Vísir - 18.06.1970, Page 1
Landganga landnámsmanna
hálftíma á undan áætlun
• Víkingaskip skátanna á Akur-
eyri reyndist betra sjóskip en
menn höfftu búizt við. Fór svo, að
skipið kom að land; hálfrj klukku-
stund á undan áætlun og fjölmarg-
ir lysthafendur misstu alveg af
landgöngu fornmanna. Skipið fór
frá togarabryggjunni klukkan níu,
sigldl út á pollinn og kom að
bryggju um tiuleytið.
Víkingaskipið var hin mesta völ-
undarsmið. Skátamir höfðu tekið
.gamlan snurpubát, skreytt hann og
útbúið með seglum og stýri.
Með honum fóru landnámsmenn,
klæddir að sið þeirra tíma. Gengu
þeir á land og kveiktu elda innan
og norðan við baeinn, sem ioguðu
glatt fram eftir degi.
Var þetta upphafið að góðri
skemmtan Akureyringa, sem bar
sama og engan svip af verkföllum.
— HH
Samkomiilag í dag?
Sáttatillaga i nótf um I5—I8°Jo grunnkaups-
hækkun, óbreytt yfirvinnuálag og fulla visit'ólu
Fullt útlit virðist nú vera
fyrír, að samningar muni
takast í dag milli verkalýðs
félaganna og atvinnurek-
enda og fari þá að sjá fyrír
endann á verkfallinu, sem
nú hefur staðið á fjórðu
viku. Sáttasemjari lagði
fram sáttatillögu á fundin-
um í nótt ogháfa aðilar til-
löguna nú til meðferðar.
Tillaga sáttasemjara gerír
ráð fyrir 15—18% grunn-
kaupshækkun, óbreyttu yf
irvinnuálagi og fullri vísi-
tölu á urnsamin grunnlaun.
Þessi tillaga kom fram fyrir mið
nætti í nótt, en ekki náðist eining
um hana á fundinum, sem stóð
fram á sjöunda tímann í morgun.
Snemma f nótt var búizt við því
að þetta yrði síðasti sáttafundur
þessara aðila í þetta skiptið og
yrðu þeir „lokaðir inni“ í Alþingis
húsinu, þar til samningar hefðu ver
ið undirritaðir.
Af einhverjum ástæðum fór ekki
sem horfði og má nú búast við að
fundurinn, sem hefst í dag verði sá
síðasti. -
Við heimtum ball!
55
hrópubu unglingarnir — óeirðir i Eyjum
vegna aflýsingu þjóðhátiðaþdansleiks
IMÚGUR og margmenni safnaö-
ist saman við samkomuhús
Vestmannaeyja, Höllina, þegar
hópur ungmenna geröi aðsúg
að húsinu, braut rúður og lét
illum látum til ftrekunar kröf-
um sfnum.
„Við heimium ball! Við heimtum
ball!!“ hrópaði skarinn, en mest
bar á tvítugum unglingum í hópn-
um.
Lögreglan var kvödd til að stilla
til friðar og koma á ró, en þegar
hún hafði fjarlægt nokkra verstu
óeirðaseggina, hélt hópurinn að
lögregluvarðstofunni og var óeirð-
unum haldið þar áfram.
Stóð þetta uppþot fram undir
kl. 3.30 í nótt, en hafði byrjað
nokkru eftir kl. 1 eftir miönætti.
Alls handtók lögreglan 11 ung-
menni, en til nokkurra átaka kom,
þegar fólkið var fjarlægt, og einn
lögregluþjónn meiddist á hendi í
ryskingunum.
Við yfirheyrslur kom í ljós, að
Framh. á 10. sfðu.
í Þó að samið verði við verkalýðs
1 félögin í dag er mikil vinna eftir
! í samningagerð við önnur launþega
félög, svo sem öll Iðju-félögin, iðn
aðarmenn, verzlunarmenn, en bú-
izt er við að samningamir við
verkalýðsfélögin leggi grund-
völlinn að samningum við önnur fé
lög að því er Hannibal Valdimars-
son sagði í viðtali við Vísi.
Verkfall farmanna hefst svo á
laugardaginn, en þeir munu gera
kröfur um 40% hækkun. Heyrzt
hefur, að farmenn muni veita und
anþágu til þess að skipin verði los
uð og fermd en muni ekki sigla
fyrr en gengið hefur verið frá samn
ingum við þá. —VJ
17. júní
árið
1970
Þessi snáði er einn af fjöhnörg-
um, sem fannst heldur Iftið fyrir
sig gert á þjóðhátíðardaginn
1970. Fánamir, blöðrumar og
meira að segja pyisumar voru
af skornum skammti, að ekki
sé minnzt á skemmtiatriðin i
Laugardalshöllinni, sem fölu al-
gerlega niður að þessu sinni.
