Vísir - 15.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 15.07.1970, Blaðsíða 8
V 1 S I R . Miðvikudagur 15. júlí 1970. VISIR Otgefanli Reykjaprent bf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjölfsson Ritstjóri- Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiösla' Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr 165.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vfsis — Edda hf. B''Triiag!'.iminEe3w— Reikningsskil herferðar fjerferð Bandaríkjamanna í Kambódíu lauk um mán- aðamótin. Sitt sýndist hverjum um árangur hennar. Nixon Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans segja, að hún hafi heppnazt til fulls, en margir telja hana hafa mistekizt, eða í bezta tilviki litlu breytt um gang mála. Átján þúsnd bandarískir hermenn réðust inn í Kambódíu við hlið fjölda hermanna Suður-Víetnam. Af Bandaríkjamönnum féllu 337 og 1524 særðust. Mannfall Suður-Víetnama varð meira, og bandarísk- ar skýrslur telja, að mannfall kommúnista hafi verið margfalt. Þetta manntjón Bandaríkjamanna og S- Víetnama er ekki talið „mikið“, miðað við þann fjölda, sem í viku hverri fellur í valinn í Suður Víet- nam sjálfu. Tilgangur herferðarinnar var að eyðileggja fyrir kommúnistum sem mest magn vopna og herbæki- stöðva á því svæði, er liggur við landamæri Suður- Víetnam. Einkum var stefnt að því að eyðileggja „að- alstöðvar“ kommúnista, sem sagðar voru á þeim slóðum. Norður-Víetnamar og Víetkong-skæruliðar. höfðu um langt skeið tíðkað það að ráðast innTfSuð^ ur-Víetnam frá stöðvum rétt innan landamæra Kambódíu og hverfa síðan aftur til griðastaðanna. Nú fór svo, að aldrei fundust aðalstöðvar komm- únista, svo að óyggjandi sé talið. Herforingjar segja, að aðeins þriðjungur þeirra vopna, sem vænzt hafði verið, hafi fundizt og verið eyðilagður. Sé árangurinn ekki annar en þessi, virðist það varla annað en skamms tíma vermir. Gert er ráð fyr- ir, að innan fárra mánaða gætu kommúnistar endur- nýjað styrk sinn á þessum slóðum, ef nýjar aðgerðir koma ekki til. Norður-Víetnamar og Víetkong hörf- uðu einungis undan sókn Bandaríkjamanna og Suður- Víetnama lengra inn í Kambódíu. Ástandið í Kambódíu sjálfri er jafn uggvænlegt og það var í byrjun herferðarinnar. Enn er setið um höfuðbcrg landsins, og þorp og héruð falla sífellt í hendur kommúni^o. Sú breyting hefur þó orðið að nú eru fyrir til varnar umhverfis höfuðborgina tugir þúsunda hermanna frá Suður-Víetnam. Getur svo far- ið, að innan skamms komi hersveitir frá grannríkinu Thailandi til skjalanna og taki þátt í vömum. Þá er einmitt komið að því gagni, sem innrás Bandaríkjamanna virðist öðra fremur hafa gert. Mönnum ber saman um, að her Suður-Vietnam hafi eflzf í þessari herferð bæði að kjarki og hermennsku. Nixon Bandaríkjaforseti hafi því komizt skrefi nær því takmarki sínu, að stjórnarher Suður-Víetnam verði þess megnugur að verja land sitt af sjálfsdáð- um, hinni svonefndu „víetnamseringu". Það er yfirlýst megininntak stefnu Bandaríkja- stjórnar, að bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Asíu, og þar „berjist Asíumenn við Asíumenn“ í framtíðinni. Að þessu athuguðu er of snemmt að segja, að her- ferðin til Kambódíu hafi mistekizt. Tékkneski kommúnista- foringinn Gustav Husak flutti nýlega ræðu Á fjöldafundi í bænum Brno á vegum vináttu- samtaka Tékka og Rússa. Fólkið hrópaði: „Gottwald, Zapotocky, Husak“, en þeir kumpán ar voru forsetar eftir valdatöku kommúnista árið 1948. Husak kall- aði á móti: „Gottwald og Zapotocky unnu þarft verk, meðan þeir lifðu. Husak lifir enn. Það er betra að hylla fólk, þegar það er látið, ,Miðbiksmaðurinn“ Gustav Husak. .Heilbrigði kjarninn í tékk- neska kommú nistaf lokknum — knýr fram vilja sinn i trássi við Husak flokksleiðtoga þá getið þið ekki skemmt neitt.