Vísir - 21.02.1970, Blaðsíða 16
Allir flokkarnir / Kópavogi
sameinaðir um prófkjör
Það var heldur betur handagangur
í öskjunni á bókamarkaöinum í
Iðnskólanum í gærdag skömmu eft
ir hádegiö. Þar voru hundruð
manna, sem kíktu á þá furöulágu
prísa, sem gamlar en í mörgum til-
fellum ágætar bækur, eru þarna
seldar á. Okkur sýndist raunar að
deild „þjóðlegs fróðleiks“ nyti hvað
mestra vinsælda, — en hér er mynd
af viðskiptamönnum á markaöinum
í gær.
uninn og stendur til kl. 21, fer
þaö þannig fram að menn fá af-
henta atkvæðaseöla eins og við
venjulegar kosningar en bak við
tjaldið veröa fimm kassar merkt
ir flokkunum í staö eins kassa
eins og venjulega. Kosningarnar
eru því fyllilega leynilegar.
Heildarþátttaka í kjörinu verö
ur ekki gefin upp, en til að geta
betur áttað sig á gildi slíks próf
kjörs, er ákveðið að geyma kjör
skrá og önnur kjörgögn er gildi
hafa, undir innsigli og f vörzlu
kjörstjómarinnar, þar til fram
yfir bæjarstjórnarkosningarnar
31. maí. Skömmu fyrir kjördag
verður leiöbeiningum komið í
hvert hús í Kópavogi um kjörið.
Forráðamenn flokkanna sögðu
í gær að ekki væri vitað um
kostnaðinn við slíkt prófkjör, en
hann væri einkum fólginn f
prentun og öðru slíku.
Á listum þeim, sem lagðir eru
fram verða nöfn allt aö 18
manna og kvenna í stafrófsröð
en að auki auðar línur fyrir 5
menn, sem kjósendur kunna að
vilja koma á framfæri viö flokk
sinn. Setja skal raötölur frá 1—5
á listann þann er kjósendur
vilja hafa áhrif á.
Aö kosningu lokinni fær síðan
hver flokkur sína kjörkassa til
úrvinnslu og eftir kjörinu verð
ur farið, þegar flokkamir stilla
upp endanlegum listum sfnum
fyrir bæjarstjómarkosningamar.
-JBP-
Kjósendur fá jbannig tækifæri til að hafa
áhrif á framboðin fyrir bæjarstjórnar-
kosningarnar 31. mai
Kröfur kjósenda um auk
in áhrif á framboð til
bæjarstjórnarkosninga
virðast hafa borið árang
ur, og prófkjör fara nú
fram um allt land. I
Kópavogi hafa stjórn-
málaflokkarnir fimm,
sem gera má ráð fyrir að
bjóði fram lista til bæjar
stjórnarkosninga í vor,
fitjað upp á algjöru ný-
mæli, sameiginlegu próf
kjöri, sem fer fram í
tveim skólum Kópavogs
sunnudaginn 8. marz
Skriflegt samkomulag hefur
nú veriö gert um framkvæmd
prófkjörsins, en sömu menn og
sitja í yfirkjörstjóm munu sjá
um stjórn prófkjörsins, þ.e. þeir
Ámi Guðjónsson, Bjami Jónas-
son og Gísli Þorkelsson, og gera
það í sjálfboðavinnu en ekki
sem yfirkjörstjórnarmenn.
f Kópavogi eru á kjörskrá
eitthvað á 6. þúsund manns að
þessu sinni, og fá 20 ára og eldri
aö taka þátt í prófkjörinu.
Prófkjörið hefst kl. 9 um morg
ÞÝZK TILLAGA UM MÁT-
STEiNSHÚS ÞÓTTI BEZT
Úrslit í samkeppni um hlaðin
einbýlishús, sem fyrirtækið Jón
Loftsson hf. efndi til meðal arki
tekta voru tilkynnt í gær. Nið-
urstaðan varð sú, að Ulrik Stahr
hlaut 1. verðlaun, 40 þúsund kr.,
en af 10 tillögum, sem bárust
voru 5 valdar til frekari út-
færslu. Þetta er í fyrsta sinn,
sem fyrirtæki efnir til sam-
keppni meðal arkitekta.
Önnur verðlaun í samkeppninni,
Hóteliö v/ð Mývatn faegar
hálfbókað fyrir sumarið
Óhagstæð lán fyrir hótel almennt st'óðva allar
bollaleggingar um stækkanir, segir hótelstjórinn
■ Við erum þegar búnir að
fullbóka 20 daga í sumar og
aðra 20 daga er orðið mjög lítið
pláss eftir, sagði Amþór Björns-
son hótelstjóri á Hótel Reynihlíð
við Mývatn í samtali við Vísi
í gær.
Mun meiri aðsókn ferðamanna
viröist ætla að vera í sumar en
í fyrra, a.m.k. bera bókanir það
með sér. — Þaö er þó fallvalt að
treysta um of á bókanir, sagði Arn
þór, því að töluverð brögð voru
að því í fyrrasumar, að ekkj var
staðið við þær pantanir, sem inn-
lendar og erlendar ferðaskrifstofur
höfðu gert. Þessir aöilar reyndu
að vísu að láta vita af slíku, þegar
ljóst var hvert stefndi, en það kem
ur því miöur oft að litlum notum.
