Vísir - 26.06.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1970, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Föstudagur 26. júní 1970. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Stitstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660 Afgreiösla: Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda hf. Frumstæð valdbeiting Almennt er viðurkennt, að launahækkun sú, sem verkafólk fékk í nýafstöðnum samningum, var tölu- vert mikil og gengur raunar nærri gjaldþoli margra atvinnugréina. Enda ber nú nokkuð á ótta um, að hækkunin leiði til verðbólgu og rýrnunar á verðgildi krónunnar. Og það hlýtur núna að vera mikilvæg- asta verkefni þjóðarinnar í efnahagsmálum að hindra slíka þróun. Láglaunafólk hafði talsverða samúð annarra í kröfugerð sinni, því að öllum er ljóst, að erfiðleikar liðinna ára hafa komið harðast niður á þeim, sem minnstar höfbu tekjurnar. En hætt er við, að slík samúð sé ekki í garð sumra þeirra stéttarfélaga, sem nú standa að wrkföllum vegna krafna sinna um meiri hækkun en þá, sem verkafólk fékk. Margir telja raun- ar, að hækkanir annarra stétta megi gjarna vera minni en verkafólks, ef það gæti stuðlað að stöðugu verð- lagi og traustu verðgildi krónunnar. Allir vilja, að hinir lægst launuðu hafi mannsæm- andi lífskjör, jafnvel þótt það geti komið harkalega niður á sókn þjóðarinnar í efnahagsmálum. En menn skilja síður þörf hinna betur settu á því-að heyja löng verkföll til að knýja fram meiri hækkun en þá, sem verkafólk fékk. Þá óbilgirni er raunar varla hægt að kalla annað en tilræði við þjóðina. Því miður hefur allt of mikið borið á því hin síð- ustu árin, að stéttarfélög keppist um að setja fram ævintýralegar og gersamlega óraunhæfar kröfur. Um leið er verkfallsvopnið fært á frumstæðara stig. Það er notað til skemmdarverka í því skyni að kúga þjóðina til að borga brúsann af kröfuhörku fámennra hópa. Þessir fámennu hópar leika sér að því að stöðva vinnu á fjölmennum vinnustöðum, bæði sínum eigin og öðrum, sem eru í tengslum við þá. Þeir stöðva vinnu fýrir fjölmennum hópum og spilla afkomu- mögule’kum þeirra. Þetta sjáum við gerast í ótal myndum um þessar irmndir. Aðfarir sem hafa sannfært mikinn meiri- hluta þjóðarinnar um, að eitthvað meira en lítið sé bogið við núverandi skipan samninga og verkfalla. Margar hugmyndir til úrbóta hafa komið fram og ýt- arlega gerð grein fyrir sumum þeirra. Því miður hafa sumir leiðtogar í launþegahreyfingunni tekið þessar hugmyndir óstinnt upp og neita að viðurkenna, að núverandi skipan mála sé úrelt og óviðúnandi. Það er því varla um annað að ræða en að heilbrigðir stjórn- málamenn hleypi í sig kjarki og fái Alþingi til að setja ný lög um aðdraganda samninga og tímasetn- ingu þeirra. Vandamálið í stéttarfélögunum er, að margir hafa tilhneigingu til að styðja til valda þá menn, sem mest bylur í út af kjaramálum. Ábyrgðarlausir menn kom- ast í sumum tilvikum á toppinn og fá aðstöðu til að beita valdi á frumstæðan hátt til stuðnings fáránleg- um kröfum. Ný stjórn — en óbreytt verkföH Jþessa síðustu viku, sem liðin er síðan brezku kosningarn- ar fóru fram hafa menn notaö til að ná sér eftir hin óvæntu úrslit. Það er eins og enginn hafj verið undir það búinn, að stjómarskipti færu þar fram að þessu sinni. Úrslitin virðast hafa komið öllum á óvart, bæði sigurvegurunum og þeim, er töp uðu, og þá ekki sízt hinum miklu nýtízku fyrirtækjum, sem vinna að skoðanakönnunum, þau liggja svo að segja í sárum eftir úrslitin og hafa orðið fyrir gífurlegum álitshnekki. Stjórnarskiptin í Bretlandi eru miklu sneggri og' óvæntari en fall de Gaulles í Frakklandi eða valdataka Willy Brandts 1 Þýzka landi og þess gætir talsvert enn í erlendum blöðum, að menn botna ekkert í þessu fyrirbæri. Menn taka helzt að styðja sig við eitfchvert gamalt algilt lög- mál, sem á að ríkja í Bretlandi, að engin stjórn og enginn stjórn málaforingi geti haldið völdum lengur i einu en tvö kjörtímabil. Svona hafi þetta veriö alla daga síðan á tímum William Pitts, sem var uppi á dögum Napol- eons og Jörundar hundadaga- konungs og undir það dulfræði lögmál verði allir að beygja sig. Ekkj eru þó allir sem sætta sig við það, að himintunglin ráði þannig stjórnmálaörlögum, pg eru auðvitað líka margir, sem reyna að brjóta málin bet- ur til mergjar og íhuga hvaða ástæöur hafi raunverulega legiö að baki ósigri Harolds Wiisons. Jþar er nokkuð vikið að því