Vísir - 20.06.1970, Side 16

Vísir - 20.06.1970, Side 16
Laugardagur 20. júhí 1970. Öskufall hjá BúrfeUi Öskufalls gættj hjá Búrfelli i gasr og fyrradag, en vindur hefur staðið þangað af gosstöðvunum. Öskufallið er ekki mikið, sést að- eins á bílum eftir nóttina, sam- kvæmt því sem Helgi Arason að- stoðarstöðvarstjóri tjáði blaðinu í gær. Gosið í Heklu virðist vera svioað og áður, eldur sást síðast, þegar farið var að gosstöðvunum í einum gíg og hraun vellur fram á nokkrum stöðum sunnan- og vestanvert við gossprunguna. Aðal- liráunið er komið fram undir Sauða- feli. Dregið hefur úr mannaferðum við gosstöðvarnar og sagði Helgi, að síðast hefði verið farið til gos- stöðvanna frá Búrfelli fyrir síðustu helgi, en núna síðustu daga hefir bensínið verið sparað vegna ber:- sínskortsins. — SB Led Zeppelin fá 630 þás. fyrír íslandsferðina Tæki þeirra vega 3 tonn áP Hljómsveitin heims- fræga, Led Zeppelin, verður að öllum líkind- um ein helzta tekjulind Listahátíðarinnar, þrátt fyrir það, að hljómsveit in tekur 3000 pund fyrir að koma hingað og er allt innifalið í þessu verði. Er þetta í íslenzkum krónum rúmar sex hundruð þúsundir. Þrátt fyrir þennan mikla kostn- að við að fá þessa hljómsveit og ýmsan aukakostnaö sem fylgir tónleikum hljómsveitarinnar, er gert ráö fyrir að mikill hagnað- ur verði af tónleikunum, en sem kunnugt er seldust miðarnir 4000 allir upp á svipstundu. Gert er ráð fyrir að hljómsveitarmeð- limimir komi til landsins á sunnudag, en í dag eru tæki hljómsveitarinnar væntanleg til landsins, og er það enginn smá- ræðis farangur. Stór vörubíll verður sendur til Keflavíkur til að sækja þau, en þau munu vega um þrjú tonn, samkvæmt upplýsingum Ivars Eskeland, for stöðumanns Norræna hússins, en hann er framkvæmdastjóri há tíöarinnar. Er hér um að ræða m.a. magnaratæki, sem aðeins eru til 5 af í heiminum. Eru þau 2000 vött, en hér á landi mun algengast að notuð séu 200 vött. Einnig er hugsanlegt að með séu einhver sérstok ljósa- tæki, en Ivar Eskeland sagði þó aö þeim væri ekki kunnugt um það. - ÞS ‘'-Ifl STÚLKA HVERFUR VIÐ SKJÁLFANDAFLJÓT Óttazt, að hún hafi dottið / fljótið — Málið i rannsókn C® „Menn óttast, að stúlkan hafi fallið í Skjálfandafijót, en þó er ekki útilokað, að hún hafi farið upp á þjóðveginn og fengið far með annarri bifreið, en sú von er veik“, sagði Sigurð- ur Gunnarsson, lögregluþjónn á Kúsavík, sem í fyrrinótt tók þátt í leit, er gerð var að 18 ára stúlku frá Akureyri. ® Stúlkan hvarf frá samferða- mönnum, sínum við brúna yf- ir Skjálfandafljót hjá Fosshóli. Hvarf hennar bar mjög skyndi- lega að, og síðan hefur ekki fundizt svo mikið sem spor eftir hana. Hún er frá Akureyri, er til heimilis að Hriseyjargötu 1 og heitir Guðrún Bjarnadóttir Hjaltalín. Þau fóru fimm í bíl frá Akureyri í fyrradag Guðrún og 4 piltar um tvítugt. En við brúna hjá Fosshóli námu þau staðar að austanverðu, og í góða veörinu varð þeim geng- ið niður í hvamm sunnan við brúar- sporöinn til þess að teygja úr sér eftir ökuferðina. Tveir piltanna gengu síöan upp úr hvamminum að bænum Fosshól, til þess að hringja. „Það kom fram í yfirheyrslum sem stóðu yfir í allan gærdag, að stúlkan hafði reikaö eitthvað frá piltunum tveim, sem eftir voru í hvamminum, en síðan áttuðu þeir sig ekki á því, að hún var horfin sjónum þeirra, fyrr en hinir tveir komu,“ sagði Gísli Ólafsson, yfir- lögregluþjónn á Akureyri. „Þeir gerðu Iögreglunni á Húsa- vík viðvart kl. 18.20, þegar þeir höföu leitað hennar um stund, án árangurs.