Vísir


Vísir - 16.06.1970, Qupperneq 9

Vísir - 16.06.1970, Qupperneq 9
VISIR . Þriðjudagur 16. júní 1970. 9 Á efri myndinni sést teikning af dragnót, þessu veiðarfæri, sem ávallt er deilt tun, en á neðri myndinni sést hvemig hún og dragnóta strengimir, sem fyrrum voru úr tógi, en era nú í flestum tilfellum úr vír, liggja í sjónum. Lengi, lengi hefur drag- nótin verið bitbein manna, þrætuefni, sem ævinlega hefur hleypt umræðuhitanum upp undir suðumark, og síð- ustu vikurnar hefur kraumað vel í dragnóta- pottinum við Faxafló- ann. „Á að leyfa, eða ekki leyfa dragnótaveiðar við Faxaflóa?“ Það er spurn ingin, sem skiptir útgerð armönnum, sjómönnum og öðrum þeim, sem að útvegi standa í tvo hópa eftir svörum þeirra. — Spurningin þyrfti svo sem ekki endilega að eiga við Faxaflóa ein- göngu, því að hún hefur reyndar alls staðar skot ið upp kollinum í ver- stöðvum, sem liggja nærri dragnótaveiði- svæðum, og alls staðar valdið sömu áköfu þræt- unni. ]Yíenn hafa aldrei verið á einu máli um það, hvort leyifa ætti dragnótaveiðar eða ekki á vissum svæðum innan land- helginnar. Paö hafa alltaf veriö til menn, sem fullyrða, að drag- nótin sé eitt allra versta rán- yrkjuveiðarfæri, sem upp hefur verið fundið og argasta dráps- tól, sem murkar niður ungviðið, ef því er dýft í vatn á uppeldis- stöðvum nytjafiska. En það hafa líka ailtaf verið til aðrir menn, sem hafa hreystilega varið drag- nótina og hrakið öll rök gegn henni. Þessir tveir hópar eru á’kaf- lega breytiiegir að stærð frá ári til árs. Þetta árið eru flestir með dragnótaveiði og næsta ár- ið flestir á móti henni, enda líka til í dæminu, að fulltrúar úr hvorum afstöðuhópj hlaupi yfir i hinn fiokkinn; Þannig var svo sem eitt sinn í héraði, sem átti stutt að einu veiðisvæðanna, er dragnótaveiðar hafa veriö leyfð- ar á. Eitt vorið, þegar leitað var álits manna þar á drag- nótaveiði, var yfirgnæfandi meirihlutj hennar andsnú- inn og hún var ekki ieyfð. Um sumarið veittu sjósóknarar eftir- tekt einum fiskibát, sem sótti á svæðið mikinn afla, og þoldu þá menn ekkj við, heldur skor- uðu fast á yfirvöld að leyfa drag nótaveiði. Næsta vor var svo aftur meirihlutinn á móti dag- nótaveiðinni. Álit flestra fiskifræöinga — þó ekki allra — hefur verið á þá lund, að dragnótin væri ekki skaðleg, ef möskvastærð væri hæfileg og nokkur ákveðin svæði undanskilin. Drag- nótin þrætu- epli sem fyrr Eðlilega eru yfirráðendur í nokkrum vanda staddir, þegar þeir eiga að taka ákvörðun um, hvort skuli verða — dragnótin leyfð eöa bönnuð þegar þeir, sem þekkinguna, reynsluna og hagsmunina hafa, skiptast þann- ig í tvo hópað misstóra frá ári til árs, og oft jafnstóra. Skoðanir þeirra, sem eru á móti dragnótinni, túlkast vel af sjónarmiðum, eins og þeim, sem komu fram, þegar blaðamað ur Vísis taiaði við formennina, Kristfinn Ólafsson og Jóhann Þórlindarson. „Það sést bezt, hvaða áhrif dragnótin hefur, þegar maður hugleiðir að Flóinn héma var fullur af fiski áður en snur- voðin var leyfð, og þá þurfti maður ekk; að róa lengra en út að Róðrabauju, 1 til 2 klukku- stundir, og þá var maður kom- inn í fisk,‘‘ sagðj Kristfinnur