Vísir - 21.02.1970, Qupperneq 6
6
VISIR . Laugardagur 21. febrúar 1970.
Upp til Jerúsalem
Lúkas 18 31—34.
„Cjá vér förum upp til Jerú-
salem“ — Þannig byrjaöi
Jesús samtal sitt við lærisvein-
ana, sem er eins konar inn-
gangur að föstunni og yfirskrift
hennar. —
„Já, það lá aö“, hugsuðu læri
sveinarnir þegar þeir heyröu
þetta. „Það hlaut að því að
koma að ríkið yrði stofnað, að
það kæmi með einhverju móti i
ljós, birtist með áþreifanlegri
hætti fyrir allan almenning heid
ur en „hið innra með þeim sem
tileinkuðu sér boðskapinn og
játuöu trúna á höfund hans. Og
hvar skyldi rfkið stofnað annars
staðar en í sjálfri Jerúsalem,
helgasta og merkasta stað lands
ins, hinni heitt elskuöu borg,
sjálfum Þingvelli þeirra ísraels
manna — Já upp til Jerúsalem.
Það verður sigurganga. — Það
verður fagnaðarför.
En lærisveinamir komast ekki
langt með þessar hugsanir. Áð
ur en fcamtíöarsýnin um ríkið
er farin að fá á sig fast form í
hugum þeirra, heyra þeír fram-
haldiö á ræðu meistarans. —
Upp til Jerúsalem.
Hvað gerist þar? Valdataka?
Stofnun rikisins? Úthlutun emb-
ætta og heiðursmerkja? Nei
fjarri fór því. Mannssonurinn,
sjálfur:..stofnandi ríkisins —
mun verða framseldur. Hann
verðurhæddur, honum verður
misþyrmt — á hann verður
hrækt. Hann veröur húðstrýkt-
ur, hann verður deyddur. En
þetta skilja þeir ekki. Þeim er al
gerlega hulin meining þess, sem
hann lætur sér um munn fara.
Þetta er hrein fjarstæöa. —
Þetta á ekkert skylt við hug-
myndir þeirra um ríkið — vonir
þeirra um völd og vegtyllur. —
Þess vegna er lærisveinunum
þetta tal algerlega óskiljanlegt
„Þetta orð var þeim hulið og
þeir skynjuöu ekki það, sem
sagt hafði verið“. — En —
skynjum við það? Getum viö
gert innihald þessara orða að
veruleika i okkar eigin lífi? Á
hvem hátt má það veröa, að
píslarganga Jesú smán hans
kvöl hans og krossdauöi, hvem
ig má þaö vera aö þetta geti
verkað á okkur, orðið til þess að
gefa okkur nýja innsýn í tilver-
una, nýtt mat á hlutunum nýja
von til framtíðarinnar „nýja trú
á lífið?“
Þetta em allt næsta persónu-
legar spurningar. Enginn getur
hér svarað nema fyrir sjálfan
sig. Það er að visu hægt aö segja
öðrum frá reynslu sinni, einnig
trúarreynslu, en hún verður
aldrei öðmm í hendur fengin,
hvorki með gjöfum né endur-
gjöldum. — Reynsluna verða
menn aö öölast sjálfir, eignast
samband við Drottin Jesú
Krist — krossfestan og uppris
inn, sem persónulegan frelsara,
sem dó fyrir mennina. Dauði
hans á Golgata var hjálpræöis-
ráðstöfun Guðs, mönnunum
til handa. Hann dó fyrir synd-
uga menn — fyrir mig og þig —
fyrir alla menn, af þvi að þeir
hafa brotið gegn vilja Guðs meö
syndum sínum og yfirsjónum —
og Guð vill ekki dauða syndugs
manns heldur að hann snúi sér
og lifi. Hvemig maðurinn mettar
sá'l sína með þessu hjálp-
ræði — það er leyndardómur
trúarsamféiagsins viö Guð fyrir
Drottin vom Jesú Krist. Vígð-
ur þessu samfélagi veröur mað-
urinn að vera reiðubúinn, vilj-
ugur og fús til að bera fram sína
eigin fóm — jé sjálfan sig að
kærleiksfóm í samræmi við
kenningu Qg fyrirmynd Drotfing
Jesú Krists. — Mörg og glögg
eru þau ummæli hans, sem
minna ótvírætt á þessa fóm-
arskyldu. „Hver sem vill fylgja
mér, hann afneiti sjálfum sér
taki upp kross sinn og fylgi
mér.“
Þetta ec fómarleiöin — kross
ferillinn — en það er líka lifs
vegurinn fyrir alla menn af því
að kærleikurinn er lffsins æðsta
lögmál og að lifa og starfa i
þessum kærleika með hans sjón
armið — hans köllun — hans
markmiö i hug og hjarta — Það
er innihald lifsins, takmark þess
og tilgangur. Ef maðurinn geng
ur á annaö markmið, ef hann
lætur stjórnast af öðmm sjónar
miðum heldur en gera sig hæf
an til þessarar kærleiksfóm-
ar og þjónustu — þá hefur líf
hans glatað sínu rétta innihaldi,
misst sjónar á því marki sem
honum er fyrir sett. Þetta kem
ur vel fram í orðum Jesú i Jó-
LJÓÐ UM LÍF
Brekkan var hafin upp handa þér
hylurinn grófst til aö dýpka þitt sinni.
Himinninn reis til aö sökkva sér
í sorg þína og gleöi á vegferð þinni.
Þú varst i upphafi aðeins dýr.
