Vísir - 17.04.1970, Side 7

Vísir - 17.04.1970, Side 7
VISIR . Eöstudagur 17. apríl 1970. cTMenningarmál Ljóð Litlu skólaljóöin Jóhannes úr Kötlum tók saman. Ríkisútgát'a námsbóka, 112 bls. Finnur Torfi Hjörieifsson, Hörður Bergmann: Ljóöalestur Kennslubók handa fram- haldsskólum. Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík. 122 bls. JJtlu skólaljóöin, sem Jöhann- u es úr Kötlum hefur tekið saman og út komu í haust, er hvað sem skóianotum bókarinn- ar líöur fjarska skemmtilegt ljóðasafn, rakið dæmi þess hvernig skáldskapur getur kom ið nýr fyrir sjónir, lesendum sín um á óvart í nýju samhengi. Meðal annars er hún lærdómsrík um það hve andvaralaust okkur hættir til að meta og flokka skáldskap eftir ,,tegundum“ hans og skipa þeim niður í alveg aögreinda bása. Slík meir pg minna „tilbúin" landamæri rýf- ur Jóhannes úr Kötlum hispurs- laust í skólaljóðum sinum sem mér sýnist að skiptist nokkurn veginn til helminga á milli nafn kenndra skálda og nafnlausra, • þar er nútímaverkum bæði form byltingar- og atómskálda og hefðbundinna ljóðrænna höf- unda, samfvlkt með fornum og nýjum alþýðukveðskap, stökum og lausavísum, þjóðkvæðastefj- um, þulum og barnagælum. — Pessi aðferð gefst bókinni furðu- ' lega vel og stafar af henni mik! um þokka á báða bóga. Ekki einasta órímuð smáljóð ýmissa yngstu höfunda í bókinni sem virðast aldeilis ekki mikil af sjálfum sér, Jóns frá Pálmhoiti, Dags Siguröarsonar, Nínu Bjark- ar Árnadóttur, til dæmis, held- ur einnig alvörugefinn og hefð- bundinn ljóðrænn texti, höf- unda eins og t.d. Heiðreks og Þórodds Guömundssona, nýtur þess einkennilega vel aö standa samsíöa undirhyggjulausum leik alþýðukveðskaparins að málinu, orðunum. En einnig alkunnar stökur og kviölingar, þulur og stef njóta að sínu leyti vel félags skaparins við alvarlega stílaðan ijóðrænan skáldskap síðari tíma fá nýtt og breytt verógildi þvi sem maður átti aö venjast ef svo má taka til orða. Auðvitaö er i bókinni kjölfesta kveðskapar, nafngreindra höfunda ailt frá Agli Skallagrímssyni til Snorra Hjartarsonar og ónafngreindra alia götu frá höfundi Völuspár, viðtekinnar mikilsháttar ljóðlist. ar. Þótt Jóhannes úr Kötlum foröast allan „bókmenntalegan ‘ regling helgast kvæðaval hans auðvitað af bókmenntalegumati, næmu skyni a verðl., fjölbreytta ljóðræna möguleika margs kon- ar kveöskapar og kveðandi, svig rúm ijóöræns tungutaks og til- finninga. Með aiiri fjölbreytni forms og efnis í þessari bók vek ur raunar eitt atriði nokkra undrun: að þar skuli ekki rúm- ast einn einasti dægurtexti frá seinni árum og áratugum, en daglega er mikill forði slíks kveö skapar I notkun og bætist stöð- ugt við hann nýtt efni i stað þess sem- deyr út. Er virkilega «ngum ljóðrænum veröieikum til að dreifa I allri þessari kveð- skapariðju sem í daglegu lífi okkar tima kann að hafa eitt- hvað af sama notagildi og nafn 1 Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: skólum lausir dansar og aiþýöustef á fyrri dögum? jgn þetta er sem sé höfuð- kostur þessarar ánægjulegu bókar: aö hún gerir engan grein armun kveðskapar eftir hvers- dags- og sparinotum hans — og það gerir strangt tekið enginn heldur sem á annað borð þekkir og notfærir sér kveðskap. Allur eða mestallur texti bókarinnar er máifarslega mjög svo einfald ur, þó hann sé margbreyttur að . formi til, og hin ijóðræna ein- Íiffn fthMíf feldni sem svo víöa gætir í nú- tímaskáldskap, hefö- og óhefð- bundnum, horfir vel