Vísir - 04.07.1970, Page 5

Vísir - 04.07.1970, Page 5
Vf-SÍ R. Laugardagur 4. júlí 1970, 5 KJil-N O G i „Eftir að hafa heyrt um trú yðar, grundvallaöa á Drottni Jesú, og um kærleika yðar til allra heilagra, hefi ég þess vegna ekki heldur lát- ið af að þakka fyrir yður, , er ég minnist yðar í bænum mínum, og biðja Guð Drott- ins vors Jésú Krists, föður 'dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið gjörþekkt hann, og að upplýsa sálar sjón yðar, svo að þér skilj- ið, hver sú von er, sem hann hefur kallað yður til, hver rfkdómur þeirrar dýrðar, sem hann ætlar oss að erfa meðal hinna heilögu, og hver hinn yfirgnæfandi mikil leiki máttar hans gagnvart oss, sem trúum.“ (Páll postuli í Efesus- bréfi 1:15-19) Vísindaleg bekking Við liifum á tímrm feikilegr- ar útþenslu á sviði vísindalegr- ar þekkingar. Alls konar þekk- ing er mjög svo eftirsótt og í allmiklu verði, í sumum löndum að minnsta kosti. Okkar kyn- slóð leitast við að kynna sér geiminn og jaifnframt innstu gerð allra hluta. Fróðir menn segja, að nú tvöfaldist þelck- ingarforði mannkyns á hverj- um áratug. En áherzlan hefur yfirleitt verið á svonefndri vísindaiegri þekkingu, söfnun staðreynda, . uppgötvun og hagnýtingu eðlis lögmála náttúrunnar. Minna hef tir verið lagt upp úr mannþekk- ingum, heimsspeki eða lífspeki, sem er betra orð, — siðfræði og öðru slíku. Svo mikil rækt hefur verið lögð við skynsemi mannsins að tilfinningalif hans hefur viljað gleymast. ' Þekking heitir hugvekja Kirkjusíðunnar í dag. Hún er rituð af presti Ölfusinga séra Ingþór Indriðasyni í Hvera- gerðL i Hann er fæddur á Akureyri 1935 en varð stúdent í Reykja- vík 19 ára gamall og iauk guð fræðiprófi frá Hásk. ísl. vorið 1959. Það sama vor 22. júni var hann vígður til Herðubreið arsafnaðar í Langruth, Man. Can og starfaði síðan sem prestur í Vesturheimj næstu 5 árin. Eft ir heimkomuna gerðist hann ferðaprestur þjóðkirkjunnar o« þjónaði þá Ólafsvíkurpresta kalli. Síðan 1968 hefur hann verið prestur í Hveragerði. Kona sr. Ingbórs er Guð- munda Gunnur Guðmundsdóttir frá ísafirði. Það er alls fjarri mér að kasta rýrð á nokkra sanna þekkingu. Öll þekking heillar mig og ég heifi fjarska gaman af að læra um undur tilverunn- ar og tæknj mannanna. En við megum ekki láta töfra vísinda legrar tækni og velmegunina, sem tæknin færir okkur í hinu ytra, blinda okkur svo, að við missum sjónar af öðrum sviðum þekkingar, sem eru ekki síður mikilvæg fyrir líf okkar og heill. Við megum ekki vera skjót til að gleyma þeirri lexíu, sem ríki Hitlers kenndi okkur. Það var ríki vísinda og tækni á hæsta stigi á þeim tfma, riki kaldrifjaðrar skynsemi, en lífs- skoðunin og siðfræðin sem að bakj var, var heiðin lífsskoð- un víkiriganna færð í nútíma búning og framkvæmd, ekki með atgeir, heldur með bitr- um vopnum nútíma tækni. Vísindaleg þekking er skemmtileg og gagnleg, þegar vel er með hana farið, en það sem ræður örlögum einstakl- inga og þjóða er eitthvað ann- að og meira. Þetta hafa menn lengi vitað og því eru mörg orð viðhöfð. svo sem þekking, fróðleikur, innsýn, skilningur, vízka. Mikil þekking á þröngu sviði vísinda nægir ekki, til að maður geti talizt vitur, það þarf meira til. Sviðið er stærra. Mannbætandi þekking Sú tegund þekkingar, sem okk ur skortir frekast í nútíman- um, er þekking sem veitir frið, þekking sem er mannbætandi, bæti uppeldið, eykur á öryggi og lífsgleöi. Okkur skortir þá innri sýn. sem lætur vonina lifa. Þetta finnur margur og sér og nú heyrast æ sterkari radd- ir hér á íslandi um þörf fyrir þjóðfélagslegar umbætur. Á- standið í skóla- og uppeldismál um þjóðarinnar er nærtækt dæmi. Og svo á að grípa í snatri til töfra vísindaaðferöa og tækni, sem hafa gefizt svo vel við að leysa fjölmörg vanda Hjallakirkja í Ölfusi Þetta er ein af þeim þrem kirkjum, sem séra Ingþór Indriðason í Hveragerði þjónar. Hinar eru Strandarkirkja í Selvogi og kirkjan á Kot strönd í Ölfusi. mál í hinu ytra, til þess að vinna að mannbótum. Hér eru að eiga sér stað mikil mistök. Það duga ekki sömu aöferðir við að rækta menn og t- d. grös eða holdanaut. Vandamál skólanna verða ekki öll leyst nieð hag- ræðingu, skipulagi, rannsókn- um. tækjakaupum og öðru slíku, sem kann að gefast mjög vel viö fiskveiðar. Maðurinn er annars eðlis en umhverfi hans, hann er lika annars og meira eðlis, en grös eða fiskar. Maðurinn er lifandi sál. Vandamál skólanna er sið- ferðilegt, trúarlegt. Hér er um að ræða lífsstefnu. afstöðu til lífsins og til annarra manna. Hér er um