Vísir - 12.03.1970, Blaðsíða 10
ro
Rabbað v/ð sjónarvotta:
Sást 300 mílur
frá landinu
Guðbjörn Charlesson flugmað
ur frá ísafirði hefur sennilega
verið fyrstur manna hér til að
sjá fyrirbærið klukkan 20.17. —
Hann hringdi í Flugturninn
kl. 21.40 og lét vita af þessu
en þó höfðu þegar nokkrir hringt
úr Reykjavík.
— Ég var á leið upp bæinn,
á ieið inn á flugvöll, sagði Guð
björn í viðtalj við blaöiö 1 morg
un. Þá sá ég uppljómað far, sem
gekk frá vestri til austurs yfir
bæinn. Þunn háskýjahula var
yfir bænum og sást greinilegt
Ijós í gegnum hana. Sýnin gat
ekki verið flugvél, þær eru ekki
svona uppljómaðar en hins veg
ar hvarflaði það ekki að mér,
að þetta gæti verið gerfitungl.
Ásbjörn Magnússon hjá Loft
leiðum sagði Vísi í morgun, aö
hann hefðj staðið á Miklatorgi
og séð þessa sýn. „Þetta kom
úr stefnu utan af flóa og loks
þurftu menn að horfa beint upp
til að sjá þetta. Birtan var mikil
en ekki gat ég greint neinn hvin
eða hljóð vegna umferöargnýs á
torginu. Fyrst hélt ég að þetta
væri þota, en sá strax að það gat
ekki verið, þetta hafði meiri út
biásturskraft en þota.“
Flugturninum í Reykjavík
bárust margar upphringingar i
gær frá fóiki, sem hafðj séð fyr
irbærið. Helgj Pálmarsson varð
stjóri sagði að þotur, sem hefðu
verið staddar 300 mílur í suð-
austur af Reykjavík hefðu orð
iö varar við þetta.
— Flugstjórnirnar bæði í
Gander og Prestvík fóru að
spyrja okkur um þaó hvort við (
hefðum einhverja umferð. —
Rúmlega ellefu i gærkvöldi
hringdj flugumferðarstjórnin i
Gander og sagðist hafa komizt
að því hvað þetta gæti verið,
en NORAD telji víst, að hér
hafi verið partur úr eldflaug að
koma inn í gufuhvolfið og
brunnið upp. Það er ótrúlega
mikið af þessum aðskotahlutum
utan gufuhvolfsins mig minn-
ir að talað hafi verið um þrjú
þúsund. Það má því búast við
að sjá svona fyrirbæri oftar en
áður var.
Þetta hefur sézt ákafiega víða
og allir hafa lýst þessu eins, að
þessi hlutur hafi sézt fljúga
mjög hátt úr vestri til austurs.
Hann hefur flogið það hátt, að
öllum hefur fundizt hann færi
yfir viðkomandi stað. Tilkynn-
ingar bárust frá Reykjavik og
nágrenni og frá ísafirði. SB/JBP
5 unglingar hand
teknir vegna
i áfengisþjófnaðar
■ Stálu 36 fl'óskum af visk'i úr vöruskemmu
• Eimskipafélagsins
BROTIZT var inn í nótt í A-
skála Eimskips viö Reykja-
víkurhöfn og stolið þaóan úr
sérstakri hirzlu 3 kössum af
viskí, ailt 5 peia flöskur af
Old Taylor-viskí.
Þjófarnir náöust og upp
komst um þjófnaðinn fyrir ár-
vekni ieigubilstjóra á Hreyfli,
sem veitti eftirtekt unglingum,
er voru að laumast yfir Eim-
skipafélagsportið kl. 4.45 í nótt,
og gerði hann lögreglunni við-
vart, en hún handsamaði piltana
á Kalkofnsvegi.
Á því stigi hafði innbrotið
ekki verið uppgötvað, en lög-
reglumennirnir báru strax
kennsl á unglingana báða, sem
á undantörnum árum hafa átt
sök á fjölda innbrota og þjófn-
að, svo varla hefur liðiö vika,
án þess lögreglumenn hafi haft
þá til yfirheyrslu vegna slikra
afbrota — eða þá tortryggilegra
laumuferða að næturþeli, því að
svo oft hafa þeir veriö viðriðnir
þjófnaði á síöustu þrem árum,
að enginn lögreglumaður lætur
þá afskiptalausa, sjái hann þá
á ferli úm stræti eftir miðnætti.
