Vísir - 20.06.1970, Blaðsíða 1

Vísir - 20.06.1970, Blaðsíða 1
80. árg. — Laugardagur 20. jiiní 1970. — 136. tbl. Borgin lifnar við Olíulaust úti á landi leiðinni skip með oliufarm og verða Vestmannaeyingar búnir að fá sína olíu, ef farmannaverkfall skellur á í kvöld. Búizt er við al- variegu ástandi á Vestfjörðum og víða á Norðurlandi ef farmanna- verkfallið verður, en þar er nú Mikil ös myndaðist við bensínsölustaðina í gær. Ekki komust þó öll farartæki af eigin rammleik orðið mjög olfulítið. — SB til að ná í þennan vökva, sem var orðinn mönnum svo dýrmætur í verkfallinu. Taprekstur á listahátíðinni Getur ekki borgað sig þrátt fyrir 3 millj. i styrki Mikill aukakostnabur vegna verkfallanna 0 Strax, þegar Dagsbrúnarfund- inum lauk í gær, hófst ys og þys í borginni. Fyrirtæki og stofnanir höföu „gert klárt‘‘ til þess aö hefja starfsemina að nýju og fyrstu bila- eigendumir komu að bensínstöðv- unum. Við bensínstöðvamar mynd- uðust biðraðir, en um hálf fjög- urleytið var byrjaö að afgreiða fyrsta bensínið á bíla, skömmu síð ar tðk umferöin aftur að aukast um götur borgarinnar. Olíufélögin byrjuðu að keyra bensín á stöðvarnar þegar Dags- brúnarfundinum lauk klukkan þrjú og byrjað var að losa olíuskipið Bowcedar frá Rotterdam í Hafnar- firði, sem var með flugvélaelds- neyti og gasolíu en þar á eftir var byrjað að dæla úr tveim rússnesk um skipum sem hafa beðið i átta daga eftir losun og em með 22 þús. tonn af svartolíu, bensíni og gasolíu. Á það verk að taka tvo til þrjá sólarhringa. Einnig fóru bif reiðir með bensin út á land. Víða úti á landi er að verða olíu laust og er ástandið verst i Vest- mannaeyjum, en þangað er nú á Þénaði 7 jbús. á laxveiði- 0 „Það er fyrirsjáan- legt að þessi Listahá- tíð getur ekki borgað sig peningalega, þó að ó- beint sé gert ráð fyrir, að hátíð sem þessi borgi sig smátt og smátt, Ld. í auknum ferða- mannastraumi og vegna landkynningarinnar sem slík hátíð er“, sagði Páll Líndal, er blaðið hafði samband við hann í gær, en hann er form. fram- kvæmdanefndar Listahá tíðarinnar, sem sett verð ur í dag. „Það er einnig fullljóst að verkföllin hafa aukið mjög kostn aðarliði við sýninguna. T.d. verð um við að láta vinna mjög mik ið í helgidagavinnu nú um helg ina, til aö hægt sé að hafa hús- næði og ýmsa aðstöðu vegna há tíöarinnar timúna á réttum tíma. T.d. þarf mikla pressu til að Ijúka við Laugardalshöllina á sínum tíma, en það tekst þó aö öllum líkindum", sagði Páll. „Hvað kostar þessi hátið á- ætlað?' „Ennþá er ógerlegt að segja til um kostnaöinn, þar sem eimþá stendur yfir miðasala og ýmsir samningar en ófrágengnir. Einn ig eru ýmsir dagskrárliðir styrkt ir og því erfitt að segja hvað eru tekjur. En við fáum í beina styrki 1,5 milljón frá borginni, 750 þúsund frá ríkinu og 600 þúsund frá Menningarmálasjóði Norðurlandanna. Vonandi nægja þessir styrkir til að greiða þann mismun, sem að öllum líkindum verður á tekjum og útgjöldum hátíðarinnar", sagöi Páll að lok um. — ÞS i túrnum 0 Margir eru þeir, sem veigra sér nú við því að fara í laxveiði vegna hins mikla kostnaðar, sem þvi er samfara. Þeir eru þó ekki aliir, sem fara öfugir út úr sam- skiptum sínum við þann göfuga fisk, laxinn. Veiðimaður nokkur, sem hafði leigt sér stöng i borgfirzkri laxá í tvo daga kom a. m. k. ekki slypp ur og snauður til baka. Hann greiddi 6 þús. krónur fyrir dag- ana tvo, en þegar heim kom seldi hann hóteli einu laxinn fyrir 13 þús. krónur, fékk 300 krónur fyrir kílóið. Það er sem sé hægt að detta í lukkupottinn í laxveiðinni, þó að það muni ekki vera ásetningur góðra sportmanna, en varla slá nú margir hendinni á móti slíku samt. — VJ Góður samningsvilji — segir formaður Farmannasambandsins 0 Það er góður samningsvilji hjá báðum aðilum og maöur