Vísir - 20.07.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 20.07.1970, Blaðsíða 8
s V1SIR. Mánudagur 20. júlí 1970. VISIR Útgefan 1. • Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjölfsson Ritstjóri' Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjór.v Laugavegi 178. Simi 11660 (5 tfnur) Askrift.argjald kr 165.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis - Edda hf. Nýr forsætisráðherra Erfitt er jafnan aö feta í fótspor afburðamanna, þeg- ar þeir falla frá, ekki sízt ef það gerist öllum að óvörum. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra, sem við taka. Byrðin sem þeir axla, er þung, einkum í fyrstu. Og öllum er ljóst, að það er vandasamt að gerast for- sætisráðherra á eftir Bjarna Benediktssyni, slíkan ægishjálm sem hann bar yfir aðra íslenzka stjórn- málamenr á síðustu árum. Jóhanni Hafstein dómsmálaráðherra hefur verið falið að taka þessa ábyrgð á herðar sér. Hann er, sem betur fer, enginn viðvaningur á þessum sviðum. Nokkrum sinnum áður hefur hann gegnt embætti for- sætisráðherra í forföllum, síðast i vetur um alllangt skeið. Hann hefur verið ráðherra samfleytt í tæp sjö ár og alþingismaður í tæpan aldarfjórðung. Um langt skeið hefur hann verið einn nánasti samverkamaður Bjarna Benediktssonar og varamaður hans, ekki að- eins í ríkisstjórn, heldur einnig í miðstjórn og þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. Jóhann Hafstein er líklega kunnastur fyrir að eiga höfuðþátt í að bera fram til sigurs þá stefnu, að ís- lendingar nýti orku fallvatna sinna og semji um upp- byggingu orkufrekrar stóriðju í landinu. Sem iðnaðar- ráðherra átti hann meginþátt í hinum farsælu samn- ingum, sem íslendingar gerðu við Svisslendinga um byggingu álversins i Straumsvík. Þessir samningar gerðu kleifa hina miklu virkjun við Búrfell og munu gera eftirleikinn við frekari stórvirkjanir í Þjórsá og þverám hennar mun auðveldari. En þetta var ekki auðvelt verk, því að andstaðan gegn stóriðjunni var hatrömm á sínum tíma. ísinn hefur nú verið brotinn, og við vonum, að unnt verði að gera frekari samninga um uppbyggingu stóriðju, er geti stuðlað að eflingu þjóðarhags og tækniþekkingar. Ekki e síður markvert það starf, sem Jóhann Haf- stein hefur unnið til eflingar almennum iðnaði í land- inu. Framleiðsla iðnaðar hefur á aðeins átta árum aukizt um fjórðung, og er hann nú orðinn ein helzta atvinnugrein okkar. Þar hafa fjölmargir lagt hönd á plóginn, en stjórnvöld hafa stuðlað verulega að hinni hagstæðu þróun. Nægir að minna á, að iðnaðurinn á nú margfalt greiðari aðgang að fé til uppbyggingar og rekstrar en var fyrir áratug. Um síðustu áramót tók Jóhann Hafstein við starfi orkuráðherra og lét af starfi heilbrigðisráðherra. í þvi starfi hafði hann stuðlað verulega að bættri heilbrigð- isþjónustu á íslandi. Fyrir áratug var 3% þjóðarfram- leiðslunnar varið til heilbrigðismála, en nú yfir 6%. Aðeins 2—4 þjóðir verja hærra hlutfalli til heilbrigð- ismála. Vafasamt er, að nokkur meginþáttur í þjóðlíf- inu hafi eflzt jafnmikið á svo skömmum tíma. Við vitum því af fenginni reynslu, að nýi forsætis- ráðherrann er dugmikill hæfileikamaður. Hans hlut- verk er að veita áfram örugga stjórnarforustu í anda Bjama Benediktssonar, er til sigurs megi leiða í næstu kosningum. (i \\ I \ Náttúruskoðarar hafa mikinn áhuga á Hornströndum og fara gjaman þangað með tjöld sín og svefnpoka. Allmargir hópar vísindamanna og fuglaskoðarar hafa gist Hornstrand- irnar á síðustu árum. Myndin er af Horni á Hornströndum. Vestfirðirnir út undan hjá ferðam'ónnum „Erlendir ferðamenn koma ekki til Vestfjarða til þess að fara í bíó" — spjallað um ferðalög á Vestfjörðum við ýmsa heimamenn Okkur er tjáð af ferða- skrifstofufólki, en erlendir ferðamenn á tslandi hafi aldrei verið eins margir og þessar vikur, þrátt fyrir ný- iokin verkföll og einmuna ó- tíð. Þetta setja ferðalangarn ir ékki fýrir sig, þéír koma ekki hingað til að leita sólar heldur i „friðarleit“ ef svo mætti segja. Einn friðsæiasti blettur landsins hefur þó að mestu farið varhluta af ferða mannastraumnum. Þetta eru Vestfirðimir, en tii þessa hafa erlendir ferðamenn litt sótt þangað vestur, þó að kjálkinn hafi upp á flest það að bjóða, sem erlendir ferða- menn sækjast mest eftir hér á landi, þ.e. hrikalegt og eyði legt landslag og óspillta nátt úra og loftslag. „Nei, hér er ósköp rólegt og svona álíka mikið að gera og í fyrra. Annars er nú dálitið orð- ið um það að útlendir hópar komi hingað og það er heldur að aukast. Þetta fólk vill helzt komast í hrmgferð með Djúp- bátnum, og svc skoðar það Byggðasafnið hér á ísafirði, eða fer með bí! ( hringferð hér um nágrennið,** sagð; Guðrún Hasl- er, dóttir hótelstjórans á Hótel Mánakaffi á ísafirði, þegar við hringdum vestur á dögúnum. Þama hefur verið rekinn veit- ingastaður í 9 ár, og hótel nú 1' tæp 5 ár. Þennan mánuð hef- ur verið fullt á hótelinu en gestir eru í fullu fæði. „Og hvað finnst útlendingun- um svo bezt að fá í matinn?" spyrjum við Guðrúnu. —„Jú, skyrið er hvað vinsælast, annars heyrir maður þá ekki kvarta. Þeir borða kjöt og fisk og það sem þeim er boðið upp á, án þess að kvarta." „Hvemig hefur viðrað hjá vkkur Isfirðingum f sumar?