Vísir - 21.02.1970, Side 9

Vísir - 21.02.1970, Side 9
VlSIR . Laugardagur 21. febrúar 1970. 9 11libniit*!íxH i rv, i /í< i H so anib ■ í;.sj£fU.t U.íjijJr ji lUliWU ■ < "... Þarf að byggja 9,Sögur'og 5 „Garða" næstu 10 árín? rr Nauðsynlegt er talið að fj'ólga hótelherbergjum i Reykjavik úr 459 / 1639 næstu 10 árin ðð Eru íslendingar að missa af strætisvagninum í ferðamálunum? Þessi spurning kann að þykja út í hött, eftir allar þær fréttir og umræður, sem átt hafa sér stað um ferðamannaiðnað upp á síð- kastið, en svo virðist sem núna fyrst séu menn í alvöru farnir að tala um ferðamannaiðnað sem einn höfuðatvinnuveg íslendinga í nánustu framtíð. — Spurningin er þó hreint ekki svo fráleit eins og hún kann að virðast við fyrstu sýn. Það er rétt, að nú hefur verið ákveðið að stækka Loftleiða- hótelið um rúml. helming, bæt^ þar við 111 her- bergjum, sem á að verða lokið fyrir vorið 1971. Þá er verið að ganga frá Kr. Kristjánssonar-húsinu við Suðurlandsbraut, þannig að þar komist 70 her- bergi í gagnið næsta vor og aftur 70 herbergi vorið 1971. Með þessum framkvæmdum munu bætast við um 250 herbergi á heilsárshótelum í Reykjavík, en þau eru 376 fyrir. Aukningin verður um 67% á tveimur árum. Tjetta er mjög umtalsverö aukning, en I skýrslu, sem hefur verið unnin fyrir Ferða- málaráð, er þörfin fyrir fjölg- un hótelherbergja 1 Reykja- vík á næstu 10 árum áætluð 760 herbergi f heilsárshótelum og 420 herbergi í sumarhótelum í Reykjavlk einni. Þetta eru alls 1180 herbergi, sem er fimm sinnum hærri tala en bætast mun við í hinu mikla átaki, sem gert verður í hótelbyggingum á næstu tveimur árum. Til að fullnægja áætlaöri þörf fyrir heilsárshótel á næstu 10 árum þarf því aö bæta við fimm hótelum á borð við Hótel Sögu og til aö mæta áætlaðrj þörf sumarhótela þyrfti að byggja skólagarða, sem væru samtals fimm sinnum stærri en báöir stúdentagaröamir eru. Þetta er áætluð byggingarþörf hótelher- bergja í Reykjavik einni. Um hótelþörf landsbyggðarinnar liggja ekki fyrir neinar áætlanir. Hins vegar er veriö að skipa nefnd, sem á að kanna þá þörf fyrir tímabilið fram til 1974. í' skýrslu sinni til Ferðamála- ráðs áætlar Þorvarður El- íassonar, viðskiptafræöingur, aö fjöldi ferðamanna til landsins muni aukast úr um 47.000 árið 1969 f 150.000 áriö 1980. Til þess að hýsa þessa ferðamenn áætlar hann að auka þurfi heildarfjölda hótelherbergja úr 459 eins og þau em nú í 1639, en það er aug- ljóst mál, að þessir feröamenn munu aldrei koma til landsins, nema aukning hótelherbergja fjölda komi til. Það er ekki ástæða til að halda annað, en þessi áætlun sé byggð á eins traustum grunni og aðstæður gefa tilefni til. — Þaö er því ástæða til að spyrja um þaö, hvort við séum að sofna á verðinum. Ef takast á að byggja allan þennan aragrúa af hótel- herbergjum á jafnskömmum tíma og hér er rætt um, er oröið í meira lagi tímabært að bretta upp ermamar. 1968 voru bæöi Hótel Saga og Hótel Loftleiðir rekin meö tapi, segir hann. Aukning ferða- mannaiðnaðar er sjálfsögð á fslandi, en við skulum flýta okk- ur hægt. það má benda á fleira til að draga svolítið úr bjartsýn- inni sem ríkt hefur á ferðamál- um undanfarið. Hótelhringirnir Sheraton og Inter-Continental, sem báðir spanna vítt um heim- inn, voru báöir með könnun á hagkvæmni hótelrekstrar á ls- iandi. Þess'fr hótelhringir eru báðir mjög „business-minded“, þ.e. hafa áhuga á að fjárfesta f fyrirtækjum, sem gefa væntan- lega góöan arð og hafa efni á því að bíöa eftir þeim ágóða í nokkur ár. Þeir hafa báöir, a.m.k. um tíma, gefið frá sér hugmyndir um hótelrekstur á íslandi, hvaö sem seinna kann að verða. Annað, sem veitinga- og gisti- húsamenn hafa bent á er mjög alvarlegur skortur á þjálfuðu starfsliði fyrir hótelin. Þegar núna séu vandkvæöi á því að fá nægt þjálfaö starfslið, hvað þá, ef hótelgetan verður fjórfölduð á næstu 10 árum. Þá hafa marg- um möguleika aukins ferða- mannaiðnaöar. Víöa út um land er verið aö bollaleggja um bygg- ingu hótela. ÞaÖ má nefna t. d. að Selfosshreppur ásamt fleiri aðilum þar er með hótelbygg- ingu á prjónunum. Sömu söguna er að segja á Húsavík, þar sem opinberir aðilar ásamt kaupfé- laginu og fleiri aðilum eru með hótelbyggingu í undirbún- ingi í sambandi viö félagsheim- ilið þar. Ef nefndir eru fleiri staðir, þar sem auðsætt er, aö full þörf er á aðgerðum má nefna fyrst og fremst aukna