Unglingarnir máttu betur við
una, þeir fengu að dansa að lyst
sinni til kl. 1, en nánar or sagt
frá þjóðhátfðinni á baksíðu. - ÞS
Ítalíca—Brasilía
í úrslit
— sjá bls. 4 og 5
Miklar trjáskemmdir /Heið-
mörk eftir veturinn
— Fannirnar hafa brotið niður m'órg tré
Höf uðkúpubrotna ði
í slagsmúlum
í Vestmannaeyjum
Þrítugur Islendingur höfuðkúpu-
brotnaði í slagsmálum við Dana i
verbúðum f Vestmannaeyjum f
fyrrinótt Lögreglan var kvödd til
af félögum Islendingsins, sem
staddir höfðu verið hjá honum i
verbúðinni, Dagsbrún, þar sem þeir
bjuggu báðir, Daninn, sem rær á
bát frá Eyjum, og hinn slasaði, sem
starfar f frystihúsi.
Um upptök slagsmálanna eða að-
draganda hafði lögreglan i Vest-
mannaeyjum ekki fengið upplýsing
ar f morgun, en báðir mennimir
höfðu neytt vfns og voru undir
ábrifum áfengis, þegar illindin
spruttu upp.
lslendingurinn var fluttur á
sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum,
þar sem hann lá ennþá f morgun,
en líðan hans var eftir atvikum
góð og hann var ekki talinn í
neinni hættu.
Daninn var hnepptur í varðhald,
meðan frekari rannsókn fer fram.
— GP - ÞJ
■ Töluverðar og jafnvel
miklar trjáskemmdir
hafa orðið í Heiðmörk eftir
veturinn. Blaðamaður Vfsis,
sem þar var á ferð um helg-
ina, sá miklar skemmdir, sér-
staklega á umráðasvæði Nord
mannslaget, sem er eitt elzta
ræktaða svæðið f Heiðmörk.
— Þetta eru allt skemmdir
eftir veturinn og ekki til-
komnar af mannavöldum,
sagði Vilhjálmur Sigtryggs-
son, framkvæmdastjöri Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur, en
hann rannsakaði þessar
skemmdir eftir ábendingu
Vísis á mánudaginn.
Ég hef aldrei fyrr orðið var
við svona miklar skemmdir eft-
ir fönn, sagöi Vilhjálmur, enda
mun þetta vera ailt að eins
dæmi hér á landi. — Hann kvað
þessar skemmdir vera nokkuð
víða, en þó mestar á umráða-
svæði Norðmanna. — Hann
sagði að þessar skemmdir yrðu
með þeim hætti, að þegar krapi
og skemmt 'ónnur
kæmi f miklar fannir legðist
það á greinamar og drægi þær
niður. Krapinn frýs síöan við
greinarnar og dregur þær siöan
smám saman niður, eftir þvi,
sem fannirnar minnka. Þetta
verði því eins og eins konar
„glussatjakkur" niður á við, er
gerir ýmist að þverbrjóta trén
eða rífur greinarnar út úr boln-
um.
Vilhjálmur sagði að mörg
þessara trjáa myndu ná sér,
nema þau, sem eru þverbrotin
að sjálfsögðu. Hann sagðist
ekki telja þetta verulegt áfall
miðað við heildarmagnið af trjá
gróðri f Heiðmörkinni, þar sem
fjöldi elztu trjánna er kominn
í 3 — 4 metra hæð. Þá sagði
hann, að þeir hefðu veriö heppn
ir að sleppa alveg við íkveikjur
á þessu vori, en þær hafa veriö
nær árvissar á hverju vori.
Þannig hefði sami aðilinn senni-
lega kveikt f við Grunnuvötn
upp af Vífilsstaðahlíð á hverju
vori undanfarið.
Bruninn, sem varð við Hafnar
fjarðarveginn út úr Heiðmörk-
inni í fyrra hefur ekki valdið
eins miklu tjóni og óttazt var
i fyrra og verður gróðursett í
hann aftur núna, en um 200
stúlkur verða við gróðursetn-
ingu og snyrtingu í Heiðmörk-
inni í sumar. — VJ