“ Varla gleðst Husak yfir sam- líkingunni við þá félaga, sem voru foringjar á Stalinstíman- um, auðsveipir og tryggir. Hus- ak er'éinmitt að revna að veröa m þjóðarleiðtogi sem sé annað og meira en opinber „fulltrúi her- námsliðsins". Husak var einnig beinlinis fangi Gottwalds forseta á sínum tíma. Hann sætti einnig hörðu í valdatíð Novotnys, sem við tók af Gottwald og féll úr sessi i „byltingu" Alexanders Dubceks. Vill hindra píslarvætti Dubceks í framangreindri ræðu sinni veitti Husak líka þung og stór högg á báða bóga. Hann réðst jöfnum höndum á Dubcek og hina frjálslyndu og Novotny og Stalinistana. Husak reynir að feta sig áfram eftir þessari línu „millimannsins". Hann hefur leitazt við að hindra aö gengið yrði milli bols og höfuðs á Alex ander Dubcek og stuðnings- mönnum hans. ítrekað hefur Husak lýsti því yfir, að „engin sýndarréttarhöld" muni eiga sér staö, að hinir „frjáislyndu" muni ekki geröir höfðinu styttri. Þetta er vafalaust hvort tveggja í senn hugsjón og hagsýni. Fátt urði jafn dapurlegt Husak og frekara píslarvætti þjóðhetjunn ar Alexanders Dubceks. Gust av Husak hefði staðiö á sama þótt Dubcek heföi hírzt áfram sem sendiherra i Ankara i Tyrklandi. Rússneska hernáms- liöiö mun sjá til þess, að frjáls lvndir geti ekki oröið of hættu legir. Hinir raunverulegu andstæð- ingar Gustavs Husaks eru hinir fhaldssömu kommúnistar, gaml- ir og grönir flokksmenn. „Heilbrigði kjarninn“ er 200 þús. manns Fulltrúar stalinstímans í Tékkó slóvakíu eru ekki eingöngu ■ nokkrir sérvitringar eóa mála- liðar. „Kjarninn" i kommúnista flokknum. sem stundum er kall aðir „heilbrigði kjaminn" vegna hollustu við fræðikenningar, er um 200 þúsundir manna. Til dæmis þeir, er tignuðu Novotny gamla á sínum tíma, starfsmenn í skrifstofubákninu, smáir og stórir. Þessum mönnum fannst jörðin gliðna undir fótum sér, þegar Dubcek komst til valda árið 1968. Þeir eru i mörgu sama manntegund og fyrir- finnst í öllum löndum, þeir, er tigna stjórnendur og þjóna þeim Alexander Dubcek — Husak vildi koma I veg fyrir hreins- un. 1"" y (Jmsjón: Haukur Helgason B8—■ ■. —........... — tsasm tæp f jórtán ár. jafnframt því, er þeir maka sinn eigin krók. Verður ekki byggt á úreltum fræðikenning- um Harði kjaminn f-kommúnista- flokknúm veit. að í dag eru völd in hans. Hernámslið Sovétríkj- anna mun sjá til þess, að þeir þurfi engu aö kviða. Þess vegna bíöa þeir aðeins færis að losa sig við Gustav Husak, sem þeim þykir nú nokkuð reikull í ráði. Þegar Rússar böröu niður byltinguna I Ungverjalandi árið 1956 kom Janos Kadar til valda maöur er ekki elskaði Stalinista en vildi þó una rússneskri for- sjá. Kadar er enn við vöJd í Ungverjalandi eftir nærri fjórt- án ár. Honum hefur að minnsta kosti tekizt að sitja og hann hefur getað komið áleiðis ýms- um minniháttar breytingum stjðrnarfarsins til frjálslegra horfs. Æ fleiri kommúnistaleið togar í Austur-Evrópu hafa lært að ekki er unnt að byggja nú- 1 tímariki í reynd á úreltum fræöi kenningum frá 19. öld eða byrj ‘ un þessarar aldar. Efling stalínismans í A-Evrópu Fall Khrustjevs í Sovétríkjun- < um varð þessum mönnum mikið \ áfall. Frá þeim tíma hefur smám , saman þokazt í gamla far stalín • ismans, einkum síöustu mánuði með hnignum valda Kosygins forsætisráðherra Sovétríkjanna. Þeim valdhöfum í A.-Evrópu sem hafa viljað stefna til frjáls- ræðis verður róðurinn sífellt þyngri og hann hefur raunar aldrei verið léttur. Gömlu mennimir í tékkneska kommúnistaflokknum halda ó- trauðir áfram hreinsunum sin- um, jafnvel beinlínis í trássi við Husak flokksleiötoga. Svo getur fariö, að innan tíðar verði „heilbrigði kjarninn" hið eina raunverulega afl í kommúnista- flokknum. Husak hefur oft tap- að atkvæðagreiöslu í forsætis- nefnd kommúnistaflokksins. Husak situr þó enn efst á tindi pýramídans. En hinir gömlu eru óðum að klifra upp. I ■* *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.