Vísir - 26.05.1970, Page 2
★
Það fór svo sem margan grun-
aöi, aö ameríska háö- og skop-
myndin, M.A.S.H. hreppti gull-
pálmann á kvikmyndahátíöinni í
Gannes, og var hún þar kjörin
bezta mynd ársins 1970.
Hér fyrir nokkru gerðum viö
grein fyrir áliti flestra kvik-
myndagagnrýnenda, sem spáöu
henni sigri. Stjómandi M.A.S.H.,
sem fjallar um læknabúöir að
baki vlglínu í Kóreustyrjöldinni,
er Robert Altman, en handrit
myndarinnar skrifaöi Ring Lardn
er, jr. Byggðist myndin að
mestu á leik Dona'lds Suther-
lands og Elliot Gould, sem fóru
með hlutverk herlækna, og Sally
Kellerman, sem fór með hlutverk
yfirhjúkrunarkonu.
Nokkrir þeirra, sem verðlaun hlutu á hátíðinni í Cannes. Frá vinstri talið: leikstjórinn Stuart Hagmann (Strawberry Statement),
leikkonan Candice Bergen, framl. Ingo Preminger, leikstj. Robert Altman og leikkonurnar Sally Kellerman og Jo Ann Pflug
(öll úr M.A.S.H.) og síðast brezki leikstjórinn John Boorman (Leo the last).
M.A.S.H. bar
být
um 1
sigur
Lannes
ur
Verðlaun sem bezti leikari árs
ins hlaut Marcello Mastroianni
fyrir túlkun sína á hinum ást-
hrifna múrara í ítölsku mynd-
inni, „A drama of jeglousy", og
bezta leikkonan var valin Otta-
via Piccoli fyrir leik sinn í ann-
arri ítalskri mynd „Metello", sem
fjallar um félagslegt umrót í Flor
ence 1890.
John Boorman var valinn
bezti leikstjórinn fyrir tillag sitt
í brezku myndinni ,,Leo the last“,
og ítalska myndin „Investigation
of citizen above suspicion" hlaut
sérstaka viðurkenningu dóm-
nefndarinnar.
Aðrar myndir, sem viðurkenn
ingu hlutu, voru ungverska mynd
in „The Falcons", bandaríska
myndin „The strawberry state-
ment", sem fjallar um stúderita-
óeirðir, og „Hoah-Binh“, sem er
hálfgerð fræðslumynd og fjallar
um víetnamskan dreng, sem miss
ir heimili sitt í stríðinu.
Rúmlega 400 kvikmyndir voru
sýndar þessar tvær vikur, sem
23. kvikmyndahátíðin I Cannes
stóð yfir. Þessi hátíö var í mörgu
ólík mörgum hinna fyrri. Færri
„uppákomur" uröu, þar sem ó-
þekktar leikkonur reyndu að
vekja á sér athygli með nektar-
göngu eða einhverju áþekku, en
hins vegar voru rekin mikil við
skipti á hátíöinni, þar sem menn
skiptust á pöntunum kvikmynda,
réðu nýja leikstjóra og leikara o.
s. fcv
Um 10.000 gestir sóttu hátiö-
ina, og þar á meðal voru um 800
blaðamenn og gagnrýnendur.
Þjófafélag hús-
mæðra afhjúpað
í Kaupmannahöfn
Til varnar
ryði i bílum
Amerísku bílaverksmiðjurnar
hafa nú tekið upp þá nýbreytni
að framleiða ýmsa bílhluta, eins
og ljósarammana og „grillið“ aö
framan úr trefjagleri til varnar
gegn ryöi og á sú framleiðsluað
ferð.vafalaust eftir að hljóta vin-
sældir meðal bíleigenda, sem
eiga sér varla skæðari óvin en
einmitt ryðiö.
Eins og myndirnar tvær aö of
an bera með sér, er þarna um
aö ræða „krómhlutana“, eins og
t.d. luktarammann aftan á
Mercury Montego á efri mynd
inni, og svipaö á Pontiac Tempest
á neöri myndinni.
Fróðir menn spá því, aö ekki
muni líða á löngu þar til evrópsk
ir bílaframleiðendur muni taka
upp þessa nýbreytni í framleiöslu
sinni.
Það vakti mikla athygli í Kaup
mannahöfn, þegar afhjúpað var
á dögunum heilt þjófafélag hús-
mæðra, sem í nokkra mánuði
hafði stolið klámbókum og tima
ritum frá forlagi einu þar í borg,
sem aðallega fæst við útgáfu
slíkra bókmennta.
Þýfið mun hafa numið að verö
mæti eitthvað á aðra milljón ís-
lenzkra króna, en svo vel hafði
konunum tekizt að leyna þess-
ari iðju sinni, aö engan grunaði
þær — ekki einu sinni eigin-
menn þeirra eða börn — fyrr en
lögreglan barði að dyrum hjá
þeim einn góðan veðurdag.
Tveir meðlimir þjófafélagsins
voru 44 ára gamlar húsmæður, en
sú þriðja var 62 ára, en allar
lutu þær yfirstjóm eins karl-
manns. Tókst manninum að flýja
til Svíþjóðar samdægurs og kon
urnar voru þandteknar, en lýst
hefur verið eftir honum og leitar
sænska Iögreglan hans dyrum og
dyngjum.
Það voru'yngri konurnar tvær,
sem þjófnaðina frömdu. Sú elzta
veitti þýfinu móttöku og annað-
ist dreifingu bókanna og tímarit
anna, sem munu hafa verið flutt
til Þýzkalands og Ítalíu og seld
þar.
Yngri konurnar báöar störf-
uðu í pökkunardeild útgáfufyrir
tækisins, og hafa starfað þar í
13 — 14 ár. Eins og í glæpareyf-
urum voru þær aftast á lista yfir
hina grunuöu, en þjófnaðurinn
varð uppvis, þegar farið var yfir
reikninga og bókhald fyrirtækis-
ins vegna rúmlega einnar millj-
ón króna skekkju, sem komið
hafði fram í bókhaldinu.
Önnur konan byrjaði að stela
fyrir rúmu ári. Stal hún af
vörubirgðum fyrirtækisins og bar
daglega heim með sér úr vinn-
unni nokkur hundruð eintök af
klámritum. Þýfið afhenti hún svo
fyrrv. eiganda klámbókabúðar,
62 ára gamalli konu, sem síðar
í yfirheyrslunum sagðist hafa tek
ið upp á þessu í leiðindum og að-
gerðaleysi, síðan hún seldi klám-
bókabúðina sína fyrir fimm ár-
um.
Hin yngri konan, sem starfaði
í bókaforlaginu og stal af lag-
ernum eins og sú fyrri, brast í
grát í yfirheyrslunum og sagð-
ist hafa leiözt út i þjófnaðina
vegna fjárhagserfiðleika, sem
hún hafði lent í. Er hún kona
fráskilin og haföi fyrir þrem böm
um að sjá.
Karlmaðurinn, sem þjófafélag-
inu stýrði, bjó með þessari 62
ára og seldu þau í sameiningu
þýzkum ferðamönnum klámritin
og nokkrum föstum viðskipta-
vinum í Noregi og Ítalíu. ;
Konurnar vom allar dæmdar
í sjö daga fangelsL