Vísir - 16.07.1970, Side 5

Vísir - 16.07.1970, Side 5
V'l'S'l R . Fimmtudagnr 16. júlí 1*976. Valur—KR 0-1 f*að var Ktil reisn yfir leik gömlu keppinautanna Vals og KR á Laugardalsvellin- um í 1. deildarkeppninni í g 2rkvöMi og mikil var he-ípni KR-inga að hljóta bæði sfigin í þeirri viður- eign. En bæði liðin hafa reyndar afsökun, því hvasst og kalt var meðan leikurinn fór fram og því oft erfitt að sýna einhverja snilli. Og Þorsteinn Friðþjófsson, sá leikreyndi maður, getur alveg tek- ið á sig aila sök, að félag hans hlaut ekki að minnsta kosti annað stigið. Þorsteinn hafði í fyrri hálf- leiknum átt í útistöðum við Hörð Markan og var orðinn argur í skapi — og svo stuttu síðar sló hann knöttinn algerlega að ástæðulausu Staðan í 1. deild Staðan í 1. deild eftir leikina þrjá í gærkvoldi er nú þannig: KR 6 3 3 0 7rl 9 Akranes 6 3 2 1 10:7 8 Fram 5 3 0 2 8:7 6 Keflavík 5 2 1 2 8:7 5 Víkingur 5 2 0 3 7:8 4 Valur 5 1 1 3 5:8 3 V.eyjar 3 1 0 2 4:8 2 Akureyri 3 0 1 2 3:6 1 Næstj leikur í mótinu er á laugardag. Þá leika Vestmanna- eyjar—Víkingur á leikvellinum í Eyjum. innan vítateigs Vals og það var ekkert annað að gera fyrir dómar- ann, Jörund Þorsteinsson, en að dæma vítaspyrnu á Val. Úr henni skoraði fyrirliði KR, Ellert Schram eina mark leiksins. Þetta var leið- inlegt fyrir prýðispiltinn Þorstein — og vont þegar skapvonzkan bitn ar á eigin félögum og félagi. Já, KR-ingar höfðu líka heppn ina með sér oftar í leiknum — því lengi vel í síðari hálfleiknum sóttu Valsmenn stíft og reyndu að jafna — og þá skall hurð nærri hælum við mark KR. En KR-ingar sluppu og mest og bezt á 30. mn., þegar Valsmenn áttu hörku-stangarskot, knötturinn hrökk út aftur og til Valsmanns sem spyrnti á mark — en markvörður KR-inga Magnús Guðmundsson sýndi oft snilldartil þrif leiknum — var þá á leið aft- ur f markið knötturinn lenti milli fóta hans og festist þar! Leikurinn var frekar jafn i fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari náði Valur yfirtökunum — mest fyrir lítinn baráttu vilja framlínumanna KR — en KR-vörnin með Ellert og Þórð Jónsson var sterk og þegar eitthvað brást hjá þeim kom Magn ús markvörður tH skjalanna og var bæði heppinn og góður. En yfirleitt var leikuritm þófkenndur og lítið um snillibrögð. Áhorfendur urðu fyrir vonbrigð- um með KR-liðið, sem sýndi nú mun lakari leik, en áður í mót- mu, framlínan — að Herði Mark an undanskildum — bitlaus og sýndi aftar lítinn baráttuvilja, og uppbygging tengiliðanna Jóns Sig urðssonar og Halldórs Bjömssonar heldur léleg. KR-ingar hafa forystu í mótinu, en verða áreiðanlega að gera betur, ef þeir ætla að halda henni lengi. Valsliðið virðist — þó erfitt sé að dæma það beint eftir þessum leik — í framför, og mestu mun- ar, að ungur piltur, Helgi Björg- vinsson er nú miðvörður og skilar því hlutverki vel. Hefur Valsvörn- in, sem var aðalhöfuðverkur liösins lagazt mikið við þessa breytingu og Helgi gefur liðinu aukið öryggi. Mesta hjólreiðakeppni heims og ein erfiðasta íþrótta- keppni, sem háð er í heimin- um, Tour de France, stendur nú yfir og lýkur á sunnudag- inn, þegar hjólreiðakapparn- ir halda inn í Parísarborg. — Belgíski kappinn Eddy Merckz, sem sigraði í keppn- inni í fyrra, er nú einnig mjög sigurstranglegur — og þegar keppni lauk í gær hafði hann 10 mínútna forskot á næsta keppanda, sem er hollenzkur. Þessi skemmti- lega mynd er frá keppninni — og þar fær einn kalda gusu úr garðkönnu. Akureyri—Akranes 1—3 Skagamenn skoruiu þrjú mörk fyrsta hálftímann í blíðskaparveðri á Akur- eyri í gærkvöldi ^engu Skagamenn óskabyrjun í 1. deild og áður en hálf- tími var af leik hafði knött urinn þrívegis hafnað í marki heimamanna. Þetta var eins og reiðarslag fyr- ir fjölmarga áhorfendur, sem mættu á völlinn fullir bjartsýni eftir stórsigur Ak ureyringa í bæjakeppni gegn Vestmannaeyjum sl. sunnudag. En Skagamenn mættu ákveðnir til leiks — náðu góðum tökum á miðjunni og voru hættulegir viö markið, þótt svo þeir skoruðu ekki nema eitt gott mark í leiknum. • Það var