“ l»->- bls. 5 /,' ' " ' y„//V""'/V,"'" 'ff/""""//"""''' ' '/"//, "" ' ''' ,/,,,/,"""'"///"/////'fp'/////. Nú um helgina er unnið af miklu kappi.við að srníða palla og ým- islegt tréverk fyrir tónleika Led Zeppelin á mánudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Myndin er tekin í gær, er smiðir voru að byrja vmnuna. \ I ! * Stærsta standmynd á Islandi Stærsta standmynd, sem sett hefur verið upp hér á landi er nú risin á Hagatorgi. Mynd þessi er eftir Jón Gunnar Árnason og er sett upp í tilefni Listahátíðar. Hún er átta metra há og annað eins á breiddina. Inni í þessari risastóru grind verður auga, sem snýst, og sést það hér á myndinni hanga í krana. Þetta auga á eftir að stara á gesti Listahátíðarinnar og aðra vegfarendur við Haga- torg núna næstu dagana. — SJá bls. 9. Ashkenazy og Jónas Haralz á fyrstu kvöldvökum stúdenta Stúdentafélag Háskólans ætlar i sumar að halda þræðinum í fé- lagslífi stúdenta með því að efna til eins konar kvöldvöku einu sinni í viku. Félagið hefur fengið húsnæði í Glaumbæ uppi og geta stúdentar hitzt þar öll mánudagskvöld og rætt saman um landsins gang og nauðsynjar. Engin eiginleg dagsltrá verður hins vegar á þessum kvöldum. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar. formanns Stúdentafélagsins verða þetta óformlegar samkomur, aðeins til þess gert að stúdentar viti þann- ig af einum samastað þar sem þeir get.l hitzt. Exgðj Magnús að reynt yrði að fá sérstaka gesti hvert kvöld, listamenn. stjórnmáiamenn eða einhverja þá sem hefðu eitthvað athyglisvert fram að færa og væri þegar búið að fá gesti tvö fyrstu kvöldin. Á mánudaginn kemur mun Jónas Haralz tala við stúdentana, en hann er sem kunnugt er banka- stjóri, fyrrverandj forstöðumaöur Efnahagsstofnunarinnar og formað- ur háskólanófndarinnar frægu. Næsta mánudag á eftir mun svo - píanóleikarinn frægi Ashkenazy verða gestur stúdentanna. — Þess-; um kvöldvökum verður fram hald-t ið, þar til skóli byrjar í haust, í! október, ef vilji verður fyrir hendi 1 hjá stúdentum. — JH ' Unnið dog og nóft við sorphreinunðna Unnið er dag og nótt að því að hreinsa sorp úr borginni eftir verk- fallið en fyrstu vinnuflokkarmr fóru út klukkan fimm í gær til aé ráðast á haugana, sem hafa hrúg- azt upp í kringum sorptunnur und- anfarnar vikur. Verður unnið við sorjohreinsunina alla helgina og tveir vinnuflokkar skólapilta vinna á næturnar við hreinsunina. Venjulega tekur það viku að hreinsa borgina alla at sorpi, en nú má búast við því að verkið taki lengrj tíma þar sem sorp hefur hlaðizt upp. — SB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.