Vísir - 17.09.1970, Síða 8

Vísir - 17.09.1970, Síða 8
l' r r r • * •' i' i i' r jt: 7 rr "'rv'yf' p n t/r 'r,7 < t r r:r r r; t; r >■ 8 VÍSIR Otgefan is Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri ■ Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingar: Bröttugötu 3b. Símar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 165.00 ð mánuði innanlands t lausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Visis — Edda hf. Styrjöldin á götunni ViÖ segjumst vera friðsöm þjóð, sem hafi haldið sér frá styrjöldum og ófriði í margar aldir. Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Mannvíg og meiðingar hafa öldum saman verið fátíð hér á landi. En þá gleymum við líka þeirri styrjöld, sem hófst með innreið bíla- aldar á íslandi og hefur magnazt æ síðan, styrjöld- inni í umferðinni. Á hverjum degi erum við að heyja hálfgerða styrj- öld í umferðinni á götum og vegum landsins. Á hverju ári láta nokkrir lífið í þeim hildarleik. Og miklu fleiri slasast svo, að þeir hljóta varanleg örkuml af. Þessi styrjöld hlífir engum og kemur oft niður, þar sem sízt skyldi. Böm em þar ekki undan skilin. Þau eru tiltölulega oft fómardýr umferðarslysa. Undanfarna daga hefur staðið yfir svonefnd sept- emberalda í umferðarslysum, alda, sem talin er fylgja lækkandi sól og minnkandi birtu. Dagblöðin hafa verið full af fréttum af þessari lotu styrjaldarinnar. Og í gær birti Vísir viðtöl við þrjá sérfróða menn í umferðarmálum, þar sem þeir f jalla um þetta vanda- mál. Þeir teija, að ýmsar orsakir valdi hinum mikla fjölda umferðarslysa. Pétur Sveinbjamarson nefndi minnkandi birtu á þessum árstíma og sagði, að öku- menn væru margir of seinir að átta sig á breyttum akstursskilyrðum. Ennfremur taldi hann, að minni umferð á þjóðvegum freistaði manna til að aka hrað- ar en á sumrin, þegar umferðarþunginn heldur hrað- anum niðri. Óskar Ólason yfirlögregluþjónn vakti athygli á því, hve algengt er, að slysin gerist við beztu skilyrði, í björtu veðri og í góðu útsýni til allra átta. Þau ger- ast hins vegar síður á þröngum götum, þar sem hús og garðar skyggja á umferð úr öðrum áttum. Hann taldi, að ökumenn slökuðu um of á varkárni sinni á þeim stöðum, þar sem aðstæður væru góðar. Þeir teldu sig örugga, þótt þeir væru á miklum hraða. Svo kæmi eitthvað óvænt fyrir, og þeir væru á of miklurn hraða til að forða frá slysi. Þessi óvarkámi við góðar aðstæður er enn hörmu- legri fyrir þá sök, að yfirvöld gatnagerðar og um- ferðarmála keppast við að bæta akstursskilyrði á göt- um, einmitt til þess að auka öryggið. Og svo valda þessi bættu skilyrði því, að menn hegða sér gáleys- islegar en áður. Þannig lýsti Kristmundur Sigurðsson aðalvarð- stjóri ástandinu í umferðarstyrjöldinni: „Það er satt að segja varla við öðru að búast, eins og hegðun manna er með miklum endemum í umferðinni... Hvert sem litið er sjást menn, bæði ökumenn og gangandi, brjóta umferðarreglur." Er ekki kominn tími til, að fólk taki höndum sam- an um að bæta svo umferðarmenninguna, að líf og iimir okkar séu í minni hættu, — að styrjöldin á göt- unum hjaðni? ’’i'/. /" r i"r / r ,f.” f ;' i !'; r r r r /r r ■ • "■1 V í SIR . Fimmtudagur 17. september 1970. „KRÚSTJEV VAR ENG- INN ANDANS MAÐUR' hafi mjög skort alvöru aö dómi de Gaulle. Haft er eftir de Gaulle, að Krustjev hafi helrt rninnt hann á sögupersónuna Taras Bu-lba, miikill á lofti en enginn andans maður. Stalfn hefði verið stór- brotnari. „Maður krafsar inn undir yfirborðið á Krustjev og býst við að finna Marx og Len- in, en finnur bara Taras Bulba. Ég veit ek'ki hvort eftfrmaður Krustjevs verður marxisti, mao- isti, títóisti eða kapitalisti, hver veit. Ég get aðeins sagt, að hann verður Rússi.