Vísir - 04.07.1970, Síða 2

Vísir - 04.07.1970, Síða 2
 □□□□□□□ Michael Caine hjóna- band □□□□□□□ Það hefur eitthvaö undarlegt komið fyrir hann Michael Caine. Þessi frelsiselskandi kvikmynda- stjama, frægust fyrir myndina „Alfie“ og „Funeral in Berlin“, hefir átt miklu fleiri ástkonur í einkalífi sínu, heldur en á hvíta tjaldinu. Og nú, þegar hann er orðinn 36 ára, lýsir hann því yfir að hann hafi hug á að koma sér upp friðsælu heimili með kon- unni sem hann elskar. „Nú orðiö kæri ég mig ekki um aö vera á eilífum pilsaveiöum, ég kæri mig ekki um aörar kon- ur“, sagði hann og virtist orðinn ráösettur eins og sextugur hús- eigandi og afi. Þessi kvenholli leikari virðist á ferli sínum aldrei hafa hætt kvennafari. Stúlkur hans gætu eflaust nægt til að fylla þátttak- endafjölda alheimsfegurðarsam- keppninnar en núna hefir hann sett persónulegt met í ástafari: Hann hefir búið með sömu kon- unni í meira en heilt ár! En stúlk an sú er fínleg austurlenzk stúlka sem heitir Minda Fellciano. „Ég þekki ekki margar austur- lenzkar konur“, segir Caine, „ég met þessa mjög mikils, og það eru nokkrar vitleysur sem mig langar til að leiðrétta í sambandi við skoðanir fólks hér á austur- lenzkum konum: Það er fárán- legt að ímynda sér að austur- lenzkar konur hafi þrælslund. Evrópskar konur eru miklu und- irgefnari, en hins vegar ræður sú austurlenzka yfir manni með því að þjóna manni. Sú evrópska reynir að láta líta svo út að hún ætli að taka völdin í sínar hend- ur, en á endanum verður hún miklu þýlyndari en sú austur- lenzka“. Rockefellerarnir geta verið erfiðir i sambúð, ekki síður en annað fólk, eða svo hefir henni önnu Marfu Rasmussen frá Nor- egi eflaust fundizt. Hún er dóttir norsks verzlunar manns, sæmilega efnum búins. Þrátt fyrir gott atlæti í heima- húsum langaöi hana að litast um í veröldinni og upp úr 1955 fór hún til Bandaríkjanna í atvinnu- leit. Fljótlega fékk hún vinnu hjá Nelson A. Rockefeller, sem vinnu kona á heimili hans. Rockefeller átti þá, og á reyndar enn, son einn efnilegan, Stephen Rocke- feller, sem átti glæsta framtíð fyrir höndum sem bankamaður. Árið 1959 elti Stephen Önnu til Noregs, en þangað var hún þá snúin aftur, og kvæntist henni þar. Bandarísku blöðin skrifuðu mikið um atburðinn og hjóna- band þeirra, lýstu því sem „eitt ævintýra H .C. Andersen hefði orðið að raunveruleika". Um síðustu helgi skildi svo Anna María, nú frú Rockefeller við Stephen. Skilnaðurinn kom til framkvæmda í bænum Juarez í Mexíkó og var sagður vera vegna „ósamræmanlegs geöslags" Rockefeller yngri mun hafa verið einkar örlátur viö konu sína viö skilnaðinn, en hún fékk að halda börnum þeirra þrem og hún býr nú með þeim að Pocantico hæð- um þar sem Rockefeller fjölskyld an á gríöarstórt einbýlishús. ENDALOK ÆYINTÝRIS Yonazt til að Heath verði veitull húsbóndi í númer 10 Bretar hafa að undanförnu bor ið nokkrar áhyggjur I brjósti út af honum Heath vesalings forsæt isráðherranum þeirra. Það er eink um kvenkyniö sem fjasar um að ,það þýöi ekkert að vera meö ó- kvæntan forsætisráðherra. Hann geti naumast boðið til sín gest- um, algjörlega ófaglæröur maöur inn í kúnstum heimilishalds. Þá eru þeir að benda á þaö, fullir innblásturs, að piparsveinn, einkum þó, þrautþjálfaður pipar- sveinn, eins og Heath, sé miklu betri en venjuleg ráðherrafrú í að skipuleggja veizlur. Þess vegna þurfi brezkir ráðuneytisstjórar, fulltrúar, þingmenn og erlendir sendimenn ekki að óttast að víður gjörningur veröi ekki sæmilegur i númer 10 við Downingstreet. — Heath hefur frábæra skipulags- gáfu, þegar veizlur og kokteilboð eru annars vegar og veit hvað hverjum kemur bezt. Heath segja brezkir blaðamenn og aðrir þeir er áhyggjur hafa af húshaldi í nr. 10, er hreinn og beinn karl- Einhver stórkostlegasta læknis aðgerð okkar tíma, hefir nýlega verið framkvæmd, að minnsta kosti á hvíta tjaldinu. Kvikmynd- in fjallar um leikara, Hywell Bennett (þennan á myndinni) en lækni einum tekst að koma manndómi hans í samt lag meö þvl að nota lækningameðaliö „Percy“. Myndin fjallar svo um það, aö fyrst komum við að leikaran- um þar sem hann liggur í rúmi sínu og er að reyna að ná sér eftir ígræösiu, sem er engu ó- merkilegri en hjartaígræðsla. Og svo tekur læknirinn til sinna ráða til að fá útbúnaðinn til að starfa rétt aftur. Hann nær í Percy, sem er nektardansmær frá Soho, klæðir hana í hjúkrunarkonu, og svo er hennar verkefni að „koma leik- aranum til“,. Kvikmynd þessi er að sögn öll hin spaugilegasta, en leikarann leikur sem fyrr segir Bennett, en hjúkrunarkonuna kátu leikur stúlka að nafni tonia Ellis. Heath. allt út úr höndunum í tauga- veiklunarkasti, eins og má búast við af húsmæörum Vonandi að mennirnir hafi fyrir sér, en það er víst ekki hægt að sannprófa nema meö því láta einhvern bjóða sér í hjá Híþ. maður, sem mun aldrei láta það henda sig, hvorki í stjómarstörf um, húshaldi eöur öðru, að missa SINATRA með krampa Sinatra gamli söngvari er ný- kominn heim til sín i Palm Springs eftir uppskurð sem lækn- ar gerðu á hægri hendi hams. Þessi fimmtíu og fjögurra ára gamli töffari þjáðist af sjúkdómi sem lýsti sér þannig, að skyndi- lega skrapp vöðvinn í hendinni saman, og hún varð að litlum, glerhörðum hnefa.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.