Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 3
VTSIR. Föstudagur 3. juil l»7o.
í MORGUN UTLÖNDIMORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND
Umsjón: Haukur Helgason
Nixon óttast átök við Sovétríkin
i Miðausturlöndum — „Meiri hætta jbar en i
Suðaustur-Asiu" — Vopn til Israels, ef ekki
verður samið
Bandaríkjastjórn varaði í
gær Sovétríkin ótvírætt
við hættunni á átökum
milli stórveldanna í Mið-
austurlöndum. Jafnframt
hét Bandaríkjaforseti að
láta ísrael í té vopn, ef þörf
krefði.
Formælendur Bandaríkjastjórnar
sögöu, að Bandaríkin yröu aö svara
með hörðum aðgerðum, ef USSR
héldu áfram aö auka vopnasending
Gunnar Jarring
ar sínar til Arabaríkjanna. Þessi
ummæli komu nokkrum klukku-
stundum eftir aö Nixon forseti
haföi flutt ræðu í sjónvarpi og bent
á hættuna á átökum miili stórveld-
anna í Miðausturlöndum.
Nixon var óvenjulega harðyrtur
og tók af öll tvímæli I því að Banda
ríkjastjórn iítur mjög alvarlegum
augum á ástandið fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Fréttamenn segja, að
forsetinn hafi greinilega ætlað að
sannfæra leiðtoga Sovétríkjanna
um nauösyn þess, að þeir beittu á-
hrifum sínum í Arabaríkjunum til
þess að stofna til friðarviðræðna
milli Araba og ísraelsmanna. Jafn
framt lét forsetinn fremur en
nokkru sinni áður í það skína, að
Bandaríkin mundu láta ísrael í té
flugvélar, ef nýjustu friðartiiraunir
færu út um þúfur og Sovétríkin
héldu áfram að senda Aröbum
vopn.
Nixon undirstrikaði jafnframt, að
hættan á beinum átökum Banda-
ríkjanna sé meiri fyrir botni Mið
jarðarhafs en hún er í Suðaustur-
Asíu.
Sovétríkin hafa einnig lagt fram
friðaráætlun í deilum Araba og
ísraelsmanna. Þær tillögur voru
ekki jafn ítarlegar og hinar banda-
rísku en munu hafa stefnt að því
að auka skilning milli Bandaríkja
manna og Sovétríkjanna, segja
fréttamenn.
„Síðustu friðartillögur Banda-
ríkjanna í deilunum í Miðaustur-
löndum hafa líklega ag geyma
margt jákvætt, en í heild sinni
eru þær vísvitandi tilraun til að
sundra einingu Arabaríkjanna“.
Þannig skrifar tímaritið Novoje
Vremja í gær, og eru þetta fyrstu
opinberu viðbrögð Sovétríkjanna
við þessum tillögum.
Novoje Vremja er gefiö út af
landssambandi og er taliö túlka
vel sjónarmið æðstu manna í Sovét
rikjunum. Hin neikvæða afstaða
þess kom vestrænum fréttamönn-
um ekkí á óvart. Forseti Sovét-
ríkjanna hafðj í móttökuræðu við
komu Nassers til Sovétríkjanna
sagt. að tillögumar „væru aðeins
kænskubragö" og þeim væri ætlaö
að setja Araba í gapastokkinn.
Þrátt fyrir gagnrýni sovézka
timaritsins á bandarísku tillögun-
um, kemur einnig fram jákvæð af
staða, þar sem segir: „Vera má, að
á nokkrum sviðum séu jákvæð
atriði í bandarísku tillögunum,
atriði, sem ekki má hafna án nán
ar; afchugunar.“
Einn helzti ráðunautur Nassers
Egyptaiandsforseta segir í blaða-
grein í morgun, að bandarísku frið
artillögurnar komi hvergi nærri
nóg til móts við kröfur Araba.
Mohamed Hassanein Heikal, sem
er ritstjóri áhrifamesta blaðs Ara-
baríkjanna, A1 Ahram, segir banda
rísku tillögurnar ekki hafa neitt
nýtt aö bjóða, sem einhveju skipti.
