Vísir - 15.07.1970, Blaðsíða 6

Vísir - 15.07.1970, Blaðsíða 6
6 V í S 1 R . Miðvikudagur 15. júlí 1970. Allt á að seijast Varalitir, naglalakk, augnskuggar frá 25 kr. sokkar og slæður frá 30 kr. Sólgleraugu og sólarolía frá 45 kr. Fimmtudagur síðasti dagur. Verzlunin Doris, Lönguhlíð. Auglýsing um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1971. Evrópuráðið mun á árinu 1971 veita læknum og öðru starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til kynnis- og námsferða í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýja tækni í starfsgrein sinni í löndum innan ráðsins. Styrktímabilið hefst 1. apríl 1971 og lýkur 31. marz 1972. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu landlækn is og heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyt- inu, og eru þar veittar nánari upplýsingar um styrkina. Umsóknir skulu sendar ráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, 13. júlí 1970. Tilkynning Skrifstofur vorar verða lokaðar eftir hádegi á morgun vegna jarðarfarar forsætisráðherra- hjónanna frú Sigríðar Björnsdóttur og dr. Bjarna Benediktssonar. Vinnuveitendasamband íslands. Tilkynning Undirrituð samtök beina þeim tilmælum til fé- lagsmanna sinna, að fyrirtæki þeirra loki skrif- stofum sínum og verzlunum á morgun, fimmtudaginn 16. júlí frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar frú Sigríðar Björnsdóttur, dr. Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og Benedikts Vilmundarsonar. Félag ísl. stórkaupmanna Kaupmannasamtök íslands Verzlunarráð íslands Umbætur á námsaðstoð Ríkisstjórnin hefur ákveð ið mikla aukningu á stuðn ingi við námsnienn. Alger samstaða varð innan stjórnarinnar um að fallast £ tillögur stjórnar Lána- sjóðs um umbætur. — í fréttatilk. frá menntamála ráðuneytinu um þetta seg ir svo: Fjárveitingar til Lánasjóðs ísl. námsmanna í fjárlagafrumvarpi 1971. „Samtfmis ákvörðunum um fjár- veitingar til Háskóla íslands í fjár- lagafrumvarpi 1971 tók ríkisstjóm- in ákvarðanir um fjárveitingatil- lögur til Lánasjóðs ísl. námsmanna 1971. Ástæðan til þess_ að þessi ákvörðun var tekin svo snemma er fyrst og fremst sú, að í fjárveitinga- tillögum stjómar Lánasjóðsins var gert ráð fyrir verulegum breyting- um á hæð námslána, sem nauðsyn- legt var að taka afstöðu til strax, þannig að námsmönnum væri kunn væntanleg lánsaðstoö sjóðsins tím- anlega fyrir haustð. Önnur ástæöa er sú, að ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því, að hluti námslána og styrkja verði greiddur námsmönn- um við upphaf skólaárs í haust, en til þessa hafa lánin ekki verið af- greidd fyrr en eftir miðjan vetur. Til þess að sllk flýting verði kleif var nauðsynlegt að taka nú þegar ákvarðanir um fjártframlög til sjóðs- ins á árinu 1971. Tillögur stjórnar lánasjóðsins — en algjöV samstaða var um þær innan stjórnarinnar — um aukna námsaðstoð á árinu 1971 eru nokkuð margbrotnar, en hin mikil- vægasta er hækkun lánshlutfalla af svokallaðri „umframfjárþörf" (mis- mun heildarnámskostnaðar og eigin tekjuöflunar námsmanna, bæði at- vinnutekna og styrkja). Þessi hlut- föll hafa verið mismunandi eftir því hvort nám var stundað hér heima eða erlendis og eftir námsárum. Tillögur sjóðsins gera ráð fyrir, aö mismunun í þessum hlutföllum milli námsmanna heima og erlendis hverfi, og ennfremur að námsað- stoðin á fyrstu námsárum verði aukin verulega. í töflunni hér á eftir eru sýnd annars vtgar þau hlutföll sem tillaga er gerð um 1971: 1970 1971 Heima Erlendis í:' ár 30% 40% 60% 2. - 40% 45% 60% 3. - 50% 55% 65% 4. - 60% 60% 65% 5. - 70% 70% 70% 6. - 80% 80% 80% 7. - 90% 90% 90% Sé byggt á tölum lánasjóðsins um dreifingu lána má áætla, að lán sjóðsins hefðu numið 53—54% af umtframfjárþörf að meðaltali samkvæmt reglunum, sem giltu 1970, en þetta hlutfall hækkar sennilega samkvæmt tillögunni f 65—66%. Hér er þannig stigiö stórt skref í átt að markmiði laganna um námslán og námsstyrki (nr. 7/ 1967), en í 2. gr. laganna segir svo: „Stefnt skal að því að opinber aðstoö viö námsmenn samkvæmt lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekiS til aðstööu hans til fjáröflunar." Auk þessarar meginbreytingar gerðj stjórn lánasjóðsins tillögur um afnám mismununar milli kynja við mat framfærslukostnaðar, að lánakerfið nái framvegis einnig til flugvirkjanema erlendis og frain- haldsneraa I búfræðum og að ferðastyrkij- verði auknir. Þegar tillit hefur verið tekið til alls þessa og að auki metm aukin fjárþörf vegna verðlagshækkunar og fjölg- unar námsmanna og annarra atriða, verður niðurstaðan sú, að fjárráð- stöfun lánasjóðsins þurfi að vaxa úr 86 milljónum króna árið 1970 í 134,9 milljónir kr. árið 1971, sem er aukning um 48.9 millj. kr. Til 1 þess að ná þessu marki óskaði lánasjóðsstjórnin eftir þvl, að rlk- isframlagið til sjóðsins hækkaði úr 58 millj. kr. I fjárlögum 1970 I 90,4 millj. kr. 1971 eða um 32,4 millj. kr., og er þá gert ráð fyrir að bankarnir kaupi skuldabréf af sjóönum fyrir 36 millj. kr. í stað 22 millj. kr. 1970. Ríkisstjómin hefur ákveöiö að beita sér fyrir því, að þessi fjárveiting fáist. Ennfremur ákvaö ríkisstjómin að í fjárlaga- frumvarpi 1971 yrði gert ráð fyrir, að svokölluöum „stórum styrkj- um“ (5 ára styrkjum) yrði fjölgað úr 7 1 10 á næsta skólaári. Með þessum ákvörðunum hefur ríkisstjómin að öllu leyti orðið við einróma óskum stjómar lánasjóðs- ins um fjárveitingar á næsta ári.“ BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagöfu 32 HJÓLASTILLINGAR MÓTOBSTILLING.AR LJÓSASTILLINGAfl Láfið stilla í tíma. 4 Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 YOKOHAMA HJÚLBARÐAVERKSTÆÐI Sigurjðns Gislasonar JÓN LOFTSSON h/f hringbraut 121, sími 10600 s DflGLEGft OPIÐ FRft KL. 6 AÐ MORGNl T(L KL. HALF TÖLF AÐ KUÖLDI hST,l,,"iBrB,™Táúirii"1....

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.