viö einfald leik alþýöukveðskaparins. Með þessum hætti ben’dir bókin tii innra samhengis tungunnar og bókmenntanna sem ekki liggur i augum uppi við daglegan ljóða lestur. Þar fvrir skyldi enginn ætla að ekki væri ótvíræöur skilsmunur hinna nafnlausu al- þýðuskálda og nútímaskáld- anna í bókinni, þó hún leggi ekki upp úr þeim mun heldur hinu sem sameiginlegt þykir, skáldlegu gildi hins fyrri nota- kveðskapar, einföldum Ijóðræn um þokka margra nútímaljóða. Vera má að munurinn komi gleggra í ljós viö notkun bókar- innar í skólunum, en hún mun vera ætluð ti! afnota í barnaskól um og margt af hinu eldra efni hennar er þrautreyndur barna- kveðskapur. Skyldu skölabörn meta nútíma-texta, og hverja þá til jafns við hinar gömlu barna gælur og þulur, eða ef til vill meira? Hvenær fá börn skyn og smekk á Ijóörænt gildi máls um fram frásögu- og sönggildi? Um þetta er þarflaust aö spá þeim sem ekki þekkir til kennslu. En mér virðist að Litlu skólaljóð- in bendi til eftirtektarverörar viðhorfsbreytingar bókmennta- kennslunnar í skólum. í venju- bundnum skólaljöðum var safn að saman forða kvæða, góöskáld anna og þjóðskáldanna, sem hverju barni var talið nauðsyn- legt lærdóms-veganesti að kunna skil á, allra helzt að kunna verúlegan hluta þeirra utanbókar. Þetta viðhorf er ó- breytt í síðustu skólaljóöum þó nokkru meira tillit virðist tekið en áður til tilætlaös smekks og áhugamála barna sjálfra í kvæða valinu. Og skólaljóðin voru leidd fyrir sjónir lesenda eftir sögu- legri og ævisögulegri aðferð, skipað niður eftir aldri og höf- undum, kvæðum hvers höfund- ar, fylgt úr hlaði í kennslu með svo og svo miklum sagnafróð- leik um höfundinn og hans tíð. ^ðferð Litlu skólaljóðanna, og þeirra Finns Torfa Hjörleifss og Harðar Bergmann i ann- arri nýlegri skólabók, er öil önn ur. Þar eru kvæðin ekki höfund- argreind nema i efnisyfirliti, á- herzla bókarinnar er á textun- um sjálfum hverju einu kvæði og samhengi þeirra, markmið bókarinnar er að kenna lesanda afnot ljóða, ekki einasta að leióa mikilsverðan texta fyrir sjónir lesandans og innræta hon um einstök kvæði. Til að koma að notum á slík bók, aðferð sem þessi auðsæilega mikið komið undir meðförum nemenda og kennara í skólunum. En aðferð Litlu skólaljóðanna felur í sér mikla breyting. Hafa ekki fleiri lesendur en ég þá reynslu úr sköla að utanbókar-lærdómur skólaljóðanna yrði einungis til að innræta manni varanlega and úð á tiltekum kvæðum og höf- undum, torvelda raunveruleg af not þeirra síðar meir? jþessi viðhorfsbreyting kemur enn ’gleggra fram i Ljóða- lestri sem er tilraun ti‘l að skrifa hreina og beina kennslu bók um afnot ljóða. Bókin hefst með ýtarlegum inngangi þar sem höfundar reyna að skýra í einföldu mjili, ríkulega studdu dæmum og tilvitnunum, nokkúr höfuðeinkenni, fomilegar að- ferðir og gildi ljóðlistar. Þá kemur kvæðasafn sem raúnar er meginhluti bókarinnar, hefst meö Hávamálum en er þó eink- um helgað seinni tíma og nú- tíma-skáldskap, og því fylgja all ýtarlegar skýringar, athugasemd ir og verkefni til afnota við kennsluna. Þeir Finnur Torfi og Hörður Bergmann láta þá varkárlegu athugasemd fylgja um kvæðavalið í bókina að henni sé ekki „ætlað að gefa yfirlit um kveðskap einstakra höfunda eöa vitna á einhvem hátt um mikilvægi þeirra I bók menntasögunni." Þetta er sjálf sagt rétt að gáð að því leyti ti'l að kvæðasafnið í bókinni er æði misjafnt að veröleikum kvæða og höfunda. En hvað sem smekk og dómum