Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 7

Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 7
V ls IR. Föstudagur 3. jöli IVTO. 7 cTVIenningarmál 7rnii séu ekki flestir að því komnir að fá nóg af miklu tali um listahátíð í Reykjavík? Á sunnudaginn, að afloknum hin, um íslenzka og norræna þætti hátÁðamnar, gerðu menn tilraun til að draga dæmin saman á um ræðufundi í Norræna húsinu, lýsa að svo komnu reynslu sinni og niðurstöðum af hátíðinni. — Boðað fundarefni var að vísu til muna viðurhlutameira: Staða fs- lenzkra iista og bókmennta í dag. En sem betur fer .hleyptu menn sér ekki upp í neitt hugar flug út af slíkum álitamálum heldur héldu sig að nærtækari umræðuefnum. Fundurinn varð að því leyti gagnlegur að þar kom fram greinargerð af hálfu hverrar Kstgreinar af annarri um hennar h'lut að hátíöinni og ýmislegar athugasemdir um und irbúning og framkvæmd hennar. Verra var að ekki skyldu fleiri forráðamenn hátíðarinnar en fundarstjórinn, Hannes Kr. Dav- íðsson, staddir á fundi, halda þar uppi svörum af sinni hálfu og gera grein fyrir viöhorfum sínum við hinni næstu hátíð. >ví að það er alveg ljóst aö þegar verður að fara að hugsa fyrir undirbúningi næstu hátíö- ar þótt hún veröi ekki haldin fyrr en að tveimur árum liðnum. I.íka virðist ljóst að svo við urhlutamikla listahátíö sem þessa sé að sinni varla tækilegt að halda hér á hverju ári. En þeg ar kemur að hinni næstu hátíð mega menn gjarna hafa skýrari hugmyndir fyrirfram en nú um hlutdeild og hlutverk innlendra lista, einstakra listgreina og stofnana á hátíðinni: Það var þrátt fyrir allt ein skýrasta á- lyktunin af , umræðunum á suhnudag. J ár hefur þátttaka innlendra aðila augljóslega verið fjarska breytileg. Sinfóníuhljóm sveit íslands hefur að allra dómi staðið sig meö hinni mestu prýði, sannkallaður burðarás í hátíðinni, og gott ef ekki geng ið í endurnýjun lífdaga við auk inn liðstyrk og leiðsögn yfir- burða-stjómenda. Samtök rit- höfunda, bókaútgefendur, bóka söfn áttu hins vegar svo sem enga hlutdeild að hátíðinni — Uttekt á afrakstri listahátíðar: umræöur í Norræna húsinu. Hefð og nýmæli þótt því megj að sönnu ekki gleyma að í tilefni hennar gaf Helgafell út fjögur skáldrit ungra höfunda, allt frumsmíð- ar og aðrar greinir, kvikmyndir, danslist, lýstu fyrst og fremst fjarveru sinni af íslenzkum.lista markaði. Leikfélag Reykjavíkur lagði sinn skerf til hátíðarinnar með Kristnihaldi undir Jökli og flutningi Þorpsins, og þar við bættist hlutur Litla leikfélagsins og Popóla. Þjóðleikhúsið hafði hins vegar ekki annað til mála að leggja en tvær misheppnaðar, útgengnar sýningar sínar frá því í vetur. Það bar nýrra við á undinum á sunnudag að heyra talsmann leikara, Klemenz Jóns son, formann félags þeirra, lýsa því hispurslaust yfir að leikarar Þjóðleikhússins væru sáróá- nægðir með hlut Þjóðleikhússins að hátíðinni — en þeir hafðu t)árS!rengfa ráða vferið áþúrðir um.hvað. gera skvldi. Það á ekki af Þjóðíeikhúsinu að ganga. Of- an á þetta kom skorinorð á- drepa Guðbjargar Björgvinsdótt ur um ballettmál og rekstur list dansskóla Þjóðleikhússins sem síðan er oröin að blaðamáli og dómsmál sagt í uppsiglingu út af viðskiptum leikhússtjóra og ballettmeistara. Það má með sanni segja að listahátíð hafi sett hátíðlegt upphrópunar- merkí aftan við afmælisár leik- hússins, svo björgulegt sem það nú var. ^uövitað má sitthvaö finna að framkvæmd og undirbún- ingi listahátíðar. En aðfinnslur manna á sunnudag, Ingvars Jónassonar, Stefáns Edelstein og annarra, voru þrátt fyrir allt fyrst og fremst tæknilegar, og væntanlega auðleyst úr þeim mörgum hverjum með nákvæm ari undirbúningi hátíðarhalds. Hitt væri fásinna að segja há- tiðina misheppnaða, verr haldna EFTIR OLAF JONSSON Ingvar Jónasson í ræðustól, Hannes Kr. Davíösson fundarstj. en óhaldna eða annað í þeim dúr af þessum og því líkum á- stæðum, enda gerðu menn það ekki, margur mun hins veg- ar hafa tekið undir með Þor- steini Hannessyni þegar hann lýsti gleði sinni yfir hátíðinni. Að hátíðinni aflokinni virðist það augljóst mál að skerfur inn lendrar tónlistar og myndlistar •hafi verið myndarlega af hendi leystur, líklegur til að hafa veitt sanngjarnt yfirlit yfir stöóu og getu þessara listgreina, þótt auð vitað haf; farið meira fyrir hin- um erlendu gestaleikjum á há- tíðinni. Það er hins vegar óleyst spursmál hvernig hlut innlends skáldskapar ætti að haga á slíkri hátfð svo að gagni kæmi. Hið innlenda efni, þó ekki sé all tént mikið látið yfir því, er auð- vitað og