Vísir - 12.03.1970, Side 8
?
V í SIR . Fimmtudagur 12. marz 1970. y
VISIR
Utgefandi: Reykjaprem n.»
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóltBson
Ritstjóri: lónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýstngar; AOalstræti 8. Slmar 1565.0. 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sfmi 11660
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 165.00 ð mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
Minkaárið
Qft nefna menn ár eftir einhverjum þeim atburðum,
sem einkenndu það, kosningum, náttúruhamförum
eða öðru slíku, sem eftirminnilegt þykir. Af árinu
1970 eru ekki liðnir nema rúmir tveir mánuðir. Því
er of snemmt að spá um, hvað helzt verði talið ein-
kenna árið.
En Ijóst er samt, að árið 1970 verður a. m. k. minka-
ár á íslandi. Átta hlutafélög eru nú í óða önn að und-
irbúa minkaeldi, og ætla nokkur þeirra að hef ja rekst-
ur þegar á þessu ári. Um næstu áramót mun því íbúa-
tala landsins hafa auklzt um nokkur þúsund minka.
Þessi nýja atvinnugrein mun springa út á árinu.
Ef til vill verða aðrir hlutir taldir markverðari um
síðir, en upphaf nútíma minkaræktar verður þó vafa-
laust talið eitt þeirra atriða, sem einkenndu árið 1970.
Fjögur minkabú eru ráðgerð í nágrenni Reykjavík-
ur. Það eru Loðdýr h.f. á Kjalarnesi, Pólarminkur h.f.
í Reykjavík, Fjarðarminkur.h.f. í Hafnarfirði og Dal-
bú h.f. í Mosfellssveit. Fjögur eru ráðgerð utan þessa
svæðis. Þau eru Grávara h.f. í Eyjafirði, Loðfeldur
h.f. á Sauðárkróki, Húsminkur h.f. á Húsavík og
Arktikminkur h.f. á Akranesi.
Flestir þessir aðilar hafa fyrir löngu byrjað undir-
búning sinn. Þeir hafa sent menn til útlanda, einkum
til Noregs, til þess að læra þessa ræktun. Um þessar
mundir er álitlegur hópur manna að mennta sig í
greininni. Ennfremur munu sum búin fá hingað er-
lenda menn til að stjóma rekstri búanna til að
byrja með.
Byggingaframkvæmdir eru hafnar hjá Loðdýrum
h.f. á Kjalarnesi og fleiri munu hefja byggingu í vor
og sumar. Rekstur á að hefjast hjá Loðdýrum þegar
í næsta mánuði. Pólarminkur og Fjarðarminkur ráð-
gera að hefja rekstur í sumar og Arktikminkur og
Grávara fyrir eða um næstu áramót.
Nú ríður á, að vel sé vandaður allur öryggisbún-
aður þessara búa, — fyllsta öryggis sé gætt við bygg-
ingu og rekstur þeirra, svo að tryggt sé, að minkar
sleppi ekki úr þeim. Hin slæma reynsla fyrri ára hefur
kennt okkur, að eftirlit með þessum málum verður
frá upphafi og æ síðan að vera í fullkomnu lagi.
Minkaræktarmennirnir þykjast yfirleitt ekki fara
með neinu flani út í þessa grein, og hinn vandaði
undirbúningur virðist vera til vitnis um það. Margir
þeirra hafa viðað að sér mikilli þekkingu á undan-
förnum árum og aðrir eru erlendis að afla sér hennar.
Þetta er líka nauðsynlegt, því að minkarækt er mjög
áhættusöm grein. Framleiðsla getur hæglega mis-
tekizt og verð getur hrunið með stuttum fyrirvara.
En hagnaðurinn er líka mikill, ef vel gengur.
Það er góður vottur um framtak þjóðarinnar, að
svona margir aðilar skuli vilja hætta sér út í þessa
nýju grein. Vonandi tekst þeim öllum að feta rétt í
undirbúningi og rekstri, svo að bæði þeir og þjóðin
í heild megi hafa hag af því.
Enginn
skyldi
vanmeta
O’Brien
Veðmál hans er, að demókratar eigi leikinn
Demókrataflokkurinn í Banda-
ríkjunum er í miktlli lægð um
þessar mundir. Kemur þar margt
til, vinsældir Nixons forseta,
skortur demókrata á forsetaefni
og himinháar skuldir flokksins.
Demókratar vona nú, að þetta
I sé að snúast við og binda eink-
um miklar vonir við starf
O’Brien, sem fyrir nokkru var
valinn framkvæmdastjórl flokks-
ins.
Hinn þekkti fréttaskýrandi
James Reston ritar um þetta
grein f Herald Tribune. Hann
vill ekki gera mikið úr þeirri út-
breiddu skoðun, að O’Brien hafi
fómað sér fyrir flokkinn með
því að láta undan einróma beiðni
flokksleiðtoganna um að taka að
sér framkvæmdastjórastarfið.
Hann segir, að bað sé mjög
grunsamlegt, að O’Brien skyldi
verða einróma fyrir valinu.