En þegar piltarnir voru teknir
í nótt, fundust á þeim þrjár 5
pelaflöskur af áfengi. Að sjál.f-
sögðu vaknaði grunur lögregl-
unnar urn hið sanna, og við nán-
ari athlugun kom líka í ljós að
einhver hafði klippt sér leið í
gegnum vírnetsgirðingu í vöru-
skemmu Eimskips og farið inn
um illa lokaðan glugga, enda
kom síðar meir á daginn, aó
stolið haföi verió úr A-skálan-
um 3 kössum, eða 36 flöskum
af viski.
Við leit í næsta nágrenni við,
þar sem piltarnir voru handsam-
aðir, fundust faldar í portum hér
og hvar 26 fiöskur — með þeim
3, sem á pillunum fundust. Auk
þessara tveggja pilta voru 3 fé-
lagar þeirra, sem í vitorði voru
með þeim, handteknir einnig.
Piltarnir voru hafðir í haldi í
nótt og færðir til sakadóms í
morgun tíl yfirheyrslu, en nú
eiga þeir yfir höfði sér reiddan
refsivönd laganna, þótt þeir hafi
ningað ti! jafnan sloppið við
refsingu vegná ungs a’.durs. Eru
þeir nú komnir yi'ir 16 ára ald-
ur og eiga langan afbrotaferil
að baki þegar.
Fram til þessa hat'a yfirvöld
staöið næsta hjálparlítil gagn-
vart piltunum, eins og revndar
flestum afbrotaunglingum, sem
ekki veröur komið lögum yfir
aldurs þeirra vegna, en að feng-
inni játningu drengjanna í hvert
sinn, hefur jafnan orðið að
sleppa þeim lausum. svo aó
stundum hal'a lögreglumenn,
sem stóðu þá að verki að nóttu,
mætt þeim á göngu að morgni
(og þá stundum fengiö langt
nef).
—GP—
V í S I R . Fhnmtudagur 12. marz 1970.
ALÞINGI
1 DAG:
Efri deild:
1. Sala Holts í Dyrhólahreppi, frh.
2. umræðu. Atkvæöagreiðsla.
2. Dýralæknar, frh. 2. umræöu. —
Atkvæðagreiðsla.
3. Skipun prestakalla 3. umræða.
4. Skipan opinberra framkvæmda.
3. umræða
5 Fjárhagur Rafmagnsveitna ríkis-
ins. 3 umræða. Komið úr Neðri
deild.
6. Framleiðsluráð landbúnaóarins.
2. umræða.
7 Umferöarlög. 2. umræða
8. Verkfall opinberra starfsmanna.
1. umræða.
Neðri deild:
1. Gagnfræðanám, frh. 2. umræðu.
Atkvæðagreiðsla.
2. Gerðardómur í kjaradeilu at-
vinnuflugmanna, frh 3. umræðu.
Atkvæðagreiðsla.
3 Álbræðsla við Straumsvík, 2.
umræða.
4. Bjargráðasjóður Islands, 2. um-
ræða.
5. Fiskveiðasjóður íslands, 1. um-
ræða.
6. Sauðfjárbaðanir, 1. umræöa.
7. Gjöld til holræsa og gangstétta
á Akureyri, 2. umræða.
8. Atyinnuleysistryggingar, 2. um-
9. Námskostnaöarsjóður, 1. um-
ræða.
Ámundi Halldór Ámundason,
Þrastagötu 7 B, andaðist 6 marz
sl. 53 ára að aldri. Hann veröur
jarðsunginn frá Fossvogskirkju á
morgun klukkan 10.30.
Magnús Einarsson, framkvæmda-
stjóri, Skipholti 17, andaðist 6.
marz sl. 65 ára aö aldri. Hann
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju á morgun kl. 1.30.
Haukur Þorláksson, vélstjóri,
Mávahlíö 9, andaðist 4. marz sl.
44 ára aö aldri. Hann verður jarö-
sunginn frá Háteigskirkju á morg-
un kl. 1.30.
