Vísir - 28.09.1970, Blaðsíða 9
V t SIR . Mánudagur 28. september 1970.
9
A annað hundrað tækja eru í tækjasafni því sem nemendur
nota í sambandi við eðlis- og efnafræðikennsluna. Öm Helga-
son sýnir hér eitt þeirra.
Kennsla. sem
fram við vinnu-
borð nemenda
— reynt að fá nemendur til oð taka afstöðu
og fá niðurstöðurnar með eigin athugunum
— tækjabúnaður við tilraunir samanstendur
af á annað hundrað hlufum m. a. plast-
pokum, ispinnum og blómastöngum
„Kennslan fer fram við vinnuborð
nemenda. Kennarinn hefur umsjón með
hópnum, gengur á milli og leiðbeinir.
Fyrirlestrarkennsla við kennaraborðið
/ \ '
minnkar allverulega".
Þessi setning, sem höfð er
eftir Erni Helgasyni. námsstjóra
í sambandi við nýja starfshætti
eðlis- og efnafræðikennslu í
barna- og gagnfræðaskólum
gefur von um, að hin vélrænu
vinnubrögð í skólum landsins
séu á undanhaldi fyrir nýjum
viöhorfum.
í vetur munu 60% 11 ára
bama og um 80% 13 ára ungl-
inga stimda nám f áðurnefndum
greinum, sem grundvailað verð-
ur á nýjum tilraunakennslubók-
Talað við Örn Helgason nóms
stjóra um nýja starfshæ'tti s
eðlis- og efnafræðikennslu
um. Undanfatii þessarar kennslu
er tilraunakennsla, sem fór fram
í fjórum skólum í fyrravetur.
I>au börn munu í vetur halda á-
fram námi á námsefni 12 og 14
ára nemenda, sem veröur tekið
inn á kennsiuáætlunina næsta
haust. Þá veröur námsefni 15 og
16 ára nemenda prófað og sfðan
innfært, en 1974 á eðlis- og
efnafræöikennslan, með nýju
sniði, að vera hafin 1 skólunum
fyrir nemendur allt frá 11 ára
aldri og út Skyldunámsstigið.
Um 150 kennarar hafa undan-
famar viikur setið á skólabekk
til að endurþjálfa sig fyrir hina
nýju kennsluhætti eölis- og
efnafræðinnar. Námskeiöin hafa
verið haldin í Reykjavík, en
einnig út; á landi.
„Jþað að hafa námskeiðin úti
á landi í heimavistarskól-
um er nýjung í kennaramennt-
un“, sagði Öm Helgason í við-
tali við Vísi. „Þessi námskeið
hafa gefið mjög góða raun og
Þykja vænleg til árangurs.
Reynslan hefur orðið sú, að
kennararnir tengjast efninu
meira. Þeir ræða það ekk; að-
eins á námskeiðinu heldur einn-
ig í kaffi- og matanhléum og á
kvöldin. Tíminn nýtist betur og
umræður verða meiri. Þessi
námskeið úti á landi verða e.t.v.
visir að sumarnámskeiðimi fyrir
kennara."
Cé * J. k i «4
— Jgf við snúum okkur að
nýja kennslufyrirkomu-
iaginu, hver er höfuðbreytingin
frá því fyrirkomulagi, sem áður
hefur verið?
„Höfuðbreytingin er sú, að
nær öll kennslan fer fram við
vinnuborð nemenda. Memendur
skiptast í litla vinnuhópa, 3—4
f hverjum hóp. Kennarinn verð-
ur verkstjóri, en dregur töluvert
úr fyrirlestrum og yfirheyrslu.
1 öllum vinnuhópunum fram-
kvæma nemendurnir sömu mæl-
ingar, síðan á kennarinn að
koma á umræðum um niðurstöð
umar. Af þessu leiðir, að nem-
endumir verða í raun og vera
ábyrgir fyrir þvf sem þeir eru
að gera. Meö þessu móti er ver-
ið að reyna að fá þá fcil að taka
afstöðu, að þeir séu dálítið
gagnrýnir og meti sjálfstætt
venkefnin og fái niðurstöðumar
í gegnum eigin athugun f stað-
inn fyrir utanbókariærdóminn
og það, að þeim sé sagt að þetta
sé svona og svona.“
— Breytist ekki heimavinna
nemenda við þetta?
,.Tað er miðað við það, að
það sem áður var lært f skólun-
um og heima verðj lært í skól-
unum. Við það lengist sá tfmi,
sem nemendumir verða í Skól-
anum.“
— Krefst þetta nýja kennslu-
fyrirkomulag ekki mikils tækja-
kosts?