verður uppistaða hátíð arhalds af þessu tagi, réttlæting þess að hátíð sé haldin. Erlend- um aðföngum vali gestaleikja til hátiðar er sjáifsagt að haga svo að þeir séu líklegir til að koma innlendu lista- og menntah'fi að sem mestu gagni. Þetta eru sjálfsagðir hlutir sem búið er að segja margsinnis á þessari hátíð. En að henni lok- inni er það líka ljóst að hér hafa tvenns konar eða þrenns konar hátíðir verið haldnar í þetta sinn. Gleggst eru skil hinnar norrænu og innlendu listahátíð ar sem lauk um síðustu helgi og alþjóðlegrar listahátíðar sem þá tók við, fimm konsertar snilld- armanna á heimsvísu, „frægra fugla“, með klassíska efnisskrá að hætti slíkra virtúósa. Á fyrri hluta hátíöarinnar kvað hins vegar allmikið að nýmælum, bæði í innlendri tónlist og leik'- list, og með gestaleikjum Cull berg-ballettsins og Marionettu leikhússins sem báru með sér ferskan gust tilraunastarfs, list rænna nývirkja inn í molluloft 'Þjóðleikhússins. Fyrir minn smekk voru þessir gestaleikir, ásamt hinni fögru sýningu á grafikverkum Edvards Munch, eftirminnilegustu viðburðir á leiknum á seinni hluta hátíðar. Ljóst er að þann þátt hennar eig um við að þakka vinfengi Vladi- mírs Ashkenazy, hinir erlendu snillingar hafa beinlínis gert það fyrir hans orð að koma hingað til hátíðar, hvort sem reynslan af þessari hátíð verður til að ýta undir slíkar heimsókn ir í framtíðinni. Einhverjum kynni að koma til hugar að unnt eöa vert væri að aðgreina þess ar tvær hátíðir að nýju, halda til dæmis norræna listahátíö annað árið, hitt árið alþjóðlega tónlistarhátíð, hvoru sinni meö jafnmikilli hlutdeild innlendra listar og listamanna og geta og markaður leyfði. Vera má að þetta reyndist allt á litið prakt ísk hugmynd. En aö mínu viti stafaði gildi þessarar hátíöar sem nú er lokið ekki hvað sízt af fjölbreytni hennar, öllum þeim úrkostum sem hún veitti sambýli hýfðar og nýmæla á há- tíðinni. Það þarf blindan mann og daufan á listir í landinu til aö leiða atburði hennar með öllu hjá sér — en hátíðin bauð líka upp á efni að flestum smekk. Nokkru væri fórnað ef sambæri legri fjölbrevtni yrði ekki til að dreifa á listahátíöum til frambúö ar hvað sem vinnast kynni; þeg- ar vegna fjölbreytni sinnar er listahátíð sem þessi fjarska lík- leg til að örva almennan áhuga á listastarfi í landinu. Og það er sem sagt það sem úrslitum ræður: Að hátíð verði ekki ein- ungis til tilhalds og viðhafnar heldur raunverulegs framdráttar hinu hversdagslega starfi, við- halds og eflingar innlendrar hefðar, hvati nývirkja í listum. T>ó margt hafi þegar verið rætt' um listahátíö i Reykjavik kann sumt það sem áhugaverð- ast er enn að vera ósagt að há- tfð nýlokinni. Á næstunni verð ur væntanlega upplýst hvemig fjárhagsleg undirstaða hátíðar- innar hefur reynzt í fraih- kvæmd. Þe^ar er vitað að að- göngumiðasala hefur orðið mjög mikil og þarf vart að vænta hennar meiri til frambúðar — þótt einstök dagskráratriði yrðu þessu sinni ómaklega út- undan aðsókn. Þess má jafnan vænta og þarf ekki að búast við að allar samkomur slíkrar hátíð ar veröi sóttar til hlítar. Hitt er Iíka Ijóst að efnisvali til hátíðar þarf jafnan að haga með tilliti til listamarkaðarins í landinu, getu hans á hverjum tíma, að aðsókn erlendra gesta til hátið- ar verður aldrei nema aukageta með innlendum tekjum hennar. Hversu mikið getur eigið aflafé hennar orðið? Vitað er að þessi hátíð var að verulegu leyti kost- uð af innlendu og erl. styrktar- fé, fyrir utan þau friðindi sem hátíðin naut af góövild og fyrir- greiðslu innlendra og erlendra aðila. Er slíks styrks og frið- inda aö vænta til listahátíðar- halds til frambúðar, hverjir munu bera uppi þá fjárfestingu og hvaða hags vænta þeir sér af henni? Þetta eru aöeins fáar af þeim spurningum sem vakna um efnalegan grundvöli listahá- tíðar þegar virkur dagur er runn inn að nýju. Hitt er líka óhætt að segja að listrænn afrakstur hinnar fyrstu hátíðar sem þó stendur væntanlega til bóta ef hátíðin kemst á til frambúðar i Iandinu, var slíkur að gestir hennar hljóta fastlega að vona að listahátíð í Reykjavík eigi sér einnig efnalegan grundvöll eftirleiðis. \ íiiiri ♦355* Tilboð óskast í að fullgera raflagnir í viðbygg ingu við Vinnuhælið að Litla-Hrauni á Eyrar bakka. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, gegn 1.000.— skilatryggingu. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 15. júlí. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI7 SÍMI 10140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.