Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 8
V1SIR . Föstudagur 3. júlf 1970. Otgefanii- Revkjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla: Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjór.i: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165.00 á mánuöi innaniands f lausasölu kr. 10.00 eintakiC Prentsmiöja Vfsis — Edda hf. ____ T&WfBmmmmu ■ K/nn' lu. —■ mn im» in m tmi, piimhicthi——— FrumkvæBið er komið þótt samtökum vinnuveitenda og launþega hafi ekki tekizt að koma á skynsamlegum reglum um meðferð kjarasamninga, ríkir með þeim skilningur á, að slíkar reglur séu nauðsynlegar. Að vísu eru til þeir menn í forustu launþegasamtaka, sem vilja engar slíkar regl- ur, heldur halda fast við þær frumskógarvenjur, sem nú tíðkast, en þeir eru í miklum minnihluta. 1 Helzti þröskuldurinn virðist vera sá, að samtök launþega geta ekki komið fram sem einn aðili. Hin einstöku félög eru ekki fús til að fórna hluta af valdi sínu og afhenda Alþýðusambandinu. Það er því mun veikara en hliðstæð sambönd í nágrannalöndunum. Og valdaleysi þess gagnvart stéttafélögunum rýrir getu þess til að hafa, með vinnuveitendum, frumkvæði að nýju kerfi í meðferð kjarasamninga. Ríkisstjórnin hefur nú boðizt til að hafa milligöngu um, að heildarsamtökin tvö taki samningamálin til rannsóknar og endurskoðunar, með varanlegar úr- bætur að márkmiði. Hugmynd ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Annars vegar vill hún, að reynt verði að finna leiðir til að draga úr verðbólguáhrifum kjara- samninga. Hins vegar vill hún, að reynt verði að end- urbæta undirbúning og aðferðir við kjarasamninga. Þetta ágæta frumkvæði er ef til vill það, sem þarf til að hrinda þessu mikilvæga máli af stað. Fram hafa komið margar athyglisverðar hugmyndir um bætta meðferð kjaramála. Og sumar þeirra virð- ast hafnar yfir alla gagnrýni, þótt dálítið hafi borið á úrtölum meðal forustumanna í samtökum launþega. En þeir munu eiga erfitt með að afneita heilbrigðri skynsemi, þegar málið er komið af stað. Hvað er því til fyrirstöðu, að sameiginlegri stofnun beggja aðila, Kjararannsóknanefnd, verði falið að vinna mun víðtækara starf en nú? Hvað er því til fyr- irstöðu, að sérfræðingum hennar verði falið að leggja fram ítarlega útreikninga, sem deiluaðilar eru síðan skyldaðir til að fjalla um í kröfum sínum og tilboð- um? Hvað er því til fyrirstöðu, að nefndin byggi smám saman upp drög að samstarfi, er geti gert samanburð milli stétta raunhæfari? Hvað er því til fyrirstöðu, að samtök launþega verði skylduð til að leggja fram rökstuddar kröfur í heil- legu formi tveimur mánuðum áður en samningar renna út? Hvað er því til fyrirstöðu, að samtök vinnuveitenda séu skylduð til að leggja fram rökstudd tilboð hálfum mánuði síðar? Hvað er því til fyrirstöðu, að settar verði reglur um, að tíminn, sem þá er eftir, sé vel nýttur? Hvað er því til fyrirstöðu, að áður sé búið að ræða allar sérkröfur? Þetta eru nokkrar þeirra tillagna, sem Vísir hefur borið fram hvað eftir annað á undanförnum misser- um. Efnislega hafa þær ekki verið gagnrýndar. En frumkvæði hefur skort meðal deiluaðila til að koma á endurbótum, þessum eða öðrum. Það er því ástæða til að fagna þeirrl milligöngu, sem ríkisstjómin hefur nú tekið að sér. j^ylega gerði Nixon forseti ' fyrstu meiriháttar breytingu á ráðuneyti sínu. Menn