Vísir - 17.08.1970, Blaðsíða 8

Vísir - 17.08.1970, Blaðsíða 8
8 V í S í R . Mánudagur 17. ágúst 1970. Útgefan lr ReyKjaprent nf. j Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson V RitStjCri • Jouas Kristjánsson / Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson \ Ritstjórnarfulltriii Valdimar H. lóhannesson / Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 \ Afgreiösla • Bröttugötu 3b Sími 11660 / Ritstjór.i: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) ) Askriftargjald kr 165.00 á tnánuói innanlands íí I lausasölu kr. 10.00 eintakiö ) Prentsmiöja Visis — Edda ht. ( ........r*—’—I Spásagnir og draumórar Kpmmúnistablaðið var að gamna sér við það á dög- / unum, að spá um lausn þess, sem það kallaði „for- ) ingjavandamál“ Sjálfstæðisflokksins. Við verðum að ) hryggja þennan ritstjóra Þjóðviljans með því, að þar \ j þarf ekki að lægja neinar „öldur samkeppninnar“, því (( að þær hafa engar risið og munu ekki rísa. Hitt er \ annað mál, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo mörg- ( um hæfum og mætum mönnum á að skipa, að fleiri ( en einn geta jafnan komið til álita þegar velja skal / til forystustarfa. ) Ef spámanni Þjóðviljans skyldi vera það ókunnugt, ) er rétt að upplýsa hann um, að landsfundur Sjálfstæð- \ isflokksins.kýs formann og varaformann óbundinni ( kosningu, og þeir eru rétt kjörnir, sem flest atkvæði ( hljóta. Þar fer allt fram eftir lýðræðisreglum, sem eru býsna ólíkar kosningavinnubrögðum þeim, sem } tíðkast hjá lærifeðrum Þjóðviljaritstjórans í austur- ) vegi, t.d. þegar verið er að „kjósa“ í æðsta ráð Sovét- ) ríkjanna. ( Sjálfsagt er að vera sanngjarn og virða ritstjóran- í um þennan hugsunarhátt til vorkunnar. Hann er orð- / jpn svo vanur foringjavandamálum í sínum eigin / flokki, að hann heldur sennilega að þau hljóti að koma ) upp líka í öllum öðrum flokkum. Það er alkunna, \ hvernig samkomulagið hefur verið hjá forystuliði ísl. 1 kommúnista mörg síðari árin. Þar hefur allt logað í í úlfúð og ófriði, og jafnvel hatri milli þeirra, sem . þykjast rétt bornir til foringjahlutverksins, og svo 1 langt hafa þessi illindi gengið, að þeir hafa ekki getað , talazt við langtímum saman, að sögn sannorðra manna, sem eru kunnugir í þeim herbúðum. Sé stein- ,( um kastað úr slíku glerhúsi, verður að líta á það sem y hreinan óvitaskap. ( Að spádómnum loknum fór ritstjórinn að rekja / raunir sínar út af því hve Sjálfstæðisflokkurinn væri ii lengi búinn að hafa mikil völd í landinu. Kvað hann / það stafa af klofningi og ósætti vinstri manna, sem ) hefðu átt að vinna saman. En eftir hin „mörgu áföll“ ) telur hann að nú ætti að vera færi á að „efla róttæka \ alþýðuhreyfingu", en allir vita hvað það þýðir á máli ( kommúnista. (i Úr hvaða efnivið vonast hann til að hægt verði að / mynda þessa hreyfingu? Varla úr Framsókn, því dag- / inn eftir bregður hann henni um að vera svartasta ) afturhald, sem standi í leynimakki um stjórnarmynd- ^ un með Sjálfstæðisflokknum