sjónarmiði, sem ég minnt- ist lítillega á í síðustu viku, aö við lifum á óvenjulega mikl- um ólgutimum. Þaö er upp- reisnarhugur í æskufólki. Að vísu er ekki hægt að sjá að það stefni aö yfirgnæfandi meiri hluta til fylgis við neina eina eða ákveðna pólitiska stefnu, heldur fer það eftir stjórnmála aðstööunni í hverju landi. Það hefur fyrst og fremst tilhneig- ingu til að snúast gegn þeim sem með völdin fara hverju sinni. Og þetta gildir ekki ein- ungis um unga fólkið, heldur miklu stærri hluta þjóöanna. Ó- venju stór hlutj kjósenda í mörgum löndum virðist vera andpólitískur og hai'a niðurrus tilhneigingar, sem koma aðal- lega fram í því. aö þeir vilja fella þá sem með völdin fara á hverjum stað. Þetta er hinn fjöl menni hópur, sem stendur a milli flokkanna hverju sinni og sveiflast til og ræður I raun- inni úrslitum, þegar fariö er að telja upp úr kjörkössunum. Sérstaklega er þetta fyrirbæri auövitaö öflugt í þeim Iöndum, þar sem verkfallsöldur og verð- bólgubylgjur dynja stöðugt yfir, að maður tali ekki um, þar sem atvinnuleysi færist f aukana eins og verið hefur i Bretlandi. Þetta má nú heita sérstakt þjóð félagsform sem kalla mætti verk fallaþjóðfélag, einkum 1 Vestur- Evrópu. Það hefur ríkt í mörg ár 1 Bretlandi og I Danmörku og gætir nú í æ ríkari mæli í Þýzkalandi og jafnvel noröur í Svfþjóð. Þaö er einkenni þess, að það gerir alla óánægða, alls staðar er farið fram með frekju og kröfuhörku, allir heimta bætt kjör, en afleiðingin verður þvert á móti skert kjör fyrir heildina. því að verkiföllin lama atvinnulífið og verðbólgan hef- ur i för með sér æ meiri þreng ingar og skuldabasl launþeg- anna. Svo er það venjan aö allir þessir kröfuseggir skella skuldinni á ríkisstjómirnar, sem þó gegna aðeins því hlutverki í kröfuþjóðfélaginu að vera eins og mús undir fjalakettj og þora sjaldnast að æmta eða skræmta, allra sfzt, að þeir þori að segja þjóðum sfnum til syndanna /~fcg þó ný stjórn Ihaldsflokks ins taki nú við völdum í Bretlandi, er ekkert útiit fyr- ir aö nein breyting verði á þessu. Allt gengur sinn vana vitahringsgang. Nú um þessar mundir stendur yifir mikið verk fall í hinum frægu Lucas-verk smiðjum í Birmingham, sem framleiða raftæk; í flestar eða allar bifreiðir, sem framleiddar eru í Bretlandi. Þar eru um 650 starfsmenn í verkfalli, og er nú svo komið, að þeir lama nær allan brezka bifreiðaiðn- aðinn, verksmiðjurnar eru þeg- ar að verða uppiskroppa með raftæki í framleiðsluna. Einna fyrst varö vöntun á störturum og hafa Ford-verksmiðjurnar orðið að grípa til þess ráðs að setja startara í nýja bfla meöan þeir eru að prófa þá og aka þeim út úr verksmiðjudyrunum, en síðan verður að taka bá úr og nota þá í næstu bíla. Fram- leiðsla á Bedford-vörubílum hefur að mestu stöðvazt, en Rootes-bílaverksmiðjurnar sem framleiða m. a. Hillman, lýsa þvf kaldhæönislega yfir aö þær séu heppnari. Þær voru svo „gæfusamar“ að þeirra eigin starfsmenn fóru í mikið allsherj arverkfall, svo að það gerir ekk ert til, þó rafmagnstækin vantil! Það þarf varla að taka það fram, að bifreiðaiðnaðurinn brezki er þýðingarmesta útflutningsgrein landsins, sem allur efnahagur landsins styðst mjög við, og hinu má bæta við að starfsmenn í bifreiöaiðnaöinum eru betur launaðir en flestar aðrar stéttir, en þykjast þurfa að fá meiri laun en aðrir vegna þess hve mikilvæg þessi atvinnugrein sé fyrir efnahagslíf þjóðarinnar í heild. , p1kk; er öll sagan sögö með þvf vegna þess að nú um miðjan næsta mánuð vofir yfir eitt hrikalegasta verkfall í sögu Breta. Það er verkfall hafnar- verkamanna, og þykir nú sýni- legt að það muni verða lang- vinnt vegna þess hve miklar kröfur verkamennirnir gera. Það passar þá kannski alveg, að þegar raftækjaverkfaílinu lýkur og bifreiðimar fara að verða tilbúnar til útflutnings, þá stoðvar hafnarverkfallið útskip un bílanna, kannski eitthvað fram á haustið. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í skipulagi brezkra hafna- og út- skipunartækni og hefur það að sjálfsögðu fylgt þessari tækni, að kjör hafnarverkamanna hafa mjög batnað. Fyrir fjórum ár- um höfðu þeir um 20 sterlings- pund á viku eða sambærilegt við um 18 þúsund kr. kaup á mánuði. En nú hafa kjör þeirra batnaö með tilkomu tækninnar og eru meðallaun þeirra nú orð itol/lllVt ri Edward Heath sem allt í einu og öllum að óvörum er orðinn forsætisráðherra Bretlands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.