Vísir - 17.04.1970, Qupperneq 16
Ný forn-
mannatízka
í Þjóðleik-
húsinu
Nýja fornmarmatízkan í leik-
riti Þjóðleikhússins „Merði Val-
garðssyni“ á eflaust eftir að
vekja athygli.
„Ég hef stuðzt við nýjustu
heimildir, er fram hafa komið
hjá fornleifafræðingum og öðr-
um fræðimönnum, og bókina
„Víkingana". í bókinni koma
fram stílhreinar og einfaldar
fvr5rmyndir,“ segir Gunnar
Bjarnason, leikmynda- og bún-
ingateiknari í Merði Valgarðs-
syni.
„Helztu breytingar, sem eru
frá því er almenningur hefur yf-
irleitt gert sér í hugarlund um
búnað víkinga, eru þær, að bún-
ingurinn er a'l'lur mun einifaldari.
Skikkjur styttri og ófóðráðar.
Kræktar saman á öxl í stað beint
að framan. Og hjálmurinn er
laus við homin. Megintilgangur-
inn hjá mér var að ná fram góð- i
um og þægi'legum ieikbúningi t
og stólhreinni heildarmynd. Ég
legg einnig áherzlu á að ná fram ■
listadýrðinni, sem sagt er að hafi
einkennt búninga fommanna ár-
ið 1000,“ segir Gunnar ennfrem-
ur. -MV-
Va/in vegna þess að
notaði ekki andUtsfarða
Fulltrúi „ungu kynslóðarinnar 1970" valinn i nótt
„Ég trúi þessu ekki,“ sagði
nýkjörinn „Fulltrúi ungu kyn
slóðarinnar“, Guðbjörg Á.
Haraldsdóttir, um leið og hún
flóði öll í tárum. Stallsystur
hennar í keppninni hefðu
vart orðið kátari yfir úr-
skurði dómnefndar, þótt þær
hefðu sjálfar hlotið titilinn.
Kysstu þær hina lukkulegu
svo hressilega, að stóreflis
magnari, er stóð að baki Guð-
björgu á sviðinu, féll hrein-
lega um koll og nærri lá, að
stúlkurnar féllu með honum.
Krýningin fór fram klukkan
2,30 ' eftir miðnætti, Kristín
Waage, fulltrúi ungu kynslóð-
arinnar 1967 sá um það atriði,
þar eða fyrirrennari Guðbjargar
var stödd erlendis. í dómnefnd
áttu sæti: Gísli Sigurðsson rit-
stjóri, Örn Guðmundsson dans-
kennari,- Ómar Valdimarsson
blaðamaður, Magnús Gunnars-
son kennari og Bryndís Schram
leikkona og sjónvarpsþula. —
Gerði Bryndís grein fvrir störf-
um dómnefndar á þenn veg, að
kvöldinu áður hefðu stúlkurnar§
verið sóttar heim. „Og við spurö
um þær spjörunum úr,“ sagði
Bryndfs. „Um. skólakerfið, unga
fólkið, þjóðféiagið og stráka. Ali
ar voru stúlkurnar ánægðar með
lífið og tilveruna og þær voru
lfka sammála um annað: „Aö
strákar væru ókurteisir og sein-
þroska og reikningur værj mjög
leiöinlegur."
Bryndís sagði ennfremur: „Það
sem viö í dómnefndinni áttum
aö gera var aö velja þá stúlku,
er hefði persónuleika og hæfi-
leika, sem geröi hana að verð-
ugri fyrirmynd ungs fólks. Ég
persónuleg'a valdi Guðbjörgu, þó
mest vegna þess, að hún er full-
komlega eðlileg og notar til
dæmis engan andlitsfaröa. Ég
er á móti því, aö það sem er
ungt og fallegt, sé skemmt með
gerviefnum."
Húsfyllir. 700 manns, var' á
skemmtuninni, sem hófst klukk-
an 11,30 og lauk henni laust fyr-
ir klukkan 3,00. Svavar Gests
var kynnir og hafði nægar skrýtl
ur á takteinum. Auk kosningu
„Fulltrúa ungu kynslóðarinnar"
voru á dagskránni 5 hljómsveit-
ir, tízkusýning á vegum Karna-
bæjar og Faco, einnig skemmtu
Ómar Ragnarsson og Ríó tríó.
Öllum ágóða af þessari
skemmtun verður varið til
fræðslu á njeðal ungs fólks um
skaðsemi fíxnilyfja.
Guðbjörg Á. Haraldsdóttir,
„Fulltrúi ungu kynslóðarinnar",
fær auk titilsins 20.000,00 í pen-
ingaverðlaun. Hún er sextán ára
gömul nemandi , 3. X í Lauga-
lækjarskóla. Skemmtilegasta
námsgreinin hennar er landa-
fræði. Hún hefur ráðgert í fram-
tíðinni, að fara í Handíöa- og
mvndlistarskólann, til að læra
undirstöðu í teikningu. Ef það
gengur vel hyggst hún leggja
fyrir sig gullsmfði. Aðaláhuga-
mál hennar í frístundum er að
safna gömlum húsmunum. „Ég
ætla að hafa allt í antik, þegar
ég fer að búa,“ segir hún. —MV
Stúlkurnar, sex, er þátt tóku í keppninni, taliö frá vinstri: Margrét Hallgrímsdóttir, Kristjana Ól-
afsdóttir, „Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1970“ G uðbjörg Á. Haraldsdóttir, Þóra Berg, Elín Gests-
dóttir og Ásgerður Flosadóttir.