á 17. mín., þegar Matthias Hallgrímsson lék i gegn og skoraði með föstu skoti. Og örfáum mínútum sið Þjóðverjarnir góðir — en Banda- ríkjamenn hafa þó 10 st. forustu Stuttgart 15/7. NTB. — Eftir fyrri daginn í frjáls- íþróttakeppni á Neckar- leikvellinum í Stuttgart hafa Bandaríkin forustu gegn Vestur-Þýzkalandi með 58 stigum gegn 48 í sjöundu landskeppni milli þjóðanna. í kvennaflokki hafa þýzku stúlkurnar hins vegar örugga forustu eins og reiknað var með — 37 stig gegn 25. Banda- risku stúlkumar sigruðu aðeins í einni grein, 200 m. hlaupi. Merkasti viðburðurinn í karla- keppninni var, að Þjóðverjinn Sepp Sohwarz jafnaði Evrópumet Rúss- ans Ter-Ovanesians í langstökki — stökk 8.35 metra, sem auðvitað er nýtt þýzkt met. Gamla metið átti Austur-Þjóðverjinn Klaus Beer 8.19 m sett á Ólympíuleikunum í Mexí kó 1968. Þetta var eitt af þremur metum Þjóðverja í keppninni. — Heinfried Birlenback sigraði í kúlu varpi með 20.35 m og bætti eldra met sitt um 17 sentimetra og i spjótkasti náði Klaus Wolvermann 83.92 m, en það en 30 sm lengra en eldra mct hans. Ekki nægði það þó til sigurs I greininni, því Bill Skinner kastaði 88.94 m. ] Bandaríkjamaðurinn Ben Vaughn | hljóp 100 m glæsilega á 10.0 sek. i — og var sekúndubrotj á undan ! bandaríska meistaranum á vega- i lengdinni. Keppnin hófst á 400 m j grindahlaupi og heimsmethafinn i 440 jördum Ralph Mann sigrgði á 49,3 sek. en þýzki heimsmethaf- inn í 1000 m hlaupi Júrgen May sigraði síðan í 1500 m hlaupi á 3:40,7. Bandaríkjamenn hlutu tvö faldan sígur í stangarstökkj — en urðu að láta sér nægja tvö neðstu sætin í sinn; áður sterkustu grein — kúluvarpinu. Aðeins 15000 áhorf endur voru á vellinum, enda var kalt og hvasst. Helztu úrslit: Langstökk. Josef Schwarz, VÞ, 8.35 Hermann Latzel VÞ 7.91, Ron Coleman USA 7,88, James Moore USA 6.40. , 4x100 m boðhlaup. USA 39.3, ! Þýzkaland 39,6. j 400 m grindahlapp. Mann USA ; 49,3 Rainer Schuber VÞ 49,8 Ron i Whitney USA 50.0, Maníred Klaus i er VÞ 50.4. ! 1500 m hlaup. May VÞ, 3:40.7, i Michael Howel), USA 3:43.1, Jerry van Dyk, USA, 3:43.5. 400 m hlaup. John Smith.. USA, 45,1 Wayne Collett, USA, 45.3, Thomas Jordan, VÞ 45.4 Horst Rud efger VÞ 45.9 100 m Vaughan USA, 10.0 Croc- hett 10,1, Gunther Nickel VÞ 10,4 Klaus Bieler 10,4. 10000 m hlaup. Manfred Letzer- ich VÞ 28:50,4, Gary Björklund USA 28:50,4 og var keppni þeirra gffurleg. Lut/. Phillip VÞ 28:55,8, Rick Riley, USA, 29:33,8. M-P- 4. siðu. ar stóð 2—0, þegar Árni Gunn arsson, útherji Akureyringa sendi knöttinn í eigið mark, en hann var kominn í vömina og ætlaði að hreinsa frá. Og aftur liðu örfáar míúntur og enn lá knötturinn í marki heima- manna. Eftir aukaspyrnu mynd aðist mikii þvaga inni í víta- teig Akureyringa og að lokum tókst Eyleifi Hafsteinssyni að pota knettinum í mark, 3—0 og útlitið var ekki gott fyrir Ak- ureyringa, en mikil forföll voru hjá þeim, Magnús Jónatansson og Skúli Ágústsson meiddir — og Eyjólfur Ágústsson lék held ur ekki með. En ekki fengu þeir þó á sig fleiri mörk í leiknum. Það var þó ekki vegna þess, að Skagamenn fengju ekki tækifærin — þau komu, en voru misnotuð, en leikur þeirra var oft ágætur úti á vellinum og vöm in var mjög sterk. Þegar 15 mín. voru til leiksloka lagaðist staöan aðeins fyrir Akur- eyringa. Knötturinn var á leið í mark Skagamanna — þegar annar bakvörður liðsins kom á eftir hon um með miklum hrhöa, og ætlaði að bjarga. Hann náði til knattar- ins, spyrnti og knötturinn fór í stöngina og í bakvörðinn ög hrökk í markið. Rétt á eftir átti Hermann Gunnarsson fast skot, sem hafn aði í stöng Akraness-marksins, en yfirleitt komst Hermann lítið áleið is í leiknum og var vandlega gætt — venjulega af tveimur Skaga- mönnum. Hjá Akurnesingum voru beztir Þröstur Stefánsson, Eyleifur Haf- steinsson og Matthjas — en hann átti við æfingarlausan mótherja að etja — en hjá heimamönnum stóöu ,sig bezt Pétur Sigurðsson í vöm- inni og Þormóður Einarsson. Heppnisigur KR gegn Val!

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.