Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 03.07.1970, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Föstudagur 3. júlí 1970. Með því að dreifa á skýjabólstrana silfurjoðíði, hefur tekizt að auka úrkomu á vissu svæði um alít að 150%. Tekst mannimim að hafa áhrif á veðurfarið ? Tilraunir, sem gerðar hafa verið að undanförnu, vekja vonir IIT eimiliO — veröld innan veggja, er táknrænna slag- oið er margur hvggur. I raun- inni er það og hefur alltaf ver- ið tilgangurinn með allri íbúða- húsagerð að skapa sér veröld innan veggja, öruggari og hag- kvæmari en veröldin utan þeirra, eftir því sem efni hugkvæmni og tækni leyfa. Með síaukinni /■11 \ suirg Tilboð óskast í eftirtaldar framkvæmdir við byggingu Veðurstofu íslands í Reykjavík. 1. Steypa upp og ganga frá byggingunni undir tréverk. 2. Pípulagnir. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, gegn 5.000.— skila- tryggingu fyrir lið 1 og 2.000.— króna skila- tryggingu fyrir lið 2. :iíui< INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 1Ö140 LEIGAN S.F. Vinnuvélar til leigu Lltlar Steypuhrœrivélar Múrhamrar m. borum og fleygum Rafknúnir Steinborar Vatnsdœlur (rafmagn, benzfn) J arðvegsþjöppur Rafsuðutœid Vibratorar Stauraborar Slípirokkar Hitablásarar HOFDATUNI A - SÍMI 23480 Hjólastillingar Lt.!:nsverkstæðíð Suðurlandsbraut 10 . Sími 81320 þekkingu og verklegri kunnáttu mætti og ætla að manninum hefði loks tekizt að skapa sér þar þá einkaveröld, sem gæti tryggt honum alla þá ytri vel- líðan, sem óskir hans standa til. I rauninni er það líka þannig — það er að segja, að hann býr yfir allri kunnáttu og verklegri tækni til þess. En þá kemur það til greina, hvað óskir manna eru margvíslegar og um leiö mat þeirra á því hvers með þurfj hið ytra til að skapa vel líöan og ánægju. Að öllum lík indum eru sjónarmið manna þar eins mörg og ólík og menn- irnir margir. og þótt einn telji þá veröld, sem hann hefur bú- ið sér innan veggja, fullnægja öllum óskum og kröfum, er ekki ólfklegt að aðrir í fjölskyld- unni séu á öðru máli. Eigi að síður eru það vissar kröfur sem allir geta sameinazt um til þeirrar veraldar. Kröf- unar, sem gera beri til veöur- f^fsins; í þessari, eink$veröld,,ef svq mætti að orði komast. Þar eigá sífellt að rfkja stillur, en þó á þar að vera gott og heil- næmt loft, þar á að vera hæfi- iegur raki í andrúmsloftinu. en aldrei úrkoma, og sföast en ekki sfzt — þar á að vera hlýtt og notalegt, og þvi eiga íbúam- ir að geta • ráðiö, þótt ekki sé víst að allir geti orðið á eitt sáttir um hitastigið. Með öðrum orðum þetta eru sams konar kröfur og maðurinn mundi gera til veðurfarsins i hinni víðu veröld, utan veggja, ef hann væri þess umkominn aö hafa þar nokkur áhrif á. Hina elztu og fyrstu forfeður hans skorti bæði tækni og þekkingu til aö geta ráðið veöurfarinu í þeirri veröld innan veggja, sem þeir bjuggu sér og sínum, svo að þar stendur hann þeim ólíkt framar. En þegar um er að ræða veðurfarið utan veggja stendur hann því sem næst á sama stigi og þeir. Og þó er það sennilega fátt sem manninum hefur verið jafn hugleíkið allt frá upphafi vega og að mega ráða veðrinu. Víst er um það að tilraunir hans í þá átt em nokkurn veg- inn jafngamlar honum. Villi- maðurinn reyndi að hafa áhriif á veöurfarið með seiðdansi og særingar jafnve’ mannfórnum. Seinna gerðu menn mikla elda eða skutu af fallbyssum f von um að geta kallað regn af himni. Öll gáfust þessi ráð mis jafnlega eins og vænta mátti. Nú hafa menn öðlazt mikilvæga þekkingu á ýmsum þeim öflum, sem ráða fyrir veðri og fer sú þekkink dagvaxandi. Og nú freista menn þess ráðs að strá vissum efnáblöndum á ský og stormsveipa í von um að geta haft áhrif á veðurfarið. Kunnust er eflaust sú tilraun vísindamanna á vegum banda- ríska sjóhersins að „strá salti í auga fellibylsins", eins og þeir orðuðu það í gamni. Tilraun sú byggist á þeirri skoðun að ef unnt reynist að breyta eitthvað styrkleikahlutföllunum í ,kjarna‘ fellibylsins, mætti um leið draga úr hinni gífurlegu orku hans. í því skyni hefur verið reynt að dreifa silfur-joðíði úr flugvélum í 'féllibylji sem að undanförnu háfa geisað á Mið- jarðarhafi, þar á meðal felli- bylinn „Debbie'* 1969. Árang- urinn hefur verið athugaður af ýtrustu nákvæmni, og hefurnið urstaöan orðið sú, að vísinda- menn telja að nokkuð hafi dreg ið úr orku fellibylsins. Þá hefur það löngum verið ósk manna að geta kallaf. rign ingu af himni þegar langvar- andi þurrkar hafa ógnað upp- skerunni og öllum jarðargróðri á víöum svæðum. Sama stofnun í Bandaríkjunum og staðið hef- ur að áðurnefndum tilraunum á vegum flotans, hefur og gert tilraunir í þá átt. Hafa flugvélar stráð samskonar efni, silfur- joðíði, á skýjabólstra, sem mynd ast við viss veöurfræðileg skil- yrði og hafa þær tilraunir nú staöið í tvö ár yfir Florídaskaga. Eru vísindamennirnir harla á- nægðir með árangurinn, því ao þeir telja að þannig megi auka regn við þessar aöstæður um 100% til 150%. Verður þessum tilraunum nú haldið áfram. Loks hafa verið gerðar tilraunir til að strá vissum efnum á sama hátt í snjóský að vetrarlagi 1 því skyni að ráða stærð og þyngd snjókornanna, og þykja þær tilraunir hafa vel tekizt Að visu hefur maðurinn haft nokkur áhriif á veöurfarið á viss um svæöum síðustu áratugina, en það hefur ekki verið af á- setningi eða i þeim tilgangi að breyta veðrinu til hins betra. Reykurinn sem leggur upp af stórborgunum, bæði frá verk- smiðjum og íbúðarhúsum, hefur mettað loftið uppi yfir efnum, sem hafa orðið til þess að draga til muna úr sólskini og auka þar rigningar. Þá er vitað að gróðurfarsbreytingar af manna völdum, svo sem eyðing skóga, hefur haft í för með sér breytt veðurfar og yfirleitt í neikvæða átt. Það á því enn býsna langt í land að maðurinn geti ráðið veöurfarinu i veröldinni utan veggja, eins og hann hefur kom izt á lag með að ráða þvl i einkaveröld sinni innan veggja. En tilraunir i þá átt spá þó góðu, og hver veit nema að sá dagur renni upp að draumur frummannsins, sem fram kom I dansi hans og særingum, rætist að minnsta kosti að einhverju leyti. Hjolbarbinn.sem reynst hefur BEZT á islenzku vegunum. Fullkomin þjónusta miósvæöis i borginni. LAUGAVEG1171. YOKOHAMA HJÚLBARÐAVERKSHEÐI Sigurjöns Gislasonar Einstaklingar — Félagasamtök — F jölbýlishúsaeigendur ÞAU ENDAST VON ÚR VITI WILT0N-TEPPIN Ég kem heim til yðar með sýnishorn og geri yður ðkveðið verötiiboö á stotuna, á herbergin, á stigann, á stigahúsið og yfirieitt alla smærri og stærri fletL ÞAÐ KOSTAR EKKERT AÐ HRINGJA I StMA 3 1 283 EN ÞAÐ BORGAR SIG OANlEl KJARTANSSON Simi 31283 I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.