Um 2500 manns rtarfa nú í
sveitum Slysavarnaféiagsins
Q Fimmtánda landsþing Slysá-
varnafélags íslands var sett í
Slysavarnafélagshúsinu á Granda-
garði í gær. í skýrslu forseta fé-
lagsins, Gunnars Friðrikssonar,
kom meðal annars fram, að einn
merkasti áfanginn i starfi lélags-
ins sfðustu tvö árin er starfræksla
tilkynningaskyldunnar og fullyrti
forseti félagsins aö hún væri einn
stærsti áfanginn á leiðinni til auk-
ins öryggis sjófarenda við ísland.
Tiikynningaskyldan hefur ekki
einungis yfirlit vfir ferðir skipa
heldur stuðlar einnig að stórbættri
fjarskiptaþjónustu hér við land. —
Nú munu 675 skip taka þátt f til-
kynningaskyldunni. Kostnaðurinn
viö hana nemur 886 þúsund, en þar
af greiðir ríkið 235 þúsund.
Sjötíu og tvær sveitir starfa nú
innan Slysavarnafélagsins og eru í
þeim um 2500 manns. Vegna þeirr-
ar miklu áhættu, sem að jafnaði
er samfara starfi björgunarsveit-
anna hefur SVFÍ nú keypt trygg-
ingu á allar björgunarsveitir félags-
4ns og eru nú allir tryggðir, sem
starfa á vegum félagsins, hvar sem
er á landinu. Það kom fram í ræðu
forseta félagsins varðandi björgun-
arsveitirnar, að á síðustu 4 árum
hafi eitt hundrað manns verið
bjargað úr sjávarháska með flug-
línutækjum björgunarsveitanna.
Skýli félagsins og björgunarstöðv
arhús eru nú 62, auk þess sem
ýmsar deildir félagsins hafa komið
sér upp tækjageymslu. Björgunar-
tæki félagsins eru nú á 155 stoðom,
á landinu.
Félagið hefur að undanförnu hald
ið kennaranámskeiö í skyndihjálp
og gefiö út bæklinga til notkunar
viö kennslu í þessum efnum. Einn-
ig^ hefur verið gefin út bæklingur
um akstur dráttarvéla.
í vor heldur félagið ráðstefnu
með fulltrúum umferðaröryggis-
nefndanna í maí eöa júní í vor.
Þingið mun fjalla um ýmsa þætti
slysavarna, sem hvað mest ríður
á um þessar mundir.Má þar til dæm
is nefna dráttarvélaslysin, sem Sig-
urður Ágústsson mun fjalla um,
öryggi smábáta, en um þau mun
Þórður Jónsson, Látrum fjalla, til-
kynningaskylduna (Þorvaldur Ingi-
bergsson),. ölvun við akstur o.fl.
—JH—
Barnaslysum í
i fjölgar
• Með aðeins tuttugu mínútna
millibili urðu tvær litlar telpur
fyrir bifreið í umferðinni á sitt
hvorum staðnum f borginni í gær-
kvöldi. Önnur, 4 ára, hljóp fyrir
bíl á Snorrabraut um kl. 21, en
hin, 9 ára, hljóp fyrir bfl á Nesvegi.
Hvorug meiddist alvarlega.
Nú fer í hönd sá tími, sem.böm
leika sér meira og meira úti við.
Batnandi veður ræður því og eins
gefst þeim meiri tfmi til leikja,
þegar kennslu lýkur í skólum. Því
miður leika mörg Reykjavíku-rbam
anna sér á götunni og við hana.
Foreldrum gengur erfðlega að
halda börnum sínum frá umferð-
in*y og sumir láfca sig það lfka
l itlu skipfca.
um komið, hvort slys hljótast af
þessum götuleikjum barnanna, eða
ekki. Flest slys ' börnum í urh-
ferðinni verða með þeim hætti, aö
barn skýzt framundan kyrrstæðum
bíl og út á götuna í veg fyrir bif-
reið, sem kemur aðvífandi, og lend
ir fyrir henni, þar eð ökumaður
er lítt við þessu búinn og nær
ekki að stöðva bílinn í tæka tíð.'
Það verður því aldrei of oft
brýnt fyrir ökumönnum að hafa
fulla gát á akstrinum, þegar þeii'
aka um ibúðargötur, þar sem þeir
sjá að standa mannlausar og yfir
gefnar bifreiðir. Það er aldrei að
vita, nema skyndilega skjótist fram
undan einhverri þeirra lítið barn.
GP.
/