Jónína Vilborg Ólafsdóttir, Mið-
túni 42, andaðist 8. marz s.I. 66
ara að aldri. Hún verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju á morgun
kl. 3.00.
BÍLAVIÐSKIPTI
Óska Ttir aó Kanps Moskvítch
fólksbifreiö árg. '59 og yngri til
niðurrifs, Uppl. í síma 66255.
Sölumaður
óskar eftir atvinnu. Er vanur vöruþekkingu á mat-
vöru og fatnaði. Er kunnugur í bænum og úti á landi.
Hef bíl. Meömæli ef óskað er. Tilb. sendist Vísi merkt.
„Sölumaöur 343“ fyrir hádegi mánudag.
ÓSKASI KEYPT
Bílaþvottatæki eða litill gufuket-
ill óskast til kaups. Sínu 51814.
2 stúlkur oskast t;! garðyrkju-
starfa strax. Upplýsmgúr i snna
2-4214 eftir kl. 5 : dag.
SpegUlinti
SÖLUBÖRN — SÖLUBÖRN
KOMIÐ I DAG KL 1-5 AÐ
HVERFISGÖTU 4 OG SELJIÐ SPEGILINN
- SÖLULAUN 10 KR. FYRIR EINTAKIÐ
ITT
SCHAUB-LORENZ
*
Utvarpstœki
GELLIR sf
Garðastræti 11
Simi 20080
1 Í DAG IÍKVÖLdI
BELLA
„Hárið þitt er einnig mjög fallegt
í kvöld, Hjálmar.“
V'EÐRIÐ
DAfi
Auslan gola og
síðar kaldi með
lítils háttar snjó-
muggu, suðaust-
an kaldi og dá-
lítil rigning í
nótt.
riLKYNNINGAR •
Kvenfélag Kópavogs. Aöalfund
urinn verður í félagsheimilinu
fimmtudaginn 12. kl. 10.30. Venju
leg aöalfundarstörf. Lagabreyting
ar. Önnur mál. — Stjórnin.
Langholtssofnuður. Spilakvöld
bræðrafélagsins verður i safnað-
arheimilinu fimmtudaginn 12.
marz og hefst kl. 8.30. Stjómin.
Kvenfélag Laugarnessóknar
býður eldra fólki í sókninni til
skemmtunar og kaffidrykkju i
Laugarnesskólanum sunnudaginn
15. marz kl. 3. Þeir sem óska
eftir að verða sóttir, hringi í
síma 33634 eftir kl. 1 á sunnudag.
Fræösluíundur Garðyrkjufélags
Islands verður í Domus Medica
laugardaginn 14. marz kl. 2 síð-
degis. Fundarefni: Hafliði Jóns-
son, garðyrkjustjóri talar urn
grasflatir, áburð og umhirðu. Sam
talsþáttur um vorlauka. Mynda-
sýning, — Stjórnin.
FUNDIR I KVÖLD •
Félag austfirskra kvenna. Aðal-
fundurinn er í kvöld kl. 8.30 að
Hverfisgötu 21. — Stjórnin.
KFUM—AÐ. Fundur í kvöld
kl. 8.30 í húsi félagsins við Amt-
mannsstíg. Aðalfundur. Venjuleg
aðalfundarstörf.
Heimatrúboðið. Almenn sam-
koma í kvöld að Óðinsgötu 6 a
kl. 20.30.
Hjálpræóisherinn. Almenn sam
koma í kvöld kl. 8.30.
SKEMMTISTAÐIR •
Þórscafé. Gömlu dansamir i ‘
kvöld Hljómsveit Ásgeirs Sverr-
issonar, söngkona Sigga Maggý.
Röðull. Hijómsveit Magnúsar
Ingimarssonar, söngvarar Þuríður
Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson
og Einar Hólm. Fjöllistamaður-
inn og gamanleikarinn Bobby
Kwan skemmtir.
Templarahöllin. Bingó í kvöld
kl. 9.
Glaumbær. Acropolis leika.
Hótel Loftleiðir. Hljómsveit
Karls Lilliendahl, söngkona Hjör-
dís Geirsdóttir, Andrée Paris
skemmtir.