í fyrrasumar varð nýting hótels-
ins því ekki nema um 90% 3 sum
armánuðina, sem er tæplega nógu
mikið til að halda uppi hótelinu allt
áriö eins og Hótel Reynihlíð er orð
iö nú. Þaö hefur að vísu komið sér
vel fyrir hótelið, að töluverð gist-
ing hefur veriö í því í vetur og
fyrravetur, vegna framkvæmda við
Kísiliðjuna, gufuveituna og gufu-
aflstöðina, en hæpið er, að byggja
megi mikið á því til frambúðar.
Þó aö nýting hótelsins , virðist
ætla að verða góð, og augíjóst er
að unnt væri að fá mun fleiri
ferðamennn ef meira gistirými
væri fyrir hendi, sagði Arnþór, að
ekki kæmi til greina að stækka
hótelið strax, vegna þeirra afleitu
lánakjara, sem hótel eiga við að
búa. Lán, sem við getum fengið
eru gengistryggð, en það eru lán,
sem Ferðamálaráð hefur milligöngu
með. Það brenndu sig nægilega
margir síðast, þegar skuldirnar
hækkuðu um helming á rúmu ári,
til þess aö menn séu nú ginn-
keyptir fyrir slíku sagöi Arnþór.
-vj-
25 þúsund, hlutu Guðmundur Kr.
Guðmundsson, Manfreð Vilhjálms-
son og Þorvaldur S. Þorvaldsson.
Þriðju verðlaun, 15 þúsund krónur,
hlaut Magnús Skúlason.
Samkeppnin var liöur í kynningu
á hleðslusteini frá Jóni Loftssyni
hf., sem fyrirtækið hóf haustið
1968 með útgáfu leiðbeiningabækl-
ings um hleðslu húsa, en tilgangur
hennar er sá að fá fram úrval
teikninga, er geröar séu af sérfræö-
ingum, viðskiptamönnum fyrir-
tækisins til afnota.
Verkefnið var í því fólgiö að
teikna einbýlishús, staðlað fyrir
hleðslustein, fyrir 3—5 manna
fjölskyldu. Kvaðir voru að upp-
fyllt væru skilyrði byggingar-
samþykktar fyrir skipulagsskylda
staði, húsin væru lánshæf fyrir
húsnæðismálastjórnarlán og Stofn
lánadeild landbúnaðarins, húsin
væru hóflega nýtt, einföld að gerð
og látlaus í útliti.
Innan fárra daga mun bæklingur
meö myndum af fimm beztu tillög-
unum verða afhentur hjá Bygginga
þjónustu A. í. og hjá Jóni Lofts-
syni hf.
Haldin verður sýning á öllum
tillögunum, sem bárust í samkeppn
ina í húsnæði Byggingaþjónust-
unnar og verður hún opin í dag og
á morgun frá kl. 16—22 og næstu
viku frá 13—18.
í dómnefnd voru: Loftur Jónsson
forstjóri. Kristján Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri, Birgir Breiðdal, arki
teki, Hrafnkell Thorlacius arkitekt,
Ólafur Sigurösson, arkitekt. Trún-
aðarmaður dómnefnflar: Ólafur
Jensson, fulltrúi. -SB-
Þýzki arkitektinn, sem hlaut verð
launin fyrir lausn sína varðandi ís-
ienzkan hleðslustein, er hér
með módel að einbýlishúsi eins og
hann hugsar sér það.
Skótor „messu" í Langhohskirkju
Sóknarpresturinn spilar undir
Óvenjuleg guðsþjónusta verður
haldin í Langboltskirkju n.k. sunnu
dag, en þá mun Skátafélagið Skjöld
ungar halda helgistund, þ.e. guðs
þjónustu f kirkjunni án nokkurrar
aðstoðar þeirra geistlegu, nema
hvað Árelíus Níelsson, sóknarprest
ur mun spila undir á orgel.
Skjöldungar fá aö gera þetta í
tilefni skátadagsins, sem er á
sunnudaginn og hefst helgistundin
kl. 10.30. Meðal þess, sem mun ger
ast, er að nýir félagar verða vígðir
inn í dróttskátadeildina „Sagitari-
us • en í dróttskátadeildunum, sem
eru þjálfaðar sérstaklega til neyð
arhjálpar og annarrar hjálparstarf
semi. eru aðeins eldri skátar, og
töluvert snúið að komast inn í þann
félagsskap. — Félagarnir I „Sagit-
arius vöktu m.a. athygl; fyrir það
nýlega, að þeir efndu til óvenjulegr
ar björgunaræfingar, þar sem hin
hroðalegustu slys voru sett á svið
og sveitin látin spreyta sig á að
leysa vandamáliö, en frá þessari
æfingu var skýrt frá í Vísi á sín-
um tíma. _vj.