mjög vel, og þó deila megi um aðstæður til hljómplötuupp- töku hér heima, þá eru þeir Pét- ur og Jón Þór örugglega þeir færustu á þessu sviði hér á landi. — Það hafa gengið um það sögur, að Rafn yrði látinn víkja frá trommunum fyrir Ólafi fyrr verandi „Óðmanni". — Þetta er einbert slúður, sem aldrei hefur komið til greina. Viö erum mjög ánægðir með Rabba, hann hefur ávallt verið traustur trommuleikari, og honum hefur farið geysimikið fram nú upp á síðkastið, per- sónulega myndi ég ekki hika viö að skipa honum á meðal okk ar beztu trommuleikara. Lengra varð spjallið ekki, þvi nú var komið að hlutverki Jón- asar í upptökunni. Björgvin Ieikur á sítarinn það furðulega hljóðfæri. SELFOS S-POP MÁNAR, tvö lög Útg. SG-hljóniplötur. Það, sem af er árinu, hefur verið heldur tíðindalaust á hljómplöitumarkaðinum, en nú er allt útlit fyrir, að útgefendur haldi ekki Iengur að sér höndun um. Af væntanlegum plötum má nefna tvær tveggja laga hljóm- plötur, önnur er með Óðmönn- um og hin með Roof Tops. Fyrsta LP platan i ár var að koma á markaðinn, þegar þetta er ritað, þar er um að ræða lög úr söngleikjum og fleira flutt af Þjóðleikhúskórnum. Einnig er væntanleg LP plata með lögum úr leikriti Jónasar Árnasonar. Fyrir nokkrum dögum kom á markaðinn fyrsta platan, sem hljómsveitin Mánar hefur leikið inn á. Þó fer fjarri, að umrædd hljómsveit sé að feta fyrstu spor in í sviðsljósmu, því hún hefur lifað góðu lífi undanfarin fimm ár. Samt sem áöur höfum viö hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu haft litlar sem engar spurnir af henni, því Mánar hafa svo til eingöngu leikið á dansiböllum austan fjalls, enda er hljómsveit in ættuð frá Selfossi. Bæði lögin eru innlend, og það voru einmitt þau sem vöktu fvrst athygli mína er ég hlustaði á plötuna. Höfundurinn, Olafur Þórðarson, er einn í hljómsveit- inni, og lofar þetta framlag hans góðu. Söngurinn i báðum lögunum er prýðisvel af hendi leystur, og textaframburður stórgallalaus. Fyrra lagið ber hið frumlega heiti: „Einn tveir þrír“, textinn er eftir Ómar Ragnarsson. Boð- skapur þessa „skáldskapar" er tölustafir og ást, og hann minn ir mann æöi mikiö á annað „stór virki“ í íslenzkri textagerð, en hér er átt við einn textann á síð ustu plötu Ólafs Gauks: „Tvisv ar tveir.“ Lagið er allsæmilegt, útsetn- ingin frekar einföld og undirleik urinn ekki nægilega kröftugur. Við hljóðritunina á þessu lagi hefur gamla sagan með „ballans inn“ endurtekið sig. Orgelið nýt maður hefur það á tilfinning- unni, að það hafi verið staðsett utan upptökusalarins, hins veg- ar er söngurinn full yfirgnæf- andi. „Utlegö", þetta er virkilega hugljúf melódía og ekkert til sparaö að koma henni sem bezt til skila, því hér eru fengnir til aöstoðar strengir og blásarar. Utsetningin er vel við hæfi, og allur flutningur hinn ánægjuleg asti á aö hlýða. Þá er auðheyrt að upptakan á þessu lagi hefur heppnazt mun betur. Við þetta lag er sungið kvæði eftir Örn Arnarson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.