Vísir


Vísir - 12.03.1970, Qupperneq 9

Vísir - 12.03.1970, Qupperneq 9
V1SIR . Flmmtudagur 12. marz 1970. „Fjölgun hjúkrunar- kvenna komin af stað“ Talað við skólastjóra Hjúkrunarskólans, þrjár nýútskrifaðar hjúkrunarkonur og forstöðukonu Land- spitalans um hjúkrun- arkvennaskortinn Sjúkrahúsum bæði í borginni og eins á ýms- um stöðum úti á landi, bætist langþráð starfs- lið þar sem eru hinar 43 hjúkrunarkonur, sem út skrifuðust frá Hjúkrun- arskólanum á laugardag in var. Þetta er stærsti hópurinn, sem hefur út- skrifazt frá skólanum og munar um hann á því starfssviði, sem hálf- gert neyðarástand hefur ríkt á stundum vegna skorts á hjúkrunarkon- um. Ný sjúkrahús og nýjar deild- ir við hin eldri hafa krafizt hjúkrunarkvenna, en á undan- förnum árum hefur alls ekki verið hægt aö anna eftirspum- inni Hefur ástandið stundum verið þannig, aö frestaö hefur verið að opna sjúkradeildir vegna hjúkrunarkvennaskorts- ins. Það hefur verið talað um af- föll innan stéttarinnar og gift- ingar hjúkrunarkvenna, og sum sjúkrahúsin hafa sett upp barna- heirrtili og eitt haft endurhæfing- arnámskeið til þess að fá giftar hjúkrunarkonur aftur til starfa. Þessar tilraunir virðast ætla að gefa góða raun. ^ Tjorbjörg Jónsdóttir skólastjóri Hjúkrunarskólans segist reikna með því að fá aðrar 43 hjúkrunarkonur út úr skólanum á þessu ári. — Það hefur alltaf staðið á húsnæðinu, við fengum kennslu- stofur árið 1967 og tókum þá strax inn stóran hóp. í framtíð- inn; munum við að jafnaði út- skrifa helmingi fleiri en áður, rúmlega 40 tvisvar sinnum á ári. Fjölgun hjúkrunarkvenna er því komin af stað. Það er miki! að- sókn að skólanum, og allflestar ljúka námi, nokkrar falla og ör- fáar aðrar hætta námj af öðrum ástæðum. Núna eru 230 nemend- ur í skólanum. Þá segir Þorbjörg að viðhorf spítalanna til giftra hjúkrunar- „Það kallar á mann einhvern veginn þetta starfsegja þrjár nýútskrifaðar hjúkrunar- konur, þær Laufey Steingrímsdóttir (iengst til vinstri), Stefanía M. Jóhannsdóttir og Rann- veig Þorvarðardóttir. kvenna hafi breytzt og sé að breytast ti! hins betra. — Spít- alarnir hafa mikið komið til móts við þær með því að setja upp barnaheimili og eins með því að skipta vöktum á milli þeirra. Þær skiptast á með það t.d. að vinna þrjá daga í viku hver. Þegar fólki er hjálpað við að ráða fram úr erfið- leikunum þá kemur þaö til starfa. Þorbjörg segir, að hjúkrunar- stéttin hafi verið mjög ánægð með þá nýbreytni að endurhæf- ingarnámskeiði skuli hafa veriö hrundið af stað og að hún von- ist til þess að þeirri starfsemi veröi haldið áfram. Þá segir hún það kannski vera of mikla bjart- sýni að halda að hjúkrunar- kvennaskorturinn muni leysast alveg með auknum fjölda, sem útskrifast úr skólanum, en hann bæti þó ástandið. Af nýju hjúkrunarkonunum eru 15 búnar að ráða sig út á land, 13 á Landspítalann, 6 á Borgarspítalann og 3 á Landa- kot. — Stærsti hluti hópsins er giftur eða trúlofaður og 10 eiga böm, segja þrjár hinna nýút- skrifuðu í „minnihlutanum", þær Rannveig Þorvarðardóttir, Stefanía M. Jóhannsdóttir og Laufey Steingrímsdóttir, sem allar eru búnar að ráða sig til starfa. Rannveig á Landspítal- ann, þar sem hún mun seinna á árinu hefja sérnám sem skurð- stofuhjúkrunarkona, Stefanía byrjar í nokkra mánuði á Land- spítalanum og fer síðan til Ak- ureýrar og Laufey fer til Kefla- víkur, Þær segja, að það sé ekki meiri eftirsókn í það að ráða sig í höfuðborginni heldur en út á land. — Ég er frá Reykjavík, segir Laufey og langar til aö breyta til. Það gefur manni betri reynslu aö fara út á smástaðina. Þær eru sammála um það að þær fá; að vinna sjálfstæöara úti á landi, en sjúkrahúsin í borginnj hafi hins vegar upp á meiri nýjungar að bjóða. Mesti hjúkrunarkvennaskorturinn útj á landj núna sé