kynnu ef til vill að ætla að þær breyt ingar myndu snerta hið um- deilda Vietnam eða Kambodju- stríð en svo var þó ekki. Fyrsti ráðherrann sem hverfur úr stjórn hans heitir Robert Finch og hafði farið meö heilbrigðis og skólamál. Það er heldur eng in tilviljun, að breyting er fyrst gerð á þessu sviði því að þar fara nú fram mikil átök. Þó lít- ið beri á þeim út á við, þá eru þau kannski enn örlagaríkari en allar fjöldagöngurnar út af Víetnammálinu. Hér eru við- kvæmustu þættir bandarískra þjóðmála, hér er saman kominn hjá einum ráðherra kjarni banda rískra þjóðfélagsvandamála. Á honum mæöir fremur en nokkr- um öðrum kynþáttavandamál Lít og læknisþjóausta og tekjuskiptingarvandamál hins úrelta og gamalspillta bandaríska þjóðfélags. Brottför Roberts Finch úr stjóminni var um leiö eitt við- kvæmasta persónulega vanda- mál Nixons forseta, því að Finóh hefur um langan aldur verið einn nánasti persónulegi vinur hans. Hann hefur stund um verið kallaður eini persónu legi vinur Nixons. Það er kunn- ugt. að saman við brottför hans blandast ofþreyta og stress. Finch var um tíma svo illa haldinn af stressi, að hann varð að leggjast á sjúkrahús með vott af lömun í handlegg. Hann langaði þó til aö halda áfram, hafði náð sér eftir of- þreytukastið og vildi ekki hverfa frá hálfkláruðum við- fangsefnum. En Nixon varð að . skera úr. Sú ákvörðun var ekki aðeins persónúlegur ósígur 'fýr' ir Finch, heidur einnig fyrir Nixon sjálfan. Þeir komust að þvi. að það var annað sterkara afl í þjóðfélaginu, sem sjálft forsetaembættið fékk ekki ráð- ið við. Þótt mikil ólga hafi verið i skólamálum Bandarikjanna, eru það þó ekki erfiðleikar í þeirri deild sem valda ofþreytu og brottför Finch heldur fyrst og fremst hin hliðin, sem varðar heilbrigðismálin. Hið sterka afl, sem bæði Finch og Nixon hafa orðið að gefast upp fyrir er bandaríska læknafélagið sem venjulega gengur undir skamm- stöfuninni AMA. Samtökum þessum beita bandarískir lækn ar nú á skefjalausan hátt til að hindra umbætur á heilbrigð ismálum landsins. jpinch tilheyrir hinum frjáls- lynda armi Republikana- flokksins, er álítur umbætur heii brigðismála brýnasta viðfangs- efni þjóðarinnar. Hann kom til starfa glaður og reifur og lét einhvemtíma í Ijósi, að hann teldi sig hamingjusamasta mann í heimi, að mega þama vinna að þýðingarmestu endurbótum þjóðfélagsins. Hann hugðist taka upp nýja stefnu í heil- brigðismálum, þar sem aukin áherzla yrði lögð á félagslega hlið þeirra. Og hatin ætlaði að skipa mann sama sinnis að- stoðarráðherra mann að nafni Knowles sem var kunnur fyrir frjálslyndar hugmyndir sínar í heilbrigðismálum, hafði flutt fyr irlestra þar sem hann hélt því fram að nú væri nóg komið að sinni af framlögum til dýrustu sérfræðilækninga. Nú yrði að fara aö sinna læknisþjónustu fyr ir fátæka fólkið. Þegar kunn- ugt var að Finch ætlaði að skipa slíkan fulltrúa mannúðar í æösta embætti, reis banda- riska læknafélagið upp með miklu offorsi. Útsendarar þess reru stöðugt í þingmönnum og það er opinberlega viðurkennt að félagið hafi beitt sjálfan Nixon forseta vissum þvingun- um. m. a. minnt hann á, að læknafélagiö greiddi um 2 millj. dollara í kosningasjóð Republik anaflokksins í forsetakosning- unum 1968. Og það kom í ljós að ekkert fékk staðizt áhrif hins yqlduga. læknafélags; Firith fékk ekki sjálfur að velja sér