Vísir - 12.03.1970, Síða 1
■ «®§§«§í0e§®« «« 8>free« © ee--ee-e e e-eee e® ee ® e » ® © ©-© ® © © e © © © © ?
Deilur um söngtexta
í Pilti og stúlku
# Venzlamenn Emils Thoroddsen
tónskálds, vinna nú að þvi að fá
þriá söngtexta, s'em bætt hefur
verið viö leikrit hans Piit og stúlku
í sjmingu Þ.ióðleikhússins fellda
niður. Pað eru söngtextar, sem Úlf-
ur Ragnarsson, læknir samdi við
lög Emils Thoroddsen, sem ekki
voru áöur notuó i leikritinu. Munu
venzlaroennirnir vera óánægði.r
með Ijóðin en Þjóðlejkhúsið hafði
þó áður fengið leyfi hjá erfingja
höfundarréttarins, frú Ásiaugu
Thoroddsen, ekkju Emils, að bæta
þeim við sýninguna.
Unnið mun að þvi í mesta bróð-
erni að finna lausn á málinu en
sennilega verða þessi lög felld út
úr leikritinu. — vj —
Friðrik teflir frekar
//
segir Bent Larsen um skaeÓasta keppinaut sinn
á móti stórmeistaranna i Luganó i Sviss
„Ég haföi frétt, að Friðrik
hefði staðið sig ilia á svaeða-
mótinu og á mótinu í Reykja-
vík í vetur, en nú teflir Frið-
rik frekar vel.“ Þetta sagði
danski stórmeistarinn Bent
Larsen í vlðtali við Vísi í
morgun. Larsen sagði, að
Friðrik hefði oft komizt í
hann krappan meö svörtu, en
bjargazt úr klipunni með list.
Til dæmis hefði hann verið
illa staddur á móti Donner í
gær, en fórnað skiptamun og
unnið skákina.
,,Ég var kvefaður og ekki vel
upplagður, og mér mistókst“,
sagði l.arsen um skák sina við
Unzicker, sem hann tapaði í
síðustu umferðinni. Larsen taldi
sig mundu sigra á mótinu, en
þó ekki „auðveldlega". Larsen
sagði, að Friðrik hefði ekki átt
að sig á óvenjulegri byrjun í
skák þeirra, og hefði það kostað
Friðrik peð. Skákin hefði verið
erfið og löng en peðið hefði
nægt sér til sigurs ér lauk.
Bent Larsen hefur ekki teflt
við Friðrik um langt skeið fyrr
en á þessu móti. Virðist hann
telja að styrkur Friðriks væri
nú ekki fjarri því að vera hinn
sami og var fyrir nokkrum ár-
um Friðrik hefur lfka staöið sig
svo vel á þessu móti stórmeist
aranna í Lugano, að mikiM sómi
er að og alls ólíkt því, sem verið
hefur siðasta árið. Larsen aot-
aði orðin „frekar vel“ (rather
well)) um taflmennsku Friðriks
að sínum dómi. Er það vissulega
væglega aö orðí komizt miðað
við vinningatölu Friðriks.
Friðrik vann Donner ráttundu
umferðinni, en Larsen tapaði
fyrir Unzjcker. Munar þá aöeins
hálfum vinningi á þeim félögum.
Röðin er þessi: 1. Larsen 6
vinningar, 2. Friðrik 5V2, 3.-4.
Byrne og Unzicker 4, 4. Gligor-
ic 3V2, 6. Szabo 3'og biðsk, 7.
Kavalek 2 y2 og biðsk, 8. Donn
er 2i/2. ” —HH
BOGGI BLAÐAMAÐUR er
með á nótunum eins og fyrri
daginn og er með sneki um
Friðrik á hraðbergi í Waðinu
í dag, siá bls. 12.
Ska^bótamál
ó Windsor-liótei
„Samkvæmt nióurstöóum
rannsóknarinnar á slysi þvi, er
Rúnar Vilhiálmsson, varð fyrir
i London og beið bana af, er
hér ekkj um refsiábyrgð
að ræða af hálfu Windsor hót-
elsins," segir Helgi V. .Tónsson
lögfræóingur, er fylgzt hefur
með málinu fyrir hönd Knatt-
spyrnusambands Islands.
„Við getum því ekki hafið op-
inbeft refsimál, heldur einungis
faríð fram á skaðabætur, þar
sem hótelið er tvímælalaust
skaðabótaskylt samkvæmt skaða
bótalögum, þar eð allur aðdrag-
andi slyssins er Ijós. Við höld-
um þessu þvi ótrauðir áfram og
er nú i undirbúningi skaðabóta-
mál, en þau eru einkamál og
taka jafnan lengri tima heJdur
en opmber mál. í skaðabótamáli
þarf að gera kröfur um ákveön-
ar bætur og rökstyðja þær.“
?egir Helgi ennfremur. -MV-
Furðuljós á miklum hruðu
yfír Reykjavík í gærkvöldi
— Sást á radarskermum i Prestvik og á Gander
— Talið aÓ um hluta úr gerfihnetti sé að ræða
— Hundruð manna fylgdust með fyrirbærinu
£ Fjjöldi manns horfði í
gærkvöldi á furðulegt
fyrirbæri, sem leið yfir
kvöldhimininn, Ijóskuiu,
sem lýsti upp og stefndi
að því er virtist frá
vestri til austurs með eld
ingarhraða niður á við,
og dró reykslóð á eftir
sér. Um ellefuleytið í
gærkvöldi bárust fréttir
frá fiugstjórninni í Gand
er um að NORAD, kjarn
orkustofnun Bandarikj-
anna teldi líklegt, að hér
hefði verið um að ræða
hluta úr gervihnetti, sem
komizt hefði inn í gufu-
hvolfið og hefði verið að
brenna upp.
