Vísir - 09.09.1970, Blaðsíða 3

Vísir - 09.09.1970, Blaðsíða 3
VISIR . Miðvikudagur 9. september 1970. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND 3000Aröbum verði sleppt Umsjón: Haukur Helgason. -<s> iMm ■ / ISRACL • Fulltrúar Alþjóða rauða krossins sögðu i gærkvöldi, að arabísku skæruliðamir hefðu nú aukið kröfur sínar og heimtuðu, að tsraelsmenn létu lausa 3000 Araba, sem sitja í fangelsum í ísrael. Þetta eru hermdarverka- menn, sem Israelsmenn hafa handtekið síðustu ár. Skærulið- ar segjast ekki munu sleppa gislum sínum, fyrr en ísraels- menn gangi að þessu. Rauða kross menn eru áhyggju- fuJilir vegnfi þessara auknu krafa. ísraelsmenn létu strax í gærkvöldi í þaö sKína að ekki keemi til greina að þeir slepptu hinum arabísku föngum. Þótt mannslíf væru í veði, þar sem skæruliðar hafa 188 menn og konur í gíslingu, þá mundu enn fleiri ,áta lífiö, ef 3000 hermdar- verkamenn yrðu látnir lausir. Þess- ir hermdarverkamenn mundu taka til við sína fyrri iðju. Nú er tæpur sólarhringur eftir, þar til út rennur fresturinn, sem skæruliðar gáfu ýmsum þjóðum til að ganga að kröfum ræningjanna. Bretar höfðu enn ekki í morgun ákveðið aö láta lausa Arabastúlk- ÉG DRAP BERNAD0TTE" — Skýring fengin á 22ja ára leyndardómi morðsins á Folke Bernadotte greifa ■ Maður nokkur hefur lýst þvl yfir, að hann hafi myrt Folke Bemadotte. Svíinn Folke Beriiá- dotte greif. og sáttasemjari Sam einuðu þjóðanna, var myrtur ár- ið 1948 f Jerúsalem. Þar vann hann að sáttastarfi í deilum Ar- Folke Bernadotte. ^^VWWVW^/VWWW^^WVWWWWWVWV< Kveiktu í dýna- mitinu um leið og þotan lenti44 — segir flugmaður jumbóþotunnar, sem sprengd var i Kairó „Arabísku skæruliðamir kveiktu bruaanum, og það gerðu margir 55 í kveikjuþræði dýnamítsins, lun leið og flugvélin lenti,“ sagði flugmaður bandarísku jumbóþot unnar, sem sprengd var á. flug- vellinum í Kaíró. FIugmaðui%.m ræddi við blaðamenn í Boston í gærkvöldi. „Ég sá ekki eldinn," segir hann, ,,en ég fann lyktina af farþeganna lfka." Skæruliðamir höfðu sagt á- höfn flupvélarinnar, að dýnamít ið mundi springa átta mínútum eftir lendingu. í raun liðu að- eins þrjár mínútur frá lendingu til sprengingar. Öilum farþegunum 172 tókst þó aö komast úr flugvélinni á tveimur mínútum. aba og Israelsmanna, sem einn- ig voru heitar fyrir 22 árum. Morðið hefur alltaf vefið óleyst gáta. Nú hefui komið fram Baruch nokkur Nadel, sem segist hafa ver- ið höfuðpaur morðsveitar I Jerú- salem. „Ég drap Bemadotte," segir hann. Baruch Nadel var þá í leyniþjón- ustu ísraels og skrifar nú í hebr- eska blaðiö „MA’Ariiv". Hann ætl- ar að segja frá morðinu og orsök þess í bók. Nadel segist hafa myrt Bema- dotte, af því að friður hefði hindr- aö olíugróöa þeirra félaga. Morð- ið varð ísrael ekki að neinu liði, enda hafa menn aldrei skilið þaö til þessa. Nadel var aö stórgræða á olíu, og Bernadotte greifi varð að vfkja. — nýjar kröfur skæruliða — fresturinn útrunninn á morgun una, sem reyndi að ræna flugvél ísraelska flugfélagsins E1 A1 um helgina. Það er ein aðalkrafa skæru liða, að stúlkunni verði sleppt. Arabísku skæruliðarnir héldu blaðamannafund í evðimörkinni i gærkvöldi, þar sem þeir halda 188 farþegum í gísiingu. 