að loknum næstu kosn- ( mgum. Tæplega svo neinu nemi úr Alþýðuflokknum, ( eftir þeirri einkunn, sem honum er jafnan gefin í Þjóð- / viljanum. Þá eru eftir Hannibal og Björn og þeirra lið. / Varla getur það lengur talizt hæft í róttæka alþýðu- ) hreyfingu. Eru þetta ekki dæmalausar skýjaborgir \ og draumórar hjá manni úr stjórnmálaflokki, sem í ( stað þess að vaxa er stöðugt að minnka og klofna? (( 1. Farþegaflug á vegum Lufthansa hófst ekki fyrr en árið 1955. Síðan hefur félaginu vaxið ört; fiskur um hrygg og á nú þotur af öllum stærðum og gerðum, þar á meðal risaþotur af „Jumbó“-gerð. Ríyndin er af fyrstu þýzksmíðuöu þotunni, sem notuð var í farþegaflugi í i Þýzkalandi. LUFTHANSA SPANNAR HNÖTTINN 8 SiNNUM Allir aðalflugvellir Vestur- Þýzkajands stækkaðir og fullkomnaðir Á undanfömum árum hefir staöiö yfir stórfelld stækkun og^ endurbætur á öllum helztu flug- völlum Vestur-Þýzkalands til aö fullnægia auknum samgöngum, sem munu vaxa æ örar á næstu árum, ef allt fer aö líkum. £ úíiíiiiSJ Ifr -.. ot >un Bte.i ojs Þannig er Hainborg að eera' flugvöll, sem bomarvöldin kalla „Loftvegamót Norðurálfu“, en svo þröngt er „heima“, aö fá varð landiö undir hann hjá ná- grönnunutn, stiórn Slésvikur og Holtsetalands. Diisseldorf er líka komin yfir erfiðasta hjallann í endurbótum á flugvelli sínuni, sem heitir Lohhausen. Á síðasta ári fór rúm milljón farþega um Köln-Bonn-flugvölI- inn, en fyrir skemmstu haföi veriö áætlað, að milljónarmark- inu yrði ekki náö fyrr en um 1975. Þar eru í smíöum nýjar flugbrautir auk bess sem tækja- búnaður er færöur f nýtízku horf og samband vallarins við þjóðveganetið gert sem full- komnast. Frankfurt í fyrsta sæti Rhein-Main-fluigvöllurinn viö Frankifurt er stærsta flugstöð landsins og þar er lfka langmest umferð, en alls eru tíu flugvell- ir notaðir af flugvélum í fihigi miilli landa. Þar fer einnig fram mikil- uppbygging, en að auki er unnið að þeirri nýjung i sambandi við þennan flugvöll, að hann verður tengdur miöborg Frankfurt með sérstakri neðan- jarðarbraut. Við MUnchen er unnið af miklu kappi við endumýjun flugvalilarins, og þar er mest kapp lagt á, að allar endurbæt- ur verði komnar í gagnið, áður en aðaistraumurinn hefst á OL árið 1972. Erfiðleikar í Berlín Endurbætur á flugsamgöngum við V.-Berlín eru hins vegar mjög erfiðar, og kemur þar til greina, að borgin er „eyja i RauÖahafinu", hún getur ekki leitað út fyrir mörk sín að auknu landi undir flugvöll. Hinn gamli aðalflugvöilur borgarinn- ar, Tempelhof, verður ekki stækkaður meira sakir lítils landrýmis og byggðarinnar i kring, svo að gripiö hefir verið til þess ráös að stækka Tegel- flugvöll. Hann getur þó aldrei orðið annað en varaflugvöllur eða tekiö viö þeirri flugumferð, sem kemst méð engu móti fyrir ■á Tempelhof þegár mést er aö gera þar. Þá er einnig unnið að víðtæk- um stækkunum, umbótum og endurnýjunum á fiugvöllunum við Hannover, Bremen, Stutt- gart og Nurnberg. Yfir 22 milljónir farþega Á árinu 1968 fóru t.d. 22 millj. farþega um Plugstöövarn- ar, auk 400.000 lesta af alls konar varningi og meira en 90.000 lesta af pósti, en flugtök og lendingar urðu meiira en 1,1 milljón. Þessar tölur hafa allar hækkað sfðan og aukningin verður óðum örari, enda eru V.