Eilífðin hófst, svo aö þú gætir dáið.
Líf þitt varð annarra lífi náiö.
Þú leizt upp, og sjá, þá varö heimurinn nýr.
Af orðlausri þrá var þér ætlaö aö fræðast
og eiga við sjálfan þig reikningsskil.
Af böli varö dýrö þinna drauma til.
Eitt dýr brast i grát, þá var sál þín að fæðast.
Hvert mannslíf er áfangi mannkyns á jörð
til meins og til gagns, hvaöa öld, sem við hljótum.
1 fjallanna vegg brýtur vatniö skörð.
I veikleika manns skýtur himinninn rótura.
(H. Sv.)
hannesarguöspjalli. Deyi ekki
hveitikomið verður það ein-
samalt, en deyi það ber það
mikinn ávöxt. —
Vegur hins eigingjama, kær-
leiksiausa sjálfumsémóga, hann
er visnun, hrömun, einsemd —
dauði — Vegur hins fórnfúsa,
samúðarríka, þess hjarta, sem
getur fundiö til — sú leið er sig
urganga undir fána lífsins áleið
is til upprisudagsins.
Sjá, vér förum upp til Jerú-
salem. —
„GUÐ ER KÆRLEIKUR"
Heilög ritning segir: Guð er kærleikur.
Þá má skjóta inn þessari spurningu: Þarf þá nokkuð að
óttast? Er ekki öllu óhætt, hvernig sem allt er og hvernig
sem allt fer? Það þarf margt aö óttast. Guö hefur sett lífinu
lögmál. Á manninum hvílir mikil ábyrgö. Illt líf og syndsam-
legt leiöir til þjáningar. Af fræi illgresisins getur aldrei sprott
iö rós. Það verður að uppræta illgresið og sá fræi rósarinnar
í staðinn. Manninum er ætlað margt að læra í skóla lífsins,
og eins og góð móöir verður stundum að aga barn sitt, þann-
ig agar Guð börn sín hin jarönesku. Ýmislegt mótdrægt getur
orðið manninum til góðs. En til er margt og mikað böl í ver-
öldinni, sem engan þroskar sem fyrir því verður, engan gerir
að betri manni, engan gerir að Guðs barni, heldur vanþrosk-
ar, brýtur niður og leggur. lífið í rúst. Það er hlutverk okkar
mannanna aö vinna gegn því og sýna það í verki, aö viö
viljum heita börn Guös.
Postulinn sagöi: Guð er kærleikur; en hann bætir líka viö:
og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði
Það er ekki nóg aö vjSurkenna,.að.iGuð sé kærleikur. Það er
ekki nóg aö tala um kærleik, en sitja óvirkur hjá, meðan sam-
feröamaðurinn þjáisí eða ferst. Böl heimsins hrópar á glugg-
ann, og þá er ekki nóg að sofa f sínum kærleika.
(H. Sv.)
Strandarkirkja
Prestur-
mn og
skáldið
Jjeir, sem þekktu síra Helga
Sveinsson vissu, að hann
var afburða predikari þegar hon
um tókst bezt og hann var
líka mikið skáld í sínum beztu
kvæöum. Þetta sannaöist hvort
tveggja í bók þeirri, sem út kom
fyrir jólin með sýnishorni af
ræöum hans og ljóöum. Hún ber
nafniö: „Presturinn og skáldið".
í éinni ræöu sinni sameinar
hann þetta tvennt. Það er pred-
ikun í bundnu máli. Texti Jes.
9, 2: Sú þjóö, sem i myrkri geng
ur sér mikið ljós. —
Ég biö mína kæru kirkjugesti
aö kalla ei fordild af sóknar-
presti
né telja þaö stafa af stolti og
prjáli
þótt stólræöan sé í bundnu
máli.
Það má segja að þessi ræða
sé eins konar íslendingasaga.
Væri ekki tilvaliö að prenta
hana í skólaljóðum eöa unglinga
lesbók?
Það er áreiöanlegt að góöur
kennari gæti frá mörgu sagt i
sambandi við hana um trúar-
reynslu þjóðarinnar í raunum og
andstreymi liöinna alda.
Svo er saga vor
satt er orðtak:
Hjálp er nærri í neyð.
Fyrir trausta trú
var takmarki náð.
Á himni er hálft vort líf.
Kirkjusíöan vill vekja athygli
á þessari bók með því að birta
smábrot úr einni predikun og
eitt lítið ljóð, valið af handahófi.
Jafnframt er ástæða til að
hvetja menn til áö útvegá sér
þessar ræður og ljóð skáld-
prestsins í Hveragerði. (Veröi
hennar er mjög í hóf stillt, hún
kostar 500 krónur í góöu bandi).
Þau eru holl og góð lesning.
Þau vekja til umhugsunar, til
samúðar, til sjálfsgagnrýni því
að boðskapur kirkjunnar, kcistin
dómurinn er þar túlkaður á
þann hátt að hann talar til hvers
og eins. Og hvers þarfnast heim
urinn, og þar með hver ein-
staklingur — ég og þú — ann-
ars frekar heldur en lifandi krist
innar trúar
„Hugsjónir kristindómsins
eru fagrar. En þær mega aldrei
verða eins og gulliö ský út i
blámanum handa draumóra-
mönnum að dást að, heidur
breytist i lifandi dögg. sem stíg
ur niður af himni til að bland-
ast lífi jarðarinnar, færa þvi
nýja lífsorku, lyfta því, auðga
það og fegra."