vonar hið bezta, sagði Ingólfur Stefánsson, formaður Farmannasambandsins fyrir samingafundinn í gær, en þar var meðal annars fjallað um kaup- kröfur stýrimanna, vélstjóra og bryta á kaupskipaflotanum. Náist ekki samkomulag verður kaupskipa flotinn bundinn við bryggju enn um sinn, þar sem varla er búizt við að það takist að losa neitt skip anna fyrir annað kvöld. Klukkan fimm í gær var byrjað að losa skip í Reykjavíkurhöfn. Reiknað var með að hægt yrði að klára að losa Fjallfoss, en hann var byrjað að losa fyrir verkfall. Leiguskipin mega hins vegar fara allra sinna ferða, þar sem erlendar áhafnir eru á þeim og þær vinna samkvæmt allt öðrum samningum. Fjögur leiguskip Eimskipafélagsins eru nú stöðvuð, þar af raunar eitt íslenzkt, Askja. Að sögn Ingólfs var ógjörningur að segja neitt til um samningslíkur fyrir fundinn í gær. Upphaflega fóru farmenn fram á allt að 40% hækkun á grunnkaupi í lægstu flokkunum, en þar var grunnkaup ið mjög lágt, aðeins rúm 10 þús. Haldið áfram með nvjuni sáttasemjurum Litil von að samið verði við farmenn, iðnað- armenn og mjólkurfræðinga fyrir helgi Samningaviðræður og sátta- fundir héldu áfram milli at- vinnurekenda og þeirra at- vinnuhópa, sem ekki sömdu I fyrrinótt, en þeir eru iðnað armenn, farmenn og mjólkur- fræðingar. Talin var lítil von til þess i gærkvöldi, að samið yrði við þessa hópa fyrir helgi, en sáttafundur með þessum aðilum hófst kl. 4 í gær í Alþingishúsinu. Tveir sáttasemjarar eru nú komnir í stað Torfa Hjartarson ar, sem var búinn að ráðstafa sér fyrir nokkru á fund með toll stjórum Norðurlandanna. Þetta eru varasáttasemjararnir, hæsta réttardómararnir Logi Einars- son, sem stýrir sáttafundum með farmönnum og byggingar iðnaðarmönnum og Einar Am- alds, sem stýrir fundum með málmiðnaðarmönnum og mjólk- urfræðingum. Að því er Björgvin Sigurösson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins sagði í gær- kvöldi var búizt við stöðugum funduni um helgina með þessum aðilum. — VJ Síðan hafa viðhorfin breytzt mjög svo sem vegna vísitölubótanna. - JH ¥ásir í vikulokín fylgir blaðinu í dag til áskrifenda Flugvél til Hafnar eftir vörum Mörg atriði listahátíðarinnar hefðu trúlega farið út um þúfur ef verkfalliö hefði staðið nokkrum dögum lengur. Danska brúðuleik- húsið hefðj til dæmis ekki komið tækjum sínum í tæka tíð, en í gær- kvöldi var Cloudmastervél frá Flugfélagí ísiands send út til Kaupmannahafnar til bess að sækja búnað brúðuleikhússins og ýmsan annan varning sem safnazt hefur fyrir vegna verkfallsins og bráð- nauðsynlega verður að komast til landsins strax. Flugfélagið fór auþ þess í gær vöruflutningaferðir til Isafjarðar og Vestmannaeyja en farþegaflug hófst strax og verkfallinu var af- létt og var flogið á alla stærstu staðina í gær, en áætlunarflug verður ineð venjulegum hætti í dag. — JH Enn þungt haldinn • Líðan mannsins, sem slasaðlst, þegar bifreið hans rakst á umferðarljósin við Miklubraut og hentist 25 m eftir götunni, er enn við það sama. Hann liggur ennþá jafnþungt haldinn á sjúkrahúsi og hefur öðlazt lítinn bata. • Málaraneminn, sem hrapaði niður af fjórðu hæð f Hvassa- leiti, þegar vinnupallur hans utan á húsi siitnaði úr festingum fimmtu daginn 11. júní, liggur ennþá á sjúkrahúsi. Hann var illa brotinn á báðum ökklum, svo að hætt er við að hann eigi langa legu fyrir höndum. — GP Keyrt á þotuna á Keflavíkur- 0 flugvelli Vörutrukkur, sem notaður er við losun flugvéla á Keflavíkunflugvelli keyrði í gær á þotu Flugfélagsins og skemmdj hana smávegis. Lenti trukkurinn á vöruflutningahurð vélarinnar og tók tvo tfma áð gera við hana. Þotan var að koma nr flugi frá Grænlandi og á leið til Danmerkur og tafðist dálítið af þessum sökum. — JH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.