að ræða innsýn, vizku í víðari merkingu. Hér er um mennsku og manndóm að ræða. Við getum kynnt okkur alla veröldin og geiminn líka, þekkt alla sögu skilið öll lögmál sem eru að verki i tilverunni, hagnýtt alla hugsanlega tækni, kannað alla mannlega hegðun og hugsun, breytt erfðaeiginleik- um okkar og framléitt mann í tilraunastofu með því að líkja eftjr gangi náttúrunnar, en samt verður þessi þekking öll samanlögð ekki nægileg til að fullnægja manninum. Ekkert nægir minna en innsýn í hina endanlegu þekkingu, að þekkja hver er höfundur líifsins og að vitá hvernig og til hvers hann ætlast til aö við Iifum. Hin dýrasta þekking Hin allra dýrasta þekking, hin állra dýpsta speki er fólgin i þvi að þekkja Guð, hann sem hefur skapað okkur og átWa þessa stórkostlegu tilveru. Eikk ert er einstaklingnum jafn dýr mæt reynsla og að finna sig í sambandi viö Guð, finna til þess, að lífið sé gjöf frá Guði, og Guð láti sig varla líf hans. Þetta var sú reynsla, sem Páll postuli varð fyrir er hann komst í kynni við Krist. Páll , fann, að boðskapur Krists og líf ið sem hann lifði færði honum hina dýrustu þekkingu og snert ingu við Guð. Hrifning Pálsvar slík. að hann varði öllu lífi sínu til þess að deila þessari stór- kostlegu og máttugu innsýn með öðrum. Páli hafði hlotnazt algjörlega ný útsýn yfir Iffið og tilveruna. Kirkja byggð í Hveragerði j miklu óveðri, sem gerði í Ölf usi haustið 1908 . skekktist kirkjan að Reykjum á grunni og skemmdist mikið. Arnarbæl- iskirkja var þá mjög hrörleg orð in og þurfti mikilla endurbóta við. Sýndist og ýmsum, að kirkj an í Arnarbæli væri ekki vel í sveit sett. Þar því úr, að árið 1909 voru Reykjasókn og Arn- arbælissókn sameinaðar og á- kveðið að reisa nýja kirkju nokk urn veginn mitt á milli kirkn- anna, eða að Kotströnd. Kot- strandarkirkja var svo byggð sumarið 1909 og vígð þá um haustið. En þegar fram liðu stundir tók að myndast byggðarkjarni i Hveragerði og vorið 1946 varð Hveragerði að sérstökum hrepp. Enn áttu Hvergerðingar þó sókn til fCotstrandar um tvo áratugi. En þegar kom fram yfir 1960 varð Ijóst, að fyrr eða síðar hlytj að korna að því, að i Hvera geröi risi kirkja, ef þorpið héldi áfram að vaxa. Árið 1962 varð svo Hveragerði sérstök sókn og fékk þá hugmyndin um kirkjubyggingu nokkurn byr. Annars unnu sóknarpresturinn, séra Helgi Sveinsson og konur í kvenfélagi þorpsins, hvað öiui- legast að því að vinna hugmynd inni fylgi. Byggingarnefnd var kosin og áhugafólk vann ötullega þar til bygging kirkjunnar var hafin, árið 1967. Síðan framkvæmdir hófust hefur nefndin unnið und ir ötulli forstöðu Árna Ásbjarn arsonar, forstjóra, og allur fjöldi Hvergerðinga hefur veitt málinu stuðning. Of langt yrði upp að telja alla þá sem lagt hafa fram vinnu og fé til kirkjubyggingar- innar, þar sem þeir heyra frem ur til undantekninga, einstakl- ingar og fyrirtæki sem ekkert hafa Iagt fram. Enda væri bygg ing þessi óhugsandi í lítilli sókn, ef ekkj kæmi til almennur stuðn ingur við hana. Til þess að lesendur, einkurn Reykvíkingar, átti slg á stærð viðfangsefnisins fyrir þessa 800 manna sókn þá svarar fé það sem varið hefur verið til kirkju byggingarinnar á undanförn- um þrem árum til þess, að í Reykjavík hefði verið varið 350 milljónum króna til kirkjubygg inga á undanförnum þrem ár- um. Og má þá hver maður sjá, hvílíkt átak er hér um að ræða. Hveragerðiskirkja er nú. risin af grunni og setur nú begar svíp á þorpið, enda má hún heita fokheld um þessar mund- ir. Kirkian ei teiknuð af Jör- undi Pálssyni. Henni er ætlað að rúma 200 kirkjugesti, en síö an er gott rúm til að bæta við aukasætum og auk þess unnt að opna inn í hliðarsal og auka þannig rými til mikilla muna. Safnaðarheimili hefur verið steypt upp samhliða kirkju skipinu og verða þar salur, er rúmar 60 — 80 manns, lítið eld hús skrifstofa prests, og tvö önnur herbergi, auk fatageymslu og snyrtiherbergja. Anddyri er rúmgott. Lögð verður áherzla á að ljúka við hluta safnaðar- heimilisins þannig að unnt verði að taka salinn þar í notk un sem fyrst. Kirkjusmíðina hefur Jón Guð- mundsson annazt og það af sérstakri árvekni. Sóknarnefnd Hveragerðissóknar, undir hand leiðslu Ólafs Steinssonar hefur unnið með byggingarnefndinni að kirkjubyggingunni og stjórn Hveragerðishrepps herur sýnt málinu skilning og stutt bygg- ingu kirkjunnar. Einnig hefur bankastjóri útibús Búnaðar- banka íslands, Tryggvi Péturs- son. sýnt þessu verkefni sfciln- ing og göðvilja.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.