fonnaður og útgerðarmaður vél- hátsins Kristínar í Reykjavík. „En nú þýðir ekki að renna út krók, fyrr en maður er búinn að stfma 4 y2 til 5 tíma frá Reykjavík." „Það er aðallega haustfiski- ríið, sem við viljum vernda," sagði Jóhann Þórlindarson, for- maður á Hafborginni f Keflavík. „Þegar líður að hausti og dimma fer að nóttu, gengur ýsan héma inn í Garðsjó, inn Leirusjó og inn með Stakk, og það getur verið nóg að gera fyrir litlu bátana í september og fram til ára- móta. En dragnótin fælir mest allt burt og gerir svo mikið skurk í fiskinum, að þama er ekkj að fá nema einn og einn fiski, sem sleppur fram hjá henni." En umsækjendur um leyfi til dragnóta em á nokkuð öðru máli, eins og fram kom, þegar rætt var við Láms Sumarliða- son, skipstjóra og útgerðar- mann Tjaldsins f Keflavík. „Þetta er rakinn misskilning- ur hjá mönnunum, sem halda að fiskileysið héma í Bugtinni sé að kenna ofveiði dragnótarinn- ar. Þeir geta þakkað netunum það. Og um nányrkju á ungviði er hreint ekki að tala, því héma f Bugtinni er ekkert um ung- fisk. Þetta em göngur stærri fiska, sem veiðast héma þegar eitthvað fæst. Á hitt emm við hins vegar ekki blindir, að fiskurinn hrekk- ur undan troliinu og dragnót- inni, og er' þó dragnótin varla hálfdrættingur í því efni á yið trollið. En við erum að berjast fyrir því að fá betri fisk f land — sem viljum leyfa dragnótina. Það er til dæmis mikiil munuc á fiskinum, sem kemur úr drag- nótinni heldur en þeim sem kemur úr trollinu. Sem dæmj get ég nefnt, að í hitteðfyrra, þeg- ar Tjaldurinn var á troHi, feng- um við 35% af kolanum flokk- aðan í I. flokk. í fyrra á drag- nótinni fór 85-90% f I. flokk og geta þá menn reiknað mun- inn á verðmætunum," sagði Láms. Þannig sýnist sitt hverjum i þessu efni sem er ekki undar- legt, vegna ólíkra hagsmuna hvers og eins, því að það hlýtur að ráða miklu um afstöðu mann- anna. Og lengi hefur það loðað við að viðhorf sjómanna til skað semi einstakra veiðarfæra haifi mikið mótazt af því, hvaða veið arfæri þeir hafa sjálfir notað í það sinnið. Væru þeir á lfnu eða færum er það snurvoðin og trollið sem ofveiða og skrapa upp hverja bröndu, en væm þeir á trolli, er það snurvoðin, sem öllu spfllir, og snurvoðar- kallar hafa nákvæmlega sama á- Ht á trollinu og netaveiðimenn á fisknótinnL —GP. mmm % Mistök eða nýjung? Kalli hringdi og sagði; „Ég vissi vart, hvaðan á mig stóð veöriö, er síðasti þáttur „Á önd- veröum meiði" byrjaði — inni f miðju samtali þeirra Sveins Benediktssonar og Harðar Ágústssonar — um gömlu hús- in í Bakarabrekkunni. Ég beið auövitað eftir þvf að þulan kæmi og „afsakaði stutt hlé vegna bil unar“ en ekkert slíkt gerðist. Nú þátturinn hélt áfram — býsna fjörugur á köflum — en skyndilega var skrúfað fyrir út- sendingu — í miðju samtali þeirra Sveins og Harðar — án nokkurrar skýringar. Veit ég, að mikið hafa menn rætt um þetta og ýmist á þann veginn, að þetta hafi verið einhver tækni leg mistök, eða nýjung á útsend- ingu. Vildi ég gjarnan, aö stjórn andi útsendingar, Eiður Guöna- son, útskýrði þetta fyrir mér og mörgum öðmm áhugasömum sjónvarpsáhorfendum." ,JMei, nei, þetta voru engin tæknileg mistök. Heldur allt með ráðum gjört“, sagði Eiöur Guðnason, stjómandi upptöku, er við höfðum samband við hann. Eiöur sagði ennfremur: „Víða erlendis tfðkast þetta, aö í, umræðuþáttum sem „Á önd- verðum meiði“ er útsending haf- in i miðjum umræðum og siðan hætt um leið og tfminn er út- runninn, hvort sem menn hafa sagt sitt síðasta eða ekki.