Vísir - 03.09.1970, Síða 3

Vísir - 03.09.1970, Síða 3
Kiruntudagur 3. september 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÉ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND 3 i Moshe Dayan setur úrslitakosti Umsjón: Gunnar Gunnarssos. — segir af sér, ef Israel heldur friðarviðræðum áfram $ Moshe Dayan, varna- málaráðherra ísraels, cg áhangendur hans, eru ákveðnir í að fá því með einhverjum ráðum fram- gengt, að ísrael hætti frið- arsamningum við Egypta- land, og ætlar Dayan að fá ísraelsku ríkisstjómina til að taka þessa ákvörðun, er hún kemur saman í dag tii að taka endanlega afstöðu til friðarviðræðanna — hvort þeim skuli haldið á- fram eða hætt þegar í stað. Röksemdir Dayans eru þær helztar, að Egyptar hafi virt friðaráætlun Bandaríkjamanna að vettugi með því að flytja eldflaugar á skotpalla rétt við Súezskurðinn og þannig eflt víg stöðu sína — af þessum ástæð- um fer Dayan fram á að Golda Meir forsætisráðherra sendi út opinbera tilkynningu að afstöðn um fundinum í dag, hvar í hún kunngeri að ísrael taki ekki hinn minnsta þátt í friðarvið- ræðum fyrr en Egyptar hafi flutt eldflaugamar aftur frá skurðinum. Stjómmálamenn hafa margir hverjir þá skoðun, að með þessari ákveðnu afstöðu vilji Dayan sýna fram á áhrifamátt sinn og ef hans stefnu verði fylgt, geti það haft alvarleg vandræði í för með sér fyrir ísraal — Dayan mun fullviss um að Gdlda Meir mun; ekki haida áfram f rfkisstjóm sem hann er ekki í. Einstaka kunnugir menn segja þó að það eigi að vera hægt að kom- ast að einhvers koear málamiðlun, Fækkun tunglferðanna mælist illa fyrir — geimfarar hóta að segja upp — visindamenn vonsviknir • Hinn mikli niðurskurður á geim- ferðaáætlun Bandaríkjamanna hef- ur valdið miklum vonbrigðum og gremju Apollo-geimfara og vísinda manna og óttazt er að allir þeir geimfarar, sem ekki hafa fengið að fara f geimferðir, eða ekki verið valdir til einhverrar sérstakrar geimferðar, muni segja upp störf- um í stórum stfl. Ákvöröun NASA, geimrannsókn- arstofnunar Bandaríkjanna, um að fækka tunglferðum úr sex niður í fjórar var tekin þvert ofan f á- ætlanir æðstu manna. Þær tvær tunglferðir, sem féllu fyrir sparn- aðaröxinni, voru Apollo 15 og Ap- ollo 19. NASA heldur að það fé, sem vinnst viö þessar spamaðar- ráðstafanir, muni nægja tii að standa undir stöðugt vaxandi kostn aði við langtima áætlanir. Charles Conrad, foringinn í Ap- ollo 12-ferðinni, segir, að geimfarar séu famir að komast aö raun um að möguleikar á að komast f tungl- ferð eru nú orðnir minni en áður var. „Við erum mjög vonsviknir,'1 sagði hann, og lét að því liggja. að hann væri næsta viss um að margir þjálfaðir geimfarar myndu segja upp störfum hjá NASA. Anthony Calio, einn helztu geim- vísindamanna við geimrannsóknar- stöðina í Houston, Texas, segir að það að missa tvær geimferðir merki 25% tap á vísindalegum upplýsing- um, sem áætlað var að verða sér úti um með Apollo-áætluninni. — Hann bjóst samt ekki við að vls- indamenn myndu hætta hjá NASA vegna þessa. Samningaviðræður í Amman —■ skæruliðar koma til fundar við rikisstjórnina |ar báöir friðaráætlun- nnn. Ástandið í Amman er enn mjög varhugavert eftir tilræðið við Hussein kóng. Hvenær sem er getur allt farið þar í bál og brand, en þó eru menn allt í einu komnir með aukinn friðar- vilja, að því er virðist, að minnsta kosti ætla leiðtogar skæruliðahreyfinganna að koma f dag til fundar við ríkisstjóm landsins, en markmið fundarins «3 að reyna að stöðva bardag- ana í höfuðborg Jórdaníu, Amm- an. í Amman er sagt að fundurinn í dag og sú staðreynd, að Egyptar styðji kröfur Pafestínu-Araba um funl Arabaleiðtoganna, eigi að bæt.a nokkuð ástandið í Jórdaníu og að mkH>.