„Það gefur auga leið, að
þegar bömin fara öll að taka
þátt í vinnuhópum þá krefst
það mifcils tækjakosts. Það er
stefna að því að samhliða end-
urnýjun námsbókanna fylgi
tækjakostur. Þetta tvennt verð-
ur að fylgjast að. Það hefur
verið mikið fyrirtæki í sumar
að búa skólana tækjum.“
— Hvers konar tæki eru það,
sem um ræðir?
etta eru yfirleitt frekar ein-
föld áhöld. Það er ekki
aðeins vegna fjárhagsástæðna,
heldur einnig til þess að sýna
nemendum að hægt sé að nota
ýmsa hluti. Tækjasafniö er ó-
venju mikið og fjölskrúðugt —
á annað hundrað einstakra
hluta eru i safninu. Mjög mikið
af þessum tækjum eru óþekkt
meðal almennings. Svo era ým-
is leikföng notuð, t. d. rafknúin
jarðýta. Það verða teknir upp
hilutir, sem nemendurnir hafa
séð en notaða f allt öðrum til-
gangi en verður gert, t. d. plast-
bikarar, bökunarduft, plast-
pokar fspinnar og blómastang-
ir en við erum búnir að kaupa
allt, sem til var af blómastöng-
um i bænum, kaupmenn haifa
víst ekki gert ráð fyrir þessari
skyndilegu eftirspum.‘‘
— Hver verður kostnaðurinn
af þessum kaupum?
„Skólavörubúðin hefur ann-
azt þessi kaup og mun heildar-
kostnaðurinn nema um 1.5 til 2
miiljónum. Ríki og sveitarfélög
kosta þetta til helminga. Tækja-
kostnaðurinn hjá minnstu skól-
unum er áætlaður 7—8 þúsund
krónur en stærstu skólamir
þurfa kannski tæki fyrir um
það bil 40 þúsund.“
— Hvemig er námsefnið
skipulagt?
„Námsefnið sbiptist f eining-
a^. Hugmyndin er sú, að gerðar
vérðj 10 einingar fyrir þessi
tvö stfg,f'serii kéhtfsla hefst í,
nú f byrjun október. Af þessum
einingum eiga kennarar að geta
valið úr milli 5—8 einingar og
getur hver kennari valið sér
einingu eftir sínum áhugamál-
um og því sem hann telur, að
nemendur hafi áhuga á. Sem
dæmi um einingar má nefna
fyrstu einingu sem er mælingar,
önnur eining er staða og hreyf-
ing, þriðja eining er efnafasar
o. s. frv.
Hver námseining fjailar
þannig um ákveðin fyrirbrigði,
sem tekin eru fyrir og rædd
niður í kjölinn. I byrjun verður
eðHs- og efnafræðikennslan
því byggð upp á einstökum at-
riðum. Eftir tveggja ára nám
heifist þverskurður greinarinnar
og heilsteypt nám við þrettán
ára aldurinn.
Námseiningarnar gefa ýmsa
möguleika bæðj í fjölbreytni
némsefnisiins og f sambandi við
námshraða. Með námseiningun-
um sjá nemendurnir fyrir end-
ann á verkiriu, sem þau eru að
vinna. Nemendur með mismun-
andi námshraða geta fengið
verkefni við sitt hæfi og síðan
haldið áfram og tekið næsta
verkefni.“
— Nú hefur þegar verið til-
raun með þessa kennslu —
hvernig reyndist hún?
„Já þetta var allt reynt
í fyrra. Barnanámsefnið var
reynt í öllum 11-ára bekkjum
í Hlfðaskóla og í Öldutúns-
skóla og í 13 ára bekkjum í
Hlíðaskóla og Barnaskóla
Garðahrepps. f vor komu svo
kennaramir með sínar ábend-
ingar og námsefnið var endur-
samið. Reynslan varð mjög góð,
áhugi fyrir efninu reyndist vera
mikill. Það var margt sem þurfti
að lagfæra. Fyrstu yfirferð á
öliu námsefninu lýkur 1973 og
verður þá ailt efnið endurskoð-
að í heild og samræmt.“ — SB
nsœsm:
— Fylgist þér með
stjórnmálaskrifum eða
vallarvörður, Keflavík: — Maö-
ur reynir jú að fylgjast með
innanbæjarpólitíkinni suðurfrá
eftir þvf. sem efni standa tii.
örlygur Slgurðsson, listmál-
ari: — Já, það geri ég, þó aö
mér finnist það ákaflega leiðin-
legt. Mér finnst nefnilega stjórn
málamennina okkar vanta allan
húmorsans, en taka sig svo
ógurlega hátfðlega og era
drepleiðinlegir fyrir vikiö. Þann-
ig gera þeir stjórnmál svo leið-
inleg, að maður dragnast dauð-
leiður á kjörstað og kýs af þjóð-
félagslegri skyldu einni saman,
aðeins fcil að leggja fram sinn
skerf til vemdar þjóðfélaginu.
Benedikt Guðbjartsson, lög-
fræðingur: — Já, já, alveg tví-
mælalaust. Ég les eins mikið
af leiðuram og öðru slíku,
sem ég með nokkur móti kemst
yfir — og haf mikið gaman af.
Geir Jónsson, vélstjóri: —
Ekki get ég nú beint sagt. aö
óg geri mikið af þvf. Þó era
stjórnmálaskrif eiginlega þaö
eina, sem ég les, þegar ég tek
mér blað í hönd.
Sigurbjörg Rögnvaldsdótt
húsmóðir: — Ekki mikið, en ]
nóa til þess að vita svona nok
urn veginn „hvemig land
liggur“