Vísir - 18.06.1970, Qupperneq 8
8
V1SIR . Fimmtudagur 18. júní 1970.
Útgefanii: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610. 11660
Afgreiðsla: Bröttugötu 3b. Sími 11660
Ritstjón: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði innanlands
I lausasölu kr. 10.00 eintakið
Prentsmiðja Vfsis — Edda hf.
Stærrí sveitarfélög
Jónas Guðmundsson beitti sér fyrir stofnun Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga fyrir 25 árum. Þessi
samtök, sem nú virðast svo sjálfsögð, áttu við ramm-
an reip að draga á uppvaxtarárunum. Samskipti sveit-
arfélaga einkenndust á þeim tíma af hrepparíg. Hrepp-
arnir grunuðu hver annan um græsku.
Þessi viðhorf hafa gjörbreytzt. Enn eimir að vísu
eftir af gamla hrepparígnum, en farsællar samvinnu
milli sveitarfélaga gætir hvarvetna. Stærri heildir
koma meira fram en hinar smærri.
Kostir samstarfs sveitarfélaga á fjölmörgum svið-
um hafa reynzt svo ótvíræðir, að síðustu ár hefur
verið stigið skrefi lengra. Fram hafa komið hugmynd-
ir og tillögur um sameiningu margra sveitarfélaga í
eitt. Ýtarleg rannsókn hefur verið gerð á möguleik-
um á slíkri sameiningu, og Alþingi hefur lýst vilja
sínum, að stefnt verði að henni.
Segja mætti, að gömlu fjórðungarnir séu að vakna
til nýs lífs, að vísu í gjörbreyttri mynd. Gerðar hafa
verið framkvæmdaáætlanir fyrir landshluta, og sam-
bönd þeirra stofnuð. Með því er sveitarstjórnin færð
í æðra veldi. Hringurinn stækkar. Fólk gerir sér æ
betur Ijóst, að verkefni tuttugustu aldar verða ekki
leyst nema til komi víðtækt samstarf. Hinir fámennu
hefðbundnu hreppar fá nú litlu aorkað á eigin spýtur.
Það hlýtur því að vera jafnt hagsmunamál íbúa
litlu hreppanna sjálfra og þjóðarinnar í heild, að sveit-
arfélögin eflist og sterkari stoðum verði rennt und-
ir þau.
Hugmyndunum um sameiningu sveitarfélaga hef-
ur verið betur tekið en ætla hefði mátt að óreyndu.
Að vísu eru enn fá dæmi um beinar framkvæmdir í
þeim efnum. Hæst ber þar samþykkt íbúa á ísafirði
og í Hnífsdal nú í vetur um sameiningu þessara
tveggja sveitarfélaga, og standa vonir til, að þessi
viljayfirlýsing fólksins muni fá farsælan framgang.
Hitt cr ef til vill merkara, að sameiningarstefnunni
hefur yfirleitt ekki v^rið mótmælt í hreppunum. Þvert
á móti hafa nær allir verið til viðtals um hana. Er
þess því að vænta, að þróunin sé hafin og hún verði
ekki stöðvuð.
Forvígismenn Sambands íslenzkra sveitarfélaga
fyrir aldarfjórðungi geta litið stoltir yfir farinn veg.
Sambandið lætur ekki mikið yfir sér, og margir munu
aldrei hafa heyrt þess getið. Það mun hafa eina fjóra
starfsmenn á sínum vegum. Þessi samtök hafa þó orð-
ið vettvangur bættra samskipta sveitarfélaganna og
átt sinn mikla þátt í að útrýma hrepparígnum og
leggja grundvöllinn að þeirri samvinnu, sem bætt
hefur hag fólksins.
Verkefni næstu framtíðar er að treysta innviði sam-
takanna með eflingu sveitarstjórnanna. Til þess þarf
þolinmæði, því að mörgum yrði slík sameining vafa-
laust sár í fyrstu. Stækkun sveitarfélaganna með
skynsamiegum og frjálsum aðferðum yrði tvímæla-
laust framfaraspor.
Líffræðingurinn
Medvedev hefur
fengið uð sitju
í geðveikruhæli
uf því uð hunn
ufhjúpuði vís-
indulegt hneyksli
í Sovétríkjunum
# Erfðafræðin eru hrein
stjómmál i Sovétríkjunum.
Hlvers kyns kenningar skjóta
þar upp kollinum, og erfða-
fræðingar koma og fara, eftir
því, hvemig veltur um æðstu
völd í kommúnistaflokknum.
Þetta kemur til af því, að
landbúnaðurinn er lykilgrein
í atvinnulífinu, og miklu
skiptir, hvort unnt er að auka
Svetlana Stalínsdóttir varð að skilja við mann sinn vegna
deilna við „skottulækninn“ Lysenko.
BúfræSin er pólitískast
framleiðsluna með ýmsum
„töfrabrögðum“.
• Það vakti athypli fyrir
skömmu, er virtur líffræðing-
ur, Jaures Medvedev, var sett
ur á geðveikrahæli, en það er
helzta aðferð kommúnista-
flokksins tii að losna við erf-
iða andófsmenn. — Ýmsir
menntamenn hafa mótmælt
meðferðinni á Medvedev, og
orsakir hennar eru þær, að
líffræðingurinn Ieyfði útgáfu
bókar erlendis, er hafði verið
hafnað í heimaiandi lians. 1
þessu máli má sjá i hnot-
skurn ástandið í Sovétríkjun-
um og aðstæður, er mennta-
menn búa þar við.