hóteigetu við Mývatn. Hótelið í Reynihlíö mun þegar vera full- bókað lengri tíma næsta sumar. Mikif þörf virðist á viðbótar- ■ hótelrými á Akureyri. I Stykkis- hólmi er síaukinn straumur ferðamanna, sem leggja leiö sína m. a. um Breiðafjaröareyjar. Þá hefur verið rætt um hótel á Kirkjubæjarklaustri Vík í Mýr- dal og Hellu, en á öllum þessum stööum er mjög vaxandi feröa- mannastraumur. Þá er rætt um nauðsyn frum- stæðrar gistiaðstööu víða í ó- byggðum og við veiðivötn, en miklar vonir eru t.d. bundnar við nýtingu silungsveiði í hinum ó- í skýrslunni er hins vegar gefið í skyn aö breytist afstaða hins opinbera til ferðamála gæti aukningin orðiö mun meiri en hér er spáö. Stærsta vandamál aukins ferða mannaiönaðar á íslandi eru „dauðu mánuðirnir“ yfir vítur- inn Tif marks um lélega nýt- ingu má nefna að meðalnýting hótelanna í Reykjavík var 44.6% f janúar 1968. Bezta meðalnýting ársins er hins vegar 94.8% f ágúst, en þrír sumarmánuöimir hafa allir nýtingu yfir 90%, meðan nýting- in hálft árið er undir 60%. Bent hefur verið á ýmsar leiðir til að auka nýtinguna ,,dauða“ tfm ann, svo sem aukna áherzlu á ráðstefnuhald utan annantímans, skíöaiðkanir, silungsveiði á haustin og stofnun heilsumið- stöðva. Við þessi fjögur atriði bindur sérfræöingur Sameinuðu þjóðanna miklar vonir, eins og skýrt var frá f Vísi sl laugar- dag. — Þaö má hins vegar spyrja að því, hvers vegna ferðaskrif- stofur og aðrir hagsmunaaðilar, þar með talin hótelin sjálf, hafa t.d. ekki þegar aflað til lands- ins fleiri ráðstefna yfir vetrar- mánuöina, til að kanna það í reynd hversu auðvelt er að fá hingað ráðstefnur á þeim tfma. Tjetta krefst að sjáffsögðu mjög aukinnar „sölu- mennsku“ í íslenzkum ferða- mannaiðnaði. í skýrslu sinni segir Þorvarður Elíasson, að til að stefna að örum vexti ferða- mannaiðnaðarins sé sennilega heppilegt að láta ekki nýtingu gistihúsanna fara upp fyrir 70% til þess að fyrir hendi sé nægur r 11 .* m Þarf að fullgera eina „Sögu“ árlega og einn Hótel Garð annað hvert ár næstu 10 árin? Það er raunar skylt að taka það fram, að ekki eru allir jafn bjartsýnir á vöxt ferðamanna- iðnaðarins og þessi skýrsla ber með sér. Þannig er vitað mál, að forráðamenn Hótel Sögu hafa lengi hugleitt, hvort tímabært væri aö stækka hótelið verulega. — Niöurstaðan hefur hingaö til verið neikvæð. — Konráö Guð- mundsson, hótelstjóri segir að slíkar bollaleggingar hafi lengið verið uppi, en það séu hreinar línur, aö engin stækkun verði framkvæmd fyrr en auðséð er, að fjárhagsgrundvöllur sé fyrir hendi. Hótelrekstur í Reykjavík í dag gerir ekki meira en standa í járnum vegna lélegrar nýtingar utan sumarmánuðiná, og árið ir hótelmenn af því þungar á- hyggjur, hvað erfitt er að fá nægt gott hráefni í mat fyrir er- lendu ferðamennina, sem gera oröið mjög háar kröfur. Sér- stök vandræði eru að fá gott nautakjöt og kjúklinga. En þaö eru ekki aðeins skýrslu gerðarmenn, sem eru bjartsýnir. Hótelstjóri Loftleiða, Erling Aspelund, teiur aö jafnvel með hinu myndarlega átaki LoftleiÖa sá gengið of stutt. Ef við ætlum ekki að missa möguleikana. verður við að hefja áætlun á út- víkkun feröamannaiðnaðarins og við veröum aö hugsa stórt, segir hann. ■það er ekki í Reykjavík einni, sem menn eru bjartsýnir teljandi fiskivötnum íslands. Fyr ir slíka ferðamenn er ekkj frum skilyrði að byggja dýrt, a.m.k. ekki nema fyrir hluta þeirra, þar sem hinn frumstæöi aöbúnaöur getur f mörgum tilvikum verið hinn eftirsóknaveröi og æskilegi. ^ætlun um fjölgun hótelher- bergja I Reykjavík, þar sem nær allir ferðam. hljóta að koma við. er við það miðuö, að nýting hótelanna sé um 70% eins og hún var 1968. Áætiunin er ekki við það miðuð, aö hiö opinbera auki afskipti eða fjárframlög til ferðamála, heldur verði aðeins um svipaða aukningu að ræða og orðið hefur á undanfömum árum. góður hótelkostur fyrir þá ferþa- menn á sumrin, sem ekki munu sætta sig sig við þá aöstöðu, sem sumarhótel hafa upp á að bjóða. Einnig leggur hann á- herzlu á, að með svo lágri nýt- ingu muni h^telin ekki slaka á baráttunni fyrir því að fá vetr- argesti, en auk þess veröi 70% nýting að teljast góð. — Sam- kvæmt þessu er ljóst að í þessu eins og í svo mörgu ööru þurfum við íslendingar aö auka átak okkar í sölumennsku. Það, sem ekki er boðið falt, verður ekki keypt. — vj -

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.