Vísir - 03.09.1970, Side 7

Vísir - 03.09.1970, Side 7
V í SIR . Fimmtudagur 3. september 1970. Voru KINKS ekki hættir...?“ — spurðu margir i gær, er frétfist af hingaðkomu hljómsveitarinnar — En Kinks eru hreint ekki dauðir úr ‘óllum æðum enn.... □ Sú fregn kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í gær, að brezku bítilmennin The Kinks muni koma fram á hljómleikum í Laugardalshöllinni n. k. mánudagskvöld. „Hva... voru þeir ekki löngu hættir?“, varð mörgum að orði og ekki að undra, að svo hafi kunnað að virðast, því ákaflega lítið hefur heyrzt til þeirra félaganna undanfarin tvö ár eða síðan lagi þeirra „Days“ tókst að skríða upp á miðj an vinsældalistann brezka og dóla þar um nokkurt skeið, en það féll svo loks í gleymsku — ásamt að- standendum sínum, Kinksurunum. 17« þaö hafur sem sé komið í ljós núna, að hljómsveitin er enn við lýði og það sem meira er, þeir eru skrifaðir fyrir lagi því, sem nú situr í efsta sæti brezka vinsældalistans og allir Bretar blístra nú og raula fyrir munni sér daginn út og daginn inn. Heitir lag þetta „Lola“ og er, eins og raunar flest lög Kinks, eftir aðaldrif- fjöður hljómsveitarinnar, bassa- leikarann Ray Davies. En lagið var hljóðritað fyrir um það bil tveim mánuðum og komst i fyrstu atrennu í 22. sæti vin- sældalistans og fikraði sig það- Látlausar hljóðritanir fyrir ísl. hljómplötur Meðal annars hefur fyrsta stereó - platan verið hljóðrituð hérlendis Það er engin hætta á að þeir sjúklíngar og sjómenn, sem unna íslenzkum iðnaði eigi þaö fyrir höndum að verða uppi- skroppa með ný íslenzk lög í óskalagaþættina sína, þvf ekk- ert lát virðist ætla að verða á útgáfu íslenzkra hljómplatna á næstunni að minnsta kosti. Þrjú vinsælustu þjóðlagatríó landsins eru t. d. öll komin með hljómplötur á steypirinn, en þar er um að ræða Ríó tríó, Fiðrildi og Þrjú á palli. Svo sem frá hefur verið skýrt áöur hér í blaðinu er upptaka fyrirhuguð á næstunni fyrir fyrstu plötu Ríósins og fer sú upptaka fram á sérstökum hljómleikum í Háskólabíói — líklega í næstu viku. Verða not- uð til upptökunnar ný stereó- upptökutæki, sem Pétur Stein- grímsson hefur komið sér upp, en tækin notaði hann í fyrsta sinn í síðustu viku, er hann hljóðritaði næstu L.P.-plötu trí- ósins „Þrjú á palli“. Fór sú upp- taka fram í einni hljómfegurstu kirkju borgarinnar og voru ýms ir aukabljóðfæraleikarar tríó- inu til aðstoðar í sumum laganna og voru þeir tuttugu þegar bezt lét. Þau lög, sem þarna voru hljóðrituð með „Þrem á palli“ eru satt bezt að segja sömu lög- in og hljóðrituð voru í London í fyrra um leið og hin vinsæla hljómplata með lögunum úr „Jörundi“, en þar voru þá eng- in aukahljóðfæri með I spilinu og ýmis atriði önnur, sem gerðu það að verkum, að tríóið vildi láta taka lögin upp aftur, en þau eru öll með íslenzkum textum, sem Jónas Árnason hefur gert við írsk og brezk þjóðlög. Platan, sem Fiðrildi sendir frá sér einhvern næstu daga er með fjörum barnalögum, banda- rískum að uppruna, en með ís- lenzkum textum. Varð hugmyndin að plötu þessari til er Fiðrildi kom fram í einum af barnatímum sjón- varpsins síðasta vetur og söng þar nokkur lög með aðstoð barna úr Mýrarhúsaskólanum. Það eru þó ekki sömu börn, sem aðstoða Fiörildið á plöt- unni, en útkoman er engu að síður jafnskemmtileg. Um útgáfu nýrra pop-laga- platna, íslenzkra verður fjallað í næstu Pop-punktum. Dave Davies. „Það voru of margir í Ameríku, sem töldu KINKS hafa verið löngu hætta, þegar við komiun þangað.“ an örhratt upp í það efsta á aðeins hálfum mánuði. Kinks voru á hljómleikaferða lagi um Bandaríkin og Kanada, þegar þeim bárust tiðindin um velgengni „Lolu“ sinnar í Bret- landinu, og var Dave Davies, gítarleikari þljómsveitarinnar þá sendur umsvifalaust heim rétt sem snöggvast til að fylgja vinsældum lagsins eftir meö fagurgala í brezku blööunum. Tjáði Dave Bretum þá skoðun sína, að „Lola“ hefði eiginlega ekkj átt annað skilið en þessar undirtektir, þvi lagið væri ár- angur af sex mánaða striti hljómsveitarinnar við æfingar og tilraunir til aö skapa eitt- hvað nýtt og ferskt. Af hljómleikaför Kinks vestur um haf, hafði Dave ekki nema allt gott að segja. Kvað það hafa verið ákaflega ánægjulegt að hafa loksins komizt til Kan- ada, en þangað hefðu þeir í Kinks aldrei kornið áöur. Einnig sagöi hann það vera ánægju- legt, að spila og syngja fyrir Ameríkanana — það hefði bara orðið til að skyggja töluvert á þá ánægju, hve þeir heföu verið margir þar, sem hefðu álitið að Kinks hefðu verið hættir fyrir löngu. — Við höfum verið hekiur latir við að koma fram á hljóm- leikum þar til við fórum vestur um daginn, og satt að segja saknaði ég senunnar ekkert þann tíma. En núna, þegar mað- ur er aftur farinn að heyra hljómleikagestina hrópa upp yfir sig af hrifningu, nýtur maö ur þess að vera aftur kominn í sviðsljósið, sagði Dave að lok- um. Hann fær svo sannarlega að njóta sviðsljósanna á næstunni, því síðan „Loia“ komst á vin- sældalistann, hefur Kinks bor- izt fjöldinn allur af hljómleika- tilboðum hvaðanæva að og eru þeir nú bókaöir á hljómleika út um allar trissur, næstum alla þá daga, sem þeir verða ekki í hljóöupptökum fyrk næstu L.P.-plötu þeirra, sem þeir vilja koma sem skjötast á markaðinn. — ÞJM Hótel Borgarnes Oss vantar nú þegar 2 stúlkur til framreiðshrstarfa i sarl. Uppl. hjá hótelstjóranum og í síma 30109 frá kl. 17—22 í kvöld. Hótel Borgarnes. HÓP- ( FERÐA- BÍLAR allar stærðir B.S.Í Umferðarmiðstöðinni alftaf trl leigu Sími 22300. Hvar næst ? Hver næst ? Vinningar gera hvorki mannamun né staðarmun. Gleymið ekki að endurnýja. Síðustu forvöð fyrir hádegi dráttardags. Happdrætti SÍBS Dregið mánudaginn 7. september

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.