“ Eitthvað á þessa leið voru ummæli de Gaulle eftir fund hans með Krustjev. Krustjev skildi ekki rökfræði de Gaul'le. Hún var of ar hans „bóndaskilningi". Ritstjóri Le Monde segir frá ýmsum „skemmti- legheitum" / timabili de Gaulle □ Tveir kátir karlar sátu hlið við hlið í bátn- um og sungu söng ferju- mannanna á Volgu full um hálsi. Þessir glað- væru förunautar voru þeir de Gaulle Frakk- landsforseti, og Nikita Kructjev, sovétleiðtogi. □ Franski blaðamað- urinn Pierre Viansson- Ponte, stjórnmálarit- stjóri blaðsins Le Monde hefur ritað bók um tíma- bil de Gaulle. Þar grein- ir frá ýmsum smá- skemmtilegum viðburð- um í stjórnartíð hers- höfðingjans. Greip um gildan svíra Krustjevs Þessi samsöngor leiðtoganna varð í aprflmánuöi 1960, þegar Sovétléiðtoginn sötti' Frakkland heim. Þá var „hláka“ f skiptum austurs og vesturs. Þeir félagar voru á siglingu i báti án túlks og gripu til þess ráðs að láta sönginn tala hinu aiþjóðlega máli sínu, Krustjev fór að raula hið alkunna rússneska stef f ta'kt við áraskvampið, og de Gaulle hóf raust sína. Er þeir komu að landi, varð de Gaul'le fótaskortur. Annar fóturinn var fastur í bátnum og hinn kominn á land. Hann greip þá þéttingsfast í hinn gilda svíra sovétleiðtogans og varð- ist faffli. Minnti á Taras Bulba Þrátt fvrir hið góða vinfengi leiðtoganna segir Viansson- Ponte, að de Gaulile hafi oröið fyrir vonbrigðum með Krustjev. Hann hafi ekki fundið í honum þann mann, sem hann bjóst viö. Krustjev hafi virzt skemmtileg ur og einkar litríkur, en hann Virðing de Gaulle á John Kennedy óx með árunum. Illlllllllll rnmrn MHHSHEiHiieilRINP Umsjón: Haukur Helgason. Kínverjar sigra í atómstríði Krustjev átti þó til hótanir, eins og á þingi Sameinuðu þjóð snekkju einhvers olíukóngs“, sagöi de Gaulle um Jacque- line, og það reyndust orð að sönnu. anna, þegar hann barði í borð- ið með skónum sínutn. Hann sagði við de Gaulle, að í kjam orkustyrjöld „munum við eyði leggja allt, Bandaríkin, Bret- land, og ég vil ekki einu sinni minnast á Frakkland.“ De GauMe svaraði: „Við vitum, hverjir yrðu sigurvegaramir f kjamorkustríði. Það yrðu Kín verjar." „Já, það er rétt“, svar aði Kmstjev. Viansson-Ponte segir einnig frá áliti de Gaulle á Kennedy Bandaríkjaforseta. Hershöfð- ingjanum leizt illa á Kennedy í fyrstu, en smám saman fékk hann m-ikJa virðingu fyrir Kennedv De GauMe var hins vegar aldrei þægur í samskiotum sínum við Banda- rikin, eins og kunnugt er. Hann vildi gera Frakkland óháð Bandarnríuni.im í hemaðarlegu tilliti. Þess vegna var hann Kennedv oft þyrnir í auga. F.kki hr'fínn af Jackie Hershöfðinginn var títt hrif- inn af frú Jacqueline Kennedy. Andre Malraux menningarráð- herra de Gaulle sneri aftur eft- ir jarðarför Kennedys og dáðist að þvi, hversu virðuleg Jacque- line hefði verið, eins og frægt var á þeim tíma. De Gaulle mælti þá hin frægu orð: „líss, hún á eftir að lenda í skemmti- snekkju einhvers oliukóngsins." Það reyndust orð að sönnu. Viansson-Ponte telur sig „ekki hafa móðgað de Gaulile með bók sinni. Efninu hefur þessi þekkti stjómmálaritstjóri safnað með viðtölum við sam- starfsmenn hershöfðingjans, „hirðmenn‘‘ hans. Hann sendi de Gaule áritað eintak af bókinni, og er sann- færður um að de Gaulle verðd fremur hrifinn en reiður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.