Vísir - 17.04.1970, Blaðsíða 6
6
Gæði í gólfteppi
Varía húsgögn.
GÓLFTEPPAGERÐIN HF.
Suðurlandsbraut 32 . Sími 84570.
ROCKWOOi: (steinull)
Nýkomin Rockwool í 40 - 50 - 70 mm. þykktum
EFTA-verðlækkun 35%
Hannes Þorsteinsson
HEIIDVERZLUN — SÍMI 24455 ' 11
m
veuum íslenzkt(H)islenzkan iðnað
jii _ Þakventlar ||
Kjöljám
m
m
J.B.PÉTURSS0N SF.
ÆGISGÖTU 4*7® 13125,.13126
V í S IR . Föstudagur 17. apríl 1970.
Vísindamaður með ræktaða smáþörunga í tilraunageymum.
„SJÁVARBÚSKAPUR“
Á TILRAUNASTIGI
Visindamenn viða um heim vinna oð
undirstöðutilraunum á þvi sviði
Tjótt tímarnir breytist stöðugt,
" tekur afstaða mannsins til
hafsins tiltölulega litlum breyt-
•ngum. Maðurinn óttast enn
mátt þess og hamfarir og sífelld-
Ian breytileik, og enn seiðir það
hann með dularmætti á vit hins
ókunna. Til þess þarf viökom-
andi ekki að vera farmennskan
í blóð borin — hann getur eins
verið vísindamaður eða verk-
fræðingur.
Vísindamennirnir hafa unnið
merkileg afrek á sviði hafkönn-
unar síðustu áratugirs. Þeir
hafa aflað nýrra upplýsinga um
eðli og háttu hafstrauma, mælt
og gert uppdrætti af hinu merki
lega Iandslagi undirdjúpanna,
rannsóknir þeirra og niðurstöð-
ur hafa leitt til aukins skilnings
á nánum tengslum hafsins og
neðri laga gufuhvolfsins, og á
enn öðrum niðurstöðum þeirra
hafa nú verið byggðar víötækar
áætlanir um hagnýtingu auð-
Iinda þess. Og nokkrir vísinda-
menn eru í þann veginn að
leggja grundvöllinn að nýrri og
athyg’isverðri sérgrein með að-
stoð tæknifræðinga verkfræð-
inga — ræktun í hafi og land-
námi á sjávarbotni.
Hingað til hafa það nær ein
göngu verið vísindareyfarahöf-
undar — með Jules gamla
Verne í broddi fylkingar, þar
eins og annars staðar — sem
fengizt hafa við „búskap“ á
hafsbotni. Nú er sá búskapur
hins vegar oröinn viðfangsefni
vísindamanna op tæknifræðinga
og þó enn sé þar að vísu einung
is um áætlunarbúskap að ræða,
er ötlum rannsóknum og at-
h'ugunum í þvi sambandi þegar
svo langt á veg komið, að full-
yrða má að þess veröi ekki
langt að bíöa, að hafizt verði
handa um „tilraunabúskap" á
hafsbotni í fullri alvöru. Að
vissu leyti er sá búskapur þeg-
ar hafinn með síaukinni nýtingu
þangs, þara og annarra sjávar-
jurta til alls konar efnaiðnaðar,
meðal annars bæði í sambandi
við lyfja- og matvælafram-
leiöslu. Þegar þetta er ritað,
eru tæknifræöingar og vélfræö-
ingar til dæmis að vinna að
hönnun á betri og stórvirkari
tækjum til þang- og þaraskurð-
ar fyrir stórfyrirtæki nokkur í
Bandaríkjunum. Samtímis því
standa yfir tilraunir með nýjar
aðferðir í sambandi við ræktun
á ostrum og öörum skelfiski
fyrir matvælaiðnaðinn. Kemur
þar meðal annars til greina að
rækta skelfiskinn í stórum þróm
eöa geymum, sem sjó er stöðugt
dælt í gegnum, og hafa þær til-
raunir þegar sýnt þann árangur,
að vísindamennirnir telja að inn
an skamms verði ekkert því til
fyrirstöðu að rækta þannig ekki
einungis skelfisk i miklu magni,
heldur og bæði rækjur og hum-
ar.
Þá vinna vísindamenn og
tæknifræöingar nú í sameiningu
að gerð heppilegra girðinga,
sem afmarki stór fiskiræktar-
svæði í flóum og víkum. Hafa
verið gerðar tilraunir bæði með
nælonnet og smáriöin stálnet í
því sambandi, og í rauninni er
girðingin ekki mesta vandamál-
ið í sjálfu sér, heldur hvemig
hún verði fest við botninn og
þannig frá henni gengið að hún
standist strauma og sjávargang.
Álíta sérfræðingar um fiskirækt,
að þegar þaö vandamál sé leyst,
þannig að loka megi stórum vík
um og flóum, blasi við stór-
kostlegir möguleikar varðandi
ræktun á vissum fiskitegundum
og eldi þeirra, svo stórkostlegir,
að ekkj, sé unnt að gera sér fylli
lega grein fyrir þeim að svo-
komnu.
Frá aldaöðli hefur maðurinn
sótt sér viðurværi úr hafinu.
Þar fyrirfinnast að minnsta
kosti 25,000 tegundir af mat-
fiski. Enn sem komið er sækir
maðurinn þó ekki nema um 1%
daglegrar fæðu sinnar í hafið,
sem þekur 71% af yfirborði
jaröar og það eins, þótt ótrú-
lega miklu sé þar í rauninni af
að taka. Vísindamenn þeir, sem
þegar er á minnzt, telja að það
eigi að vera meginstefna manns
ins í sambandi við fæöuöflun í
framtíðinni, að hefja sem víð-
tækastan sjávarbúskap, ef þann
ig má að orði komast. Merkur
bandariskur haffræðingur, dr.
Allyn Vine við hafrannsókna-
stofnunina í Massachusetts,
kemst þannig að orðinu, að mað
ur standi enn á stigi veiði-
mennskunnar hvað snertir fæðu
öflun úr hafi. „Að veiðitækjun-
um einum undanskildum, stönd-
um við þar enn á stigi frum-
mannsins", segir hann.
Jafnvel þótt fiskinum sé
sleppt, er hafið fullt af fæðu.
Svifið og átan, sem fæðir þar
bæöi fisk og hvali, getur ekki
síður veitt manninum fæðu, ef
rétt er að farið. Bláhvalurinn
sem verður yfir 30 m á lengd,
lifir nær eingöngu á svifi og
öðrum smádýrum, og verður
ekki annað sagt en að hann
dafni vel. Úr þessari fæðu hans
mætti vinna gífurlegt magn af
eggjahvítuefni og annarri nær-
ingu með vísindalegum aðferö-
um, segir dr. Vine, og með til-
liti til þess að meirihluti mann-
kynsins þjáist af næringarskorti
og að þeim sem hungra fer stöð
ugt fjölgandi, hlýtur það J5
veröa eitt af meginverkefnum
vísindanna á næstunni að auka
og efla fæðuöflun úr hafinu
með nýjum aðferðum byggðum
á rannsóknum og tilraunum sér
þjálfaðra og sérlærðra tækni-
fræðinga ög vísindamanna.
t