100 Gyöinga- konur og böm bjuggusf til að þrauka af þriðju nóttina í flug- vélunum tveimur. Tuttugu og einum úr hópi far- þeganna var leyft að koma út og svara spumingum um 50 blaða- manna, sem þar vom komnir. Flug- völlurinn er 70 kilómetra frá Amm- an, höfuðborg Jórdaníu. Skæmliðar vopnaöir vélbyssum stóðu á verði. Blaðamenn segja, að bæði gíslarnir og ræningjarnir séu rauðeygðir og þreytúlegir. Einn fanganna, bandaríski Gyðingurinn Jonathan Davi frá New York, sagði að ræningjamir gæfu þeim nógan mat og drykk. „Við bfðum eftir því, að lausn fáist á málunum, svo aö við getum komizt lieim,“ sagði Davi. Aðrir farþegar kvörtuðu held ur ekkí. Flugstjóri flugvélar Trans World Airlines, C. D. Woods, sagði hins vegar, aö ástandið færi hríðversn- andi um borö. öll salemi væm yf- irfyllt. Þó hefðu skæmliðarnir þá leyft, að þau yröu tæmd. Flugstjórinn sagði, að farþegam- ir væm bjartsýnir og 143 þeirra væm fullorðiö fólk, þar af helm- ingur konur Þarna væm 35 böm. Áhafnarmenn væm tíu. 127 farþegar vom á mánudaginn fluttir til gistihúsa f Arnman og látnir 'ausir eftir að fulltrúi Jórd- aníustjómar hafði rætt við skæm- liðana. Þetta vom mest konur og böm og nokkrir karlmenn frá lönd- um, sem skæroliðar telja vinveitt sér. Móðir Shiran Shirans til Jórdaníu MÓÐIR Shiran Shirans, morð- ingja Roberts Kennedy, hélt f gær flugleiöis frá Bandaríkjun- um aleiðis til Jórdaníu. Er talið lfklegt, að hún muni reyna að ná sambandi við flug- vélaræningjana. Orðrómur var á kreiki um tíma, að arabísku skæruliðamir mundu krefjast þess, að Shiran Shiran yrði leystur úr haldi í skiptum fyrir þá Bandaríkjamenn, sem em í hópi giíslanna. Þessi orðrómur var borinn til baka. _ 1 Shivan Shiran, sem er jórd- t anskrar ættar, hélt því fram, að / hann hefði myrt Robert Kenn- I edy vegna vinfengis Roberts við t Gyðinga. ( Kennedy var öldungadeildar- þingmaður fyrir New York og naut stuðnings fjölmargra Gyð- inga, sem þar búa. Jan Mogensen færður brott eft- <®ir yfirheyrslu. Myrti dreng í hass-vímu Prófessorar í marxisma missa stöður sínar Sjötíu og fimm fyrrverandi pró- fessorar við háskóla tékkneska kommúnistaflokksins hafa verið reknir úr flokknum. Yfirvöld ganga nú hart fram í „hreinsun- um“ á menntamönnum. ® Blað kommúnistaflokksins Rude Pravo segir, að margir þessir kenn- arar nafi hlotið refsingu, af þvi að þeir hafi brugðizt skyldu sinni að berjast gegn Alexander Dub- cek. Meira en helmingur prófessora í marKískum lenínískum fræðum hefur misst töðu sína síöasta árið. Lars Aastrup, tólf ára drengurinn, sem myrtur var. £ Mikill eiturlyfja-harmleikur varð í Danmörku um helg- ina. Nítján ára piltur, Jan Mog- ensen, mvrti vin sinn, Lars Aastrup. tólf ára, undir áhrifum hass. Mogensen greip exi, er þeim sinnaðist, og hjó drenginn mörg högg. Þeir höfðu áð- ur reykv saman tvær pípur af hassi. Lars baföi farið að heiman. Hann var hættur að sækja skóla og bjó í eins konar „kommúnu". Hann hafði orðiö þjóðfrægur, er hann fyr ir rúmu ári gekkst fyrir mótmæla- göngu oarha til að fá nýja leikvelli. Þá var ^ann hetja í augum margra. Eftir þetta tók hann hins vegar að reykja hass Þeir Jan hittust fyrir nokkrum dögum, og vissi Jan ekki, hvað vin- ur hans hét. Morðiö bar að meö j>eim hætti, að Lars var að „stríða" vini sínum, sem varð óður í hassvímunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.