• Nú herma fréttir, að
Medevedev hafi verið látinn
Iaus.
„Raspútín“ í
jurtakynbótum
Það var fyrir byltinguna 1917
að fátækur aðalsmaður, Michur-
in að nafni, reyndi að rétta viö
hag fjölskyldu sinnar með þvi
að bæta ávaxtaframleiðsluna.
Hann studdist við ..fingurgóma-
tilfinningu" að mestu. Kommún
istar tóku tilraunum hans vel,
og hann hélt þeim áfram eftir
byltinguna.
Frægasti búfræðingur Rússa
var á sfnum tíma raaður að
naifni Lysenko. Lysenko upphóf
dýrkun á nafni Michurins og
stefnu þá er kölluð var Michur
inismi. Stalin gein við kenn-
ingum Lysenkos og hóf'.hann til
skýjanna.
Fræðimenn gerðu alltaf gys
að Lysenko og furðulegum hug
myndum hans um kynbætur á
plöntum. Enfðafræðingum var
hann þyrnir í auga og þeir köll
uðu hann skottulækni, sem lifði
f anda Raspútíns gamla, sem
naut hylli við hirð keisarans
forðum daga. Stalin skeytti slfk
um mótbárum engu og gerði
hann Lysenko að „hetju bylting
arinnar".
í náðinni hjá Stalín
og Krúsjeff
Rússar þráðu þá eins og enn
f dag að þeir mættu endurbæta
landbúnaðinn og hefja hann til
vegs. Landbúnaðurinn áttj við
llllllllllll
'M) ŒM5
Umsjón: Haukur Helgason
mikla erfiðleika að etja vegna
mistaka f samyrkjubúum sem
bændur tóku yfirleitt illa. Á 4.
tug aldarinnar lýsti Lysenko því
yfir að hann mundi framleiða
endurbætt hveiti innan þriggja
ára. Fræðimenn sögðu, að þetta
værj ögerlegt. Erfðafræðingar i
Sovétríkjunum helga sig mest
tandbúnaði, af þvf að það er
talið bera vott um kynþáttafor-
dóma að velta vöngum yfii
erföalögmálum manna.
Lysenko kvaðst geta á ódýran
hátt skapað byltingu f landbún
aðarframleiðslunni. Lysenko
mistókst hvaö eftir annað að
framkvæma hinar byltingar-
kenndu fyrirætlanir, en hann
var samt f náöinni allt til dauða
Stalins. Hann tók þá að koma
sér í mjúkinn hjá öðrum for-
ingjum og fékk hylli Krúsjeffs.
Maður Svetlönu
íhaldssamari
t þeirri atlögu áttj Lysenko f
höggi við Andrei Zadanov, sem
lengst af var talinn krónprins
Stalins. Sonur Zadanovs, Yuri,
var þá kvæntur dóttur Stalins,
Svetlönu, eins og til að tryggja
stöðu Zadanovs. Þeir feðgar
voru æðstu menn í vísindalegum
efnum í Sovétríkjunum. Þeir
voru fhaldssamari og varfærnari
en Lysenko svo að vegir hlutu
að skiljast.
Þrátt fyrir mótmælj eigin-
manns og tengdaföður Svetl-
önu Stalinsdóttur tókst and-
stæöingum þeirra að sannfæra
Stalin. Árið 1948 fékk Lysenko
algert einveldi f lfffræðilegum
efnum. Yuri varð að skrifa op-
ið bréf og biðjast afsökunar á
andstöðunni við Lysenko. Var
þá sýnt, að vegur Zadanovs til
æðstu metorða var að lokast.
Zadanov dó skömmu síðar, og
Yuri og Svetlana slitu samvist-
um
Lysenko var enn á tindinum
og laut ekki í lægra haldi fyrr
en með falli Krúsjeffs áriö 1964.
Lysenkohneykslið
afhjúpað
Mál líffræðingsins Medvedevs
kemur vip þessa sögu. Medve-
dev hafðj sem sé samiö bók
um allt hneykslismál Lysenk-
os. Krúsjeff bannaði útkomu
hennar.
En við fall Krúsjeffs hugðist
Mededev enn á ný koma út verki
sínu, þar sem afhjúpað er hið
sjúka valdakerfi í Sovétríkjun-
um á tíma Stalins. Hinir nýju
valdhafar vilja ekki, að Stalins
hneykslið sé opinberað heims-
byggð meira en orðið er. Fyrir
Krúsjeff vakt; að halda vemdar
hendi yfir skjólstæðingi sínum,
Lysenko. Fyrir núverandi vald
höfum vakir hins vegar að
varpa ekki frekari rýrð á Stalin.
Medvedev tók loks þann kost
inn að leyfa útkomu bókarinnar
erlendis og kom hún út í fyrra.
Þetta er glæpur í Sovétríkjun-
um og kallað að ófrægja land
sitt erlendis.
Því fannst nú pláss fyrir lif-
fræðinginn á geðveikrahæli.