í Keflavík og á Akranesi. — í Keflavík hafi skapazt vandræðaástand, segir Laufey, við förum þangað þrjár. Þá segja þær, að á Akranesi vantar sjö hjúkrunarkonur og fari þangað tvær, Af sjúkrahúsum í borginni heföu flestar ráðið sig á Landspítalann. — Þetta virðist ganga í öld- um, segja þær, hollsysturnar, þær sem byrja saman í skólan- um, virðast geta haft áhrif hver á aðra t.d. fara sum hollin mikið út á land. Um hjúkrunarkvennaskortinn segja þær, að sumar hverfi úr starfi um tíma meöan þær eigi börn sín. — Svo er það líka þessi vakta- vinna, giftar konur vilja hana ekki, það er erfitt aö halda heimili og sinna börnum með henni. Þær halda að endurhæfingar- námskeiöin eigi framtíð fyrir sér. Við höfum heyrt svo marga segja, ,,ég hreinlega treystj mér ,ekki til þess að byrja aftur eftir öll þessi ár“. Launakjörin hafi hins vegar ekki mikil áhrif. — Það kallar á mann ein- hvern veginn þetta starf. Maður öðlast meiri þroska við aö vinna það, maður finnur breytingu á sér, það gefur svo mikla lífsfyll- ingu. Hólmfríður Stefánsdóttir, for- stöðukona Landspítalans segir, að ástandið hafi ekki verið svo slæmt á Landspítalanum hvað varði hjúkrunarkvennaskort. — En þaö er mjög gott að fá svona góðan hóp í einu. Samt leysir hann ekki alveg vandann og mig vantar ennþá hjúkrunar- konur. Á Landspítalanum er . dag- heimili fyrir 30 börn, sem er fullsetið. Hólmfríður segir, að fleiri hjúkrunarkonnr hafi hætt störfum áöur fyrr en ennþá séu afföll. Vaktavinna sé mikil á spftalanum, enda fari hjúkrunin fram 24 tíma sólarhringsins og þar geti aldrei verið hjúkrunar- kvennalaust. — sb — mrnm □ Þeir borgi sjálfir „Reykvíkingur" hafði eftirfar- andi fram aö færa: „Mér er kunnugt um, að það er ríkið, sem kostar kjaftaþing það, sem kallað er Búnaðarþing. Það kemur saman vikum saman um þetta leytj vetrar og kostar a.m.k. milljón í hvert sinn. Þangað koma þessir skarfar ut- an af landi til þess að finna nýj- ar leiðir til að hafa fé af þéttbýl- isbúum og til þess að hvíla sig frá búskap og öðru amstri. Þingstörf fara fram í mestu ró- legheitum, enda borgar ríkið brúsann. Þetta er ákaflega dýrt fyrirbrigði í ríkiskerfinu. Auð- vitað eiga bændumir að borga þetta sjálfir, ef þeir vilja vera á snakki suöur í Reykjavik. Svipað mætti segja um Fiski- þing, þótt þar keyri kostnaður- inn ekki eins úr hófj og á Bún- aöarþingi." □ Vísir að dýragarði „Bja bama móðir“ hringdi og sagði: „Viljiö þið á Vísi vera svo vænir að skila þakklæti til að- standenda sædýrasafnsins i Hafnarfirði fyrir stórvirki þeirra þarna suður í hrauni. Það er ó- skapiega mikið ævintýri fyrir blessuð bömin að koma þarna til að skoða fiskana og dýrin. Þetta er ekki lengur bara sæ- dýrasafn, því að þarna eru dýr og fuglar lika. Þessi eini visir að dýragarði á Islandi hefur áreið- anlega tekizt mjög vel og á eftir að stækka mikið, ef aöstandend- umir em studdir af öllum meö ráðum og dáð. Ríkið og sveitar- félögin á svæðinu eiga að leggja mikla peninga til starfsins, svo að það geti þrifizt vel.“ □ Vandið olíuhöfnina „Mengunaróvinur“ skrifar: „Ákveöið mun vera að reisa olíuhöfn á Geldinganesi, sem skagar út frá Gufunesi bak við Viðey, og munu olíufélögin flytja starfsemi sína þangað. I þessari nýbyggingu er sérstak- lega mikilvægt, að svo sé gengið frá öllu, að ekki ieki olía út í sjó, þótt leki komi að olíugeymum eða leiðslum. Við höfum verið einstaklega heppin, að ekkert skuli hafa komið fyrir i gömlu. ófullkomnu olíustöðvunum, en nú eiga menn að nota tækifærið og taka enga „sénsa“. Ég má ekki til þess hugsa, aö olía leki út um öll Sund og eyði fuglalifi. Það er hægt að fyrirbyggja það með því að hanna mannvirki á þann hátt. að engin olía geti lekið út í sjó.“ HRINGIÐ I SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.