-Þjóðverjar — þrátt fyrir langt h.lé á þessu sviöi — aö verða ein mesta flugsamgöngu- þjóð heims. Fyrir þrem árum var Frank- furt-vöilur þegar i 3ja sæti í Evrópu — næstur flughöfnum Lundúna og Parísar og langt á undan Róm og Kaupmannahöfn. Á miðju ári 1968 voru skráðar 5000 einkaflugvélar í V.-Þýzka- landi, þar á meöal rúmlega 2000 sport- og kaupsýsluflugvélar, en yfir 20.000 manns höfðu einka- flugmannspróf. Farþegaflug I hálfa öld 1 febrúar á sl. ári var þess minnzt með viöhöfn, að þá voru > liðin rétt 50 ár frá fyrsta sam- gönguflugi í Þýzkalandi. En það flug, sem miðaö er viö, fór fram 16. febrúar mi'ili Berlínar og Weimar, þar sem þing sat þá. Næstu 3 vikur var flogið með 19 farþega 206,9 kg. af pósti og 5,559 kg. af blaðapósti. Félag það, sem hélt feröum þessum uppi, „Deutsche Luft-Reederei“ var stofnað í desember 1917 og valdi það að merki sinu trönu, sem er að hefja flug. Þegar þessu félagi og fleiri var slegiö saman 6. febrúar 1926 og Luft- hansa stofnað, tók það þetta merki upp og notar enn. Lufthansa óx mjög fljótt fisk- ur um hrygg, og hóf það bráð- lega flug til annarra landa og síðan annarra heimsálfa, en flug þess lagðist niður ( lok stríðs- ins. Ör þróun hins nýja Lufthansa Farþegaflug var ekki hafið á ný ] V.-Þýzkaiandi fyrr en 1. apríl 1955, þegar Lufthansa var enaurreist. Varó það strax að keppa við gróin félög, setn höfðu fullkomnustu vélar, sem þá voru til, og i fyrstu gat þaö aðeins teflt t'ram leiguflugvélum undir stjórn erlendra flugmanna. Flug var þo strax hafiö til Lund úna. Parísar Madrid og Lissa- bon og aðeins tveim mán. síðar hófst flug yfir N.-Atlantshafið.' En félagið dafnaöj svo ört, að i lok 1956 — fyrsta heila starfs- ársins — urðu flugferðir 5,951 fluglengd 10,5 millj. km„ flug- stundir 32,000, farþegar 230,- 000. Starfsmenn voru þá 8,443, flugvélarnar 15 og flugleiða- lengdin 43,000 km. tnilli 25 flughafna. Síðan hefir mikil breyting á orðið. Áriö 1968 var flogið með 4,98 millj. farþega í 93,000 flug- feröum í 197,000 stundir. ♦ Áður fyrr voru nöfn þýzkra flugvélasmiða — Junkers, Heinkels, Dorniers, Messer- schmitts og fleiri — þekkt um. heim ailan. Eftir einhæfa stríðs- framleiðslu og síðan framleiðslu bann glötuöu þýzkar flugvéla- smiðjur að kalla öllu sambandi við þróun alþjóðaflugmála, en þegar bönnum var aflétt, var gömlum féiögum siegið saman, og bau fengu leyfi til að fram- leiöa flugvélar samkvæmt er- lendum einkaleyfum. Vestur-þýzkar flugvélasmiðj- ur eru þvi ekki enn samkeppnis- færar við brezkar og amerískar, en ekki er talið ósennilegt, aö þær geti orðið það innan skamms með nauðsynlegum skipulagsbreytingum og sam- runa margra látilla fyrirtækja á þessu sviði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.