um einstaka texta Hður er safnið allt „við- tekinn" skáldskapur bókmennt ir að hefð og venju, fornri eða nýrri. Hlutföll kvæðasafnsins benda líka til þess að höfuðmið bókarinnar sé að kenna lesend- unum afnot hins yngsta og nýj asta kveðskapar, eyða ‘«r- tryggni og rordómum i bans garð. Að því marki stefnir al- mennur inngangur höfundanna, val hins eldri og elzta kveð- skapar i bókinni, að gera ljósa verðleika, skýra aðferðir nú- tímaljóða og ljóðskálda, leiða í ljós samhengi og sameiginleg innri rök ljóðagerðar nú og fyrr á tímum. Mér virðist það höfuðkostur við aðferðir þeirra að þeir spyrja raunvemlega fleirj spuminga en þeir svara, bæði í inngangi bókar og skýr- ingum, reyna eiftir megni að var ast oifskýringu en vísa skynsam legan veg að kvæðum í bókinni og þar með öðrum kveðskap. A taennar at’huganir höfunda á ljóðagerð og Tjóða- lestri f inngangsköflunum eru hreinlega orðaðar, þarflegar það sem þær ná og leggja ó- tvírætt n\7tsamlegan grundvöll að umræðum f kennslustund, afnotum kvæðanna. Eins og Litlu sköialjóðin að sínu leyti á Ljóðalestur vafalaust mikið komið undir skynsamlegri notk un við kennsluna — en leik- manni sýnist hún fái kennara í hendur duganl. tæki og efnivið til virkrar, raunhæfrar bókmennta kennslu. Hitt kann að sæta nökkurri furðu, miðað við stefnu og höfuðmið bókarinnar, að síðasti inngangskafii hennar, sá sem um nútímaljóð fjallar er einna notaminnstur aflestr- ar, eindregio „jákvætt- *to- horf hðfundanna víð ndtfma- skáldskap, viðleitni þeirra að „réttiæta" aðferðir skáldanna og skáldskapinn virðist torvelda þeim skýringu hans, raunveru- legra nývinninga form’byltingar innar. Vera má að þetta stafi að einhverju leyti af þvi að aðal- dæmj þeirra, Rinrþjóð eftir Jó- hannes úr Kötlum, er of skammt komið kvæði frá hefð- bundinni aðferð tii að duga til almennrar skýringar á viðhorf- um hins nýja skáldskapar, og raunar er i kvæðasafninu mrklu notadrýgri texti til þess, líka eft ir Jóhannes, Mater dolorosa. En bvað eiga þessif textar innst inni sameiginílegt með tilraun Steins Stejnars í Tíman- um og vatninu eða með hinni nýstárfegustu viðleitni atómskáldanna á sinni t»ð eða með aðferð Þorsteins frá Hamri þeim Ijóðstfl sem hann er að yrkja sér úr efaivið sögu og samtíðar? Þessar sp«m ingar lúta raunar aö frartrvindu og markmiöum aíirar fownbyít ingarinnar, ekki einasfa aoð- kennum hennar eins og hún gpr ist og gengur i mikilum þorra nútfma-skéldskapar. Og vel ntó það vera ofætlun að þeim verði svarað í bök sem þessari — þó sjálfsagt muni þau bera á göota við kennsluna. 9Mka og aðra umræðu Ijóðagerðar auðveTdar þessi bók tvínrælalaust: hún er að þvi leyti til nýr áfangi bók- menntakennslu i skó'lum. Óskilamunir í vörzlu rannsóknarlögreglunnar er nú margt óskilamuna, svo sem reiðhjól, fatnaður, lykia- veski, lyklakippur, veski, buddur, úr, gler- augu o.fl. Eru þeir, sem slíkum munum hafa týnt, vin- samlega beðnir að gefa sig fram í skrifstofu rannsóknarlögreglunnar, Borgartúni 7 i kjallara (gengið um undirganginn) næstu daga kl. 2—4 og 5—7 e.h. til aö taka við munnm sínum, sem þar kunna að vera. Þeir munir, sem ekki verða sóttir, verða seJd ir á uppboði. Rannsóknarlögregtan, BLOMABUÐIN ALFHEIMAR 6 SÍMI 33978 REYKJAVÍK Ný verzlun Hattar — hanzkar — peysur —■ slæður — sundbolir — sokkabux- ur — sokkar — skyrt- ur — töskur. Allt á mjög góðu verðí. Hatta- og töskubóöm Kkkjuhvoti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.