Þessi sýn hefur sézt vtöa, því
að flugvélar staddar 300 míiur
suðaustur af Islandi gerðu fyrir
spurnir til næstu landstöðva um
það hvað hér værj á ferðinni.
Flugstjórnirnar í Gander á Ný-
fundnalandi og í Prestvík í Skot
landi gerðu fyrirspurnir til flug
stjörnarrrianna héf, og Kéfla-
víkurradarinn spurðist fyrir um
það á Reykjavíkurflugvelli hvort
þessj ,,umferð“ væri þeim til-
heyrandi. Kannaðist turninn hér
þá ekki víð, að nein umferó væri
um svæðið.
S|á bls. 10 viðtöl
við sjónarvotta.
Vinstrí hreyfíngin þrí-
skipt í næstu kosningum
9 hað verður vandlifað fyrir
vinstra sinnaðan kjósanda í
borgarstjórnarkosningunum i
vor. ,,Úrvalið“ af framboðsiist-
um verður slíkt, að aðeins þeir,
sem bezt eru heima í völundar-
húsi vinstri stjórnmálanna munu
rata á sinn rétta bás. Þar verð-
ur hægt að velja um C-lista,
G-lista, I-lista og jafnvel fjórða
listann, sem Æskulýðsfylkingin
mundi þá standa að, þó að frek-
ar ósennilegt sé að úr því verði.
Sósíalistaflokkurinn var lagður
liður á sínum tíma, þegar Alþýðu-
sandalaginu var breytt f stjórn-
málaflokk úr kosningasamtökum
rinstri manna eins og hann var tal-
iin vera. En ,,sósialistar“ hurfu
ikki út úr myndinni, þó að flokk-
jrinn hefði verið iagður niður.
íósfalistafélag Reyk.iavikur hefur
ildrei verið lagt niður, en það hef-
ir mi i huga að bjöða fram lista I
vor. — „Það eitt er vist, að Sósíai-
istafélag Reykjavíkur mun ekki
lát.a þessar kosningar afskiptalaus-
ar,“ sagði Sigurður Karlsson, vara
formaóur félagsins í viðtali við
Vísi í morgun.
Ekki er Ijóst. hvaða menn verða
þar fremstir á lista, en formaður
þess er nú Guðni Guönason, lög-
fræðingur, Fyrrverandi formaóur
er Steinerímur Aöalsteinsson, bif-
reiðarstjórj og fyrrv. alþingismað-
ur og Stefán Ögmundsson prentari,
en hann býr ekki j Reykjavík.
Þó er sennilegt að yngri menn
verði frekar fyrir valinu. — Mál-
gagn félagsins Ný Dagsbrún, kem-
ur nú út hálfsmánaðarlega. en
verður gefið út vikulega, þegar
nær dregur kosningum.
Lítill vinskapur mun vera milli
Alþýðubandalagsins og sósíalista-
félagsins, en almenn skoðun er, að
sósiaJistar muni taka af Alþýðu-
bandalaginu vinstra megin, meðan
Hannibalistar taki af flokknum
hægra megin,
Að því er Kristján Jóhannsson,
starfsmaður Hannibalista sagði í
viðtali við Vísi í morgun verður
framboð þeirra ekki ákveðið fyrr
en um næstu mánaðamót. Ætlun
þeirra er að hafa kosningabarátt-
una st.utta en harða og veröur út-
koma málgagnsins „Nýs lands,
frjálsrar þjóöa>“ vikulega fram eft
ir vetri, en verður sennilega fjölg-
aö þegar dregur að kosningum.
Heyrzt hefur að Hannibalistar
vilji fara út fyrir samtökin í leit |
að mönnum í framboð og iafnvel.
að Hannibalssynir verði ekki í fram |
boði til að losna við fjölskyldu- j
myndina, sem verið hefur á flokkn-
um. Munu m.a. hafa verið born-
ar víurnar í Markús Einarsson,
veðurfræðing, en hann neitað.
Hvað, sem út úr þessu öllu kann
að koma, er þó eitt vist: Nú verð-
ur gaman. -vj-
m
■ •
■w
„Kaldur befur ’ann verið, og enn er bara hálfnuð göa, en samt
get ég ekki að mér gert — ég er farin að hlakka sírax til vorsins.
Þessi vorhugur kemur ósjálfrátt í mann, þegar þessari vorfata-
tízku er gaukaö svona framan í mann, eins og þeir gera á vor-
fatakaupstefnunni. Kannski maður skreppi og máti einn bikiní
eða svo, rétt eins og hinar“.