--ía kosti koma í veg fyrir að nýir bardagar brjótist út. Þetta segja menn þó vera veika von, þar sem loftið sé enn eins og nettað tundri í Amman, eftir morö árásina á Hussein kóng, var bar- izt í borginni í fjórar klukkustund- ir á götunum. Al-Fatah samtökin halda því fram að í þessum götu- bardögum í Amman í gær hafi 10 manns verið drepnir og 40 hafi hlotið einhver meiðslj og hafi það verið stjómarhermönnum að kenna en skæruliðar ráða nú fleiri mikil- vægum stöðum í Amman en stjórn- arhermenn, og hafa víða reist vígi. Stjórnmálamenn halda því fram, að ágreiningur sé orðinn svo mik- ill í Amman milli skæruliða ann- ars vegar og stjórnarinnar hins veg ar, að samkomulag sé óhugsandi á fundinum í dag. Leiðtogi A1 Fatah, Yasser Arafat, sagði í gær i Amman, aö banda- ríska friðaráætlunin væri dæmd til að mistakast svo lengi sem fynd- ust byssur í fórum arabískra skæru liða. Hussein og Nasser hafa hins veg- sem Dayan muni gera sig ánægð- an með — einkum vegna þess að Bandaríkin hafa nú greinilega við- urkennt sannanir Israelsmanna fyr- ir vopnahlésbroti Egvpta. um að Golda Meir mun; ekki halda ríkisstjórn Goldu Meir saman, og munu þau Golda og Dayan ræðast einslega við áöur en ríkisstjómar- fundurinn hefst í dag. Golda Meir og Nixon. Golda hefur haldið fast við að reyna að ná friðarsamningum við Araba, en nú eru allar líkur á að stjórn hennar muni springa á þessu máli. Varnarmálaráðherrann, Dayan, hótar afsögn ef ekki verði strax hætt við framkvæmd friðaráætl- unar Bandaríkjamanna. Orsökin er vopnahlésbrot Egypta, sem ísraelsmenn hafa margsinnis kært þá fyrir, og Bandaríkin hafa nú loksins viðurkennt sem staðreynd. Fjölmennar mótmælaaðgerð- ir í Phnom Penh — mannfjöldinn krefst áhrifameiri hernaðaraðgerða Margar þúsundir ríkisstarfsmanna og stúdenta hópuöust út á götur Phnom Penh, höfuðborgar Kamb- ódíu í gær og fóru í mótmælagöng- ur gegn Norður-Víetnömum og Ví- et Cong. FóDdð gekk um göturn- ar og hengdi borða og spjöld milli húsa og á húsveggi. Á þessum borð um stóðu slagorð, sem fordæmdu Norður-Vfetnam og Þjóðfrelsis- hreyfingu Víetnam — kröfur voru og á lofti um að bandamenn Kamb- ódíu ættu nú að grfpa inn í stríðs- ganginn í Kambódíu og Víetnam og eyða gersamlega herafla norð- anmanna. Kambódíanski herinn var mjög hylltur fyrir sitt tillegg til barátt- unnar. Sagt er, að skipulagning því líkra mótmælaaðgerða geri mikiö gagn til að halda baráttuþreKinu við í fólkinu, en Phnom Penh hef- ur verið hætt komin með að falla í hendur skæruliða þessa síðustu daga. Bardagamir halda nú áfnam sjö- unda daginn 1 röð suövestan við höfuðborgina, rétt viö borgina Sri- ang. Stjómarhermenn em sagðir mæta sterkri andspvmu skæmliða og Norður-VIetnama, sem munu hafa komiö sér sérlega vel fyrir, segir í fréttum frá Phnom Penh, sem samtímis er lögð áherzla á að staða Kambódíumanna sé betri. Hermdarverk mistókst í Aþenu — meint tilræði við bandariska sendiráðið Maður frá Kýpiu og ítöisk kona létust i gær við það er öfl- ug sprengja sprakk á bifreiðastæði framan við bandaríska sendiráðiö í Aþenu. Sprengingin var svo öflug, að rúður brotnuðu i sendiráösbygging- unni og öðrumbyggingum þar í nágrenninu. Bíllinn, sem sprengj- unni var komið fyrir undir, þeytt- ist upp í loftið og leystist upp í frumeindir sínar. Lögreglan segir, að burðarmaður af hóteli hafi strax borið kennsl á fólkið, sem fyrir sprengingu-n-.i varð, þótt líkin hafi verið dla fcr- in. Vom þau 25 ára gamail mað- ur frá Kýpur og 31 árs ítölsk kona, en áöur en hótelmaðurinn bar kennsl á þau, hafði gríska lögregl- an lýst þvi yfir að fólkið hecöi verið tveir Svíar. Eldur kom upp í bílnum og breiddist út í fjóra næstu bíla. ömggt er taliö, að þetta hafi átt aö vera árás á bandaríska sendi ráðið. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.