Hann segir demókrata aldrei
hafa verið sammála um neitt,
nema að betra sé að hafa forset-
ann en hafa hann ekki. Og marg-
ir demókratar frá Suðurrfkjun
um séu raunar í vafa um það
Ifka.
( Enginn engill
í Ennfremur megi alls ekki
J lfta á Larry O’Brien sem neinn
i j engil, sem kunni bezt við sig í
i töpuðum bardaga. Hann hafi
l verið helzti ráðgjafi og skipu-
) leggjandi byltingar Kennedys
( heitins forseta í flokknum árið
) 1960 og þess vegna ekki of vel
l séður af mörgum gömlum leið-
1 togum. Reston kallar O’Brien
\ „rauðhærðan fjárhættuspilara,
/ sem þekkir góð veðmál, þegar
Íhann kemur auga á þau.“
I Reston skýrir þessa staðhæf-
ingu sína nánar. Hann segir
. O’Brien þekkja vel hinar póli-
) tisku staðreyndir líðandi stund-
( ar. Nixon er hátt skrifaður með
) þjóðinni. 58% hennar styöja
( Nixon. Repúblikanaflokkurinn er
I í sjöunda himni, bjartsýnn og
\ með nóga peninga. Demókratar
I séu hins vegar margklofnir og
\ skuldum hlaðnir.
I
( Vandinn versnar
ÍHins vegar hafa demókratar
hina sagnfræðilegu þróun með
sér. Stríðið í Víetnam heldur á-
fram af fullum krafti. Og það
er smám saman að færast inn f
Laos líka og jafnvel Cambodíu.
I Laos er þáttur Bandarfkjanna
orðinn alvarlega mikill.
Á sama tíma heldur verðbólg-
an áfram. Þess vegna verður
Nixon að haida sköttum háum
og sömulelðis atvinnuleysl.
Þetta kemur til með að skaða
hann í næstu kosningum. Þetta
veit O’Brien ög hann veit líka,
hvemig kosningar fara á miðju
kjörtímabili forseta.
Aðeins einu sinni frá dögum
þrælastríðsins hefur flokkur for-
seta unniö þingsæti í kosningum
á milli forsetakosninga. Franklin
Delano Roosevelt tókst það árið
1934, en þá voru aðstæður að
öílu leyti mjög sérstakar.
Eisenhower forseti var vin-
sælli eftir eitt ár f embætti en
Nixon er núna eftir sitt fyrsta
ár. Samt tapaði flokkur Eisen-
howers 47 þingsætum í næstu
kosningum á eftir.
Von í Wallace
Vera kann að vísu, aö Nixon
og Agnew hafi nú tekizt að
mynda þvílíkt bandalag vestur-
og suðurríkjanna, að þessar
gömlu kenningar gildi ekki leng-
ur. Þeir eru líka að draga úr
kostnaði Bandaríkjanna erlendis
og að draga úr margvíslegri
eyðslusemi sem hefur einkennt
stjómir demókrata, einkum á
sviðum velferðar og miðstjórnar
valds.
En George Wallace, ástmögur
suðurríkjamanna, heggur inn í
sama fylgi og repúblikanar á
þessum sviðum. Og þótt demó-
kratar Iítj á hann sem liðhlaupa,
kann hann að vera bjargvættur
þeirra, þegar til kaatanna kem-
ur, með því að draga fylgi frá
repúblikönum.
O’Brien veif, að baráttuaðferð-
ir Nixons ganga vel núna, en
hann virðist hafa það á tilfinn-
ingunni, að svo gangi ekki lengi.
Stefna Nixons leiði til þess, að
Bandaríkjamenn skiptist æ
meira i andstæðar fylkingar.
Hún veldur verkalýðsfélögunum
gremju, sömuleiðis hinum fá-
tæku hinum ungu háskóla-
mönnum og einkum þó og sér i
lagi svertingiunum. Þessi gremja.
Víetnamstríðið og verðbólgan er
veðmálið, sem O’Brien spilaði
um þegar hann gerðist fram-
O’Brien veit sínu viti
Nixon vanmetur O’Brien
vafalaust ekki
Kennedy átti margt O’Brien
að þakka
kvæmdastjóri flokksins, segir !
Reston. )
Reston bendir á, að O’Brien )
sé útfarinn stjórnmálamaður, ‘
sem þekki hve skjótt veður geta 1
skipazt í lofti í bandarískum )
stjórnmálum. Alténd sé rangt að \
líta á hann sem eitthvert fóm- I
arlamb tapaðrar baráttu. f
írskur en hagsýnn !
Hann er að hluta frskur og .
rómantfskur og að hluta hag- /
sýnn og jafnvel bersýnn og 1
háðskur, Hann veit að flestir j
veðja nú á repúblikana en hann
veit líka. að beztu veðmálin ger- .
ast, þegar maður er viss um sig- •
ur þess, sem virðist vera minni-
máttar veðjar á hann og vinnur
veðmáliö. Hann heldur, að thn-
inn og sagan séu honum sjálfum
f vil. Það er hans veðmál.