Hann tekur þó fram, aö hann hafi
„aðeins lesið en ekki brotið til
mergjar" hinar bandarisku tillögur
og sé hann ekki fær um að kveða
upp endanlegan dóm yfir þeim að
svo stöddu.
Heikaí segir, að í tillögunum eé
gert ráð fyrir eftirfarandi: í fyrsta
lagi vopnahléi í takmarkaðan tíma
(3 mánuði). Þá hefji sænski sendi
herrann í Moskvu, Gunnar Jarring,
aftur störf sem sáttasemjari í deil
um Araba og ísraels, og loks komi
til framkvæmda samþykkt Samein
uðu þjóðanna frá í nóvember
1967.
MIKILVÆG SKUTLÍNA. Betur horfir nú um ferð Thor Heyerdahls en í fyrra, þegar papírus-
bátur hans, Ra, sökk, er aðeins 1280 kílómetrar voru ófarnir af 6400 kílómetra vegalengd. Þá
vantaði línu í skutinn, sem merkt var á fornum teikningum, en enginn skildi þá, hvaða tilgangi
hún þjónaði. Nú hefur Heyerdahl þessa línu, sem hann segir að geti lyft skutnum og komið í veg
fyrir,?að oldur gangi þar inn yfir. — Á myndinni er svartur hringur, þar sem hin mikilvæga lína er.
Ra 2 á eftir
9 daga
<§ Séra Paisley hinn öfgafulli.
//
Mundi hálshöggva þá"
Séra Paisley rekinn af þingi
frlands, eftir að hann gerði
harða árás á dómsmálaráð
herra héraðsins, Basil
Kerry.
Leiðtoga öfgafullra mót
mælenda í Norður-írlandi,
séra Ian Paisley var í gær
vísað út úr þingi Norður-
Áður en Paisley var rekinn úr
þingsölum, hrópaði hann í bræði
sinni: „Ef ég fengi sverð, mundi
ég hálshöggva mikinn hluta af þess
um bölvaða bófalýð."
Paisley var kjörinn á þing Norð-
ur-írlands fyrr á þessu ári í auka-
kosningum, og hinn 18. júlí náði
hann einnig kjöri til brezka þings-
ins.
Papírusbátur Thor Heyerdals
Ra 2. var í gær 500 sjómílur frá
Vestur Indíum, og er búizt viö
að hann komi til ákvöröunar-
staðar eftir um það bil niu daga.
Þessar upplýsingar gefur út-
varpsáhugamaður einn í Flórída,
sem heyrði í Ra 2. síðdegis í
gær.
Áhugamaðurinn Richard Ehr-
horn að nafni segir, að sam-
kvæmt útreikningum á Ra 2.,
mundi Heyerdahl og menn hans
ganga á land á norðurhluta eyj
unnar Martiník. Hins vegar
gætu straumar borið bátinn
langt suður fyrir Barbados. —
Mundi Heyerdahl þá reyna að
ná til Antiliaeyja.
Frestun í My Lai-málinu
Dómari úrskurðaði í gær, að
stöðva skyldi allan undirbúning
herréttarhaldanna yfir einum hinna
ákærðu í My Lai-fjöldamorðunum.
Skyldi undirbúningi ekkj haldið á-
fram, fyrr en borgaralegur dóm-
stóll hefði tekið afstöðu til nokk-
urra spurninga, er vörðuðu stjómar
skrána.
Ákærðu i þessu tilviki var Eseq-
uiel Torres, 22ja ára liðþjálfi.
Hann er sakaður um að hafa drep
ið tvo og sært þrjá aðra með vél-
'byssuskothríö í fjöldamorðunum í
My Lai. Verði hann dæmdur sek-
ur, kemur ævilangt fangelsi til
greina.
Ákveðin tímamörk hafa aðeins
verið sett í máli eins þeirra tólf,
sem sakaðir eru um fjöldamorðin.
Það er mál William Calleys liðs-
foringja, en hann á að koma fyrir
rétt hinn 24. ágúst í Fort Benning
í Georgiufylki. Calley er sakaður
um morð á 102 almennum borgur-
DAGLEGA OPIÐ FRft KL. 6 AO M0RGNI TIL KL. HALF TÖLF AO KUÖL0I
smáréttir
GOTT 0G ÖDÝRT
HJft GUOMUNDI