“ „Það hefur viðrað frekar vel og veðrið verið milt og bjart, þó að um sérstök hlýindi sé ekki hægt að tala. En aldrei hef ég heyrt útlending kvarta und- an kulda héma,“ — og við þökkum Guðrúnu fyrir spjalliö og sláum á þráðinn til afgreiðslu Djúpbátsins og hittum þar á Pétur Einarsson. „Já, þetta er svipað og í fyrra. Verkfallið dró mikið úr starfseminni, en nú er þetta heldur að glæðast." „Hvað fariö þið o.ft í hring- ferð á bátnum?“ „Við förum á þriöjudögum og föstudögum I mjólkurferðir og bað er jafnan eitthvað af út- tendingum með okkur. Þeir láta vel af þessu sérstaklega finnst þeim gaman að sjá fuglalífið i eyjunni. Nú og svo var Skutuls- fjörðurinn geysilega vinsæll hjá erlendum ferðamönnum eftir að Bretmn komst þar lífs af eftir sjóslysið. — Þetta er nægju- samt fólk, miklu nægjusamara en Islendingar. Það kvartar ekki undan kulda, enda er veðrið hér miklu betra í sumar en fyr- ir sunnan.“ „Eru þetta aðallega náttúru- skoðarar sem koma þangaö vestur?“ „Já, nær eingöngu liggur mér við að segja. Þetta fólk labbar hér um allt, upp á fjöll og fram i dali. Það gengur miklu meira en við gerum “ „Og er þaö nægilega vei bú- ið f slíkar gönguferðir?‘‘ „Þetta er meira eða minna þaulvant fjallafólk miklu betur útbúið er við nokkum tíma. Viö gætum áreiðanlega tekið þaö okkur til fyrirmyndar með ýmis- Iegt.“ „Hvað vill fólkið helzt sjá á Vestfjörðum?'1 „Það hefur mestan áhuga á afskekktu fjörðunum. Ekki fer það f bíó, það eitt er víst. Það vill fara á Homstrandirnar, inn i Djúp eða upp á jökulinn f síðustu viku fór hópur af enskum fuglaskoðurum með tjöld og allan útbúnað suður á Látrabjarg.“ „Hvar tjalda ferðamennirnir helzt?“ „Þeir tjalda margir hér i Tunguskóginum. Þar er snyrti- klefi með rafinagni og þar kost- ar ekkert að tjalda. Þama eru oft ein 40 tjöld i einu og fólkiö gengur ákaflega vel um bæði útlendingar og Islendingar." Við sláum botn I samtalið viö Pétur. þökkum honum fyrir spjallið og snúum okkur aö hótelstýrunni á matsölunni Sól- borg á Patreksfirði, en hún heitir Erla Hafliðadóttir. „Við sjáum varla útlendinga hérna, enda höfum við því mið- ur lítið aö bjóða þeim upp á ennþá. Það er helzt að maður verði var við einstaka erlenda ferðamenn, sem ætla að fara niður á Látrabjarg,“ sagði Erla er við spurðum hana um útlenda ferðamenn á Patreksfirði. „Heldurðu ekki að ferðai mannastraumurinn til ykkar eigi eftir að aukast?" „Jú það vonar maður. Annars erum við lítið farin að hugsa fyrir þvf, straumurinn liggur miklu meira beint til Isafjarðar. En ég held þó að Bjargið geti haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, og ef til vill á það eftir að verða svo vinsælt að við getum haft tekjur af útlend- um ferðamönnum hér.“ „Þú segir að þið hafiö lítið til að bjóða útlendum feröa- mönnum upp á?“ „Já, óneitanlega höfum við ekki margt að bjóöa þeim ennþá, en þetta getur lagazt. Ég hef aðallega útvegað íslendingum gistingu, sem hafa ætlað að vera f tjaldi. en gefizt upp vegna veðurs. Við röfum veriö mjög óheppin með veður 1 sumar. Ef við gætum bara pantað góða veðiið. þá yrði auðveldara að fá ferðamennina,‘‘ sagði Erla að lokum. Til að komast vestur á firði fara menn ýmist flugleiðis eða * áætlunarbílum og einstaka fara meö skipi. Algengast er að útlendingar fari með áætlunar- bílum, og við fengum þær upp- lýsingar hjá BSÍ á Umferðar- miðstöðunni, að litið væri pant- að á suðurfirðina, en hins vegar værj alltaf talsverður straumur fólks til ísafjarðar og Þingeyrar. Til ísafjarðar kostar 1000 kr. og til Þingevrar 870 kr. Helzt eru það náttúruskoðendur sem fara þama vestur á firði, með tjöld og bakpoka, og stundum fara hópar með 10—20 manns. Farið er tvisvar ( viku vestur á firöi frá BS1 en flugleiðis er hægt að fara alla daga vikunn- ar til tsafiarðar og er langmest pantað þangað. Þá er farið til Patreksfjarðar þrisvar j viku og kostar flugleiðis 1200 kr. — ÞS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.