Vísir - 20.06.1970, Side 2

Vísir - 20.06.1970, Side 2
Fyrstu tíu brj óstahaldaralausu stúlkurnar fá ókeypis aðgang Það hefur færzt stöðugt í vöxt upp á síðkastiö, að sænskar og danskar stúlkur leggi brjósta- haldara sína á hilluna og sprangi jm göturnar í þunnum bolum og blússum brjóstahaldaralausar. Þegar svo sólin fór að skina f vor sviptu dömurnar hiklaust af sér blússunum og lögðust í sól- bað á baðströndunum á buxunum einum saman og segja það — aðspurðar — ekki vera annað en sjálfsagðan hlut, að sólin fái að skína jafnt á allan líkamann og þá á brjóstin að sjáifsögðu lfka. Yfirvöldin hafa átt töluvert erfitt með að gera það upp við sig hvort slfkt eigi að líðast stúlkunum, en hafa enn ekki gert neitt róttækt I málinu, aðeins látið nægja að velta vöngum og segjast þurfa að taka það ti! umræðu við fyrstu hentugleika. Á meðan pólitiið hugsar málið verður það æ algengari sjón að sjá berbrjósta stúlkur sóla sig á baðströndunum og stöðugt veröa þær fleiri, sem leggja þann ár- ans óþarfa, brjóstahaidarana — til hliðar og lýsa frati á allar gamlar kreddur og kerlingabækur um ósiðsemi slíks framferðis á almannafæri. Og er nú svo kom- ið, að baðstrandagestir eru hætt ir að veita því athygli, hvort stúlkan sem þeir mæta á strönd inni hylur barminn eður ei. Meira að segja má alveg eins gera ráð fyrir þvf aö stúlkan, sem þú mætir á næsta götuhorni sé nak- in fyrir ofan beltisstað ef sólin og varmi hennar gefa yfirleitt tii efni til. Þótt Amerikanarnir siðprúðu vilji ekki viðurkenna, að siðgæðið standi höllum fæti í landi þeirra, geta þeir ekki lengur neitað þvi með öllu, að brjóstahaldarar séu leiðinda fyrirbæri, sem alveg eins megi hverfa af sjónarsviðinu — að minnsta kosti eru uppi háværar raddir meðal kvenþjóð- arinnar, þar sem brjóstahöldur unum er vísað algerlega á bug. Og auövitaö tekur karlpeningur inn þar í landi undir — án þess þó að hafa hátt um það, að Evrópubúar fari að gera sér ein hverjar annarlegar hugmyndir um siðferðisvitund þjóðarinnar. Þó barst okkur hér á Vísi til eyrna saga, sem höfð er eftir fslendingi nýkomnum frá einu menningarlegasta fylki Bandaríkj anna, en þar var við skólaslit eins háskólans auglýstur kveðjudans- leikur fyrir nemendur skólans og tekið fram í auglýsingunni, að fyrstu tíu brjósíahaldaralausu stúlkumar fengju ókeypis að- gang. SOLTIN SLANGA í Álaborg DÝRAVERÐIRNIR í dýragarði Álaborgar urðu um daginn vitni að átakanlegum sjónleik í gegnum glerrúöur slöngubúrsins Haföi verið sleppt lausri inn í búrið nýrri slöngu, sem komin var alla leið frá Thailandi. Hin næstum fjögurra metra langa Konge- cobra kastaði sér umsvifalaust yfir aðra minni slöngu, og eftir blóðugt stríð — sem vitanlega endaöi með sigri nýja íbúans — var litla slangan dæmd til að verða kvöldmáltíð sigurvegarans. 1 á að gizka eina klukkustund hafði cobran höfuð „frænda“ síns í kjaftinum, eins og myndin sýnir, þó að fyrstu fimm mínút- umar hafi sálgað bráðinni. GEORGE í upptökusal Vinkonumar dönsku, Jane og Rigmor, telja það ekki nema sjálfsagðan hlut að brjóst þeirra taki lit rétt eins og aðrir lfkamshlutar, fyrst þær eru á annað borð að taka sér sólbað á baðstöndinni — en hún er i þessu tilfelii í Bellevue í Danmörku. Fimm kílómetrar af slönguskinni ★ George Harrison er nýbyrjað- ur á nýrri LP-plötu með Phil Spector sem upptökustjóra. Er þar um sama mann að ræða og stjómaði hljóðritun LP-plötu Beatles, Let it be. En fyrst og ‘^mst á hann frægð sína að pakka hinni velheppnuðu upptöku A lagi Ike & Tinu Tumer River deep, (Mountain high). George Harrison hefur sjálfur fengizt við að stjórna hljóðritun hljómplatna og sú síðasta, sem hann stóö á bak við, var fyrir LP-plötu með Doris Troy, en sú plata mun bera nafniö Ain’t that cute. Aðstoðarhljóðfæraleik- arar við upptökuna voru ekki ó- frægari karlar en Steve Stills, Deleney, Eric Clapton, Ringó Starr og svo George sjálfur. Ringó — vinur vors og blóma — sér einnig um trommpuspilið fyrir plötuna, sem George er að vinna að þessa dagana. nema hann eigi sér að minnsta kosti eitt belti, hatt, veski eða eitthvað því um líkt úr slöngu- skinni. Hvorki meira né minna en fimm kílómetrar slönguskinna hafa verið notaðir til framleiðslu margvíslegs tízkuvamings fyrir Danmerkurmarkað á aðeins einu ári. Eru það mikil viðbrigði frá þvi sem var áður, þegar engir vildu líta við þeim „fjára“, slönguskinnunum, en nú hafa mál in sem sé snúizt við og það svo rækilega, að framleiðendur „slönguskinnsvarning“, eru nú uppiskroppa með hráefni þar eð þau skinn, sem endast áttu til framleiðslunnar eitthvað fram í vetrarbyrjun eru nú þegar ger- samlega á þrotum, og nýrra birgða ekki að vænta, fyrr en einhvern tíma í haust. Ekkert þýðir fyrir vesalings framleiðenduma að bjóða fólki upp á vörur úr slönguskinnseftir- líkingum, því Danir eru manna vandfýsnastir á sviði tízkuvam- ings og líta ekki við gerviefnum. Það eru skinn hinna risavöxnu kyrkislangna, pythoner, (sem engir höföu hinn minnsta áhuga á í fyrra) sem nú er það eftirsótt- asta á tízkumarkaðinum. Getur fyrrnefnd slöngutegund orðið allt frá 5 metra löng (þær frá A-Asíu) upp I rúmlega 11 metra (þær s-amerísku). Skinnið, sem stúlkan á myndinni hefur vafiö utan um sig er af python- slöngu og er 4,45 metrar á lengd og mundi venjuleg verkakona vera i rúman hálfan mánuð að vinna sér inn fyrir því. En sklnn ið mundi líka duga í um fjórar til fimm töskur — eða þá ótölu lega fjölda belta.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.