aésioð- arráðh. AfleiÖingin hefiif svo orðið sú, að algert stjórnleysi hefur cíkt í heilbrigðismálaráðu- neytinu bandaríska. Þar er hver höndina upp á móti annarri, alls staöar togast á peninga- hagsmunir læknastéttarinnar og þjónustuhagsmunir almennings og í staö styrkrar heildarstjóm- ar ráðherra einkennast ráðu- neytisstörfin af skæruhern- aði. Það var þessi óöld, sem olii taugaáfalli Finchs, og hún veld- ur því einnig, að hægt er að segja, að hann hafi ekki ráðið við verkefnið. Állir þessir atburðir beina ^ enn einu sinni huganum aö hinu ömurlega ástandi í heil- brigðismálum Bandaríkjanna. Hvergi í veröldinni er eins gífur- legum fúlgum varið til heil- brigðismála, þar hefur milljarða- summunum verið kastað svo til hugsunarlaust í glæsiieg lúxus- sjúkrahús og óteljamdi rannsókn arstörf. Enginn efast heldur um það að bandarísk læknisfræði standi fremst í heiminum. Þar hafa vissulega orðið örastar hvers kyns uppfinningar og þar hefur verið komið upp ógrynn- um af dýrustu tækjum. Enginn neitar því, að sigurför læknis- fræðinnar í Ameríku hefur veið glæsileg, en á hinn bóginn hafa fjáveitingar og fjársafnanir á sviði hennar verið ótrúiega gagnrýnislausar. Það hefur ekki verið siður aö horfa neitt í út- gjöldin, fræöigreinin sem fjall- ar um sjálft mannlífið hefur verið ofar allri gagnrýnL Af- leiðingin er svo að læknar og vísindamenn hafa baðað í gulli. Gróðj þeirra hefur líkzt gróða olíukónga. AJlt hefur þetta líka líkzt einu miklu gullæði. Þegar það komst tízku að tala um krabbameinshættu af sígar., voru milljarðatugir þegar veittir x tíu ólíkar rannsóknir á síga- rettutjöru. Þegar kolesterol-æö- ið hófst fengu tuttugu ólíkar vísindastofnanir milljónaupp- hæðir til aö rannsaka æðakölk- un. Þegar nokkur hópur banda- rískra skurðlækna þóttist fær \ um að skipta um hjörtu í fólki, fór enn þrumuveður um vísinda- heiminn og milljónir dollara söfnuðust í sjóði læknanna, sem ■' tóku svo f óða önn að skera hjörtu úr hálfdauðum og setja . þau í ,aðra sem ekki var hugað líf og það {x'ótt enn sé mjög vafasamt, hvort þær aðgerðir eiga rétt á sér. Síðan er hafin ó- skapleg rimma milli frægustu • hjartagræðendanna, Bakey og . Cooley í Houston, hverjum beri , frægðin! Allt er þetta mjög glæsilegt, ^ en þegar litið er niður til ■ hinnar almennu læknisþjón- ustu, þá blasir við önnur mynd. Allt þetta mikia og dýra lækn- ingakerfi hefur aðeins þjónað örlitlum auöugasta hluta þjóð- arinnar. Hvergi er skipting stétta og auös geigvænlegri en í bandarfskri lækna- og sjúkra- húsþjónustu. Þaö er svo ömur- legt ástand, að atburðir eins og stríðsgiæpirnir í Mæ Læ falla aigerlega í skuggann af því á- standj sem bandaríska læknafé- lagið reynir nú að viðhalda. Hvergi i heiminum er læknis- þjónusta dýrarj en í Bandaríkj- unum, hvergi eru tekjur lækna meiri, en á sama tíma hefur ver- ið sagt að aðeins 5% þjóðar- innar hafi efni á því að leita til læknis. Kannski er sú tala nokkuð ýkt eða hún gildir ekki full- komlega lengur, einkanlega eft- ir að vísir að opinberu sjúkra- samlagi og tryggingastofnun tók til starfa fyrir um 5 árum. Er þar um tvær stofnanir að ræða, MEDICARE. sem er nokkurs konar vísir að sjúkrasamlagi og annast aöallega greiðslur á sjúkrahúsgjöldum, þó svo að sjúklingar verða sjálfir að greiöa almenna lækniskostnað og lyf,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.