“ „Verður þátturinn kannski á- fram með þessu sniði?“ „Ég veit það ekki. Okkur lang aði bara að breyta til f það minnsta eitt skipti, og má kannski segja, að það hafi verið klaufaskapur af okkur aö til- ' kynna þetta ekki fyrirfram. Manni datt bara ekki í hug, að fólk myndi misskilja þetta." ^ Þakkir „Einn prógressívur" skrifar: „Kæri dálkur! Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri þakklæti til sjónvarpsins, vegna þess, að þeir hafa tekið upp sjónvarpsþátt með Óðmönnum, sem ég tel beztu prógressivu grúppuna í bænum. En hvemig er með Combó- þáttiiin, er það virkilega satt að hann komi ekki? Ég yrði mjög vonsvikinn, ef ég fengi ekki aö sjá meira til Combósins. sem var ein skemmtilegasta og frumlegasta grúppa, sem hér hefur komið fram? Að því ér Egill Eðvarösson, Combómaður tjáði okkur verður llklega ekk ert af sýningu þessa þáttar. — „Þeir þama í sjónvarpsráði virð ast hafa strangar reglur um ís- lenzka þætti. Þótti okkar þátt- ur ekki falla sem bezt inn i þann ramma. Skiptir svo minna máli, hvort við Combó-menn er um á sama máli. Okkur fyndist gjarnan að gera mætt; inn- lenda þætti líflegri, og ekki jafn formlega og raunin oftast verð- ur.“ * # Hvimleiðar auglýs- inga- og frétta- myndir í bíóum Reiður kvikmyndahúsgestur skrifar: , „Ég má til með að æsa mig pínulitið upp f lesendadálkum blaðsins vegna hinna hvimleiðu „slides“-auglýsinga f sumum bíóhúsum borgarinnar. Þær em eitthvað það ömurlegasta, sem ég hef kynnzt á minni lífs- fæddri ævi, og er það svo. aó maður er farinn að veigra sér við að fara inn í bíósalinn eftir hlé fyrr en myndin er byrjuð, og maður getur verið viss um að allar trygginga-, osta- og bílaauglýsingamyndir séu um garð gengnar. Einnig finnst mér að mættj alveg gefa fréttamynd unum langdregnu frí — þeim er alveg ofaukið sfðan sjðnvarp- ið komst inn á hvert heimili." * % Látum samninga- mennina f ara í kodda slag 17. júní Nú erú þeir (samningamenn- irnir, hetjur dagsins) búnir að taka af okkur bensfnið, smjörið, kartöflumar, skyrið, rjómann, sómann, 17. júní hátfðahöldin, listahátíðina, peningana og vor- ið. Ég vil því stinga upp á, að þeir endurgreiði hluta af þessu öllu saman f þeirri mynd, sem þeim ætti að vera tamast og vil leggja til, að þeir fari f koddaslag 17. júní og komi það í stað hefðbundinna 17. júnf hátfðahalda. Það værj öllum almenningi kærkomin útrás aö sjá þessa menn við slíka iðju, en einnig væri eigi ótrúlegt, að þeir leystu fir sálarflækjunum með hressilegum slag. Að sjálfsögðu gætu þeir gert ýmislegt annað svona meðfram eins og t.d. far- ið í skftkast, kannað hver gæti staðið lengur á öörum fæti o. s. frv Einn dauöþreyttur borgari. HRINGIÐ í SlMA 1-16-60 KL13-15 j

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.